Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Blaðsíða 15
14
19
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fróttastjóri: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Plötugeró: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Mislœg Miklabraut
Miklabrautin í Reykjavik er hættulegasta og dýrasta
gata landsins, af því að þar er mest umferð á landinu og
af því að hún hefur orðið útundan hjá stjórnvöldum lands-
ins, sem hafa óbeit á Reykjavik og neita algerlega að út-
hluta vegafé í samræmi við umferðarþunga.
Slysin hrannast upp á margra akreina gatnamótum,
sem ekki eru mislæg. Tryggingafélögin hafa reiknað
kostnaðinn af gamaldags gatnamótum og komizt að raun
um, að hann skiptir tugum milljóna króna á hverju ári á
hverjum einustu gatnamótum Miklubrautar.
Þetta eru fimm gatnamót, fimm af átta verstu gatnamót-
um landsins, og kosta samtals 300 milljónir króna á ári.
Tjónakostnaður einstaklinga, þjóðfélags og tryggingafé-
laga lækkaði umtalsvert, ef öll þessi gatnamót yrðu mis-
læg. Það væri hagkvæmasta nýting vegafjárins.
Tjónatölur sýna ekki allan sannleikann. Að baki eru oft
skaðar, sem aldrei verða bættir, örorka og andlát. Því
hvílir þung ábyrgð á herðum stjórnvalda landsins, sem
líta á Reykvíkinga sem annars flokks borgara i landinu og
vilja verja vegafé til að bora sem flest göt í fjöfl.
Mislæg gatnamót eru ekki aðeins bezta vörnin gegn
slysum í umferðinni. Þau hindra þar að auki mengunina,
sem hlýzt af því, að menn þurfa sífellt að stöðva bíla sina
og taka þá af stað aftur. Kyrrstæðir bílar og bílar, sem eru
að fara af stað, eru miklir mengunarvaldar.
Þessi töf i umferðinni sóar ennfremur miklu eldsneyti,
svo sem fram kemur í útreikningum, er sýna, að gerð mis-
lægra gatnamóta á fjölförnustu stöðunum er þjóðhagslega
hagkvæmasti kostur í vegagerð á landinu. Eftir þessum
útreikningum er síðan afls ekki farið.
Samgönguráðuneytinu, Vegagerðinni og Alþingi ber að
verja fjármunum vegagerðarinnar í samræmi við hefldar-
hagsmuni þjóðarinnar. Ef þessir aðilar landsstjórnarinnar
gegndu skyldu sinni, væru öll gatnamót Miklubrautar
þegar komin á verkefnaskrá mislægra gatnamóta.
Það þýðir, að ekki nægir að opna ný gatnamót á Miklu-
braut á fimm ára fresti. Þá tæki aldarfjórðung að koma
upp mislægum gatnamótum á Miklubraut aflri. Slíkur
hægagangur dugar auðvitað afls ekki. Opna þarf ný gatna-
mót á Miklubraut annað hvert ár að minnsta kosti.
Dæmigert fyrir fáránleika íslenzkrar vegagerðar er, að
fjölförnustu og hættulegustu gatnamót landsins, gatnamót
Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, skuli ekki enn
vera komin á vegaáætlun. Það er ekki heil brú í hugarfari,
sem felur í sér, að göng í fjöllum hafi forgang.
Tvenn mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og við
Snorrabraut gera kleift að loka gatnamótunum við Löngu-
hlíð. Siðan þarf að reisa önnur tvenn mislæg gatnamót við
Háaleitisbraut og siðast en ekki sízt við Grensásveg, þar
sem er næstversta umferðarhorn landsins.
Með slíkum aðgerðum næðist viðstöðulaus akstur á
Hringbraut og Miklubraut frá Vatnsmýri upp að mótum
Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, þar sem einnig
vantar mislæg gatnamót. Verkefnin eru mörg og brýn og
öll eru þau á toppi þjóðhagslegrar hagkvæmni.
Vegakerfi er mikilvægur þáttur í innviðum þjóðfélags.
