Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Page 15
f 14 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer:'Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Fjölmiðlar og grœnmeti Úrskurður samkeppnisráðs um ólögmætt samráð og samkeppnishömlur Sölufélags garðyrkjumanna, Ágætis og Mata á grænmetismarkaði er um margt merkilegur, þó mörgum reynist erfitt að draga réttan lærdóm af honum, þar á meðal yfirvöldum samkeppnismála. í desember á liðnu ári tók samkeppnisráð sig til og sam- þykkti það sem kallað er „leiðbeinandi reglur um verðkannanir til opinberrar birtingar“. í upphafi var ætl- unin að setja skilyrðislausar reglur um verðkannanir á grundvelli samkeppnislaga og átti að skylda alla, þar á meðal íjölmiðla, til að fara eftir þeim. Hörð viðbrögð DV urðu að líkindum til þess að úr varð að setja „leiðbeinandi“ reglur um verðkannanir, enda ljóst að fyrirætlun sam- keppnisráðs átti sér ekki stoð í samkeppnislögum auk þess sem gengið var þvert á prentfrelsisákvæði stjórnarskrár. í leiðara DV 11. desember síðastliðinn sagði meðal ann- ars: „DV hefur um árabil verið leiðandi í verðkönnunum hér á landi og með því komið á framfæri traustum upplýs- ingum til neytenda um verð. En um leið hafa verðkannan- ir DV orðið til þess að efla og auka samkeppni milli fyrir- tækja... Samkeppnisstofnun er á villigötum og gengur ekki erinda neytenda með því að setja reglur af því tagi sem hér um ræðir. Miklu fremur er verið að verja fyrirtæki fyrir vökulum augum neytenda og fjölmiðla.“ í áðurnefndum úrskurði samkeppnisráðs er forvitnileg tilvitnun í bréf frá sölustjóra Banana til framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna - bréf sem samkeppnisráð tel- ur sýna að fyrirtækin hafi hugleitt ýmsar aðferðir til þess að halda uppi verði á grænmeti. í bréfinu segir orðrétt: „Æskilegt væri að reyna að fá dagblöðin til að hætta með verðkannanir á grænmeti þar sem þær draga verulega úr gæðum og þvinga niður verð sem bitnar á framleiðendum.“ Er von þó spurt sé hvað hafi knúið yfirvöld samkeppnis- mála - Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð - til þess að setja reglur um verðkannanir. Á meðan „leiðbeinandi regl- ur um verðkannanir til opinberrar birtingar“ eru enn í gildi er ekki hægt að halda því fram að samkeppnisyfirvöld hafi dregið réttan lærdóm af eigin úrskurði og rannsókn á grænmetismarkaði. Tónn bjartsýninnar Sérfræðingar Kaupþings telja flest benda til þess að nú sé botninum á hlutabréfamarkaðinum náð og að verðþróun verði jákvæð á ný. í nýjasta mánaðarriti greiningardeildar fyrirtækisins, Þróun og horfur, kemur fram að rekstrar- horfur fyrirtækja séu mun betri á þessu ári en á því síð- asta. Vextir hafi lækkað og eigi eftir að lækka enn frekar, olíuverð sé stöðugt og líklegt sé að krónan eigi frekar eftir að styrkjast en veikjast eftir því sem líður á árið. Tóninn í sérfræðingum Kaupþings er tónn bjartsýninn- ar en þeir benda á að ótal kauptækifæri séu á hlutabréfa- markaðinum og að ekki sé skynsamlegt að selja hlutabréf. Hér er því slegið á aðra strengi en margir hagfræðingar hafa slegið að undanförnu, sem fremur hafa verið fullir böl- móðs og svartsýni. Væntingar eru að öðru jöfnu einn mikilvægasti drif- kraftur frjáls efnahagslífs. Trú manna á framtíðina getur ráðið úrslitum um hvernig efnahagslífið þróast. Með sama