Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Page 24
28 Tilvera FIMMTUDAGUR 3. MAl 2001 DV lí f iö E F T I R V I II M U Ljós og skuggar Norðmaðurinn Gisle Nataas opnar sýningu í dag á Mokka- kafíi við Skólavörðustíg sem ber heitið EITT ANDARTAK og aðrar samræður. Innsetningin byggist á þremur stórum ljósmyndum í stærðinni 100x70 sm og standa þær í rýmislegu samhengi við tilsvarandi flöt þar sem samræður milli HANS og HENNAR eiga sér stað... Leikhús ■ EVA Eva - bersögull sjálfsvarnar- einlelkur verður sýndur klukkan 21 í kvöld i Kaffileikhúsinu. Miöasala í síma 551 9055. Örfá sæti laus. ■ PÍKUSÖGUR Píkusögur eftir Eve Ensler verður sýnt í kvöld klukkan 20 í Borgarlelkhúsinu. Leikstjóri er Slgrún Edda Björnsdóttir en leikkon- ur eru þær Halldóra Geirharðsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Uppselt. ■ PLATANOV Nemendaleikhúsið og Hafnarfjarðarleikhúsið sýna í kvöld Platanov eftir Anton Tsjekhov. Sýn- ingin hefst klukkan 20 og miðinn kostar 700 krónur. ■ VÍST VAR INGJALDUR Á RAUÐ- UM SKOM Ahugamannaleikhúsiö Hugleikur sýnir í Tjarnarbíói verkið Víst var Ingjaldur á rauðum skóm Sýningin hefst klukkan 20. ■ SJEIKSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG Halldóra og co sýna í kvöld klukkan 20 aukasýningu á verkinu Sjeikspír eins og hann legg- ur sig í Loftkastalanum. Sýningar I KLIDMJUK UOSSINS KROFUGANGA Borgarskjalasafn Reykjavíkur opnaði sýningu undir heitinu Kliðmjúk Ijósslns kröfuganga á baráttudegi verkalýösins. Þar eru skjöl og Ijósmyndir, tengdar verkalýðsbaráttunni í Reykjavík á fýrri hluta 20. aldar. Sýningin er opin til 21. maí á mánudögum til fimmtudaga kl. 10-20 og föstudaga til sunnudaga kl. 13-17. ■ MÓÐURMÁLK) - NÁTTÚRAN - SAGAN I Þjóðarbókhlöðunni stendur yfir sýning sem ber heitiö Þróun námsefnis á 20. öld. Móöurmáliö - náttúran - sagan og er hún sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sýningin stendurtil 31. maí og er opin á opnunartíma safnsins. ■ MYNDIR ÚR MARÍU SÖGU Átján útsaumaöar smámyndir eftir Elsu E. Guðjónsson, ásamt frumsömdum vísum eru á sýningu í Þjóðarbókhlöðunni. Sýningin ber heitiö Myndir úr Maríu sögu. ■ KROSSINN Á sýningu Kristínar Geirsdóttur í Hallgrímskirkju er lögð áhersla á krossinn, þrýhyrninginn og litinn. Sýníngin er opin alla daga til 20. maí frá kl. 9-17. Fundir ■ MALSTOFA I LÆKNADEILD Hallgrímur Arason flytur fýrirlestur í dag sem nefnist því stutta nafni: Samanburður á erfðaefni visnu- mæði, veira úr hjörð sem smitaðist í löngu sambýli við sýkt fé. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélagsins, efstu hæð, og hefst kl. 16.15. ■ KÆRLEIKSDAGAR BLIKSINS Hugleiðsla, gönguferðir, heilun, miðlun. Allt þetta og miklu meira fer fram á Kærleiksdögum Bliksins aö Narfastööum I Reykjadal dagana 4.-6. maí. Lokafrestur skráningar rennur út í dag, 3. maí. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Sigríður Björnsdóttir á Hólmavík vann bíl í happdrætti og gaf hann: Ætlar ekki setjast undir A leið til Færeyja að syngja Sigríður er nú áttatíu og tveggja ára og þótt hún sé vel ern og hafi gaman af ferðalögum kveðst hún ekki treysta sér til að læra á bíl héð- an af. Sjónin sé líka að gefa sig á öðru auganu. Aðspurð segist hún hafa greitt símahappdrættismiðana í áraraðir og reyndar flesta aðra slíka miða sem henni berist. Hún hefur því greinilega lagt sitt af mörkum til líknarfélaganna i land- inu. Sigríður býr á Hólmavík en dvelur oft í sumarhúsinu sinu að Klettastöðum í Steingrímsfirði á sumrin. Þangaö er yfir á að fara en Sigríður lét byggja göngubrú yflr hana á eigin kostnað. Hún hefur hljómmikla rödd og afrekaði það fyrir tveimur árum að gefa út sóló- disk með söng sínum. Svo er hún í kór og ætlar með honum til Færeyja í sumar. Ekki öruggur upp Ennisháls- inn Sigríður er ógift og barnlaus og tilsagði þvi bróðursyni sínum, Sig- urði Bimi Guömundssyni, nýja bíl- inn enda segir hún hann oft hafa keyrt sig þegar hún hafi þurft á að halda. Nú síðast hafi hún setið í hjá DV-MYND GUÐFINNUR Sigríður er eldhress þótt komin sé yfir áttrætt Hún segist þó ekkert hafa v/'ð bíl aö gera. druslur sem ég þurfti alltaf að vera að gera við svo nýi bíllinn kemur sannarlega í góðar þarfir," segir hann og kannast alveg við söguna úr Ennishálsinum. „Ég verðskuld- aði ekki að fá þennan bíl upp í hendurnar en hún Sigríður frænka min er höfðingskona sem á fáa sína líka,“ segir hann að lokum. -Gun Bíógagnrýni DV-MYND INGÓ Sigurður Björn og fjölskyldan við nýja bílinn Húsbóndinn heldur á yngsta syninum Sindra Snæ, næstur er elsti sonur- inn Guðmundur Björn sem á eitt ár eftir í bílpróf, þá kemur eiginkonan, Kristín Guömundsdóttir, og síöan þeir Bergþór Njáll og Elvar Árni. Kringfubíó - The Way of the Gun ★ ★★ Með köldu blóði Hilntar Karfsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Hún Sigríður Bjömsdóttir á Hólmavík var svo heppin að vinna bíl í símahappdrætti Krabbameins- félagsins nýlega. „Ég ætlaði ekki að trúa manneskjunni sem sagði mér tíðindin," segir hún um viðbrögð sín við fréttinni og bætir svo við glaðlega. „En svona er þetta gott númer sem ég er með.“ Sigríður kveðst hafa tekið þá ákvörðun að gefa frænda sínum bilinn enda hafi hún ekki bílpróf. „Ég var orðin svo fullorðin þegar ég fór að umgangast bíla að ég lét það alveg eiga sig að setjast undir stýri,“ segir hún til skýringar. honum suður þegar hún var á leið til Víkur í vinarheimsókn fyrir páska. „Hann var þá á gömlum bíl og var ekki öruggur með að hafa það upp Ennishálsinn. Ég er mjög hamingjusöm með þá ákvörðun að hafa geflð honum bílinn minn og vona að sú ráðstöfun komi honum og fjölskyldunni hans vel,“ segir þessi rausnarkona. Kemur í góöar þarfir Sigurður Björn kveðst ekki hafa- orðið minna hissa en frænka hans þegar hann var allt í einu orðinn eigandi að nýjum bíl. „Ég átti bara Glæpamenn gegn glæpamönnum Benecio del Toro í hlutverki Longbaugh, annars tveggja glæpamanna sem loks sjá tækifæri á aö veröa ríkir. The Way of the Gun gæti vel ver- ið nafn á vestra og nafnið vísar i raun í þá kvikmyndahefð þó hún gerist í nútímanum og þá helst vestra á borð Wild Bunch og aðra sem Sam Peckinpah gerði á sínum tíma. Leikstjórinn og handrits- höfundurinn Christopher McQu- arrie, í sinni fyrstu kvikmynd sem hann