Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001
Akureyri - Norðurland_____________________________________________________________________________________DV
Bygging verslunarhúss í miðbæ Akureyrar:
Hymismenn í startholunum
- Hagkaup flytur verslun sína í nýja húsið
DV, AKUREYRI:_________________________
Flest bendir til þess að bygging
veglegs verslunarhúss í miðbæ Ak-
ureyrar hefjist á þessu ári. Fyrirtæk-
ið Hymir ehf. er að skoða möguleika
á að byggja húsið og leigja það síðan
út. Talið er fullvíst, verði af þessari
framkvæmd, að Hagkaup muni flytja
verslun sína í nýja húsnæðið en Hag-
kaupsmenn hafa í nokkurn tíma ver-
ið að skoða möguleika á þvi að kom-
ast með verslun sína á Akureyri nær
miðbænum. Nýja verslunarhúsið á
að rísa austan við Hótel KEA, á
svæðinu þar sem nú er m.a. gamla
hitaveituhúsið, en það verður brotið
niður innan skamms.
Hymir ehf. er í eigu fjögurra Ak-
ureyringa: Péturs Bjarnasonar at-
hafnamanns, Páls Alfreðssonar
byggingameistara, Bjarna Reykja-
lín, deildarstjóra umhverfisdeildar
Akureyrarbæjar, og Sigurðar J. Sig-
urðssonar, svæðisstjóra Skeljungs
og bæjarfulltrúa. Hymir byggði á
síðasta ári húsnæði í Glerárhverfl
og leigði Baugi það undir verslun
Bónuss.
„Ég eiginlega hvorki játa þessu
eða neita. Ef eitthvað er þá er þetta
enn sem komið er ekki annað en
vangaveltur og langur vegur frá því
að málið sé að komast á eitthvert
framkvæmdastig," sagði Sigurður J.
Sigurösson þegar DV ræddi þetta
mál við hann. Samkvæmt öðrum
heimildum DV er málið komið á
talsverðan rekspöl og talið nær ör-
uggt að af þessu verði. Rætt er um
4000-5000 fermetra byggingu, þar
sem verslun Hagkaups yrði stærst,
en þar yrðu einnig nokkrar aðrar
verslanir.
Þá hefur DV áreiðanlegar heim-
ildir fyrir því að Akureyrarbær hafi
áhuga á að greiða fyrir því að af
þessu geti orðið, að stórt verslunar-
hús rísi við suðurenda göngugöt-
unnar, og yrði litiö á það sem nokk-
urt mótvægi við verslunarmiðstöð-
ina Glerártorg sem var opnuð á síð-
asta ári. Byggingunni myndi óhjá-
kvæmilega fylgja að stórt átak yrði
að gera í bílastæðamálum miðbæj-
arins og er talið einna líklegast að
byggt yrði sérstakt bílastæðahús
eða sambærilegt mannvirki.
„Þetta sýnir að margir hafa
áhuga á miðbænum og fulla trú á að
hann muni vaxa og dafna,“ sagði
Ingþór Ásgeirsson, formaður Mið-
bæjarsamtakanna á Akureyri, þeg-
ar þetta mál var borið undir hann.
„Við fógnum því að menn vilji
koma í miðbæinn með starfsemi
sína og stór matvöruverslun er t.d.
einmitt það sem okkur hefur vant-
að,“ sagði Ásgeir. -gk
Akureyri:
Endur-
vinnsla
hefst
að nýju
DV, AKUREYRI:
Söfnun pappírs og plasts í
þeim tilgangi að endurvinna
það er að hefjast að nýju á Ak-
ureyri, eftir hlé sem hefur varað
frá árinu 1999. Reyndar hefur
pappír og plasti verið safnað í
einhverjum mæli á þessum tíma
í bænum en síðan verið urðað
með öðru sorpi á Glerárdal.
Seinkun hefur orðið á upphaf-
legum áætlunum en nú er gert
ráð fyrir að Endurvinnslan ehf.
á Akureyri hefji að nýju mót-
töku á pappír og plasti til endur-
vinnslu um næstu mánaðamót.
Ný pressa sem „baggar" pappír-
inn og plastið er þegar komin til
bæjarins og undirbúningur að
vinnslunni er í fullum gangi
þessa dagana. -gk
DV-MYND BRINK
Ruslflokkun
Á Akureyri veröur nú byrjaö aö endurvinna fiokkaö sorp að nýju um mánaöamótin
Umsjón: Birgir Guömundsson
Áfram R-iisti?
í heitapottinum er nú fullyrt að
mikil bjartsýni ríki hjá Reykjavík-
urlistafólki um að samstaða náist
um að bjóða fram endurnýjaðan R-
lista í sveitar-
stjórnarkosn-
ingum að ári
undir forustu
Ingibjargar
Sólrúnar
Gísladóttur.
Einkum hafa
menn sett
spumingar-1
merki við áhuga Vinstri grænna á
slíku samstarfi en áhrifamikill hóp-
ur innan Reykjavíkurdeildar
flokksins mun vera áfram um að
flokkurinn bjóði fram undir eigin
nafni. Ámi Þór Sigurðsson er
hins vegar í forsvari fyrir þá sem
vilja áframhaldandi R-lista sam-
starf og þó svo að staða Árna í
flokknum sé ekki talin mög sterk
um þessar mundir þá telja flestir
að hann muni verða ofan á í þessu
máli. Rökin eru einfaldlega þau að
Vinstri grænir megi ekki við þvf
ímyndarlega að vera á móti R-list-
anum. Flokkurinn hefur þegar á
sér orð fyrir að vera á móti öllu og
ef það bættist við að hann væri á
móti Reykjavíkurlistanum líka þá
væri hann einfaldlega endanlega
stimplaður sem „fúll á móti“...
