Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001
I>v
Fréttir
Tveir menn segjast hafa átt aö fá hátt í 4 milljónir fyrir að fara til Amsterdam:
Fóru utan til að sækja
hálfblautt amfetamín
DV-MYND HARI
„Þetta var flopp frá upphafi til enda“
Einn af sakborningunum þremur, sem setiö hefur á Litia-Hrauni í gæsluvaröhaldi frá því í júlí, segir sig og félaga slnn
hafa lent í „heilmiklu veseni“ þegar þeir komu til Amsterdam til aö sækja fíkniefnin.
„Það kom maður að okkur fyrir
utan kaffihús og spurði hvort við
kæmum frá kaldri þjóð. Við sögð-
um já við því. Síðan settumst við á
bekk og tókum við pökkunum,"
sagði 21 árs maður fyrir héraðs-
dómi í gær, einn af þremur sak-
borningum í flkniefnamáli þar sem
rúm 8 kíló af amfetamíni voru flutt
til íslands í tveimur hátölurum
með UPS-hraðsendingu í júlí síðast-
liðnum. Maðurinn var að lýsa því
þegar hann og jafnaldri hans voru
staddir á götu í Amsterdam til að
taka við efnunum.
Báðir mennirnir hafa setið í
gæsluvarðhaldi frá því lögreglan
handtók þá en þriðja manninum -
sem gefið er að sök að hafa skipu-
lagt innflutninginn - var sleppt eft-
ir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í 5
vikur enda voru sannanir á hendur
honum taldar takmarkaðar til að
réttlæta frekari frelsissviptingu í
þágu rannsóknar. Hann fór aftur
inn í viku í byrjun nóvember en
var svo sleppt á ný.
Hinir tveir bera báðir að þeir
hefðu átt að fá allt að 4 milljónir
króna fyrir að fara utan, taka við
efnunum og senda þau heim á
heimilisfang annars þeirra.
Efnin voru óvenjurök þegar þau
komu til landsins og vógu þau þá
rúm 8 kíló. Eftir það var ákveðið að
vigta þau aftur. Eftir því sem DV
kemst næst er efniö nú tæp 7 kíló
og talið fremur veikt.
Þetta var „flopp"
„Við vorum þarna úti í heil-
miklu veseni. Þetta var flopp frá
upphafi til enda,“ sagði félagi fram-
angreinds manns sem fór til
Amsterdam. Ungu mennirnir tveir
höfðu fyrst flogið út til Danmerkur
eftir að hafa fengið 70 þúsund
króna farareyri frá meintum skipu-
leggjanda - samkvæmt frásögn
annars mannanna. Hann ber
reyndar að hafa hringt í skipuleggj-
andann, þriðja manninn, nokkrum
sinnum ytra, ekki síst þegar þá fé-
laga var farið að skorta peninga til
að halda sér uppi. Hinn maðurinn
kveðst á hinn bóginn ekki hafa vit-
að hver það var heima á íslandi
sem vinur hans var að ræða við í
síma.
„Planið var að rusla þessu af á
nokkrum dögum,“ sagði annar
mannanna. Mennirnir tveir segjast
Óttar Sveinsson
hafa fengið hátt í 3 þúsund hol-
lensk gyllini til að halda sér uppi -
sótt helming peninganna á stað á
bak við póst- eða rafmagnskassa í
Amsterdam. Annar mannanna
sagði að þegar þeir fengu efnin af-
hent hefðu þeir átt að halda að
kaffistað sem heitir Rasta-baby og
annar þeirra hefði átt að halda á
Sprite-flösku. Síðan hefði maður
komið að þeim og spurt hvort þeir
kæmu frá köldu landi. Þeir hefðu
jánkað því og síðan hefðu þeir far-
ið að bekk þar sem þeir fengu efn-
in afhent í tveimur kössum og
meiri farareyri. Hvorugur mann-
anna segist hafa vitað um hvaða
efni væri að ræða. Hins vegar hafi
verið talað um 4 kíló af flkniefnum.
Efnin voru í tveimur kössum,
innpökkuð í tvo hátalara. Mennimr
ir ungu segjast hafa gist í eina nótt
í Amsterdam áður en þeir drifu sig
í lest til Hamborgar. Þaðan sendu
þeir efnin með UPS-sendingu á
heimilisfang annars mannanna hér
heima. Eftir það flugu þeir til
Kaupmannahafnar og þaðan heim.
„Shlt!“
Daginn eftir heimkomu mann-
anna voru efnin sótt í vöruaf-
greiðslu hraðflutningafyrirtækis-
ins UPS í Reykjavík. Fíkniefnalög-
reglan hafði þá komið fyrir GPS-
staðsetningar- og hlerunartæki og
einnig ósýnilegu efni sem fíkni-
efnainnflytjendur fá gjarnan á
hendur sinar og föt ef þeir hand-
leika þá hluti sem efnin hafa verið
sett á.
Þegar farið var með amfetaminið
á heimili annars þeirra sem fóru til
Amsterdam kom þriðji maðurinn
og tveir aðrir í heimsókn. Þegar
pakkarnir með hátölurunum voru
teknir upp ber sá þriðji að húsráð-
andinn - annar þeirra sem fór utan
- hefði kallað upp yfir sig: „shit“ og
farið með tækið út á svalir. Hann
hafi þá verið að uppgötva að ein-
hver hafði komið tækjum fyrir í
öðrum pakkanum, að öllum líkind-
um lögreglan.
Húsráðandinn hljóp siðan út úr
húsinu með tækið og henti því í
öskutunnu á plani á bak við Bónus
á Seltjarnarnesi.
Siðar sama dag voru þremenn-
ingarnir allir handteknir.
