Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Blaðsíða 7
7
FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001
DV
S35EE3BE53
HEILDARVIÐSKIPTI
- Hlutabréf
- Ríkisvíxlar
MEST VIÐSKIPTI
0 Pharmaco
Íslandsbanki-FBA
Tryggingamiöstööin
MESTA HÆKKUN
12.200 m.kr.
241 m.kr.
7.100 m.kr.
77 m.kr.
41 m.kr.
32 m.kr.
O Tryggingamiðstööin 4,5%
© Nýheiji 3,8%
© Húsasmiöjan 2,8%
MESTA LÆKKUN
O Eimskip 8,3%
O Flugleiðir 7,4%
©Íslandsbanki-FBA 1,6%
ÚRVALSVÍSITALAN 1100 stig
- Breyting O -1-27%
Atvinnuleyfi
63% fleiri
Rúmlega 350 atvinnuleyfi voru
gefin út í apríl þrátt fyrir verkfóll
miðaö við 200 í apríl 2000. Veitt at-
vinnuleyfi fyrstu fjóra mánuði árs-
ins eru þar með 1.320 eða 63% fleiri
en á sama tímabili í fyrra, sam-
kvæmt yfirliti Vinnumálastofnun-
ar. I apríl mældist atvinnuleysi
1,6% af mannaíla en miklu meira á
Norðurlandi og ríflega tvöfalt meira
á Austurlandi, þar sem atvinnu-
lausum fjölgaði um 75% milli mán-
aða og nær 100% frá apríl í fyrra.
Um 2.760 manns voru á skrá í apríl-
lok, um 500 fleiri en i iok mars. Ríf-
lega fjórðungur var í sjávarútvegi
og fiskvinnslu. - HEI
Telenor og
TeleDanmark í
sameiningar-
viðræðum
Norska símafyrirtækið Telenor
og danska símafyrirtækið TeleDan-
mark hafa tekið upp viðræður með
hugsanlega sameiningu félaganna í
huga. Verði af sameiningu er líklegt
að hún verði á jafnréttisgrundvelli
og úr verði fyrirtæki með markaðs-
verömæti upp á 1.600 milljarða ís-
lenskra króna.
Sameining yrði mikill sigur fyrir
Telenor en tvívegis hafa tilraunir til
að sameina Telenor og hið sænska
Telia farið út um þúfur. Sameining-
in myndi einnig skapa alvarlega
ógnun fyrir Telia á norræna fjar-
skiptamarkaðnum en Telia hefur
sagst vilja fjárfesta á norræna
markaðnum.
Leyndó með
nefndarformann
Framsóknar-
flokkurinn er
búinn að skipa
mannskap i sér-
staka nefnd
flokksins um
sjávarútvegsmál.
Nefndin fer af
stað innan ör-
Kristlnn H. fárra daga, að
Gunnarsson. sögn Kristins H.
Gunnarssonar,
formanns þingflokks Framsóknar-
flokksins. Með nefndarstarfmu er
verið að uppfylla samþykkt síðasta
flokksþings en nokkuð var tekist á
um sjávarútvegsstefnuna á því
þingi. Kristinn segir að búið sé að
velja nefndarformann en hann var í
gær ófáanlegur til að upplýsa hver
mundi stýra vinnunni. -BÞ
Viðskipti
Umsjón: Viðskiptabladið
Hagnaður SIF
107 milljónir
- á fyrsta ársfjórðungi ársins
SÍF hf. skilaði 107 milljóna -, gott jafnvægi er á eignum og
króna hagnaði eftir skatta a
fyrstu þremur mánuðum árs-
ins en tap á sama tíma í fyrra
var 125 milljónir króna sem er
breyting upp á 232 milljónir
króna. Hagnaður SÍF hf. fyrir
afskriftir og fjármagnsliði
(EBIDTA) nam 552 milljónum
króna á fyrsta ársfjóröungi en
var 223 milljónir króna á sama
tímabili árið 2000.
