Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Blaðsíða 10
10 Hagsýni FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 DV Getur lækkað um 25% - sé rétt að staðið, segir Sigurður S. Gunnarsson hjá Verkvangi Viðhaldskostnaður fjölbylishusa: Viöhaldí oft ábótavant Þegar hrörnun á húsnæöi er komin á visst stig aukast skemmdirnar mjög hratt. Því borgar sig aö sinna viöhaldi vel og tímasetja allar framkvæmdir þegar þeirra er þörf. Viðhald fjölbýlishúsa hefur vafist fyrir mörgum eins og sjá má á fjölda illa farinna húsa um land allt. Oft er því um að kenna að íbúar hússins geta ekki komið sér saman um hvað skuli gera og þá hvenær eða að fjár- hagur húsfélagsins er bágur. TU að koma í veg fyrir að húsin grotni nið- ur þarf viðhaldið að vera reglulegt og vel skipulagt. í tuttugu ár hefur Verkvangur boðið upp á leið sem leysir þessi mál en fyrirtækið rekur svokallaðan Viðhaldsvörð. Sigurður Sverrir Gunnarsson, byggingaverk- fræðingur hjá Verkvangi, segir að Viðhaldsvörðurinn sé einkum ætlað- ur fyrir húsfélög og er markmiðið með honum að lágmarka viðhalds- kostnað. Þegar húsfélög ganga í Við- haldsvörðinn magntekur fyrirtækið húsið, þ.e. mælir hversu mikið af veggjum og gluggum er til staðar, og skoðar húsið hátt og lágt til að meta ástand þess. Þá er einnig lagt mat á þörf á viðhaldi næstu ár og gerðar viðhaldsáætlanir. Inni í þeim eru fjárhagsáætlanir, þ.e. hvað viðhaldið kemur til með að kosta. Með því að tengja þetta tvennt saman fæst lang- tíma-fjárhagsáætlun og því er hægt að gera ráð viðhaldskostnaði og komast þannig hjá miklum sveiflum í útgjöldum og háum fjármagns- kostnaði. Árleg skoöun húss Þegar framkvæmt er viðhaldseft- irlit á húsi ætti viðhald þess ekki að koma íbúum á óvart. T.d. má segja að ef mála þarf alla glugga eftir 3 ár geta íbúar strax byrjað að safna fyr- ir þeim framkvæmdum þannig að þær ættu ekki að koma mjög illa við budduna hjá neinum. „Við veitum ráðgjöf um allt slikt og því verður illa ígrundaður eða ótímabær við- haldskostnaður úr sögunni. Ráögjöf þessi er byggð á árlegri skoðun hússins og kostar aðeins brot af því sem hægt er að spara.“ Innifalið í Viðhaldsverðinum er gagnabanki með magntölum, fram- kvæmdaáætlun, fjárhagsáætlun, viðhaldsvöktun og „heilbrigðisvott- orð“ fasteignar, auk þess sem Viö- haldsvörðurinn heldur utan um skrá með eignaskiptasamningi, orkuvörð, þjónustuaðila, stýringu framkvæmdasjóðs, framkvæmda- stýringu og viðhaldssögu. Rétt tímasetning framkvæmda Hvorki borgar sig að fara of snemma né of seint í framkvæmdir. Sigurður segir allt of algengt að íbú- ar fjölbýlishúsa taki ákvarðanir um viðhald án þess að leita sér sér- fræðiaðstoðar. „Gott dæmi um slíkt er þegar ákveðið er að klæða heilu blokkirnar, með kostnaði upp á milljón krónur á íbúð, þegar hag- kvæmara væri að gera einfaldlega við hana með mun lægri tilkostn- aði. Auðvitað er mjög eðlilegt að fólk sem ekki er meö sérfræðiþekk- ingu á þessu sviði taki slíkar ákvaröanir en betra er aö spá vel í hlutina áður en farið er af stað. Það getur sparað stórar upphæðir. Ekki þarf að minnast á að með svona kerfi eru íbúar lausir við allan ágreining um framkvæmdir." Kostnaður við viðhald eykst eftir því sem það er dregið lengur og minna er lagt í fyrirbyggjandi að- gerðir. Afleiðingar þess aö húseign- ir fá ekki nægilegt viðhald eru þær að þegar loksins er farið út í fram- kvæmdir verða þær miklu dýrari en þær hefðu þurft að vera. Þegar hrörnun á húsnæði er komin á visst stig aukast skemmdirnar nefnilega mjög hratt. Lækkar um fjórðung Ágætis þumalfingursregla er að gera ráð fyrir