Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Side 13
13 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 I>V DV-MYND E.ÓL. Einar og Orn með Karólínu Lárusdóttur á milli sín Hvarvetna var leikur þeirra markviss og tilfinningaþrunginn, nákvæmur og öruggur. tónsmíðin væri prýðilega ílutt. Kannski væri ekki galið að stytta hana, sérstaklega seinni hlutann. Flúruð, lífleg og kímin Annað sem þeir Einar og Örn léku rann ljúflega niður. Fimm dansprelúdíur eftir Lutoslawski voru hver annarri glæsilegri, ólíkar stemningar voru túlkaðar af innlifun og næmni, og var styrkleikajafnvægi hljóð- færanna úthugsað. Örn fær plús hjá undir- rituðum fyrir að ná þolanlegum hljóm út úr takmörkuðum flygli Salarins, og átti kulda- legur tónninn ekki illa við tónlist Lutos- lawskis. í rómantískum impressjónismanum í rapsódíu Debussys saknaði maður hins vegar hlýlegri blæbrigða þó Örn reyndi hvað hann gat, það er bara ekki hægt að búa til silkipoka úr svínseyra. Heyrst hefur sá orðrómur að Steinway-flygill sé á leiðinni, sem er vonandi rétt. Ef einhvers staðar ætti að vera góður flygill er það einmitt í Salnum í Kópavogi, þar sem flestir píanótónleikar eru haldnir hér á landi. Síðasta verkið á efnisskránni var sónata eftir Poulenc, með týpískum laglínum sem nánast þöndu sig yfir hálft píanóhljómborð. Tónlist Poulencs er einstök, hún er sér- kennilega flúruö, lífleg og jafnvel kímin, og var túlkun þeirra Einars og Arnar i fremstu röð. Hvarvetna var leikur þeirra markviss og tilfinningaþrunginn, og svo nákvæmur og öruggur að maöur gat allt eins verið að hlusta á geislaplötu. Var þetta frábær endir á tónleikum með framúrskarandi listamönn- um. Jónas Sen Tvær íslenskar tónsmíðar voru frumíluttar á tónleikum sem þeir Einar Jóhannesson klarínettuleik- ari og Öm Magnússon píanóleik- ari héldu í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöldið. Þetta voru För eftir Misti Þorkelsdóttur og Capriccio eftir Karólínu Eiríks- dóttur. Fyrra verkið hafði reynd- ar verið frumflutt erlendis, en þetta var í fyrsta sinn sem það er leikið hér á landi. Erfitt er að lýsa þessari tónlist, hún virðist eiga sér rætur í einhverjum draum- kenndum veraleika þar sem innra flæði ræður ferðinni fremur en rökréttar formúlur. Oft verða langir tónar að einhverju allt öðru á fullkomlega eðlilegan hátt, og undirliggjandi hljómarnir eru framandi, en samt þægilegir áheyrnar. Útkoman er afslöppuð, þetta er sérlega fallega skrifuð músík fyrir bæði hljóðfærin, og var hún svo vel flutt á tónleikunum að unað- ur var á að hlýða. Einari tókst að galdra fram svo fagra tóna að maður trúði varla eigin eyrum, og leikur Arnar var sömuleiðis einstaklega nákvæmur og tær. Verk Karólínu er að mati undirritaðs ekki eins áhrifamikið þó þar komi fyrir margar góðar hugmyndir. í grófum dráttum má skipta tónsmíðinni í tvo hluta, og einkennist sá fyrri af hryssingslegum hljómum og hvassri hrynjandi sem skapa magnaða stemningu. Seinni hlutinn er í fullkominni andstæðu, íhugulir hljómar reika um í stefnulausri lognmollu, sem er áhugavert fyrst en verður heldur langdregið er á líður. Var útkoman á tónleikunum einhvern veg- inn ekki sannfærandi, og breytti þar engu þó Gal Odd Nerdrum laðar að sér fjölda áhugasamra á Kjarvalsstöðum Eftir flóðið Maóur og hestshaus (1993) eftlr Odd Nerdrum Viö