í tilkynningu frá SÍF kemur
fram að rekstur samstæðunnar
á fyrstu þremur mánuðum árs-
ins hafi skilað jákvæðu veltufé
frá rekstri að upphæð 390 milljónir
króna en það var 12 milljónir fyrir
sama tímabU árið á undan.
SÍF segir rekstur samstæðunnar
almennt vera í góðu samræmi við
áætlanir félagsins en veltufé frá
rekstri er þó um þriðjungi hærra
en gert var ráð fyrir á fyrstu mán-
uðum ársins.
Sölutekjur samstæðunnar jukust
um tæp 20% en það skýrist m.a. af
áhrifum gengisbreytinga, en geng-
isvísitala íslensku krónunnar hef-
ur hækkað um tæp 12% á miUi um-
ræddra tímabUa. Þá hefur fram-
legð samstæðunnar aukist á miUi
tímabila, auk þess sem annar
rekstrarkostnaður lækkaði um
rúm 4%, að teknu tilliti til gengis-
breytinga.
Eins og greint var frá í tengslum
við ársuppgjör fyrir árið 2000 var
gripiö tU fjölda rekstrar- og skipu-
lagsaðgerða á síðasta ári sem nú
eru aö skUa sér,
segir SÍF. Þá kemur
fram að ytri rekstr-
arskUyrði, s.s. hrá-
efnisverð á laxi og
breytingar á kross-
gengi evru og doU-
ars, hafa verið sam-
stæðunni hagstæð-
ari en á síðasta ári
Gunnar Orn
Kristinsson
og nokkuð í samræmi við þaö sem
eðlUegt mætti telja.
Unnið er áfram að útfærslu á
nýrri stefnumótun og framtiðarsýn
samstæðunnar þar sem m.a. eru
gerðar kröfur um skýrari mark-
miðssetningu og skarpari áherslur
innan samstæðunnar ásamt aukn-
um kröfum um arðsemi.
„Starfsemi SÍF-samstæðunnar er
að langstærstum hluta tengd er-
lendum gjaldmiðlum, hvort heldur
sem talaö er um tekjur eða gjöld,
eignir eða skuldir. Þar sem nokkuð
skiUdum félagsins í erlendri
mynt hefur óróleiki íslensku
krónunnar óveruleg áhrif á af-
komu fyrstu þriggja mánaða
ársins. Sveiflur á gengi krón-
unnar hafa aö jafnaði lítil
áhrif á rekstur SÍF hf. tU
lengri tíma litið,“ segir í tU-
kynningu frá SlF.
Fram kemur að óhagstæð
þróun hins brasUíska ríals
gagnvart doUar hefur hins veg-
ar haft talsverð áhrif á rekstur
SIF Brasil á fyrstu þremur
mánuðum ársins, en öU inn-
kaup félagins eru í USD þegar sala
afurða er í ríal. Lækkun brasilíska
ríalsins gagnvart dollar á fyrstu
þremur mánuðum ársins hefur
leitt tU um 44 miUjóna króna geng-
istaps á rekstri SIF BrasU sem að
stærstum hluta er reiknað gengis-
tap.
Eins og áður hefur komið fram
gera rekstraráætlanir SÍF hf. ráð
fyrir að hagnaður verði af rekstri
samstæðunnar á árinu 2001. Sam-
kvæmt áætlunum mun ganga á
hagnað félagsins á öðrum ársfjórð-
ungi á meðan vænst er aukins
hagnaðar á þriðja og fjórða árs-
fjórðungi.
„Ekki er á þessari stundu ljóst
hvaða áhrif sjómannaverkfall mun
hafa á rekstur samstæðunnar á
öðrum ársfjórðungi en ljóst er að
svo langt stopp hefur haft truflandi
áhrif á reksturinn," segir í tUkynn-
ingu frá SÍF.
Landssíminn 41-47
milljarða virði
- að mati viðskiptastofu Hafnarfjarðar
SPH Viðskiptastofa
„Aö okkar mati er verðmæti Landssímans í kringum 41-47 milljaröa króna
en á því bill liggja niöurstöður úr samanburöi á nokkrum kennitölum fjar-
skiptafyrirtækja og sjóöstreymisgreiningu á rekstri Landssímans.