leikstýrir, fer einnig í smiðju Quentins Tarantinos og eitthvað hefur hann lært af Bryan Singer þegar hann vann með honum að gerð Usual Suspect, en McQuarrie skrifaði hið snjalla handrit að þeirri kvikmynd. Það gætir sem sagt ýmissa grasa í The Way of the Gun. Þó ekki sé hægt að hrósa Mc- Quarrie fyrir frumleik í kvik- myndagerð þá er handrit hans efnis- mikið með sterkum persónum þar sem hver og ein einasta persóna á auðvelt með að vekja hroll hjá áhorfandanum. Það er enginn byrj- endabragur á leikstjórn McQuarrie, allt þaulhugsað og er góður stígandi í flókinni atburðarás þar sem hvert smáatriði skiptir máli. Aðalpersónurnar eru tveir glæpa- menn, Parker (Ryann Philippe) og Longbaugh (Benecio del Toro), sem eiga blóðugan feril að baki sér. Þeg- ar þeir eru að reyna að næla sér í pening sem sæðisgjafar heyra þeir samtal þar sem verið er að tala um unga stúlku sem gengur með bam forríks manns. Þeir félagar sjá nú loks leið til að verða ríkir og ákveða að ræna stúlkunni sem er vel vernd- uð af lífvörðum. Ránið tekst eftir að tveir menn liggja i valnum. Fjótt komast þeir félagar að þvi að ránið er kannski ekki eins sniðugt og þeir héldu í upphafi. Það er ekki aðeins það að stúlkan gengur með bam mafluforingja að því er hann best veit, heldur komast þeir síðar að því að stúlkan svindlaði og gengur með barn annars manns. Með mafí- una á hælunum flýja tvímenning- arnir til Mexíkó með stúlkuna sem komin er að því að eiga og þar taka hlutirnir óvænta stefnu. Parker og Longbaugh eru kunn- uglegar persónur, rótlausir ungir menn sem þekkja ekki annað rétt- læti heldur en byssuna og það vald sem hún veitir þeim. Það má kannski segja að erfitt sé að átta sig á þeim, stundum eru þeir nákvæm- lega það sem þeir líta út fyrir að vera, ofbeldisfullir amtörara í glæp- astéttinni. Inni á milli sýna þeir svo snilld sem aðeins er á færi atvinnu- glæpamanna. Á móti kemur að aðr- ar persónur eru sjálfum sér sam- kvæmar og gott mótvægi við Parker og Longbaugh. Leikur er allur til fyrirmyndar og ekki hægt að taka neinn fram yflr annan. Benecio del Toro bætir enn einni skrautfjöður í hatt sinn og Ryann Philippe, sem hingað til hefur eingöngu verið í unglingamyndum, er greinilega í sókn. James Cann, sem leikur at- hyglisverðustu persónuna, Joe Sarno, manninn sem hreinsar upp eftir yflrmann sinn, á bestu setning- arnar í myndinni. The Way of the Gun er köld kvik- mynd. Það er nánast engin persóna sem á samúð skilið nema barnið sem fæðist í lokin. Myndin er blóð- ug frá upphafi til enda og það sem gerir hana kalda er fyrst og fremst að persónurnar líta sig jafn köldum augum og aðra. Það er enginn byrj- endabragur á leikstjóm Christopher McQuarrie og þegar það er haft í huga hversu snjall handritshöfund- ur hann er, þá á hann örugglega eft- ir að láta mikið að sér kveða í fram- tiðinni. Leikstjóri og handritshöfundur: Christopher McQuarrie. Kvikmyndataka: Dick Pope. Tónlist: Joe Kraemer. Aöal- leikarar: Ryann Philippe, Benecio del Toro, James Caan, Juliette Lewis, Scott Wilson, Taye Diggs og Nicky Katt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.