erum stödd í óvissri framtíö þegar mannlífi eins og viö þekkjum þaö hefur veriö tortímt. Það var múgur og marg- menni á opnun hjá Odd Nerdrum á Kjarvalsstöðum á laugardaginn var, enda maðurinn vel þekktur hér á landi þótt aldrei hafi hann sýnt hér fyrr. Hann sagðist í opnunarræðu sinni hafa dregið það eins lengi og hann gat að sýna á íslandi, honum þætti svo vænt um margt fólk hér að hann hefði ekki viljað svekkja það og kannski missa vin- skap þess með því að láta það sjá þetta dót sem hann væri að framleiða. Kits kallar hann mynd- irnar sínar sem þýðir að hann lítur ekki á þær sem frumlega list heldur úr- vinnslu úr eldri list, því sem búið er að gera, búið að vera vinsælt. Endur- vinnsla. Drengurinn með tárið. Þess vegna segir hann að listgagnrýnendur hati myndirnar sínar og gefi þeim ævinlega vonda einkunn. Ekki hefur þegar þetta er ritað nokkur ís- lenskur listrýnir tekið ögrun hans og skrifaö um sýninguna - enda vandséð hvað eigi að segja: Ef mað- ur hallmælir henni er mað- ur að hlýða málaranum; ef maður hælir henni þá er maður bara að sýna að maður sé ekki eins og hin- ir! Af einhverjum ástæðum kemur skáldsag- an Eftir flóðið sem sænski rithöfundurinn P.C. Jersild skrifaöi fyrir rúmum 20 árum og Njörður P. Njarðvík íslenskaði (1983) aftur og aftur upp í hugann á sýningu Odds Ner- drums. Sagan gerist eftir þriðju heimsstyrj- öldina; það er enn mannlíf en geislun hefur valdið gróðurdauða og ekki er lengur neitt sem heitir siömenntað líf á jörðinni. Sömu tilfmningu gefa myndir Odds. Þetta er ekki fortíð, ekki miðaldir eins og manni gæti iðu- lega dottið í hug af klæðnaði persónanna, heldur framtíð þegar ekki verður lengur raf- magn eöa bílar eða borgarlíf eins og við þekkjum það. Afskræming margra persóna á myndunum bendir lika til geislunaráhrifa. En ekkert af þessu stafar listamaðurinn ofan í okkur heldur leyfir hugsununum og áhrifun- um að seytla inn. Listveldi í Víðsjá Á undan opnun á Kjar- valsstöðum var fluttur leikþátturinn „Listveldi" eftir málarann sjálfan í þýðingu Aðalsteins Dav- íðssonar. Þetta er samtal tveggja manna, Odds sjálfs og annars enn þá frægari Norðmanns, list- málarans Edvards Munch sem dó nokkrum mánuð- um áður en Odd fæddist. Listveldið er vamarræða Odds, réttlæting á því hvers vegna hann málar eins og gerir - hann lætur Munch sannfæra sig um að hann sé kitsmálari og hafi rétt til þess að vera það. Samtalsþátturinn var upphaflega birtur í banda- ríska listtímaritinu Art News fyrir tveimur árum. Hér var hann fluttur af Sigurði Karlssyni og Arn- ari Jónssyni undir stjórn Hávars Sigurjónssonar, og þeir sem ekki komust á opnunina geta heyrt hann í Víðsjá á Rás 1 í dag. Víð- sjá hefst kl. 17.03. Þess má að lokum geta að Listasafn Reykjavíkur verður opið alla páskana eins og ekki væri stórhátíð heldur venjuleg helgi. Kjarvalsstaðir verða opnir alla daga kl. 10-17 og til kl. 19 í kvöld, miðvikudag. Á mánudaginn kemur, annan i páskum, verð- ur leiðsögn um sýningu Odds Nerdrum kl. 15. Hafnarhúsið verður opið kl. 11-18 alla daga og til kl. 19 á skírdag, en Ásmundarsafn kl. 13-16 alla daga. ___________Meiming Unisjón: Silja Aöalsteinsdóttir Ragna sýnir í New York Ragna Sigrúnardóttir opnaði sýningu á olíumál- verkum í Agora Gallery í New York í vikunni sem leið og stendur sýningin fram yfir páska eða til 