Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2001, Side 13
13
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2001
DV
DV-MYNDIR HARI
Halldóra Geirharösdóttir Jóhanna Vlgdís Arnardóttir Sóley Elíasdóttir
Sögurnar byggöar á viðtölum við meira en 200 konur á öllum aldri og úr ólíkum þjóðfélagsstigum.
Kynfræðsla á 3. hæð
Píkusögur Eve Ensler, sem voru frumsýndar í
nýjum sal á 3. hæð Borgarleikhússins á sunnu-
dagskvöld, bera þess merki að vera upphaflega
skrifaðar sem eintöl fyrir eina rödd þó þrjár
leikkonur skipti með sér textanum. Leikkonum-
ar eru allan tímann á sviðinu en þegar þær eru
ekki að fara með texta verða þær að þöglum
áhorfendum líkt og þeir sem sitja úti í sal. Á
milli þeirra er engin spenna eða díalógur og
einmitt þess vegna minnir verkið meira á
kennslustund en lifandi leikhús.
Til að fyrirbyggja strax allan misskilning er
ekki við leikkonumar að sakast í því efni né Sig-
rúnu Eddu Björnsdóttur sem með þessari upp-
færslu þreytir frumraun sína sem leikstjóri i at-
vinnuleikhúsi. Það er bygging verksins sem
veldur því sögumar sem sagðar eru á sviðinu
tengjast ekki að öðru leyti en því að allar snúast
þær um þennan líkamspart kvenna sem vísað er
til í titlinum.
Eins og kemur fram í texta og í leikskrá em
sögumar byggðar á viðtölum við meira en 200
konur á öllum aldri og úr ólíkum þjóðfélagsstig-
um. Sumar eru átakanlegar, eins og saga bosn-
ísku konunnar sem var nauðgað markvisst dög-
um saman, og var flutningur Halldóru Geir-
harðsdóttur á þessari hryllingssögu sérlega
magnaður. Aðrar eru í léttari dúr, eins og sagan
af konunni sem naut þess að gera píkur ham-
ingjusamar, og þar fer Jóhanna Vigdís Arnar-
dóttir á kostum í útfærslu á ólíkum tegundum
stuna. Allar miðla þær reynslu og upplifun
kvenna sem tengist þessum líkamshluta sem viö
nefnum sjaldnast upphátt og þá helst undir rós.
Þannig er til að mynda saga konunnar sem er
nauðgað tíu ára af vini foður hennar því hún
notar ávallt orðið budda. Sóley Elíasdóttir flutti
þetta eintal og var bæði einlæg og skemmtilega
bamaleg þar sem það átti við.
Leiklist
Raunar væri hægt að tilgreina miklu fleiri
góða spretti hjá leikkonunum því þær stóðu all-
ar vel fyrir sínu og vitanlega er það fjölbreyttri
túlkun þeirra að þakka að Píkusögumar eru
ágætis skemmtun, auk þess að vera fræðandi.
Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur var lipur og þjál
þó enn sé ég ekki alveg búin að sætta mig við að
píka skuli notað um enska orðið „vagina", en tit-
ill verksins á ensku er The Vagina Monologues.
Leggangaeintölin væri því réttara heiti en vissu-
lega er oftar verið að tala um píkuna, þ.e. sköp-
in sjálf, en leggöng í textanum. Kannski verður
þessi sýning til þess að orðið píka hættir að hafa
neikvæða merkingu og þá er líklega tilganginum
náð.
Þriðja hæðin er viðbót við sýningarsali Borg-
arleikhússins og hentar þessari sýningu ágæt-
lega. Rýmið er ekki stórt en þar má auðveldlega
koma fyrir einleikjum og sýningum sem eru ein-
faldar í útfærslu líkt og Píkusögumar. Leik-
mynd Axels Hallkels er í raun aðeins þrír stólar
og jafnmargir hljóðnemar á fæti. Búningamir
eru sömuleiðis látlausir og í dökkum litum og
því ekkert sem beinir athyglinni frá sögunum
sem þær stöllur eru að segja áhorfendum. Eins
og vera ber skapaði lýsing og hljóð viðeigandi
stemningu.
Eins og áður segir er þetta frumraun Sigrún-
ar Eddu sem leikstjóra og má hún vel við una.
En það þarf meira „leikhúsverk“ til að meta
hæfileika hennar á sviði leikstjómar og vonandi
að það verði sem fyrst.
