Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 Fréttir X>V Eyðibyggðastefna fyrir byggðir landsins: Þetta kallar á hrun - sagði Guðjón A. Kristjánsson um afnám frjálsra veiða Það ríkti mikil reiði meðal Qöl- margra þingmanna eftir að ljóst var að ekki næðist sam- staða innan stjórn- arflokkanna um að sjávarútvegsráð- herra frestaði gild- istöku laga sem fela í sér afnám heim- ildar til frjálsra veiða krókabáta á ufsa, ýsu og stein- bít eftir 1. september. Talið var víst að þingmeirihluti væri fyrir frest- un, en eftir mikil átök, sér í lagi innan Sjálfstæðisflokksins, fékkst ekki niöurstaða um slíkt innan stjórnarflokkanna. Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, óskaði þá eftir ut- andagskrárumræðu um málið á laugardagskvöld. Honum var þungt niðri fyrir eftir að hann sté úr ræðustól. „Þetta þýðir að mínu viti að nú upphefjast mjög slæmir hlutir í veiðikerfi smábáta. Allt veiðikerfið mun breytast 1. september. Veiði- reynsla þessara báta í ýsu og stein- bít er engin því hún var yfirleitt ekki keypt með þeim. Það síöan mun gerast það sama hjá smábátun- um og í stóra kerfinu að brottkast á minni fiski mun aukast. Þá munu þessi tvö kerfl að óbreyttu renna saman innan tveggja til þriggja ára. Þá hefst eitt alsherjar brask. Þá verða smágreifarnir líklega ekkert betri en stórgreifarnir þegar kemur að því að menn geta farið að selja. Eftir situr að byggðirnar og fólkið sem þar býr á engan kvóta eða veiðirétt. Þetta er stefna sem ég hef leyft mér að kalla eyðibyggðastefnu og útfærð með sjálfvirkum dauðdög- um fyrir byggðir landsins. Þetta kallar á hrun,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson. Lítið sjálfstæöi sjávarútvegsnefndar Svanfríður Jónasdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, segir að hagsmunaaðilar hafi verið kallaðir á fund sjávarútvegsnefndar, og frestunarfrumvarp sambærilegt við það sem samþykkt var í fyrra hafi verið tilbúið var tilbúið, en ekki hafl náðst pólitísk samstaða um það á Alþingi. „Sjálfstæði nefndarinnar var ekki meira en svo þrátt fyrir að Einar Guðfinnsson, þingmaður Vestfirðinga, sé formaður hennar. Ég held að það hangi saman hvort eitthvað verði gert í sumar hvort nefnd um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða skilar af sér,“ segir Svanfríður Jónasdóttir. Kannast ekki viö tillögur Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, og varaformaður Fram- sóknarílokksins, segir að nefndin um sjávarútvegsstefnuna og fram- tíöina hafi ekki lokið störfum og innan hennar sé vilji til þess að skoða þessi mál enn betur. Guðni á ekki von á því aö það verði fyrir 1. september, þegar lögin taka gildi en það hafi verið sameiginlegur vilji þingmanna beggja stjórnarflokk- anna að leysa málið, en ekki náðst samkomulag um úrræðin. Ráðherra segist ekki kannast við að neinar tillögur liggi fyrir fyrr en nefndin hafi skilað af sér. Yfirlýsingar um annað séu bara rangar. Stjórnarliða greinir því á um það hvort lausn sé i sjónmáli. - Sjá nánar bls. 6 -HKr./GG. DVWYND HIIMAR ÞÓR Smábátasjómenn mótmæltu við Alþlngi Kveikt var á 23 neyöarblysum tii aö leggja áherslu á mótmæti við kvótasetningu á ýsu, ufsa og steinbít. Fjöldi biysanna er táknrænn og í takt viö fjölda þeirra