Því greiðari sem umferðin er, þeim mun fljótari verða all-
ir flutningar og þeim mun hagkvæmari verður rekstur
fjölskyldna, fyrirtækja og þjóðfélagsins í heild. Vegafénu
ber því að verjá á sem allra hagkvæmasta hátt.
Það ætti að vera forgangsverk íslenzkrar vegagerðar að
koma upp mislægum gatnamótum á öllum umferðarási
Miklubrautar á þessum fyrsta áratug aldarinnar.
Jónas Kristjánsson
#
FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001
FIMMTUDAGUR 17. MAI 2001
I>V
Skoðun
Ofmat á umhverfisáhrifum
Kjallari
Friðrik
Daníelsson
efnaverkfræöingur
Er ísland of fallegt
fyrir íslendinga? Eru
landsmenn og mann-
virki þeirra óæskileg
i þessu fagra og
„óspillta“ landi nátt-
úruperlna og víðerna?
Hugmyndaríkir menn
vilja a.m.k. friða 30%
af landinu, stofna
Vatnajökulsþjóðgarð.
Það styttist kannske í
að hægt verði að friða
60%, allt hálendið og
meira til. íslendingar gætu kannske
orðið eins og indíánarnir, lifað á að
selja ferðamönnum minjagripi í þjóð-
garðinum íslandi, þá fáu mánuði
sem hann kemur undan snjónum.
Ólög
Lögvís maður kvartaði nýlega yfir
að íslensk lagasmíð væri oft óvönd-
uð, jafnvel hreinasta hrákasmíð.
Verstu ambögurnar yrðu stundum
til þegar íslenskir lagasmiðir tækju
erlend lög og bættu við sínum skrif-
finnsku- og embættismannadraum-
um til að „aðlaga þau íslenskum að-
stæðum". Alltaf er verið að setja ný
lög og reglur, og oft hermt eftir Evr-
ópusambandinu, þaðan kemur
stanslaust flóð eftir að EES-samn-
ingurinn komst á. Viðjar eru sett-
ar á athafnasemi manna, höft
sem eru sniðin eftir löndum sem
eru margfalt þéttbýlli en ísland
og lengra komin með atvinnuööl-
breytni. - Lítum á dæmi.
Lögmál íslensks umhverfis
Sett voru lög um náttúruvernd
1999. Þar sem lýst er markmiði
laganna segir meðal annars:
„Lögin eiga að tryggja eftir fóng-
um þróun íslenskrar náttúru eftir
eigin lögmálum." - Helstu lögmál
sem ráða þróun íslenskrar náttúru
eru niðurbrjótandi og eyðileggjandi.
Loftslagið hefur stundum í aldanna
rás rústað lífríki íslands. Þrátt fyrir
góðæri 20. aldar hefur landið ekki
náð sér eftir kuldaskeiðið sem varaði
meira og minna frá um 1200 fram til
um 1900, þegar 40% af landinu urðu
örfoka og eru enn.
Annað helsta „lögmál“ íslenskrar
náttúru eru eldgos með öskufalli,
loftmengun og hraunrennsli. Jökul-
árhlaup eyðileggja landsfegurð og
gróður. Uppblástur og jarðvegseyð-
ing er ráðandi víða á íslandi, landið
jafnast út af sandfoki, gróð-
urlagið og siðan sandurinn
fýkur í náttúruperlur víð-
emanna eða þá á haf út.
Höft á uppbyggingu
Lög um mat á umhverfis-
áhrifum voru sett 1993 og
síðar „endurbætf ‘ árið 2000.
Þau eru ekki aðeins faþin at
tefja fyrir nauðsynlegri upp-
byggingu, heldur eru þau iU-
framkvæmanleg. Gert er
skylt að gera skýrslur um
ónauðsynleg smátriði, allt of
margir aðilar þurfa að gefa
umsögn eða úrskurð, alls
kyns nöldrarar geta stöðvað
framgang verkefna.