Tóbakssala til unglinga:
Lögbrjot-
um
fækkar
Fjöldi þeirra tóbakssala sem
selja bömum og unglingum tóbak
hefur minnkað úr 68 prósentum í
42 prósent tilfella frá því i mars
1999 og þar til nú. Þetta kemur
m.a. fram í nýrri könnun íþrótta-
og tómstundaráðs Reykjavíkur. Nú
stendur yfir átakið: Seljum böm-
um og unglingum ekki tóbak. ÍTR
hefur gert þrjár kannanir eftir að
átakið hófst og fer lögbrjótum
fækkandi.
Viðurlög sem Heilbrigðis- og
umhverfisnefnd beitir vegna tó-
bakssölu til bama og unglinga er
sölubann fyrir endurtekið brot. 22
sölustaðir eiga slíkt bann yfir sér
nú, 17 fá viðvöran og 28 áminn-
ingu. -JSS
GENG® Ílfi 17.05.2001 kl. 9.15
KAUP SÁLA
iftgÍPollar 99,610 100,120
S^Pund 142,540 143,260
l*|jKan. dollar 64,680 65,080
feSlDónsk kr. 11,7930 11,8580
I~St Norsk kr 10,9940 11,0540
SSsænsk kr. 9,7440 9,7980 j
HHn. mark 14,8010 14,8900
1 ÍFra. franki 1 fj Belg. franki 13,4160 13,4966
2,1815 2,1946
: £3 Sviss. franki 57,4300 57,7500
CShoII. gyllini 39,9340 40,1739 i
:j^“fÞýskt mark 44,9952 45,2655 i
i jít. líra 0,04545 0,04572
QyAust. sch. 6,3954 6,4338 j
íjo jjj Pprt. escudo 0,4390 0,4416
n 'iSoá. peseti 0,5289 0,5321 i
1 O Jap. yen 0,80800 0,81290 j
~]írskt pund 111,740 112,412
SDR 125,8600 126,6200
| gjECU 88,0029 88,5317
Veðrið i kvold
!3
3''"íð'
Hvessir á norðvestanlands
Sunnan 5 til 8 m/s með skúrum suö-
vestanlands en hvessir norðvestanlands. Hiti
0 til 10 stig, mildast suðaustanlands.
Solargangur og sjavarföll
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 22.45 22.47
Sólarupprás á morgun 04.03 03.24
Síódegisflóó 14.46 19.19
Árdegisflóð á morgun 03.09 07.42
Skýringar á veðurtáknum
J^VINDATT T0°n—HITI X -io° NVINDSTYRKUR V 1 fnetrum ð sokrtndu HEIDSKÍRT
- €3 ío
LÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
V,. W
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR Þ0KA
mwmm,
F.t-rö
Færð og ástand vega
Upplýsingar um færð á vegum, ástand
vega, vegalokanir og ásþunga-
takmarkanir má fá á heimasíðu
Vegagerðarinnar: www.vegag.is
Einnig er hægt að hringja í
upplýsingasíma sömu stofnunar eöa
skoða Textavarpið.
0 SNJÓR
■ÞUNGFÆRT
aÓFÆRT
Rigning og skúrir vestanlands
Austlæg átt, 8 til 13 m/s norðvestanlands, en hægari annars staöar.
Rigning og skúrir um landið sunnan- og vestanvert en þurrt aö kalla
norðaustan til. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast sunnanlands.
Suiimufagnr
Vindur: v?\
8-IOiv'í '
Hiti 4° til ±1°
NA 5 til 10 m/s norö-
vestan til en annars hæg
breytileg átt. Rigning meö
köflum og hiti 2 til 9 stig,
hlýjast sunnanlands.
Heldur vaxandi
suöaustlæg átt og fer aö
rigna sunnan- og vestan
til. Hlýnandi veöur.
mmsm
Vindun
8—13 m/i
Hiti 8° til 15”
S átt, viða 8 til 13 m/s og
rignlng eða skúrir sunnan-
og vestan til en úrkomu-
lítið norðaustanlands. Hltl
8 tll 15 stig, hlýjast um
landið noröaustanvert.
3
AKUREYRI alskýjaö 1
BERGSSTAÐIR slydda 0
B0LUNGARVÍK alskýjað 1
EGILSSTAÐIR 1
KIRKJUBÆJARKL. rigning 4
KEFLAVÍK rigning 3
RAUFARHÖFN alskýjaö 3
REYKJAVÍK rigning 3
STÓRHÖFÐI úrkoma 5
BERGEN skýjaö 9
HELSINKI súld 10
KAUPNIANNAHÖFN léttskýjað 12
ÓSLÓ rigning 8
ST0KKHÓLMUR 7
ÞÓRSHÖFN alskýjaö 8
ÞRÁNDHEIMUR skýjað 11
ALGARVE skýjaö 16
AMSTERDAM skýjaö 12
BARCELONA skýjaö 16
BERLÍN alskýjaö 14
CHICAG0 mistur 19
DUBLIN rigning 5
HALIFAX léttskýjað 6
FRANKFURT rigning 14
HAMBORG skýjaö 12
JAN MAYEN hálfskýjað 2
LONDON rigning 9
LÚXEMBORG rigning 11
MALLORCA léttskýjaö 20
MONTREAL heiöskírt 10
NARSSARSSUAQ skýjaö 1
NEWYORK alskýjaö 12
ORLANDO heiösklrt 21
PARÍS skýjaö 13
VÍN skýjaö 15
WASHINGTON alskýjaö 12
WINNIPEG þoka 12
BYGCT A UPPLYSINGUM FRA VEÐURSTQFU ISLANDS