daga sem svokallaðir dagabátar mega róa. Landspítalinn - háskólasjúkrahús: Deildum lokað og fólk sent heim - komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Rúvóvísion í útvarpshúsinu: Gleðibank- inn sigraði Þau Logi Berg- | mann Eiðsson, Finnur Beck og M Lovisa Árnadóttir, fréttamenn á Rúv, j jm sungu Gleðibank- WL 'Jl ann til sigurs í Rú- lltÉk*, wd&m vóvísion, innan- húss söngvakeppni Logi Bergmann Rtkisútvarpsins sl. Eiosson föstudagskvöld. Keppnin fór fram á svokölluðu Markúsartorgi í útvarpshúsinu þar sem um 200 manns voru saman- komnir. „Stemmningin var alveg geðveik og keppnin hörð framan af en við unnum þokkalega sannfær- andi,“ sagöi Logi kampakátur að keppni lokinni. Þama voru flutt 15 Evróvisionlög, íslensk og erlend og sumir breyttu textum eöa bjuggu til nýja en það gerði Gleðibankahópur- inn ekki. „Maður hreyfir ekki við svona meistaraverkum," sagði Logi. Formaður dómnefndar var Einar Bárðarson, Mörður Ámason veitti verðlaun fyrir besta frumsamda textann og Magnús Einarsson á Rás 2 tók aö sér tónlistarstjórn. Allir flytjendur fengu 10 mínútur til æf- inga fyrr um daginn. „Við renndum gegnum Gleðibankann á æfingunni en við vorum í upprunalegu búning- unum og ég með rauða hárkollu," sagði Logi Bergmann. Það átti sinn stóra þátt í sigrinum." Gun. íþróttafélögin á Akureyri: Skuldastaðan afar slæm DV, AKUREYRI: Starfshópur um skuldastöðu íþróttafélaganna á Akureyri hefur lagt fyrir bæjarráð greinargerðir og vinnugögn en bæjarráð frestaði af- greiðslu málsins til næsta fundar. Ásgeir Magnússon, formaður bæj- arráðs, segir að þessi gögn séu reyndar trúnaðargögn á þessu stigi málsins. Hann segir hins vegar að það komi skýrt fram að skuldastaða íþróttafélaganna sé mjög erfið. „Ég get ekki staðfest neina tölu í þeim efnum en það er ljóst að félögin skulda mjög mikið og bærinn verö- ur að koma að því með einhverjum hætti,“ sagði Ásgeir. -gk „Við erum i mikilli vinnu þessa dagana við að skoða það hvernig við bregðumst við þessu verkfalli, við erum að fara yfir neyðarlista og reyna að gera okkur grein fyrir þeim áhrifum sem verkfallið mun hafa komi til þess,“ segir Anna Stef- ánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Land- spítalans - háskólasjúkrahúss, um Hljómsveitin Á móti sól hefur ákveðið að færa dansleik sem fyrir- hugað var að halda í Miðgarði í Skagafirði um næstu helgi yfir í næstu sýslu, Húnavatnssýslu. Þar verður dansað í Húnaveri. Að sögn umboðsmanns hljómsveitarinnar, Heimis Eyvindarsonar, er þetta gert i mótmælaskyni við þá ákvörðun áhrif tveggja daga verkfalls hjúkr- unarfræðinga um næstu mánaða- mót hafi samningar ekki tekist í kjarasamningaviðræðum þeirra og ríkisins. „Við sjáum á þessum tímapunkti ekki nákvæmlega hvaða áhrif verk- fallið mun hafa á starfsemina en það er alveg ljóst að við verðum að sýslumanns í Skagafirði, að banna aðgang unglinga innan 18 ára að al- mennum dansleikjum. I landslögum er kveðið á um að 16 ára og eldri megi sækja slika dansleiki. Mikil illindi hafa verið í Skagafirði vegna þessarar ákvörðunar sýslumanns. Hefur fjöldi manns ritað nöfn sín á lista þar sem henni er mótmælt. loka deildum og senda fólk heim í tvo daga. Hversu miklu þyrfti að loka eða hversu marga þyrfti að senda heim komi til verkfallsins get ég hins vegar ekki sagt til um enn þá, við erum að fara yfir þau mál. Enn er þó tími til að semja i þessari deilu og vonandi tekst það,“ sagði Anna. -gk „Við erum mjög ósáttir við þessar reglur," sagði Heimir við DV í gær- kvöld. „Um 70 prósent þeirra sem sækja sveitaböllin eru einmitt krakkar milli 16 og 18 ára, sem kom- ast ekki inn á aðra staði. Við myndum spila fyrir hálftómu húsi ef þau fengju ekki að komast inn.