Framkvæmd laganna er
alltof kostnaðarsöm. Lands-
virkjun tapaði nærri 1400
milljónum í fyrra en þarf að eyða 250
milljónum í umverfismat fyrir næstu
virkjun. Þegar uppbyggingartæki-
færin koma geta virkjanamenn engu
lofað lengur: „Það þarf fyrst um-
hverfismat." - Það fólk sem kann að
byggja upp orkuver og framleiða
orku er farið að eyða miklu af sinum
starfsvirka tima í vafstur í kringum
„Það er óþarfi að eyða óhemju fé og
tíma í „lögformlegt umhverfismat“ um
virkjanir. Það eru til sérkunnáttumenn
í landinu sem geta sagt ráðherrunum
það sem þeir þurfa að vita um umhverf-
isáhrifin, án mikils kostnaðar. “ - Fram-
kvœmdir við Vatnsfellsvirkjun.
stofnanir, athuganir á mosa og
hraunum, umsóknir og skrifíinnsku,
fundi og klögumál. í Kaliforníu end-
aði þetta með orkuskorti.
Hlutverk stjórnmálamanna
Það verður ekki nein sátt um
virkjanir, stóriðju eða aðrar fram-
kvæmdir (a.m.k. ekki fyrr en efna-
Þverstæður í Kína
Alltaf er erfitt að átta sig á Kína og
hvað þar er að gerast. Fréttamenn og
pistlarýnar fialla oft um tiltekna at-
burði sem eru ýmist óvæntir eða ekki.
Kynstrin öll eru til af pólitiskum
greiningum á öðrum þjóðum en í Kína
ríkir „Lifandi þögn“ eins og í Burma
(C. Fink). Atburðir eru fyrirbæri sem
virðast enga þýðingu hafa nema sem
efniviður í heimspekilegar vangavelt-
ur enda er sannleikurinn sjaldan aug-
ljós og aldrei einfaldur. Forseti íslands
fv. sagði við heimkomu frá Kína að
mannréttindi væru afstæð.
Staðreyndir eru vandamál
Ráðamenn eiga í sífelldum vanda
með staðreyndir. Fyrir stuttu varð
sprenging í barnaskóla í héraðinu Ji-
angxi. I innansveitarfréttum mátti
lesa að börn skólans hefðu verið látin
búa til rakettur fyrir kennarana og
kviknað hefði í. Þetta var vond frétt,
stjórnvöld sendu því hina réttu frá.
sér; brjálæðingur með hjónabands-
vandamál hefði kveikt í skólanum.
Uppákoman á Hainan er svo sem
eins og annað; á allra vitorði er flug-
slys sem varð kínverskum flugmanni
að bana. Leikaraskapurinn er alveg
skelfilegur. Sýndar voru myndir af
snöktandi ekkju og föður undir
bosmamiklum hvítum tjull eða siffon
sængurbúnaði með himni, eins og
væru þau í opinberri sorgarstofnun;
freigáta með margmenni var send á
slysstað með blóm. Allt fólk
syrgir ástvinamissi en tæpast á
hádramatísku leiksviði í sjón-
varpi. Enginn utan Kína trúir
því að þunglamaleg ratsjárflug-
vél beri ábyrgð á árekstri við
öfluga orrustuþotu. Ekki
heyrðist múkk né kvein að-
standenda þeirra sem létu lífið
á Torgi hins himneska friðar
1991 eða þegar tugir fundust
látnir í gámi í Dover.
Kjallari
, 'irljyi,
Jónas Bjarnason
efnaverkfræöingur
„Rœtt er um kínverska drekann eða fílinn og gildir einu.
Fréttasnápar eru eins og blindi maðurinn sem vildi vita hvaða
dýr fíllinn vœri; með þukli komst hann að mismunandi niður-
stöðu eftir því hvort hann snerti rana, fœtur eða hala. “ -
Drekaskreytingar við hlið Palace Museum í Peking.
Ofurvald og stjórnleysi
Umhverfismál í Kina eru skelfileg
en ástæðan er sögð vera peningaleysi.
Menn hafa sem sé ekki efni á því að
eyðileggja ekki landið og andrúmsloft-
ið, já, gróðurinn og vatnið.
Fimmtíu kolanámur eru
brennandi í landinu og eld-
urinn nagar sig stjómlaust
dýpra í kolalögin; hugtakið
gróðurhúsaloft er ekki til.