hætti drepur bölmóður allar vonir og getur gert góða mögu- leika í framtíðinni að enguÆinmitt þess vegna skipir máli þegar sérfræðingar á fjármálamarkaði tala af skynsemi en um leið á tónum bjartsýninnar. Óli Björn Kárason + MIÐVIKUDAGUR11. APRÍL 2001 MIÐVIKUDAGUR11. APRÍL 2001 51 T DV Skoðun Mismunun er alltaf vafasöm Nýlega dvaldist ég viku- langt í Eistlandi og tók þátt i að meta háskólanám í sagnfræði þar í landi. Ég vissi fyrir fram að stór rúss- neskumælandi minnihluti byggi í landinu, hluti hans með eistneskan ríkisborg- | ararétt en hluti hans ekki. Það kom því á óvart að lesa sjálfsmatsskýrslur háskóla- deildanna í sagnfræði og sjá þar hvergi votta fyrir þess- um minnihluta. Hvergi var greint frá neinum ráðstöfunum sem spryttu af því að tvær þjóðtungur væru talaðar í landinu. Þaggaöur þriðjungur í Eistlandi fengum við að vita að þriðjungur af íbúum landsins væri rússneskumælandi; þar væri ein milljón Eista, hálf milljón Rússa. Börn og unglingar gætu fengið kennslu á rússnesku allt að stúdents- prófi um 18 ára aldur, en öll háskóla- kennsla í ríkisreknum skólum, og öll háskólakennsla í sagnfræði, færi fram á eistnesku. Aðspuröir sögðust háskólakennarar leyfa stúdentum að skrifa ritgerðir og prófúrlausnir á Gunnar Karisson prófessor rússnesku, ef þess væri þörf, en enginn virtist eiga skráðan og skilyrðislausan rétt á því. í höfuðborginni Tallinn, þar sem helmingur íbúa hefur rússnesku að tal- máli, eru götunöfn aðeins á eistnesku og ótrúlega lítið um áletranir á rússnesku. Hér er verið að afneita þeirri staðreynd að landið er tvítyngt; þriðjungur af íbúum þess er eins konar huldufólk. Auðvelt er að skilja afstöðu Eista til rússneska minnihlutans. Landið var næstum hreint eistneskt þjóð- land þegar það var innlimað í Sovét- ríkin í síðari heimsstyrjöld. Rúss- neski minnihlutinn hefur mestallur flust þangað á hálfri öld og meiri- hluti hans á síðasta fjórðungi aldar- innar. Eistar máttu líka þola margs konar þrengingar af hálfu Rússa á Sovéttímanum; tugir þúsunda voru fluttir nauðungarflutningum til Si- beríu, þar sem mikill hluti þeirra féll úr harðrétti. Sögulega séð verður það víst að kallast góður kostur í þessum heimshluta að fá að vera, að halda búsetu sinni og lífsviðurværi, hvað sem líður flnni mann- réttindum. Eistneskt samfélag virðist friðsamt; þar sjást ekki vopnaðir lög- reglumenn eða her- menn á almannafæri. Samt getur varla farið hjá því að þarna sé ver- ið að efna í vandamál. Rússneskumælandi Eistum sem nú eru að alast upp finnst tæpast að þeir hafi unnið til þess að vera meðhöndl- aðir sem aðskotadýr í landinu. Erfitt er að ímynda sér annað en að þeir muni rísa upp fyrr eða síðar og krefj- ast réttar til að nota sama aldri ættu að gera þennan dag, en ég geri ráð fyrir að þeir sitji heima yfir tölvuleikj- um. Enginn býður strák- ana velkomna inn í ís- lenskt atvinnulíf, bara af því að feður þeirra og afar eru svo miklu fyrirferðarmeiri þar en mæður og ömmur. Sögulega séð er átakið Auður í krafti kvenna afar skiljanlegt. En 9-15 ára strákar munu ekki skynja það þannig; þeir fmna ekki til þess að hafa unnið neitt til þess að vera settir hjá þegar Sögulega séð er átakið Auður í krafti kvenna afar steipurnar fá tiibreyt- móðurmái sitt á sama skiljanlegt. En 9-15 ára strákar munu ekki skynja ingu frá hversdagsieik- hah. eistneskumæi- þaQ þannig; þe{r finna ekki til þess að hafa unnið anai úístcii nota sitt. « ^ • 7*47 «/ neitt til þess að vera settir hja þegar stelpurnar fa Stefpur fá aö tilbreytingu frá hversdagsleikanum. “ fara í vinnu Á leiðinni heim frá Eistlandi komst ég i Morgunblaðið og sá þar auglýsingu um að íslenskar stúlkur á aldrinum 9-15 ára ættu að fá að kynnast atvinnulífinu og koma í vinnuna með pabba eða mömmu, afa eða ömmu, þriðjudaginn 10. apríl. Ekki kom fram hvað strákarnir á Um hvað er deilt? í yfirstandandi vinnudeOu á milli Vélstjórafélags íslands (VSFÍ) og LÍÚ eru erfiðustu úrlausnarefnin krafa LÍÚ um lækkun á skiptaprósentu þegar fækkar í áhöfn og krafa VSFÍ um hækkað fiskverð. En lítum fyrst á kröfu LÍÚ sem helgast af því að frá þeim tíma sem samið var um fjölda skipverja við hinar ýmsu veiðigreinar hefur orðið fækkun í áhöfnum skipa innan vissra útgerðarflokka en fyrst og fremst um borð í bátaflotanum, þ.e. skipum sem stunda veiðar með net- um, botnvörpu og dragnót. Fækkun vegna nýrrar tækni Útvegsmenn halda því fram að þessi fækkun hafi átt sér stað vegna nýrrar tækni sem tekin hafi verið upp við veiðarnar. Það er að mínu mati í flestum tilvikum alrangt vegna þess að hér er um gamlan flota að ræða og sem dæmi má nefna að aðeins 21,7% skipanna eru yngri en 15 ára. Ástæður fækkunarinnar eru a.m.k. þríþættar sem grundvallast á því að hér er um flota að ræða sem Af þessu leiðir að þótt allir geti verið sammála um að ef útgerðarmaður fjárfestir í nýjum tœkjum og tólum sem greinilega koma í stað mannshandarinnar þá eigi hann að njóta þess með lœgri mönnunarkostnaði, þá er bara ekki hœgt að finna þeim rökum stað í þessari deilu. hefur að meðaltali pr. skip fremur litlar veiðiheimildir, svo knappar að þær nægja ekki til samfellds úthalds allt árið. Það leiðir til þess að út- gerð og sjómenn viðkom- andi skipa ákveða að fækka í áhöfninni; taka úthlutaðan afla á lengri tíma með færri mönnun, sbr. viðtal við Við- ar Sæmundsson skipstjóra i 14. tbl. Fiskifrétta 2001. Með þessu fyrirkomulagi leggur hver sjómaður á sig meiri vinnu en ef áhöfnin væri fullskipuð en nýtur í staðinn hærri launa úr hverju lönd- uðu'tonni. í öðru lagi þá gerist það að þegar sama áhöfnin er búin að vinna lengi saman þá nær hún smátt og smátt auknum verkhraða; kemur sér upp eigin vinnuaðferðum. Síðan gerist það t.d. að einn hásetinn hættir og þá er ákveðið að ráða ekki nýjan í hans stað heldur bæta þeir sem eftir eru um borð á sig hans störfum til þess að auka tekjurnar úr takmörk- uðum afla. í þriðja lagi hafa ef til vill verið sett um borð i einhver þessara skipa ný tæki og tól sem spara mannskap þótt ég komi þvi nú ekki fyrir mig um hvaða tæki og tól er að ræða í þessum flota. Um þessa fáfræði er ég ekki einn því ég hef margoft innt samningamenn LÍÚ eftir því hvað þeir eigi nákvæmlega við þegar þeir tala um nýja vinnusparandi tækni um borð i þessum skipum en fengið fremur rýr svör. Af þessu leiðir að þótt allir geti verið sammála um að ef útgerðar- maður flárfestir í nýjum tækjum og Helgi Laxdal formaöurVélstjórafé- lags íslands tólum sem greinilega koma í stað mannshandarinnar, þá eigi hann að njóta þess með lægri mönnunarkostn- aði, þá er bara ekki hægt að finna þeim rökum stað í þessari deilu. Eins og fram kom í upp- hafi þá eru erfiðustu málin til úrlausnar í yfirstand- andi