að upphæð sem sam- svarar 1-2% af verði hússins þurfi í viðhald árlega en fæstir láta svo mikið renna til þessa mikilvæga þáttar. Þetta jafngildir því að í 30 íbúða blokk sem metin er á 300 milljónir þurfi viðhald upp á 3-6 milljónir árlega. Þetta eru stórar tölur en með reglubundnu eftirliti og skynsamlegum framkvæmdum má lækka þessa tölu verulega. „í þau tuttugu ár sem við höfum verið með Viðhaldsvörðinn hefur það sýnt sig að kostnaðurinn getur lækkað mikið, eða a.m.k. 25%,“ seg- ir Sigurður. Ef húsi er vel við haldið eykst verðgildi íbúðanna, sérstaklega ef hægt er að sýna fram á hvað hefur verið gert og hvenær. Því geta ibú- ar í húsum sem eru í Viðhaldsverð- inum látið eins konar heilbrigðis- vottorð fylgja ibúðum sínum þegar þær eru seldar þar sem upplýsingar um viðhaldssögu og ástand hússins koma fram. Eign sem vel er farið meö kallar einnig á betri umgengni sem aftur stuðlar að því að eignin haldist í sem bestu ástandi. -ÓSB Umhirða innijurta Blóm og innijurtir eru nú að hefja sitt aðalvaxtarskeið eftir vet- urinn. Fallegar plöntur eru ein ódýrasta leiðin til að skreyta heim- ilið og gefa því fallegan svip. Vænt- anlega eru flestir búnir að umpotta og því ekki annað að gera en að vökva og gefa áburð til að plönturn- ar dafni vel og lífgi upp á umhverfi sitt. Hér eru nokkur ráð sem auð- velda umhirðu blómanna, m.a. þeg- ar farið er í ferðalög. Vökvun gegnum stút Þegar gróðursett er í svalakassa eða potta með heilum botni þarf að láta 2-3 cm malarlag á botninn áður en moldin er sett á sinn stað. Best er að vökva gegnum plastpípu eða flöskustút sem nær niður í malar- lagið. Vatnið dreifist vel og moldin súrnar ekki. Sogskálar til stuönings Ef stórvaxin blóm standa úti í glugga er ráö að festa sogskálar úr gagnsæju plasti á rúðuna. Auðvelt er að hengja jurtimar á krókana og tylla þeim, t.d. með pípuhreinsara- bút. Gættu þess að blómin skemmist ekki af of heitu eða of köldu gleri. Plast upp í háls Á að bregða sér i 2-3 vikna ferð? Þá skalt þú vökva jurtirnar vel, láta poka utan um hvem pott og binda | Tilboð verslana Satnkaup Tilboðin gilda til 20. maí. 1 O Gular melónur 189 kr. kg O Ágætl kartöflur, 2 kg f/ 1 199 kr. © Ofnstelk m/koníak 1038 kr. kg O Ofnstelk hunangs 1038 kr. kg Q Ofnsteik Dijon 1038 kr. kg Q Ofnsteik venjuleg 1038 kr. hg Q Gourmet lærisneibar 1238 kr. kg Q Gourmet kótllettur 1254 kr. kg Q Gourmet framp.sneibar 983 kr. l<g 0 KJúlll fersk kjúkllngalærl 449 kr. kg Þín verslun Tllbobtn gilda til 23. maí. © Lambasnelbar, 300 299 kr. O Creóla hakkbollur, 350 g 299 kr. O Hatting hvítlauksbraub 198 kr. O Hunt's BBQ sósa 510 ml. 179 kr. © Heidelberg Garlic dresslng 139 kr. Q Café Nolr Blstro, 500 g 429 kr. © Fílakaramellur, 200 g 249 kr. Q Toblerone, 200 g 229 kr. Q © Skeljunguf Tllbobin gilda til 30. maí. O Sportlunsh súkkulabi 79 kr. Q Fílakaramellur 10 kr. © Yankle glgant súkkulabl 76 kr. O Maarud s nakk, 40 g 59 kr. © Tomma og Jenna safar, 1/4 I 36 kr. © Pinquln hlt mlx, hlaup 179 kr. Q Sun Lolly klakar, 10 stk. 199 kr. o Nýbakab Sól- og Sveitabraub 189 kr. O Sterllng gasgrill 18900 kr. 0 Grill og ofnhreinslr 539 kr. Fjaröarkaui Tilbobin gilda til 19. maí. o Vatnsmelónur 129 kr. kg O Braubskinka 599 kr. kg O Bratwurst pylsur 499 kr. kg O Hjúkllngalæri m/legg 599 kr. kg O Kastali ostur 142 kr. Q íþróttasúrmjólk 99 kr. Q Johnson blautklútar, 72 stk. 299 kr. Q Q © Smáauglýsingar Allt til alls ►I 550 5000 utan um pokann viö rótar- hálsinn. Gættu þess að blöð og blóm standi upp úr plastinu. Vökvunar- svampur Ef vikuferð stendur fyrir dyrum getur þú vökvað inr jurtir