Ibúar Peking fá oft sandryk í
nefið, það kemur frá sí-
stækkandi Gobi-eyðimörk-
inni sem eykst um 2500 fer-
kílómetra á ári og kaffærir
heilu byggðarlögin.
„Náttúruvinir í Peking"
segja að ástandið sé eins og á
örlagaskipinu Titanic,
hljómsveit leikur tónlist á
meðan skipið sekkur. Ráða-
menn fagna hagvexti í suð-
urhluta landsins en vilja
ekkert af vandamálum vita
enda flestir gamlir og kæra
sig kollótta.
Dr. J. Mirsky er kennari í
Harvard og sérfræðingur í
málefnum Kína. Hann sagði
að skoðanakönnun hefði ver-
ið gerð meðal 50 kín-
verskra námsmanna við
skólann, rjómans af náms-
mönnum landsins. 49
þeirra sögðu að banda-
ríska flugvélin bæri
ábyrgð á slysinu og hefði
auðmýkt þjóðina; afstaðan
er óskiljanleg í frjálsu
tjáningarumhverfi. Þús-
und ára gamlir leyniþræð-
ir virðast liggja á milli
Kínverja.
Hvaö er Kína?
Þegar erlendir pólitíkusar og
kaupahéðnar ræða við valdamenn,
veit í raun enginn hverjir taka
ákvarðanir eða hvenær. Skilaboð fara
inn í valdakerfið á ógagnsæjan hátt og
svar kemur einhvern tímann. Hversu
mörg þrep eru í valdapýramíða
mandarínanna og er þjóðin stórveldi
eða máttlaus risi? Sagt er að ráða-
menn vilji „halda andlitinu" og fá við-
urkenningu á ábyrgð svo hægt sé að
segja réttar fréttir, sem enginn trúir
utan Kína. Rætt er um kínverska
drekann eða filinn og gildir einu.
Fréttasnápar eru eins og blindi mað-
urinn sem vildi vita hvaða dýr fíllinn
væri; með þukli komst hann að mis-
munandi niðurstöðu eftir því hvort
hann snerti rana, fætur eða hala.
Mirsky segir að almenningur þar
vilji eins og aðrir fá að vera í friði og
þurfa ekki að óttast stjórnvöld en eng-
in stjórn geti verið sterk sem ekki
treystir þegnum sínum; hún óttast
friðsama hugleiðsluhópa eins og
Falun Gong en á enga vini. Jábræður
eru þó margir þegar stöðva þarf sam-
þykktir um mannréttindi.
Jónas Bjarnason
hagurinn hrynur vegna seina-
gangs í uppbyggingu atvinnu-
veganna). Það lendir fyrr eða
síðar á herðum stjórnmála-
manna að skera úr og taka
ákvörðun. Það er óþarfi að
eyða óhemju fé og tíma í „lög-
formlegt umhverfismat" um
virkjanir. Það eru til sérkunn-
áttumenn í landinu sem geta
sagt ráðherrunum það sem
þeir þurfa að vita um um-
hverfisáhrifin, án mikils
kostnaðar.
íslensku stjórnmálamenn-
irnir eru ekkert verri en aðr-
ir, jafnvel kjarkmeiri en
stjórnmálamenn margra ann-
arra landa, og hafa oft sýnt að
þeir geta tekið ákvarðanir í
umdeildum málum. Þeir hafa
jafnvel boðið margþjóðlegum
hagsmunabáknum birginn með góð-
um árangri, t.d. um landhelgina,
hvalveiðamar og „loftslagssamning-
ana“. En með lögunum um náttúru-
vernd og umhverfismat fóru íslensk-
ir stjórnmálamenn langt fram úr
sjálfum sér, alðarhluta eða meir, í
þvi að afsala sér valdi.
Friðrik Daníelsson
Karlinn með sólgleraugun
„Ég hef oft verið
gagnrýndur fyrir
helst til mikla bjart-
sýni fyrir hönd ís-
lensks efnahagslífs.