21. apríl. Sýningin ber heitið Visions From Life og sýn- ingarsalurinn er á Broadway 560 í Soho. Hann er op- inn þrið. - laug. kl. 12-18. Gesualdo í Hallgrímskirkju Kammerkórinn Schola cantor- um heldur tónleika í Hallgríms- kirkju að kvöldi föstudagsinn langa kl. 21 undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þar verða m.a. flutt verk eftir norska tónskáldið Knut Nystedt og ítalska endurreisnar- tónskáldið Carlo Gesualdo sem þykir einn af stórbrotnustu tilraunamönnum í sí- gildri tónlist. Algert namm. J óhannesarpassían Annað algert namm, meira að segja sama dag verður Jóhann- esarpassían BWV 245 eftir J. S. Bach flutt tvisvar af Kór Lang- holtskirkju, á fóstudaginn langa, kl. 16 og 20. Einsöngvarar verða Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Nanna María Cortes, Þorbjörn Rúnars- son, Eiríkur Hreinn Helgason og Bergþór Pálsson sem sýngur hlut- verk Jesú. Kammersveit Langholtskirkju leikur með og konsertmeistari er Júlíana Elín Kjartansdóttir. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Músík í Mývatnssveit Um páskana verður í fjórða sinn haldin tónlistarhátíð við Mý- vatn undir yfirskriftinni Músík í Mývatnssveit og undir stjórn Laufeyjar Sigurðardóttur. Fyrri tónleikamir verða að kvöldi föstu- dagsins langa í Reykjahlíðar- kirkju. Þar verða meðal annars flutt verk eftir Scarlatti, Handel og Schubert. Á tónleikum í Skjól- brekku síðdegis á laugardag verður Silungakvintett- inn eftir Schubert á dagskrá ásamt íslenskum og ítölskum sönglögum. Einsöngvari er Jóhann Frið- geir Valdimarsson tenór. Þjóðvegurinn Þjóðvegurinn, síðasta stóra leikritið sem August Strindberg skrifaði, verður páskaleikrit Rásar 1 að þessu sinni og hefst kl. 13 á páskadag. Aðalpersóna þess er fórumaður sem gengur ofan úr Alpafjöllum gegnum skógi vaxna dali eftir mjóum, krókóttum stíg. Þórarinn Eldjárn þýddi verkið, Stefán Baldurs- son leikstýrir og Hjalti Rögnvaldsson leikur aðal- hlutverkið. Parsifal á páskum Richard Wagner félagið á ís- landi sýnir óperuna Parsifal af myndbandi í Norræna húsinu á laugardaginn kl. 13. Sú hefð hefur skapast hjá félaginu að sýna þessa óperu á páskum enda hæfir það vel bæði efni hennar og boðskap. Að þessu sinni verður sýnd upp- taka frá Metropolitan óperunni i New York sem gerð var 1992, hefð- bundin og afar falleg sýning. Sungið er á þýsku en enskur skjátexti fylgir. Hljómsveitarstjóri er James Levine en leikstjóri Otto Schenk. í helstu hlutverk- um eru Siegfried Jerusalem og Waltraut Meier. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Líf í ljóðum Vika bókarinnar hefst þriðjudaginn eftir páska eins og nánar verður getið þá, en rétt er að bók- menntaáhugamenn leggi strax á minnið að fyrsta kvöldiö, þriðjudagskvöldið kl. 20.30, hefst í Þjóð- menningarhúsinu fyrsta ljóðadag- skrá vikunnar. Þá lesa Sigurður Pálsson, Þorsteinn frá Hamri, Vil- borg Dagbjartsdóttir, Kristján Þórður Hrafnsson og Sigurbjörg Þrastardóttir eigin ljóð en Hjalti Rögnvaldsson les ljóð Kristjáns Karlssonar og Matthíasar Johann- essens. Ljóðin sem lesin verða eru úr gjafabókinni Líf í ljóðum, ljóðasafni 22 íslenskra ljóð- skálda sem gefin er út í 8.000 eintökum, og fá við- skiptavinir bókabúða sem versla fyrir 1.000 krónur eða meira bókina að gjöf frá bóksölum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.