Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Blaðsíða 11
11
FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001
X>V______________________________________________________________________________________________________Hagsýni
Sólpallar og skjólgirðingar:
Mikilvægt að hanna pall-
inn áður en byrjað er
- að framkvæma, segir Sigurður Sigurðsson hjá BYKO
"""nnímmlSKlíírt
fðmnmiiwiui!»B^
Wmts£éz* sgf £ vfiSöjfý
Vel hannað skjól
Eykur möguleikana á útiveru og skemmtilegum samverustundum í garöinum.
til að efmð nai að hremsa ur ser
vatnið áður en borið er á. Á palla
þarf að bera pallaolíu a.m.k. einu
sinni á ári. Það er ekki mikið mál
og ég bendi fólki á að fá sér úða-
könnu með þrýstingi og úða olíunni
á pallinn því það er mun auðveldara
og fljótlegra en að bera pallaolíuna
á með pensli."
Nú er vorinu að
ljúka og sumarið á
næsta leiti og margir
farnir að huga að sum-
arverkunum. Margir
hafa eflaust hugsað sér
að koma upp sólpalli í
garðinum en ef þeir
eiga að standa árum
saman þarf að vanda til
verks í upphafi og
kasta ekki til höndun-
um. Við fengum Sigurð
Sigurösson tæknifræð-
ing, sem starfar hjá
BYKO, til að segja okk-
ur frá því helsta sem
hafa ber í huga við slík-
ar framkvæmdir og
viðhald þeirra.
„Gott er skoða bæk-
linga og blöð til að fá
hugmyndir sem má
nota. Þvi næst þarf að
teikna pallinn en hægt
er að fá aðstoð við það
hjá okkur í BYKO, sem
og á fleiri stöðum. Hjá
okkur kostar það ekk-
ert en panta þarf tíma
og mæta með teikningu
af svæðinu þar sem
pallurinn á að vera.
Síðan þarf að reikna út
efnismagnið eða fá ein-
hvern til að gera það
fyrir sig. Við höfum t.d.
verið að vinna að því
að búa til reikniforrit
sem reiknar út efnis-
þörfina í mismunandi
stærðir sólpalla. Þau er
Hvað kostar fermetrinn?
„Efni í pall kostar um 2.900 kr.
fermetrinn og er þá kostnaður við
undirstööur, 27 mm klæðningarefni,
festingar, blikkhólka og skrúfur
meðtalið. Hins vegar er kostnaður
við skjólgirðingar ekki með i þess-
ari tölu. Ef fólk ætlar sér að byggja
slíkar girðingar verður ákveða það
áður en bygging pallsins er hafin
þvi staurarnir í skjólgirðinguna eru
steyptir í undirstöðurnar. Hægt er
að kaupa skjólgirðingarnar tilbúnar
í mismunandi stærðum og útfærsl-
um. Sé það gert þarf að ákveða
hvaða einingar ætlunin er að nota
og hvernig raða á þeim upp áður en
bygging pallsins er hafm. I flestum
tilvikum getur borgað
sig að kaupa tilbúnu
einingamar, sérstak-
lega ef verið er að
greiða fagmönnum fyrir
byggingu pallsins, en
töluverð vinna getur
legið að baki slíkum
einingum, sérstaklega
þar sem þær ættu helst
ekki að vera alveg lok-
aðar heldur a.m.k. 25%
opnar. Þar er ég að tala
um að rifur séu á milli.
Þó er hægt að loka þeim
alveg ef á þeim eru tvö-
faldar klæðningar sem
skarast. Þegar skjólgirð-
ing er alveg lokuð
myndast vindsveipur
inn á pallinn en með
því að hafa hana opna
deyr vindurinn i henni.
Gróður getur líka gert
gagn. Ef hann er fyrir
utan girðinguna tekur
hann í sig eitthvað af
vindinum.
Bil milli staura í
skjólgirðingu ætti ekki
að vera meira en tveir
metrar. Um leið og bilið
verður meira svignar
girðingin og þá losnar
hún upp hægt og rólega.
Ég myndi segja að 180
cm væri hæfilegt bil. í
flestum tilvikum nægir
að skjólgirðingin sé
150-180 cm há og fallegt
getur verið að útfæra
hana í mismunandi
hæð. Þó fljótlegra sé að
negla skjólgirðinguna
saman mæli ég með því
að notaðar séu skrúfur
því með þeim tækjum sem til eru í
dag er fljótlegt að skrúfa og skjól-
girðingin verður traustari fyrir vik-
ið þar sem skrúfan hefur margfalt
hald á við naglann," segir Sigurður
að lokum.