Snjall skopmynda-
teiknari teiknar for-
sætisráöherrann með sólgleraugu á
nefinu og helst er sólarolíubrúsi inn-
an seilingar, jafnvel í roki og rign-
ingu. Á hinn bógin eru auðvitað til
þeir sem sjá skrattann upp um alla
veggi og hafa í mörg ár spáð því að
nú sé allt að fara í kalda kol. Og um
leið og einn afturkippur sést ráða
þeir sér ekki fyrir gleði. Hvað sögð-
um við ekki, segia þeir í stundar-
ánægju, en steypa sér síðan sjálfum
aftur á bólakaf í heimsendaspár og
hailærishyldýpi."
Davíö Oddsson S aöalfundi SA í fyrradag.
„Þ j óðríkisátrúnaður “
„í dreifbýlinu á ís-
landi er kirkjan og
ævihátíðirnar sem
tengjast kirkjunni oft-
ast óaðskiljanlegur •
hluti af því að til-
heyra einhverju sam-
félagi. Oft tengist þessi sterka kennd
sóknarkirkjunni sem stendur í miðj-
um kirkjugarðinum þar sem forfeður
og -mæður hvíla. Það er hluti af því
að vera Bolvíkingur að vera skírður,
fermdur, giftur og jarðaður í kirkj-
unni þar vestra. íslenska þjóðkirkjan
hefur þannig fram undir þetta verið
n.k. „þjóðríkisátrúnaður" íslensku
þjóðarinnar. Þetta er að breytast með
meiri fiölhyggju og fiölbreytni, auk
þess sem forsendur fyrir því að hafa
svo náið samband milli ríkis og
kirkju hafa veikst mikið."
Sr. Halldór Reynisson í pistli á Strik.is.
Spurt og svarað
Eru skattalœkkanir skynsamlegar?
Scevar Hélgason,
framkv.stj. íslenskra verðbréfa.
Eykur hagvöxt
og fjáifestingar
„Á aðalfundi Samtaka atvinnu-
lífsins var kynnt skýrsla skattahóps
og þar er sjónum einkum beint að
þremur atriðum. Þau eru að tekjuskattur á fyrirtæki
yrði lækkaður úr helming, eða úr 30% í 15%, að eigna-
skattur á fyrirtæki verði aílagður sem og stimpilgjöld.
í nálægum löndum hafa stimpilgjöldin verið afnumin
víða á undanfórnum árum og rökin eru einkum að
draga úr ójafnræði. Tilgangurinn með lækkun tekju-
skatts á fyrirtæki væri að bæta samkeppnisskilyrði at-
vinnulífsins almennt, rétt eins og gert hefur verið í
mörgum samkeppnislöndum okkar. Á írlandi er tekju-
skattur kominn niður í 12,5% sem aukið hefur fiárfest-
ingar erlendra aðila í atvinnulifinu og það er nokkuð
sem íslendingar þurfa á að halda."
Björgvin G. Sigurðsson,
framkvstj. Samfylkingarinnar.
Lœkkum skatta
á fólkið líka
„Það er hægt að ná mjúkri lend-
ingu i efnahagslífinu með því að
lækka skatta á fyrirtækjum en sam-
hliða þarf að lækka skatta á fólkið í landinu og besta
byijunin væri að afnema skatta á húsaleigubótum og fé-
lagslegri aðstoð og stíga skref til að draga úr sköttum á
þeim hluta lífeyrisgreiðslna sem má líta á sem fiár-
magnstekjur. Tafarlaus ákvörðun um breytingar af þessu
tagi myndu styrkja væntingar um arðsemi fyrirtækja,
gæti því leitt til verðhækkana á hlutabréfamarkaði sem
ekki er vanþörf á, styrkti innstreymi fiár til landsins og
gengi krónunnar. Það á að nota svigrúmið sem auðlinda-
gjöld gefa til að bæta velferðarkerfið. En til lengri tíma
litið á ekki að hika við að stefna að því að nota auðlinda-
gjöld til að draga úr tekjusköttum einstaklinga."
: . IIiSll
Daníel Ámason,
framkvstj. Kexsmiðjunnar.