Halldóra Friðjónsdóttir
Leikfélag Reykjavíkur sýnir á 3. hæö Borgarieikhúss-
ins: Píkusögur eftir Eve Ensler. Þýöing: Ingunn Ásdísar-
dóttir. Hljóö: Ólafur Örn Thoroddsen. Lýsing: Ögmundur
Þór Jóhannesson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell.
Leikstjórn: Sigrún Edda Björnsdóttir.
Birkir Freyr Blue Mitchell
Það er ekki á hverjum degi sem íslensk-
ir djassleikarar taka sig til og leika tón-
smíðar og uppáhaldslög þeirra Adderley-
bræðra. Altóistinn Julian Adderley og
bróðir hans, kornetleikarinn Nat Add-
erley, voru án nokkurs vafa vinsælustu
djassleikarar sjötta áratugarins og langt
fram á þann sjöunda. Ég ségi vinsælustu
vegna þess að vinsældir þeirra, í Banda-
ríkjunum og víðar, náðu langt út yfir
landamæri djassheimsins. Lög þeirra,
„Work Song“, „Dis heah“, „Dat dere“ o.fl.
voru á tímabili leikin oftar i útvarpsstöðv-
um en vinsælustu dægurlögin.
Forystumenn ÓJ & Möller, píanóleikar-
inn Carl Möller og tenóristinn Ólafur
Jónsson, fengu með sér trompetleikarann
Birki Frey Matthíasson, Birgi Bragason
bassaleikara og trommuleikarann Pétur
Grétarsson í þetta sinn. Að vísu átti
sænski trommuleikarinn Erik Qvik að
leika með þeim félögum en Pétur hljóp í
skarðið á siðustu stundu þegar Erik for-
fallaðist.
Ekki er fyrir alla að leika og túlka „sál-
arfönk“ Adderley-bræðra. Það var greini-
legt strax í upphafí tónleikanna. Þó verð-
ur að segja ÓJ & Möller til mikils hróss að
þeir gerðu heldur ekki minnstu tilraun til
þess að leika lögin í þeirra upprunalega
stíl. Það hefði verið skemmtileg æfing en
vafalaust kostað lengri tíma og yfirlegu af
hálfu kvintettsins.
Ólafur Jónsson er góður tenóristi. Á
góðum degi leikur hann skemmtilegri línur og
yfirvegaðri en flestir yngri tenóristarnir okkar.
Hann líður fyrir, sérstaklega þegar hann fær ein-
leikstækifæri með Stórsveit Reykjavíkur, að
tónn hans er mattur og stundum flatur. Margir
viku!
Á tónleikunum kom afar slæmur hljóm-
burður í veg fyrir að tónn Ólafs væri
áheyrilegur. Það var ekki laust við að mað-
ur færi að velta fyrir sér hvort Óli hefði
ekki átt að spreyta sig á lögum altóistans
Adderleys á sitt gamla hljóðfæri, altósaxó-
fóninn. En sennilega var nú stefnan sem
þeir félagar tóku (viljandi eða óviljandi)
hárrétt. Ólafur spilar ekki parkerstíl Add-
erleys, leikur Péturs á lítið skylt við leik
Louis Hayes, Carl leikur ekki eins og Za-
vinul og því síður eins og McKenna og
Birgir leikur ekki „sálarfonk" bassalínur.
Þrátt fyrir öll þessi ósköp var ÓJ & Möll-
er-kvintettinn léttur og skemmtilegur í
sinni persónulegu túlkun á Adderley. Það
var dálitið merkilegt að yngsti félagi kvin-
tettsins, Birkir Freyr Matthíasson, trpt.,
lék eins og hann væri uppalinn í New
York eða Chicago á árunum 1950-60. Birk-
ir sýndi snilldartakta, lék hverja bop-lín-
una á fætur annarri með prýðilegum „fra-
seringum.“ Leikur hans minnti af og til á
bopsnillinginn Blue Mitchell sem var upp
á sitt besta í New York þegar Birkir fædd-
ist úti í Vestmannaeyjum! Það fór ekki á
milli mála að Birkir Freyr var „stjarna
kvöldsins" enda kunnu áheyrendur Múl-
ans auðheyrilega vel að meta leik hans.
Tónleikarnir voru í heildina mjög
áheyrilegir. Adderley-lögin standa alltaf
fyrir sínu og strákamir voru góðir. Ég
skemmti mér vel. Takk fyrir.
Ólafur Stephensen
ÓJ & Möller-kvlntettinn: Tónlist Cannonballs Adderleys.