Viöræður að byrja
Það hefur einnig ýtt undir bjart-
sýni Reykjavíkurlistafólks að
spurst hefur út að Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir muni á næstu dög-
um hrinda af stað
f formlegum samn-
ingaviðræðum
flokkanna um
kosningabandalag
og þykir mörgum
að það sé vonum
seinna. Þar eiga
menn von á ein-
hverjum hvellum
til að byrja með
meðan flokkarnir eru að stilla upp
kröfum sínum og skapa sér stöðu.
en síðan muni málið róast í sumar
og verði síðan tekið upp af fullum
krafti í haust...
Undrandi á Valgerði
Heyrst hefur að ýmsir í smásölu-
geiranum - ekki síst þeir sem
tengjast Kaupási og Baugi - hafi
lyft brúnum þegar Valgerður
Sverrisdóttir
kynnti skýrslu
Samkeppnisstofn-
unar á dögunum.
í viðtölum og í
kynningunni þótt-
ust menn sjá að
hún væri hvassyrt
gagnvart smásöl-1
unni, sérstaklega
stóru fyrirtækjunum sem jafnvel
voru nefnd með nafni. Hins vegar
hafi ráðherrann ekki nefnt KEA-
fyrirtækin Matbæ eða Nettó á nafn,
sem hafi verið afar óheppilegt í
ljósi þess að Valgerður er nátengd
KEA, m.a. í gegnum systur sína,
Guðnýju Sverrisdóttur ...
LÍÚ stöðvar samninga á Norðurlandi:
Skítalykt af málinu
- segir Árni Bjarnason
DV, AKUREYRI:_____________
Arni Bjarnason, formað-
ur Skipstjóra- og stýri-
mannafélags Norðlendinga,
segir að hægt hafi verið að
semja við útgerðarmenn á
Norðurlandi en LÍÚ hafi
stöðvað alla tilburði sem
uppi voru hafðir í þá átt.
Því liggi þaö fyrir að það
verði ekki samið um neitt
heima í héraði.
„Það eru þama greini-
lega mismunandi hagsmun-
ir í gangi, annars vegar hjá
LÍÚ og hins vegar hjá þeim sem eru
héma fyrir norðan. Það kemur líka
Frá Olafsflröi
Skipstjóra- og stýrimannaféiags Norölendinga, segir aö hægt
hafi veriö aö semja viö útgeröarmenn á Noröurtandi en LÍÚ
hafí stöövaö aila tilburöi sem uppi voru haföir í þá átt.
inn í þetta tenging viö vélstjórana
en það er ljóst að þeir hafa gert ein-
hvers konar samkomulag
sin á milli, Helgi Laxdal,
LÍÚ og jafnvel ríkisstjóm-
in. Þetta hefur gerst þótt
Helgi segi úti um ailt að
hann hafi bara verið aö
semja fyrir sína menn. það
hefur greinilega verið
samið um að það haldist
bil á miUi vélstjóra og ann-
arra og við þvi yrði ekki
hróflað. Þótt hægt hafi ver-
ið að semja um eitthvað
betra fyrir norðan þá
—“ stoppar LtÚ það. Það er
skítalykt af málinu, eða alla vega
ódaunn," segir Ámi. -gk
Húsavík:
Stal mynt
Rúmlega tvítugur karlmaður hef-
ur verið dæmdur í Héraðsdómi
Norðurlands eystra fyrir að hafa
stolið smámynt úr fótu á heimili
ungrar konu á Húsavík.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa stolið smámynt sem nam 25
þúsund krónum úr fótunni. Hann
viðurkenndi að hafa tekið þaðan 18
þúsund krónur og þar hafi verið um
að ræöa sjálftöku vegna skuldar
konunnar við hann.
Hins vegar þótti sannað að mað-
urinn hafi tekið 25 þúsund krónur í
smámynt úr fötunni. Maðurinn sem
oft hefur hlotið refsingar, m.a. fyrir
umferðarlaga- og fíkniefnabrot, var
á skilorði þegar hann framdi þjófn-
aðinn á Húsavík en nú var honum
gerð refsing upp á 5 mánaða fang-
elsi skilorðsbundið til 3 ára og til
greiðslu alls sakarkostnaðar. -gk
Óháö í Árborg
í pottinum er nú fullyrt að hópur
manna í Árborg íhugi „óháð fram-
boð“ í bæjarstjórnarkosningunum
að ári! I þessum hópi eru m.a.
framkvæmda-
stjórarnir Guð-
mundur Sigurðs-
son og Sigurður
Jónsson, vel
þekktir sem „Vin-
ir Hellisheiðar" og
hafa staðið fyrir
að safna undir-
skriftum fyrir því
að Hellisheiðin veröi lýst upp.
Ýmsir fleiri eru þó líka nefndir til
sögunnar og þykir það í raun
nauðsynlegt til að skapa trúverðug-
leika þessa framboðs sem óháðs
framboðs en bæði Guðmundur og
Sigurður eru fyrrum bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins á Selfossi. Góð
stemning er sögð fyrir þessu fram-
boði í Árborg enda þykir það ný-
stárlegt...