Vœri mjög
til bóta
„Miðað við núverandi aðstæð-
ur í þjóðfélaginu tel ég að skatta-
lækkanir á islensk fyrirtæki
væru mjög til bóta. Rekstur fyrirtækjanna í land-
inu hefur ekki gengið of vel á síðustu misserum og
nú þurfa stjórnvöld að grípa til einhverra þeirra aö-
gerða sem styrkja atvinnulífið. Arðsemi íslenskra
fyrirtækja hefur verið of lítil upp á síðkastið og þau
þvi ekki spennandi kostur fyrir fiárfesta, ef ein-
hverjir eru þá til staðar. Hörgull er á fiármagni tO
góðra verka í íslensku atvinnulifi og þess utan eru
vaxtagjöld orðin mjög há, í sumum tilvikum allt að
20%. Það mælir því margt með skattalækkunum á
íslensk fyrirtæki til að bæta stöðu íslensks atvinnu-
lífs, eins og hún er á þessum tímapunkti."
© 'OK TVe -go^TPM GiXXge.
• BY'V? WKe toKMA Sepviíes
uiiiiiiiilllllliuililll
Leiknir smábáta-
sjómenn?
Ögmundur Jónsson,
þingmaður VG.
Veikir velferð-
arþjónustu
„Skattalækkanir á forsendum
þeirra sem þessi ríkisstjóm þjónar,
það er stórfyrirtækja og fiármagns,
eru hvorki skynsamlegar né réttlátar. Við höfum lagt
áherslu á hækkun skattleysismarka og aðrar skattaráð-
stafanir sem gagnast láglauna- og millitekjuhópúm. Slíkar
skattalækkanir finnast mér eðlUegar. Aftur á móti verð-
um við að gera okkur grein fyrir því að velferðarþjónust-
an er borguð af skattfé og við megum ekki ganga svo langt
i skattalækkunum að grafið verði undan þeirri þjónustu.
Veik velferðarþjónusta er ávísun á verstu kjaraskerðingu
sem ég get hugsað mér. Ég vil greiða skatta til að styrkja
þessa þjónustu. Hinn kosturinn er afleitur; að vera látinn
greiða fyrir hana með notendagjöldúm, það er að segja
skólagjöldum og sjúklingasköttum.“
Talsmenn smábátasjó-
manna hafa lýst þungum
áhyggjum vegna fyrirhug-
aðra laga um kvótasetningu
á smábáta og jafnvel spáð
byggðahruni á tilteknum
stöðum í kjölfarið. Þannig
segir Guðrún Pálsdóttir á
Flateyri í DV i vikunni um
afleiðingar kvótasetningar:
„Enginn kvóti í gamla afla-
markskerfinu er á Flateyri
lengur og smábátarnir eru
einir eftir. Þetta sama á
raunar við um öll byggðar-
lög á Vestfiöröum. Afleið-
ingar laganna verða byggðahrun á
Vestfiörðum og víðar um land.“
Arthur Bogason, sá stóri smáháta-
leiðtogi, tekur i sama streng í viðtali
við DV og segir að fyrirhuguð „ólög“
sjávarútvegsráðherra um kvótasetn-
ingu myndu nánast útrýma smábáta-
sjómönnum.
Hannes Hólmsteinn, sá vaski og
dugmikli doktor, talaði öðrum tung-
um J pistli sínum á Skjá 1 á dögun-
um og taldi að það þyrfti að afnema
sérréttindi smábátaeigenda og setja
þá undir sömu lög og aðra, slíkt væri
þjóðarnauðsyn. Og doktorinn Hann-
es sagði smábátasjómenn hafa aukið
hlutdeild sína í heildarafla stórkost-
lega með því að notfæra sér samúð
og rómantíska sýn þjóðarinnar á
starf þeirra.
Rómantísk rök?
Hér er að ýmsu að hyggja. Líkast
til er það fulldjúpt í árinni tekið hjá
hinum harðskarpa Bogasyni að
kvótasetning muni útrýma smábáta-
Jóhannes
Sigurjónsson
skrifar
sjómönnum. Smábátasjó-
menn hafa alltaf verið á
meðal vor og munu ugg-
laust verða það áfram, að
minnsta kosti í smáum stíl.
