Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Blaðsíða 20
*
24______
Tilvera
FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001
DV
i ii'ófaiiiíMv) tti
Traffic
ÁhrifamikU og vel gerö kvik-
mynd frá Steven Soderbergh þar sem í
þremur sögum, sem tengjast óbeint, er
fjallað um margar hliðar á eiturlytjavand-
anum. Soderbergh kvikmyndaði Traffic aö
V langmestu leyti sjálfur með myndavélina í
höndunum og gefur það myndinni
sterkara yfirbragð en ella, stundum minn-
ir hún að þessu leyti á dogma-myndirnar
dönsku, sérstaklega Mexíkó-hlutinn. Leik-
arar eru upp til hópa mjög góðir þar sem
fremstir meðal jafningja fara Benecio Del
Toro og Michael Dougias. -HK
Memento
★★★★ Sumar myndir eru svo góðar að
þær fara með manni út úr kvikmyndahús-
inu. Góð dansmynd gerir mann léttan í
spori, góð gamanmynd getur spriklað í
manni heilan dag og góðir þrillerar skilja
mann eftir óöruggan og spenntan og Mem-
ento gerir það svo um munar. Pálminn fer
til leikstjórans og handritshöfundarins
Christophers Nolans sem vefur sögu
áreynslulaust úr nútíð í fortíð í nútíð þannig
að allt gengur upp og enginn laus endi sem
situr eftir eins og vont bragð í munni. -SG
Crouching Tiger, Hidden Dragon
★★★★ Frábær kvikmynd. Það er eins
og listin hafi loksins ratað aftur heim í fjöl-
leikahúsið. Maður situr í sætinu sínu og er
borinn gegnum ævintýrið, undrandi og
þakklátur eins og bam. En myndin er líka
svolítið skrýtin. Leikaramir eru allir með
sama íbyggna svipinn og bera fram textann
eins og þeir séu að lesa hann af blaði. Og ör-
ugglega á einhverri mállýsku sem þeim er
ekki eiginleg. En við héma uppi á Islandi
segjum bravó og tökum því sem hluta af æv-
intýrinu. -GSE
Thirteen Days
★★★ Það þarf þéttan frásagnarmáta og
* góðar skiptingar á milli atriða til að ná upp
góðri spennu í pólitiska atburðarás sem all-
ir þekkja. Þetta tekst í Thirteen Days sem er
frá upphafi til enda spennandi pólitískur
tryllir þar sem myndskeiðum er snilldarlega
skeytt saman. Má nefna að sjónvarpsfréttum
Walters Cronkite er skeytt inn i söguþráð-
inn en á þessum árum var hann „Rödd Am-
eríku“ og enginn efaðist um trúverðugleika
hans. Spennunni er síðan viðhaldið með at-
riðum sem em mismunandi áreiðanleg en
öll trúverðug. -HK
Way of the Gun
★★★ The Way of the Gun er áhrifamik-
il en um leið köld kvikmynd. Það er nánast
-v» engin persóna sem á samúð skilið nema
bamið sem fæðist í lokin. Myndin er blóðug
frá upphafi til enda og það sem gerir hana
kalda er fyrst og fremst að persónumar líta
sig jafn köldum augum og aðra. Leikstjórinn
og handritshöfundurinn Christopher
McQuarrie á örugglega eftir að láta mikið að
sér kveða í framtíðinni. Leikarar era góðir
þar sem gamla kempan James Caan skarar
fram úr. -HK
Les riviers porpres
★★★ Hörð sakamálamynd með hraðri
atburðarás þar sem veriö er að eltast við
raðmorðingja sem skilur við fómarlömb sín
þannig að áhorfandinn fær gæsahúð. Mynd-
inn hefur verið likt Seven og má að hluta
réttlæta þá líkingu, meðal annars er útlitið
líkt. Les riviers porpres hefur samt sín sér-
kenni og þó sjokkerandi sé þá stendur hún
hinni mögnuðu Seven að baki í þeim efnum.