vinnudeilu krafa LÍÚ um lækkun á skiptapró- sentu þegar fækkar í áhöfn og krafa VSFÍ um hækkað fiskverð. Ef við, aftur á móti, skoð- um kröfu LÍÚ um lækkun á mönnun- arkostnaði á grundvelli þeirrar fækkunar sem átt hefur sér stað á bátaflotanum á undangengnum árum þá á hún ekki við rök að styðj- ast nema þá í undantekningartilfell- um sem til viðbótar enginn hefur getað sýnt fram á. 60% hærra fiskverö Hvað varðar aftur á móti kröfu VSFÍ um hækkun á fiskverði þá skortir ekki rökin. Þar liggja fyrir upplýsingar frá Verðlagsstofu skipta- verðs sem sýna að á síðasta ári var meðalverð á slægðum þorski upp úr sjó 60% hærra á innlendum fisk- markaði en í beinni sölu. I því sam- bandi má spyrja hver hefði orðið af- koma bátaflotans sem selur í beinni sölu ef hann hefði notið 60% hærri tekna? Einnig má benda á skýrslu Þjóðhagsstofnunar frá 26. september 2000 en þar koma fram greinargóðar upplýsingar um verðmyndun á fiski á mörkuðum og í beinni sölu sem all- ar styðja kröfur VSFÍ um hækkað fiskverð. Helgi Laxdal anum. Þetta er auðvit- að býsna ólíkt mismun- un þjóðanna í Eist- landi, en samt: Er ekki líka verið að efna í vandamál hér? Þar eru Eistum veitt forréttindi; hér eru menn settir hjá fyrir það eitt að hafa eistu. Gunnar Karlsson Ummælí Sátt en ekki sundrung „Það skulu menn vita að við erum margir al- þingismennimir sem munum ekki láta það viðgangast að þorri bænda og landeigenda þurfi að standa í mála- ferlum og stríði við ríkisvaldið - vegna laga sem áttu að stuðla að sátt en ekki sundrungu, en sú hefur reyndin því miður verið undanfarin misseri.“ Árni Johnsen alþingism. í Mbl. Heimsendaspár „Stjórnarherrarnir hafa gert sér far um að vara við heimsendaspám í efnahagsmálunum. Hingað til hefur almenn- ingur trúað þeim, enda hafa fjölmargir notið góðærisins og mælt það í buddunni sinni. Núna blasir hins vegar við að margir hafa farið fram úr sér og of- metið greiðslugetu sína ... Það er sem sagt komið að skuldadögum." Kristján Þorvaldsson í grein í Séö og heyrt Sóttur til útlanda „Ekki verður betur séð en helsta framlag formanna stjórnarflokkanna tU umræðu um utanríkismál sé orðið að sækja sannleikann til útlanda. Annað slagið kemur Halldór Ásgríms- son óvenjubrúnaþungur heim frá út- löndum og segir að EES-samningur- inn sé á fallanda fæti. Enginn viti um hann, enginn vilji ræða hann og eng- in leið sé að „þróa“ hann. Einmitt þess vegna var svo áberandi þegar Davíð tók það fram að Chirac hefði „þekkt vel til“ EES-samningsins og talið hann „duga okkur vel“.“ Steinþór Hreiöarsson í grein á Múrinn.is Spurt og svarað / . að leyfa heimabru gg á léttvíni? Kolbrún Jónsdóttir, verslunarstjóri íÁmunni. „Á nánast öðru hverju heim- Ui í landinu er fólk að brugga og því er auðvitað skemmtUegra að slíkt sé gert samkvæmt lögum. Hættan er auðvitað sú að svona þjóðþrifamál séu svæfð í nefhd en slíkt ræðst auðvitað aUtaf af vUja fólksins í landinu. Mikil fiölbreytni er annars í brugg- menningu þjóðarinnar, fólk er til dæmis að brugga vin úr krækiberjum, bláberjum, rabar- bara og rifsberjum - og síðan var ég að heyra um konu fyrir norðan sem bruggar vist þessi finu vín úr túnfiflum. Gjarnan eru þessi heimabrugg- uðu vín, sem ég er hér að tala um, í styrkleika einhvers staðar í kringum 11% að alkóhólstyrk- leika. Og löggan lætur fólk alveg í friði með þetta, svo framarlega sem það fer ekki að stunda áfeng- isútsölu í stórum stU.