Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2001, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 Fréttir I>V Spilavítiö á bak viö Hjálpræðisherinn: Sigrúnu AK 71 hefðu fengið 1000 svartfugla í netin i tveimur túrum sem seldir voru á fiskmarkaðnum á Akranesi. í kjölfarið stöðvaði lög- reglan alla frekari sölu. Sjómenn segjast nú verða að henda fuglinum sem ánetjast. deCODE óbreytt Lokagengi deCODE á Nasdaq- markaðnum í gær var 5,79 dollarar. Það var sama gengi hlutabréfa og við opnun í gærmorgun. Tæplega 140 þúsund hlutir skiptu um hendur í gær. Mikil niðursveifla var þó inn- an dagsins og fór gengið lægst í 5,28 dollara, sem er sögulegt lágmark. Fyrra metið náðist 5. apríl, 5,31 doll- ari á hlut. Virkjun trúnaðarmál Landsvirkjun lít- ur á áætlanir um heildarstofnkostnað vegna framkvæmda við Kárahnjúka- virkjun sem trúnað- armál, enda er samningum um orkuverð ekki lok- ið. Þetta kemur fram í skýrslu fyrir- tækisins um mat á umhverfisáhrif- um. Genalogia Islandorum hættir Öll starfsemi ætt- fræðibókaútgáfunn- ar Genealogia Is- landorum hefur verið lögö niður, í bili að minnsta kosti, samkvæmt yfirlýsingu frá í Tryggva Péturssyni f' stjórnarformanni. Öllu starfsfólki var sagt upp í lok nóvember, Bruni í Mýrdal Sumarbústaður við Reynisbrekku í Mýrdal, út frá Höfðabrekku, brann til kaldra kola í gær. Bústaðurinn er í hvarfl frá öðrum bæjum og því uppgötvaðist eldsvoðinn seint. Ekki lengsta verkfallið Fjölmiðlum hefur undanfarið ver- ið tíðrætt um að yfirstandandi sjó- j mannaverkfall sé hið lengsta í sögu landsins. Það er rangt. Árið 1950 fóru togarasjómenn i verkfall sem stóð í fjóra mánuði. - Inter- Seafood.com greindi frá. Tugir athugasemda Sérstakur aukafundur var boðað- ur í skipulags- og umferðamefnd í gær til að fjalla um á fjórða tug at- hugasemda við Hörðuvallaskipulag í Hafnarfirði. Fulltrúar Samfylking- ar i skipulags- og umferðarnefnd segja ljóst að nær ekkert verði tekið tillit til athugasemdanna. ’ -HKr. Þagnarskylda presta Biskup íslands, herra Karl Sigur- björnsson, hefur áréttað að vígðir þjónar kirkjunnar, prestar og djáknar, séu bundnir þagn- arskyldu um allt sem leynt skuli fara. í viðauka samnings íslenskrar erfðagreiningar og Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri er gert ráð fyrir slíkri skráningu i gagnagrunn. ÖBÍ mótmælir Öryrkjabandalag íslands lýsir yfir vonbrigðum með fyrirhugaðar breytingar á lögum um almanna- tryggingar og segir þær vera van- efndir ríkisstjórnarinnar. Harðlega eru átalin þau áform að láta hækk- un bóta lúta 67% skerðingarreglu fyrir skatt. Sala á svartfugli stöðvuð Fyrir skömmu greindi Inter- seafood.com frá því að skipverjar á Dagsektir dynja á - skúrinn ekki rifinn þrátt fyrir þriggja ára gamlan úrskurö þar um Bundnir í 12 ár: Kostar hálfa milljón á mánuði „Hér á landi er ekkert gefið nema víxileyðublöðin í bankanum," segir Kristján Loftsson, útgerðarmaður í Hval hf., sem hefur greitt rúmar 70 milljónir í hafnar- gjöld og annað fyrir hvalbátana sína fjóra sem leg- ið hafa bundnir við Ægisgarð i Reykjavíkurhöfn frá því í ágúst 1989. „Það er alltaf .Kristján Loftsson velaö ge^a manm undir fót- inn með að hvalveiðar hefjist að nýju og þess vegna held ég skipunum þarna. Við vorum í þessari atvinnu- starfsemi og ætlum að halda henni áfram þegar okkur verður leyft það,“ segir Kristján sem þó sér ekki eftir peningunum. Mánaðarlega við Ægisgarð kostar um 80 þúsund krónur fyrir hvern hvalbát. Að auki eru hvalbátarnir beintengdir við hitaveitu sem greiða þarf af svo og tryggingar sem eru um- talsverðar enda hvalbátamir í sér- stökum áhættuflokki eins og dæmin sanna. Samanlagt kostar lega hvalbát- anna því um 500 þúsund krónur á mánuði og „... Kristján borgar alltaf á gjalddaga", eins og starfsmenn Reykjavíkurhafnar orða það. -EIR Hvalbátarnir fjórir Á sama stað frá því í ágúst 1989 - kostnaður 70 milljónir. „Það liggur fyrir úrskurður um að rífa skúrinn ella beita dagsekt- um. Það stendur," sagði Árni Þór Sigurðsson, formaður byggingar- nefndar Reykjavíkur, um skúr sem stendur bakatil við hús Hjálpræð- ishersins og er inngangur að spila- víti sem rekið hefur verið við Suð- urgötu 3 undanfarin misseri. Frá spilavítinu var greint í fréttum DV fyrir skemmstu og Hörður Jóhann- esson, yfirlögregluþjónn í Reykja- vík, kom af fjöllum þegar hann var spurður um tilvist þess. í spilavít- inu er borið fram ókeypis áfengi og þar spila menn rúllettu og black- jack eins og í Las Vegas. Slíkt er bannað i Reykjavík. Ámi Þór Sigurðsson kunni ekki skýringu á því hvers vegna ekki væri búið að rífa skúrinn eins og fyrrum eiganda var gert gera af Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála snemma árs 1999. Frá sama tíma áttu að taka gildi dagsektir að upphæð 20 þúsund krónur á dag og enn stendur skúr- Skúrinn stendur enn - og formaður byggingarnefndar skilur ekki hvers vegna. inn. Dagsektirnar væru því komn- ar upp í rúmar 17 milljónir króna hefði þeim verið beitt. „Ég er búinn að selja skúrinn andinn var eigandi spilavítisins sem nú er rekið í húseigninni án athugasemda lögregluyfirvalda. Magnús Sædal, byggingarfulltrúi í Reykjavik, hefur ekki beitt eig- anda spilaskúrsins dag- i öll þau ár sem hann hefur staðið án heimildar í portinu á bak við Hjálpræðisher- inn: „Það voru uppi hugmyndir um að breyta skúrnum og á meðan hélt ég að mér höndum varð- andi dagsektirn- ar. En nú er farin að síga á mér - brúnin því ekk- ert hefur gerst. máltaWpeSg fyrir löngu,“ sagði Björgvin dagsektum beitt,“ sagði Kjartansson viðskiptafræðingur Magnús Sædal sem er kominn í sem kærði úrskurð um niðurrif stellingar í stríðinu um spilaskúr- eignar sinnar á sínum tíma. Kaup- inn i miðbænum. -EIR íslendingar sóa sex sinnum fleiri dögum í verkföll en aðrir: Heimsmethafar í verkföllum - kostnaðurinn um 630 milljónir króna á hverju ári íslendingar eru óskoraðir heims- methafar í verkföllum. Á 10. áratugn- um eyddu þeir hlutfallslega fleiri vinnudögum í verkfóll en nokkur önnur af 23 ríkustu þjóðum heirns, samkvæmt upplýsingum í The Economist, þrátt fyrir að verkfalls- dögum hefði þá fækkað hér um helm- ing frá bæði 9. áratugnum og þeim 8. Samkvæmt útreikningum Við- skiptablaðsins má ætla að fram- leiðslutap vegna verkfalla nemi um 630 milljónum króna á ári. Ríkustu þjóðimar glötuðu um 59 vinnudögum að meðaltali á ári á hver 1000 manns á vinnumarkaði á síðasta áratug. Hérlendis var sama hlutfall um 370 dagar á hveija 1000 starfsmenn. ís- lendingar eyddu rúmum 467.000 vinnu- dögum í verkföll á áratugnum, þ.a. um helmingnum árið 1995. Þetta samsvar- ar vinnu 2000 manna í heilt ár. Að meðaltali töpuðu íslendingar Tapaöir vinnudagar á hverja 1000 starfsmenn ifiO .Ifififl HVV öFTf 'k 300 - árlegt meðaltal 1990-1999 200 k wm | m ' mzí m&p: íiT*P®fiL *■': 'Æj?.-- - 4-, ■ " jjv-c ■ • %' 4 f , * ;l" ■ 100 .. . . .... ? . . . Eiíi 1 11 l einu mannsverki á hveija 1000 starfsmenn á hverju ári, en ætla má að hafi kostað um 630 milljónir króna að meðaltali á ári, eins og áður segir. Aörir minna en hálfdrættingar í verkfallsgleðinni eru það Spánveij- ar einir sem komast nokkuð í nánd við íslendinga, samkvæmt upplýsingum The Economist. Allar aðrar þjóðir eru minna en hálfdrættingar, nema Kanada. Norðurlöndin eru öll vel yfir meðaltali á listanum ásamt t.d. Tyrk- landi, Italíu og írlandi. Aftur á móti sóuðu hverjir þúsund Bandarikja- menn aðeins um 40 dögum í verkfófl á ári, Bretar enn færri og Þjóðveijar og Japanir létu verkfóll nánast eiga sig á á síöasta áratug. Að sögn blaðsins fækkaði verkfallsdögum í OECD-lönd- unum um þriðjung síðari helming ára- tugarins frá þeim fyrri. í Evrópusam- bandinu var þróunin þveröfug. -HEI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.