En gefum okkur það, eins
og doktor Hannes heldur
fram, að kvótasetning allra
smábáta sé þjóðarnauðsyn
frá sjónarhóli verndunar
fiskistofna, jafnræðis og af
efnhagslegum ástæðum. Ör-
ugglega er hægt að sýna
fram á slíkt með rökum og
úreikningum ýmiss konar.
En það er ábyggilega líka
hægt að sýna fram á hið gagnstæða
með jafngildum rökum sem ekki
byggjast eingöngu á forsendum sam-
úðar og rómantíkur.
Vísast mun auðvelt að setja fram
vel rökstudda kenningu um að út-
gerð smábáta sé rugl út frá heildar-
hagsmunum þjóðarinnar og með ýtr-
ustu arðsemiskröfur að leiðarljósi.
Það er örugglega skynsamlegast, í
hagrænu tilliti, að 1-2 stórútgerðar-
fyrirtæki annist alla útgerð á íslandi
- og að 1-2 verslunarrisar annist all-
an verslunarekstur á Islandi.
Á sama hátt og trilluútgerð má
svo afgreiða smábýli, kaupmanninn
á horninu, þorpin og á endanum
sjálft ísland. ísland er sem sé örugg-
lega alltof smá og óarðbær rekstrar-
eining og væri best komið undir
hatti einhvers stórveldis, eins og
auðvelt mun reynast að sýna fram á
með útreikningum sem miða að því
að fá einmitt þá niðurstöðu.
En, merkilegt nokk, ekki horfa all-
ir eingöngu á rekstrarforsendur í öll-
um málum þó vissulega stefni allt í
þá áttina. Og þó Hannes Hólmsteinn
harmi það þá er enn til fólk sem trú-
ir því áð samúð og rómantík og önn-
ur svokölluð „tilfinningarök" séu
fullboðleg í ýmsum málum, ekki síð-
ur en beinharðir arðsemisútreikn-
ingar.
Grátt leiknir
En ef við hins vegar viljum endi-
lega meta allt út frá efnahagslegum
forsendum þá skulum við ekki
gleyma því að smábátaútgerð er jafn
óaðskiljanlegur hluti af íslenskri
menningu og sagnaritun, eða hefur
a.m.k. verið jafn lengi við lýði í land-
inu eða lengur. Og nú horfa menn
mjög til menningarlegrar ferða-
mennsku og ætla að græða einhver
ógurleg ósköp í því fyrirbæri. Og
hvað vilja menn þá gera þegar og ef
síðasti trillukallinn hefur dregið bát-
inn í naust? Hvað skyldu margir
túristar kjósa að rölta um lífvana
hafnarsvæði sjávarplássanna í fram-
tíðinni? Eða jafnvel um lífvana sjáv-
arpláss ef svartsýnustu spár Flateyr-
inga ganga eftir?
Munu ferðamálafélög innan tíðar
þurfa að ráða áhugaleikara yfir sum-
artímann til að leika trillukalla fyrir
túrista í mannlausum draugabæj-
um? Og senda þá sjóveika út að
morgni með 300 kíló af heilfrystum
þorski og kalla þá svo inn síðdegis
þegar aflinn er þiðnaður svo þeir
megi landa fyrir framan myndavélar
túristanna?
Verða leiknir trillukallar það sem
koma skal? Og hversu grátt leiknir
þurfa þeir að verða áður en það gerist?
lUlftrinloril nv ocl/otlo
J/n-i /\nr ctrinforrt-n fanfn r\ í 1 irvrrm/Sirnm
1 oinctol/linrfo nri fi/rirtoal/i i/orAi lool/l/oTlir rm/nrlorlodo l/rinrinm noac+ii óromnt hdfi rlroriiA i'ir honcln hó r\oi/ii\ Hrlrlccon forcooticróAho
1 coriÁi hot+o ó oAolfunrli Comtol/o oti/innnlífcinc í fi/rrorlori