“ Sigurður Kári Kristjánsson, formaður SUS „Auðvitað á að leyfa fólki að brugga léttvín heima hjá sér. Ég get ekki séð hvern slíkt ætti að skaða nema kannski þá að Hösk- uldur í Ríkinu fengi heldur færri krónur í kassann. Það er stað- reynd að mikUl fiöldi fólks stundar svona fram- ieiðslu í heimaranni og því væru lög um hana stað- festing á ríkjandi ástandi. I sjálfu sér á enginn mun- ur að vera á því að búa tU vín úr berjum eða þá sultu eða saft. í frumvarpi sínu miðar flutningsmaðurinn við að hámarksstyrkleiki þess áfengis sem fólk mætti framleiða í væri 15% en mér finnst koma vel tU greina að slík hámörk séu einfaldlega ekki tU staðar. Ef til viU er þessi klásúla sett inn tU að friða ákveðin sjónarmið og tryggja frumvarpinu framgang en ég vil trúa því að meirihluti þingmanna sé einmitt fylgjandi svona þjóðlegum heimUisiðnaði." Bjami Hafþór Helgason, Lífeyrissjóði Norðurlands. „Eftir því sem aðgengi að eit- urefnum, hvort sem þau heita áfengi eða e-töflur, verður betra þá eykst neyslan. Því vU ég, þrátt fyrir mitt frjálslyndi að öðru leyti, banna sem mest i þessum efnum. Ég vU girða landið af með hass- hundahjörð og taka fast á öUum lögbrotum hvað varðar eitrið. LítiU bjór er aðgangsmiði að e-töflu og þvi endar ungt fólk í kirkjugörðum. Einmitt þetta er grundvaUarstaðreynd málsins og út frá henni ber að starfa. Hver og einn verður að svara því hvers vegna hann hefur þörf fyrir að brugga ofan í sig áfengi en ef þörfin fyrir slíkt er orðin svona stórbrotin þá hljóta menn að þurfa að fara að hugsa sinn gang allrækUega. Ég mæli með flögum, súkkulaði og vídeóspólum ætli fólk að eiga huggulega kvöldstund." Helgi Seljan, formaður Bindindissamtaka „Ofan í aUt það frjálslyndi sem fyrir er væri heimabrugg á léttvíni það síðasta sem ætti að leyfa. Ef menn ætla að setja einhver mörk í þessum efnum, eins og að skU- greina að svona heimabrugg megi einvörðungu vera tU eigin nota, þá er um leið verið að opna fyrir brugg almennt og sölu á landa. Þarna á miUi er engin leið að setja nein mörk. Ég skU ekki hvers vegna minn ágæti vinur, Guðjón A. Kristjáns- son, flytur svona endaleysufrumvarp á Alþingi og ég trúi því að menn á Alþingi séu það skynsamir að þeir sjái að skUgreiningarákvæðin í þessu frumvarpi væru það erfið að útilokað væri að samþykkja það. Þrátt fyrir aUt hefur lögreglu á undanförnum árum tekist að halda sæmilega utan um landasölu og fram- leiðslu en með svona frumvarpi myndi aUt skikk á þessum málum fara úr böndum.“ Gæðakonan góða og nýja hagfræðin Oddur Olafsson skrifar Guöjón A. Krístjánsson, þingmaóur Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram frumvarp um að leyfa heimabruggun léttvíns að 15% styrkleika. Framleiðsla á víni úr íslenskum jurtum er sérstaklega nefnd í frumvarpinu. í raunsönnum nútíma- skáldskap stóð tölvuþrjót- ur frammi fyrir því vandamáli hvort hann ætti að stela einu sinni mUljón pundum eða millj- ón sinnum einu pundi. Það var honum hægur vandi að brjótast inn í tölvukerfi banka en hitt vildi flækjast fyrir hon- um hvaða aðferð væri hentugust til að stela miUjón. Lausnin var ein- föld. Hann stal einu sinni einni milljón og aftur miUjón sinn- um einu pundi og varð helmingi rík- ari fyrir vikið. Þegar slóttug kona nær að svíkja 50 miUjónir út úr nokkrum