„Landssíminn er án vafa eitt arð-
bærasta fyrirtæki landsins og nú
stendur tU að selja eignarhlut ríkis-
ins í honum í nokkrum hlutum. Þá
spyrja menn sig hvert sé verðmæti
fyrirtækisins en einnig hefur tíma-
setning sölunnar vakið upp spum-
ingar og þá hvort betra sé að bíða
eftir hentugri markaösaðstæðum,"
segir SPH Viðskiptastofa.
Að mati hennar hefur umræðan
um sölu Landssímans ekki verið í
samræmi við ástandið á íslenskum
fjármagnsmarkaði sem veldur því
að samanburður á verðum miUi
landa er varhugaverður. „Hér er að
sjálfsögðu átt við að vextir á íslandi
eru mun hærri en t.d. á Norðurlönd-
unum og í Bandaríkjunum. Af því
leiðir að Landssíminn hlýtur að
seljast á lægra verði en ef vextir hér
á landi væru í samræmi við það
-sem er í nágrannalöndunum því
gera verður hærri ávöxtunarkröfu
til Landssímans. Að okkar mati er
því hátt vaxtastig meiri áhrifavald-
ur á verð Landssimans en núver-
andi aðstæður á hlutabréfamarkaði
sem þó eru, sérstaklega í Evrópu,
ekki aUs kostar slæmar. Ekki má
heldur gleyma því að verið er að
selja tiltölulega litinn hluta fyrir-
tækisins til almennings."
„Að okkar mati er verðmæti
Landssímans í kringum 41—47 millj-
arða króna en á því bUi liggja niður-
stöður úr samanburði á nokkrum
kennitölum fjarskiptafyrirtækja og
sjóðstreymisgreiningu á rekstri
Landssímans. I sjóðstreymisgrein-
ingunni gerum við ráð fyrir 2-4%
aukningu rekstrarhagnaðar næstu
ár og 2% framtíðarvexti. Almenn-
ingur mun þó fá töluverðan afslátt
af „fuUu verði“ fyrirtækisins þegar
að útboðinu kemur. Skuldir margra
fjarskiptafyrirtækja hafa aukist
mjög mikið undanfarið en þær eru
m.a. tilkomnar vegna fjárfestinga í
tengslum við hina nýju kynslóð far-
síma (3G). Því hefur almennt fylgt
lægra lánshæfismat í geiranum. I
mati okkar er ekki gert ráð fyrir
tekjum né kostnaði af þessum sök-
um hjá Landssímanum. Það skal
tekið fram aö þessa dagana er unn-
ið að útboðslýsingu fyrir Landssím-
ann. I matinu var því stuðst við fyr-
irliggjandi ársreikninga fyrirtækis-
ins og spár höfunda um þróun ein-
stakra stærða, töluverð óvissa er
því verðmatinu fylgjandi."
„Við teljum liklegt að hærra verð
fáist fyrir hluti ríkisins í Landssím-
anum þegar seinni sölur fara fram
og nær sé að horfa á verðið í þeim
hlutum sölunnar. Með kjölfestuíjár-
festi gætu nýjar áherslur orðið i
rekstri Landssímans og samstarf
viö erlend fyrirtæki aukist sem aft-
ur gæti gert fyrirtækið enn sölu-
legra en það er núna. Sú staðreynd
að hlutabréfaverð er mun lægra nú
en í fyrra er líklega bara enn ein
staðfesting þess að það var almennt
ofmetið á þeim tíma og óráðlegt að
okkar mati að miða verð Landssím-
ans í fyrstu sölu við mjög þaninn
markað," segir SPH Viöskiptastofa.
til «||r«iltlu
!
CB ÍIOO
Xl.k'vpn
Black Widow
Dcllllldlu clll
Vatnagarðar 24 • Sími: 520 1100