“ -JSS Hljómsveitin Á móti sól gegn sýslumanni: Dansað í næstu sýslu - vegna 18 ára aldurstakmarks í Skagafirði msasm'r Björk í Covent Garden? Stjórn konung- lega óperuhússins í Covent Garden í Lundúnum hefur ákveðið að leyfa popp- og rokktón- listarmönnum að koma þar fram. Breska blaðið Sunday Times greinir frá þessu og segir að Björk Guð- mundsdóttir vilji halda tónleika i Covent Garden í september. Kjarnbítur í Öræfum Mjög sjaldséður fugl sást á Kvískerj- um í Öræfum nýlega. Það reyndist vera kjambítur en innan við tíu fuglar af þeirri tegund hafa áður sést hér á landi, þar af einn á sama stað. Það var náttúrfræðingurinn Hálfdán Bjöms- son á Kvískerjum sem sá þennan langt að komna gest. Hrannar B. forseti arsson var kjörinn M forseti Skáksam- H ■7SL "-?¥ bandsins á þingi þess í dag. Fráfarandi for- Kárason, gaf ekki Drengur hrapar í Berglnu Níu ára gamall drengur hrapaði í Berginu við Keflavík á laugardags- kvöld. Hann slasaðist þó ekki alvar- lega en var fluttur á sjúkrahúsið i Keflavík og síðan var honum komið undir læknishendur í Reykjavík. Keyrði beint í mark Ölvaður ökumaður missti stjóm á bíl sínum og ók gegnum girðingu á KR-vellinum og lenti beint í markinu. Stækkun hjá ísal? Áhugi er á því að stækka álverið í Straumsvík enn frekar. Emery LeBlanc, framkvæmdastjóri álsviös Alcan-samsteýpunnar sagði þetta á blaðamannafundi í Kanada í vik- unni. Hákarlasafn í Hrísey Hríseyingar ætla að koma upp há- karlasafni að Syðstabæ. Húsið er ffá síðustu öld og unnið hefur verið að endurbótum á því í fimm ár. Nú kemst vonandi kraftur í framkvæmdimar því Alþingi samþykkti myndarlega fiárveitingu til þeirra í gegn um Hús- friðunarsjóð. Sjónvarpið sagði frá. Keikó veltir fúlgum fjár Á bilinu 25 til 30 manns, íslending- ar og Bandaríkjamenn, hafa starfað hérlendis á vegum Keikósamtakanna og rekstrarkostnaðurinn hefur numið um 30 milljónum króna á mánuði þá 30 mánuði sem liðnir era síðan Banda- rikjaher flaug hvalnum til Heimaeyjar haustið 1998. Með allar tölur réttar Einn var með allar tölur réttar í lottóinu sl. laugardagskvöld. Sá fær rúmar 5,5 milljónir í sinn hlut. Miðinn var seldur á Siglufirði. Gifting að hermanna sið Par frá Atlanta i Bandaríkjunum var gefið saman að hermanna sið í kirkjunni í Vík í Mýrdal nú um helg- ina, af séra Haraldi M. Kristjánssyni, prófasti i Vik. Brúðkaupsveislan sem haldin var á Hótel Höfðabrekku var einnig samkvæmt amerískum venjum. 20 milljónir til ísrúss Stjórn Byggða- stofnunar ákvað að lána 20 miljónir króna til fyrirtæk- isins ísrúss þótt bæði forstjóri Byggðastofnunar og rikisendurskoðun teldu það óráð og samrýmdist ekki lögum. Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar segir engin lög hafa verið brotin. Gun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.