Djassklúbburinn Múlinn í Húsi Málarans 26. apríl.
Carl Möller píanóleikari
Ekki er fyrir alla að leika og túlka „sálarfönk“ Adderley-bræöra.
tenóristar með svipaðan tón hafa lagað þennan
galla með sérstökum hljóðnemum. Þetta gerði
hetjan Zoot Sims m.a. í samleik með Brook-
meyer hér einu sinni. Vandi Zoots var bara sá að
hann týndi hljóðnemanum a.m.k. einu sinni I
Menning
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir
Megas skáld
Fer á nýjar slóðir með sköpun sína á
nýjum hljómorðadiski.
Óðurinn til spill-
ingarinnar
Magnús Þór Jónsson eða Megas
sendi nýlega frá sér hljómdisk sem
nefnist Haugbrot/Glefsur úr neó-reyk-
vískum raunveruleika. Á diskinum les
Megas gamla og nýja prósa við seið-
andi undirleik Hilmars Arnar Hilm-
arssonar, Guðlaugs Kristins Óttarsson-
ar og Pollock-bræðranna Michaels og
Daníels. Stjórn upptöku og hljóð-
blöndu er í höndum Hilmars Árnar.
Á diskinum
fer Megas á nýj-
ar slóðir með
sköpun sína og
les upp í stað
þess að syngja.
Upplesturinn er
bæði skýr og
skiljanlegur og getur enginn kvartað
yfir því að skilja ekki texta hans.
Stærstur hluti textans er helgaður
þeim kumpánum Birni og Sveini,
söguhetjum í samnefndri skáldsögu
Megasar, ævintýrum þeirra og tengsl-
um við undirheima Reykjavíkur, am-
fetamin, ungmennafélög og gullsturt-
una. Prósi Megasar málar mannlífið
sterkum litum eins og þegar hann
mærir amfetamín og segir: „Orð ná
ekki að lýsa með fátæklegasta hætti
þeirri tifmningu sem hrærist í briósti
mér - eða í innstinnsta búri miðtauga-
kerfisins - er ég nálgast heilagleika
þinn og sístreymandi gjafmildi. Mörg
eru nöfn þín líktog alls þess sem guð-
legt er [. . .] Ég mæri þig ólgandi upp-
ljómun. Duftaða súpernóva. Ég er á
hnjánum hver sem ég er...“ Eða þegar
hann lýsir fjöldanum sem eins konar
risamartröð eöa „mega-möru“.
Hljómorðadiskur Megasar krefst at-
hygli. Menn verða að gefa sér góðan
tíma til að hlusta á speki skáldsins og
ekki dregur seiðandi og draumkennd
tónlistin úr áhrifunum. Til hamingju
með upprisuna. -Kip
Þess má geta aö settur hefur veriö á fót
sérstakur klúbbur fyrir fylgismenn Megasar,
Hinn klúbburinn, skráning á
megas@edda.is
Tónleikar Þóru
Á sunnudaginn
kemur kl. 20 heldur
Þóra Einarsdóttir
sópransöngkona tón-
leika á Stóra sviði
Borgarleikhússins.
Þóra hlaut nýlega
fastráðningu við óp-
eruhúsið í Wiesbaden
í Þýskalandi en þar
hafa nokkrir af okkar bestu söngvurum
verið starfandi á síðustu árum, m.a.
Kristinn Sigmundsson og Gunnar Guð-
björnsson.
Þóra hefur sungið í óperuhúsum í
Bretlandi, Svíþjóð og Sviss síðan hún
lauk námi og nú síðast hér heima i upp-
setningu íslensku óperunnar á La
Boheme. Hún hefur einnig sungið á tón-
leikum víða um heim. Á efnisskrá tón-
leikanna verða sönglög eftir Mozart og
Schubert og aríur eftir Mozart, Verdi,
Carl María von Weber og Johann
Strauss.
Þóra heldur utan um miðjan maí og
eru tónleikarnir í Borgarleikhúsinu þeir
síðustu sem hún kemur fram á hér á
landi í bili. Undirleikari verður Jónas
Ingimundarson en Ármann Helgason
leikur á klarínett í einu verkanna.
Svavar Sigmundsson nafnfræðingur
heldur fyrirlestur í Sjóminjasafni ís-
lands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, á
morgun kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnir
Svavar „Hvað á skipið að heita?" og
þar fjallar hann um nöfn á íslenskum
skipum og bátum frá fornu fari til okk-
ar tíma.