Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Blaðsíða 28
Bílheimar FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Föst skot á eldhúsdegi Ögmundur Jónasson skaut fóst- um skotum að Halldóri Ásgríms- syni, formanni Framsóknarflokks, í eldhúsdagsumræðum í gær, m.a. vegna laga á verkfall sjómanna. Einnig sagði Ögmundur Halldór sleginn blindu þar sem hann sæi ekkert nema mengandi álbræðslu. Hann hvatti utanríkisráðherrann til að sjá að sér. Halldór svaraði fullum hálsi. Hann benti á að síðustu sex ár hefði verið lengsta samfellda hagvaxtarskeið ís- landssögunnar. Kjör allra hópra hefðu batnað á sama tíma og fjárhag- ur ríkisins hefði styrkst. Hann sagði stóriðjuframkvæmdirnar hafa byrjað uppgangstímann og lýsti eftir vaxtar- sprotum hjá VG. -BÞ Ríkisútvarpið: Fréttaverkfall Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa ákveðið að hefla undirbúning að boðun verkfalls til að knýja á um bætt kjör: „Við stefnum að tvisvar sinnum tveggja daga verkfalli í lok júni. Við skulum sjá hvað það gerir,“ sagði Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, í morgun. -EIR Sigur Rós og Stuttmyndir 1 Fókus á morgun er talað við Jónsa i Sigur Rós um frægðina, lofið og aðdá- endabréfm. Tekið er hús á Hallgrími Helgasyni í rúmi hans og spjallað við hann um konur, tantra og ríkisstjóm líkamshlutanna. Hin sísyngjandi Þór- unn Antonía Magnúsdóttir segir frá tón- listinni og samstarfmu við pabba sinn. Farið er í stúdíó hjá hinum eina sanna Herbert og tekið hús á flottasta gang- brautarverði borgarinnar, Jóni Ómari. Lífsgátan er krufin í viðtölum við stelp- ur sem lifa eftir stjömumerkjunum. í Lífið eftir vinnu er fjaHað ítarlega um Stuttmyndahátíðina og rætt við unga og upprennandi kvikmyndagerð- armenn. Þar er lika að finna allt sem gerist um helgina. - DV-MYND E.ÓL. Heitir sjúkraliöar Sjúkraliðum er heitt í hamsi og funduðu stíft í gær um kjaramál sín. I framhaidinu gengu þeir fylktu liði til móts við stjórnarherrana til að ieggja áherslu á kröfur sínar um að við þá sé samið. í fararbroddi var formaður Sjúkraliðafélags- ins, Kristín Guðmundsdóttir. Alþingi svipti sjómenn verkfallsréttinum meö lagasetningu: Sjómenn fari sömu leið og öryrkjar - og höfði einstaklingsmál, segir varaforseti Alþýðusambands íslands Forsetar styðja sjómenn Forsetar Alþýðusambandsins, þeir Grétar Þorsteinsson og Halldór Björnsson, funduðu í gær með þingmönn- um og ráðherrum vegna yfirvofandi lagasetningar á sjómannadeilu. Hér sitja þeir ásamt leiötogum stjórn- arandstöðunnar, þeim Guðjóni A. Kristjánssyni, Stein- grími J. Sigfússyni og Össuri Skarphéðinssyni. „Þetta er eins og í einræðisríki þar sem stjómarherrar leyfa sér allan and- skotann. Öllum er smalað undir lögin þó þeir hafi ekkert af sér brotið," segir Halldór Björnsson, varaforseti Alþýðu- sambands íslands, um lögin sem sett vora á verkbann útgerðarmanna og verkfall sjómanna og tóku gildi í gær- kvöld. Með lögunum lauk rúmlega 6 vikna verkfalii á nskiskipaflotanum og tugir skipa héldu úr höfn eftir langt stopp. Hart var tekist á um lögin á AI- þingi í gær en þau síðan samþykkt með 33 atkvæðum gegn 20. Líklegt er að með lögunum fari sjómenn undir vélstjórasamninginn og verði þannig án verkfallsréttar í rúm fjögur ár. Halldór varaforseti fordæmir lögin og þá sérstaklega þann þátt þeirra að sjómenn sem ekki era í verkfalli skuli vera settir undir sama hatt og aðilar að vinnudeilunni. Hann segir að for- setar Alþýðusambandsins muni í dag fara yfir málið með lögmönnum í þvi skyni að finna leiðir. „Með lögunum er gengið miklu lengra en nokkra sinni áður. Þama eru dregin inn félög sjómanna án þess að þau hafi staðið í verkfalli og þau svipt verkfallsréttinum. Ég veit ekki hverju má eiga von á frá slikum stjóm- arherrum. Þeim er trúandi til að setja lög á hvem sem er hér eftir af hvaða tilefhi sem er. Þetta snertir alla laun- þega í landinu," segir Halldór sem ásamt Grétari Þorsteinssyni, forseta ASÍ, varaði þrjá ráðherra við að fara þessa leið. „Þeir blésu á rök okkar og nú er komið að því að svara þessum ólögum," segir hann. Halldór segir að meðal þeirra leiða sem til greina komi sé að einstakir sjó- menn fari sömu leið og öryrkjar og höfði einstaklingsmál á hendur stjóm- völdum. Þar vísar hann til sjómanna á Vestfjörðum og Snæfellsnesi sem ekki hafi verið í verkfalli en rói eigi að sið- ur undir lögum. „Allt eins má hugsa sér að Snæfell- ingur eða Vestfirð- ingur höfði mál á hendur stjómvöld- um. Allar leiðir verða skoðaðar," segir Hall- dór. Grétar Mar Jóns- son, forseti Far- manna- og fiski- mannasambandsins, tekur í sama streng og Halldór Bjömsson. „Einn þeirra kosta sem era í stöðunni er að fara sömu leið og öryrkjar og höfða mál til að fá úr því skorið hvort lagasetningin stangast á við mann- réttindasamþykktir sem íslendingar era aðilar að,“ segir hann. Sævar Gunnarson, forseti Sjó- mannasambandsins, var í morgun ómyrkur í máli. „Þetta er svívirða. Allt verður gert til að hnekkja lögunum,“ sagði hann. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir stöðuna vera dapurlega. „Þetta er ekki það sem við vildum. Við erum sem fyrr tflbúnir að semja og viljum ekki gerðardóm," segir Friðrik. -rt/EIR Ekkert miðar í kjaradeilu Hlífar: Hver dagur skiptir máli - segir Halla Þórðardóttir aðstoðarskólastjóri Enginn árangur náðist í kjaradeflu Hlífar og launanefndar sveitarfélaga í gær. Verkfall Hlífar sem hófst á mánu- dag stendur þvi enn. Grunnskólum í Hafharfirði var lok- að í gær og rúmlega þrjú þúsund skóla- börn sitja heima. Halla Þórðardóttir, aðstoðarskólastjóri Lækjarskóla, sagði í samtali við DV í gær að kennarar væra við störf. „Allur tími er slæmur þegar verkfóll eiga í hlut. Hjá okkur hefðu próf átt að byrja í gær hjá ung- lingadeildinni. Við tökum einn dag í einu en það er alveg ljóst að ef verkfall- DV-MYND HARI Börnin heima Halla Þórðardóttir, aðstoðarskólastjóri Lækjarskóla, í eyðilegum skóla. ið dregst á langinn þá verður alvarleg röskun á öllu skólastarfi," sagði Halla. Hún sagði jafnframt að endurskipu- leggja yrði próftímann vegna verkfalls- ins. „Hver dagur sem fellur niður í skólastarfmu skiptir máli,“ sagði Halla.' Um 200 eldri borgarar verða af heimaþjónustu auk þess sem tvö mötu- neyti eru lokuð. „Ástandið er afar al- varlegt og margir eldri borgarar eiga erfitt um vik. Það er slæmt að geta ekki sinnt þessu fólki,“ sagði Kolbrún Oddgeirsdóttir, deildarstjóri heima- þjónustu í Hafnarfirði. Næsti samningafundur í deflunni hefur verið boðaður í fyrramálið. -aþ Guðni Ágústsson: Smásalan tekur ærið „Ég hef enga ástæðu til að biðja neinn í smásölunni afsökunar á mínum ummælum og hef aldrei átt orð við Finn Ámason,“ sagði Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra í samtali við DV í morgun. Finnur Árnason, fram- kvæmdastjóri Hagkaups, hefur látið hafa eftir sér að landbúnaðarráðherra skuldi Hagkaupsmönnum afsökunar- beiðni vegna rangra ummæla hans um álagningu á papriku sem meðal annars séu afsannaðar í nýrri skýrslu Sam- keppnisstofnunar um verðmyndun á grænmeti. „Það sem ég sagði á sínum tima þeg- ar toflamir voru settir á lögum sam- kvæmt 15. mars og Baugsmenn ruku upp og héldu því fram að tollamir ættu þá hækkun, að verðið færi úr 400 í 800 kr. á kg eins og Guðmundur Marteins- son, framkvæmdastjóri Bónus, hélt fram. Þá sagði ég það rangt - auðvitað hækkuðu tollarnir verðið og einnig inn- kaupsverðið erlendis. Svo hefur einnig komið í ljós að smásalan tekur ærið í sinni hlut,“ sagði Guðni. -sbs. Gunnar Þór Gíslason: Markmið Stoke náðust ekki „Menn eru mjög niðurdregnir í dag. Við settum okkur markmið að komast upp í 1. deild innan 2ja ára. í gærkvöldi varð ljóst að það náðist ekki. Nú kemur áflt tfl greina en klúbburinn heldur áfram og verður hér á næsta ári. Sjálfur er ég ekki tilfinningalega tilbúinn að gera það upp við mig hvað helst kemur tfl greina með næsta ár. Ég er gjörsam- lega tómur," sagði Gunnar Þór Gísla- son, stjómarformaður íslendingaliðsins Stoke City, við DV í morgun. Gunnar Þór sagði að mikið tilfmning- arót væri á Stoke-mönnum i dag enda tapaði liðið í gær, 4-2, gegn Walsall og á því ekki möguleika lengur á að komast upp um deild. „Við íslendingamir í stjóm félagsins og stjórn Holdingfélags- ins komum tfl með að hittast fljótlega og fara yfir málin. -Ótt Bensínverð: Orkan lækkaði Orkan hefur lækkað bensinverð frá því í gær og selur nú lítrann af 95 okt- ana bensíni á kr. 97,70 í stað kr. 98,30 i gær, samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra bifreiðeigenda i morgun. Næstlægst er verðið hjá sjálfsafgreiðslu- stöð Olís hjá Gullinbrú, kr. 97,90 lítrinn. ÓB og Essó Express selja lítrann á kr. 98,50. Hæst er verðið á þjónustustöðvum Essó og Shell, 102,90 lítrinn, en hjá þjón- ustustöðvum Olís er hann krónu lægri eða 101,90 kr. Bifreiðaeigendur virðast meðvitaðir um að afla sér upplýsinga um hvar hagstæðast sé að fylla á bens- intankinn. Þannig era heimsóknir á heimasíðu FÍB, sem birtir daglega nýj- ustu verðtölur á bensíni, að meðaltali um 16000 á dag. -JSS Rafkaup Ármula 24 • simi 585 2800 Kemísk WC frá 10.900 EVRÓ Grensásvegi 3 s: 533 1414 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.