Kvikmyndataka og klipping er fyrsta
♦ flokks.og Jean Reno og Vincent Cassel eru
trúverðugir í hlutverkum lögreglu. -HK
State and Main
★★★ Það skín í gegn að allir hafa
skemmt sér vel við gerð State and Main og
þess vegna ómögulegt annað en að skemmta
sér viðlíka vel sem áhorfandi þótt hún sé
kannski ekki svo ýkja merkileg. Myndin
skartar líka fyrirtaks leikarahópi sem hefur
greinilega gaman af að leika sér með þenn-
an afburðavel skrifaða texta. WilUam H.
Macy er leikstjórinn Walt Price sem þarf að
kljást við allt og alla og er frábær. David
Paymer leikur hinn dónalega framleiðanda,
Marty Rossen, og skemmtir sér vel og Alec
Baldwin og .Sarah Jessica Parker fara létt
með kvikmyndastjömurnar. -SG
Múmían komin á kreik á ný:
Rússíbanareið í fyrsta
stórsmell sumarsins
Hinn 3000 ára gamla múmía hefur
vaknað aftur til lífsins og snýr til
baka á morgun í Sambíóunum,
Háskólabiói, Laugarásbíói,
Nýjabíói Keflavík og Nýjabiói
Akureyri. Eins og i fyrri mynd-
inni eru þau Rick O’Connell
(Brendan Fraser) og Evelyn
(Rachel Weisz) í aðalhlutverk-
um í The Mummy Returns og
eru átta ár liðin frá því að
þau urðu að berjast upj
á líf og dauða í Eygpta-
landi við múmíuna Im-
hotep. Rick og Evelyn
er nú gift og hafa kom-
ið sér fyrir i London
þar sem þau ala upp
son sinn Alex.
Röð atvika leiöir til
þess að múmían Im-
hotep er vakin til lífs-
ins i The British Muse-
um og að
þessu sinni
er Imhotep
ákveðinn í
að ná tak-
marki sínu
sem er að
vera ódauð- um Þessar
legur. Nú er mundir.
Rachel
Welsz
Ein
bjartasta
von Breta
hann hins vegar ekki einn
því annað illt afl hefur
einnig risið upp frá
dauðum og er jafnvel
enn valdameira en Im-
Egyptalands þar sem Sporðdreka-
kóngurinn kemur til sögunnar.
Brendan Fraser og Rachel Weisz
eru ekki einu leikaramir sem núna
eru aftur í framhaldinu, einnig er
Tvær slást
Mikiö er lagt í hópatriöin í The Mummy Returns eins og
sjá má á myndinni sem sýnir tvær gyöjur slást.
hotep. O’Conn-
ell veröur þvi
enn og aftur að
bjarga heiminum
og syni sínum áður
en það er orðið of
seint. Leiðin liggur
því aftur til
að finna ný andlit í hópnum. Skoski
leikarinn John Hannah kemur aftur
sem Jonathan, bróðir Evelyn, og
Arnold Vosloo frá Suður-Afríku er
Imhotep eins og í The Mummy. Vos-
loo hefur auk þess leikið í nokkrum
öðrum kvikmyndun en hann hefur
einna helst leikið á leiksviði.
Tveir leikarar í myndinni hafa
vakið nokkra athygli en það er hinn
níu ára Freddie Boath sem leikur
Alex og glímukappinn The Rock
sem leikur Sporðdrekakónginn.
Freddie var valinn úr hópi á annað
hundrað stráka og hafði hann að-
eins leikið í skólaleikriti áður en
hann kom fram í myndinni. The
Rock eða Dwayne Johnson, eins og
hann heitir í raun og veru, er einnig
að stíga sín fyrstu skref á hvíta
tjaldinu. Fjöldi annarra leikarar
kemur einnig fram í myndinni sem
gefur hinni fyrri ekkert eftir þegar
kemur að tæknibrellunum.