með svampi (ef gat er á po botninum). Fylltu stórt fat af vat og settu pottana á svamp í fatinu. Skraufþurr gróðurmold Ekki þýðir að vökva ofan frá ef moldin er orðin skraufþurr í pottinum, vatnið hripar bara beint niður í skál- ina. Betra er að stinga pottinum á kaf í vatn smástund og setja hann síðan á disk þar sem hann getur sogið vatnið til sín neðan frá. Flöskulok á botni Ef flöskuloki er hvolft yfir botn- gat á blómapotti má treysta því að gatið stíflast ekki. Lokið heldur við moldina en vatnið sígur niður und- ir bylgjótta brún þess. Forðastu ofvökvun Blómasvampar sem fást í blóma- verslunum drekka i sig mikið vatn. Ef blómasvampur er sniðinn til og lagður á pottbotninn þarf ekki að óttast ofvökvun. Svampurinn held- ur vatninu sem afgangs er. Úr 500 hollrád Aldur rauðvíns Rauðvín er pressað úr bláum vín- þrúgum og hýðið er í leginum með- an á gerjun stendur. Glæný vin eru næstum blárauð á litinn en eftir að vínið hefur legið í tunnum eða í flöskum verður liturinn djúprauður og nálgast síðar brúnleitan blæ. Lit- urinn sést vel ef glas með víni er borið að ljósu blaði og ljósið látið skína á ská. Ódýr vín eru oftast blárauð á lit því þau eru yfirleitt ung. Sápuleifar Allir kannast við hversu leiði- gjarnt er að nota sápustykkið þegar það er orðið of lítið til að fara vel i hendi. Þá er ráð að safna þeim sam- an í plastpoka. Þegar nóg er komið í pokann er honum dýft í heitt vatn og þá bráðna sápustykkin og renna saman. Pokanum er því næst stung- ið ofan í kalt vatn og látinn vera þar uns sápan er storknuð. Einnig má hella henni í lítil skemmtileg form og búa þannig til sætar skrautsáp- ur. Annað ráð er að setja sápuaf- gangana í gamlan nælonsokk og binda fyrir. Þá er komin finasta sápa sem hangið getur í sturtunni. Járnpottar Þegar nýr járnpottur er tekinn í notkun á að þvo hann, þurrka og ■j) smyrja síð- an með matarolíu. Síð- an á að hita hann hægt á hellu til þess að feitin setjist í allar misfellur. Þegar steikt er í pottinum í fyrsta sinn á að nota heldur meiri feiti en vanalega. Gæta þarf að hit- anum því oft vill brenna við í nýj- um potti. Ekki má þvo pottinn með sterkri sápu, notið aðeins volgt vatn og þvottabursta og þurrkið síðan pottinn vel. Sé farið eftir þessu eyk- ur það endingu pottanna. Eggin springa ekki Margir kannast við það vandamál að egg sem verið er að sjóða springa og innihald þeirra lekur út í vatnið. Til að komast hjá þessu vandamáli má setja eggin í pottinn í sigti eða síu. Þá er líka auðvelt að ná þeim upp úr. Kalt vatn er síðan látið renna yfir þau. Álpappír undir steikina Ef steikin er skökk, þ.e. annar helmingurinn er þykkari en hinn, er hætt við að hún brúnist ekki jafnt í steikingunni. Þennan vanda má leysa með því að krumpa saman álpappír og setja undir þynnri end- ann eða þann sem situr neðar. Þá verður áferð steikarinnar jöfn og góð. Hitamælir í ísskáp Best er að láta hitamæli í kæli- skáp liggja á milli matvæla í skápn- um, helst milli tveggja pakka, til aö hann sýni hita matarins en ekki lofthitann. Lofthitinn getur breyst mjög snögglega, t.d. ef ísskápurinn er hafður opinn í smástund. Rétt hitastig á að vera nálægt 5 stigum en það nægir til að geyma mat án þess að frysta hann. Glasageymsla Ef hillur eru háar í boröstofu- skápnum má nýta rýmið og koma á betri skipan með því að setja glasa- grip neðan á hillumar. Glasagripin eru gerö úr u.þ.b. 1/2 cm þykku tré, krossviði eða plötum. Festingar fást í járnvöruverslunum. Gripin eiga að vera um það bil 1 cm styttri en nemur breidd á hillunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.