einmana körlum þykja það mikfl tíðindi og vangaveltur eru uppi um hvernig í ósköpunum hún fór að þessu. Hins vegar þarf skipulagður einokunar- hringur að svíkja nokkra miUjarða af viðskiptavinum sínum til að farið sé að gefa athæfinu gaum. Aðferðin sem notuð er tfl að ná fé af fólki skiptir sköpum um hvort heiðarlega er staðið að verki eða glæpsamlega. Þegar bankar neyða sina lántakendur til að fá vini og ættingja til að ábyrgjast endur- greiðslu lána þykja það eðlileg við- skipti, lika þegar geng- ið er að ábygðarmönn- um af fullri hörku og þeir látnir greiða lán sem þeir eiga í raun- inni enga hlutdeUd að, nema með því að láta undan heimtufrekju lánastofnana, oftast nauðugrir. Vaxtarbroddurinn Þegar forráðamenn lifeyrissjóða komast að því að þeir eru á svip- uðum kjörum og réttir og sléttir lífeyrisþegar þegar kemur að greiðsl- um úr sjóðunum hífa þeir sjálfa sig upp um nokkrar miUjónir í ein- greiðslu. Það kvað vera bæði löglegt og siðlegt. Þegar verðgildi hlutabréfa hrapar er ljóst að einhverjir hafa matað krókinn. En þeirra er aldrei leitað. Það er vegna þess að ekki er ólöglegt að selja vænt- ingar enda eru slíkar sölur einn helsti vaxtarbroddur at- hafnalífs nýju hagfræðinnar. Háar upphæðir skipta um eigendur með þeim hætti. Öllum er ljóst að flest öflug- ustu fyrirtæki landsins hafa með sér samráð um verðlagn- ingu og gefa frjálsa markaðn- um og neytendum langt nef hvenær sem þau þurfa að herða á álagningunni eða ______ hækkun þjónustugjalda. Þá er yfirleitt farin sú leið að hirða miUjón sinnum lága upphæð fremur en einu sinni háa. Þá er sið- ur tekið eftir hvernig leikið er á markaðinn og neytandann. Glæpur eða ekki glæpur Konan sem narraði féð út úr körlunum skipulagði sína fiárplógs- starfsemi vel. Hún hefur væntanlega verið notaleg við gömlu mennina þegar aðrir sinntu þeim lítið eða ekkert. Þeim hefur þótt sjálfsagt að endurgjalda það og gera henni lífið bærilegara með smálánum og uppá- skriftum. Ekki ber á öðru en að gæðakon- unni góðu hafi gengið vel að fá lána- stofnanir til að greiða sér peninga- upphæðir og þær svo gengið að karlaveslingunum og heimtað endur- greiðslu af þeim. Ef mark er takandi á frásögnum fiölmiðla af fiáröflunarleiðum kon- unnar liggur ekki í augum uppi hvað hún hefur brotið af sér. Hún hefur platað nokkur gamalmenni og notar svo bankana til að ganga að þeim og innheimta skuldir hennar. í fljótu bragði virðast þetta vera svipaðir viðskiptahættir og víða tíðkast. Fyrirtæki skipta um kennitölur og skilja eftir skuldir hér og hvar sem aðrir verða siðan að borga. Ef gæða- konan hefði haft vit á að stofna hlutafélag um sína fiárplógsstarf- semi og látið það annast viðskiptin væri hún í góðum málum en félagið gjaldþrota og karlarnir eignalausir en ættu kröfur í févana þrotabú. Hvenær fremur maður glæp og hvenær fremur maður ekki glæp, er spurning sem skáldin Halldór og Shakespeare hafa velt upp án þess að kunna svar við. í alfrelsi samkeppni og markaðslögmála liggur galdurinn í að hemja siðleysið innan löglegra marka. En sú spurning liggur opin, hvað gerði konan af sér þegar hún hafði trúgirni og fáfræði nokkurra karla að féþúfu, hvaða væntingar var hún að selja? Er það ekki einmitt það sem nýja hagfræðin gengur út á? Vœntingar ganga kaupum og sölum á mörkuðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.