Aðsóknin á The Mummy kom að-
standendum hennar mjög á óvart á
sínum tíma og nú má segja að bros-
ið fari ekki af andlitum þeirra þar
sem The Mummy Retums sló að-
sóknarmet í Bandaríkjunum fyrir
tveimur vikum og er langvinsælasta
kvikmyndin þessa dagana. Sömu
fréttir bárust frá Ástralíu um helg-
ina þar sem hún var frumsýnd. ís-
lendingar láta yfirleitt ekki sitt eftir
liggja þegar vinsælar kvikmyndir
eru annarsvegar og því má búast
við mikilli biósókn um helgina.
-MA
.4
Pay H Forward
★★★ Pay It Forward er svona „láttu þér
líða vel“ ( feel good) mynd af gamla skólan-
•s. um - andi Frank Capra svífúr yfir vötnun-
um hér. Og það er ekkert nema gott um þaö
að segja. Það er ekkert sérstaklega sennilegt
. að dópistinn, sem Trevor gefur að borða,
• gangi síðan af staö, hætti að dópa og bjargi
lífi óhamingjusamrar kvensu - En (og það er
: stórt en) maður verður bara að halla sér aft-
ur og gefa góðmennsku og náungakærleika
- sjens - hversu erfitt sem það er nú. Það sem
reddar Pay It Forward frá því að vera til-
finningasöm della eru þrír frábærir aðalleik-
arar. -SG
Lalli Johns
★★★ í myndinn fer Þorfinnur Guðnason
með okkur í leiðangur um undirheima borg-
j arinnar og kynnir okkur á skemmtilegan
máta, ekki aðeins fyrir goðsagnapersónunni
Lalla Johns, heldur mörgum öðram sem
1 eiga sér verri skuggahliðar en Lalli. Þetta er
t forvitnilegur heimur þar sem allt snýst um
| dóp og brennivin. Þorfinnur fer samt sem
I áður þá skynsömu leið að sýna okkur um
I leið muninn á veröld Lalla og veröld sem við
§ þekkjum. Merkileg heimildarkvikmynd sem
X bæði skemmtir og fræðir.
Get Over It:
Ástarsorg í menntaskóla
Gamanmyndin Get over it segir á
spaugilegan hátt frá rómantísku
vandamáli sem mennirnir hafa átt
við að stríða allt frá þvi að fyrsta
parið hætti saman - því hvemig á
að komast af í heimi þar sem fyrr-
verandi kærastan er alltaf til staðar
og enn að heilla manni upp úr skón-
um. Myndin verður frumsýnd á
morgun í Regnboganum.
Aðalpersóna myndarinnar er
menntaskólaneminn Berke Landers
sem á hina fullkomnu kærustu,
hana Allison, sem hann er búinn að
elska síðan þau voru ungbörn. Þeg-
ar Berke kemur i menntaskóla lýk-
ur hins vegar sambandinu og Alli-
son nær sér fljótlega í aðalgaurinn í
skólanum. Eina vandamálið er að
Berke virðist ekki ætla að komast
yfir þetta allt og sú eina sem gæti
hjálpað honum er Kelly, litla systir
hans.
Flestir sem leika í myndinni eru
að byrja að fóta sig á hvíta tjaldinu
en Kristen Dunst, sem leikur litlu
systur Berke, hefur leikið í fjölda
kvikmynda þrátt fyrir ungan aldur.
Meðal þeirra eru myndir á borð við
The Virgin Suicides, Bring It On,
Little Women, Jumanji og Interview
with a Vampire. Meö hlutverk
Berke fer Ben Foster sem vakti
fyrst athygli þegar hann lék í mynd-
inni Liberty Heights. Meðal ann-
arra leikara má nefna Martin Short,
Swoosie Kurtz og
Carmen Electra
úr Strandvörð-
um. Einnig
bregður fyrir
tónlistarmanni,
áströlsku súper-
módeli og söng-
konu. Leikstjóri
myndarinnar er
Tommy O’Haver
og er þetta önnur
myndin sem
hann leikstýrir í
fullri lengd því
áður hafði hann
aðallega leikstýrt
stuttmyndum.
Litla systir gæti hjálpaö
Eina manneskjan sem gæti hjálpaö Berke aö komast
yfir Aliison er litla systir hans.