Hjá BYKO er til kennslumynd-
band sem lánað er þeim sem eru að
fara út í að byggja pall og í því er
farið í helstu atriði sem hafa þarf í
huga þegar pallur er byggður. Rétt
er að benda fólki á að nýta sér það.
-ÓSB
Sigurður Sigurðsson tæknifræðingur
„Gera þarf sér grein fyrir því hvernig pallurinn á aö líta út og hvar hann á aö
vera áöur en hafist er handa. “
hægt að nálgast á Netinu á slóðinni
www.byko.is, auk þess sem við get-
um reiknað út fyrir fólk. Þó ætlun-
in sé að hafa pallinn misháan eða
með þrepum skiptir það engu máli.
Það hefur svo lítil áhrif á heildar-
magnið. Ef við getum reiknað svona
pall út með 90%. nákvæmni erum
við í góðum málum því 10% til eða
frá í efnismagni er mjög eðlilegt."
Steyptar undirstöður
„Þegar setja á undirstöður sól-
palls á jarðveg sem er ekki frostfrír
þá þarf að gæta þess að grafa þær
niður fyrir frost. Undirstöðurnar
eru steyptar í blikkhólka eða stein-
rör - ekki er ráðlagt að steypa beint
í holuna. Pappahólkar eru ágætir en
ég mæli frekar með hinu. Mjög mis-
jafnt er hversu langt niður þarf að
grafa og fer það eftir landshlutum.
Á höfuðborgarsvæðinu á að grafa
110 cm niður, samkvæmt bygginga-
reglugerð, en þar sem ekki er um
þungt mannvirki að ræða dugir að
grafa niður um 80-90 cm. Undirstöð-
urnar eru í þessu tilfelli aðallega til
að fá stöðugleika og styrk i pallinn
og þær eru settar niður með tveggja
metra millibili á báða vegu undir
allan pallinn. Steypan ætti að vera í
hlutföllunum 1:3, þ.e. einn hluti af
sementi á móti þremur hlutum af
sandi. Svo er í góðu lagi að láta eitt-
hvað af grjóti fylgja með, sérstak-
lega i neðri hluta undirstöðunnar."
Ekki of þunnt efni
„Efnið sem nota á í undirbygg-
ingu og klæðningu ætti ekki að vera
of þunnt og sjálfsagt að fá leiðbein-
ingar um það hjá seljendum eða öðr-
um fagmönnum. A-gagnvarin fura
er algengasta efnið í palla hér á
landi og því er mikilvægt að nota
ryðfríar skrúfur eða saum. Ef notað-
ir eru galvaniseraðir naglar étur
saltið í fúavörninni upp galvaniser-
inguna og naglarnir rygða á
skömmum tíma. A-gagnvarða efnið
er alltaf fólgrænt á litinn en ekkert
mál er að lita pallinn. Gott er að
leyfa honum að standa i 30-40 daga
AFE vill beint flug frá Keflavík:
Ráðstefnumið-
stöð á Akureyri?
Hugmyndir eru uppi hjá Atvinnu-
þróunarfélagi Eyjafjarðar um að
koma á fót sjálfstæðri miðstöð á Ak-
ureyri til að selja og kynna ráðstefn-
ur í bænum. Hólmar Svansson,
framkvæmdastjóri félagsins, segir
að slíka skrifstofu vanti í bæinn.
Sjálfstæðir aðilar komi tilfallandi
að þessum verkefnum en sérhæf-
ingu vanti.
„Okkur svíður að enginn einbeiti
sér að svona sölu. Auðvitað eru
skrifstofurnar fyrir sunnan að selja
Akureyri sem ráðstefnubæ en eðli
málsins samkvæmt selja þær fyrst á
höfuöborgarsvæðið," segir Hólmar.
Vandinn við Qölmennt ráðstefnu-
hald á Akureyri felst í litlu fram-
boði af stærri sölum en Hólmar seg-
Hólmar Svansson.
ist líta til þess að Menningarhúsið,
sem ríkisstjórnin hefur lofað, gæti
leyst þann vanda. „Við erum ekki
komnir út í þennan bransa af fullri
alvöru fyrr en við getum boðið upp
á stóra sali, túlkaaðstöðu og fleira.
Menn höfðu væntingar gagnvart
Ketilhúsinu en það hús virðist ekki
henta, m.a. vegna hljóðburðarins,“
segir Hólmar.
Búið er að ræða við fram-
kvæmdastjóra Flugfélags íslands
um beint ílug ráðstefnuhópa frá
Keflavíkurflugvelli. Að sögn
Hólmars hefur félagið tekið vel í
það og minna má á að Halldór Blön-
dal, 1. þingmaður Norðurlandskjör-
dæmis eystra, vill beint flug frá
Keflavik til Akureyrar. -BÞ