Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Side 6
6 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 Fréttir I>V Landssamband smábátaeigenda segir kvótalögin hafa skelfilegar afleiöingar: Engar séraðgerðir fýrir Vestfirðinga - segir framkvæmdastjóri LÍÚ - biö menn að halda ró sinni, segir Einar Oddur Kristjánsson Alþingi tók ekki á dagskrá fyrir frestun þingfunda til hausts frestun laga um það að smábátaveiðar yrðu settar undir kvóta nú í haust, þrátt fyrir að rúm- ur meirihluti hafl veriö fyrir málinu meðal þingmanna. Smábátadeilan hefur hrist undir- stöður ríkisstjómarinnar þar sem þingmenn Framsóknarflokksins voru mjög áfram um það að málið yrði tekið á dagskrá, sem og 4 þing- menn Sjálfstæðisflokksins, þeir Guðjón Guðmundsson, Einar Oddur Kristjánsson, Einar Kr. Guðfinns- son og Kristján Pálsson. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir ákvörðun Alþingis mjög ábyrgðarlausa þar sem verið sé að fjalla um hagsmuni þúsunda fólks og tuga fyrirtækja og það sé ljóst að með því að láta lögin koma til fram- kvæmda óbreytt verði afleiðingarn- ar skelfilegar. „Aflaheimildirnar dragast saman um tugi prósenta og um 70% í ýsu og 50% í steinbít og þá minnkar framboð á þessum ferska fiski sem mikil aukning hefur verið í á fisk- mörkuðunum. Það má búast við því að línuútgerð þessara báta sem skapar mestu atvinnuna muni drag- ast stórlega saman og fólk við beitn- ingu missa atvinnuna. Á Flateyri, PV, AKRANESI:____________________ Lögreglan á Akranesi virðist fylgjast vel með fréttum DV því eft- ir að frétt birtist í DV nýlega um sölu á svartfugli var söluaðilanum tilkynnt að ólöglegt væri að stunda slíka sölu. Fyrir skömmu greindi DV frá því að skipverjar á Sigrúnu AK 71 hefðu fengið 1000 svartfugla í netin í tveimur túrum og hefðu þeir verið seldir á fiskmarkaðnum á Akranesi. Lögreglan á Akranesi heimsótti Suðureyri og Bolungarvík eru rúm 80% alls afla í ýsu, þorski, ufsa og steinbít á síðasta ári komin frá krókabátum. Það er ljóst að svo mikla skerðingu sem lögin hafa i fór með sér munu einstök sjávarpláss varla standa af sér. Það er einnig mjög gremjulegt að trillukarlar höföu meirihluta þingmanna á bak viö sig, þeir vildu fresta lagasetn- ingunni, en töpuðu samt. Ætli skýr- ingar á því af hverju málið var ekki á dagskrá sé ekki að leita hjá ráð- herrunum," sagði Öm Pálsson. Sama gangi yfir alla Friörik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍO, segist ekki sjá neina ástæðu til annars en að lögin taki gildi, og þó fyrr hefði verið. Hefðu þau tekið gildi í fyrrahaust hefði ekki þurft að horfast í augu við þá miklu umframkeyrslu í afla smábáta á þessu fiskveiðiári sem raun beri vitni. Friðrik segir ekki ástæðu til sértækra aðgerða til hjálpar byggðum á Vestfjörðum í kjölfar laganna. Magnús H. Magnússon, fram- kvæmdastjóra Fiskmarkaðarins, og Kristófer Bjamason, skipstjóra á Sigrúnu AK 71, og tjáði þeim báðum að ekki væri leyfilegt að selja svart- fugl sem kæmi i netin og stöðvaði alla frekari sölu á svartfugli á mark- aðnum. Sjómenn segja að þetta sé furðu- leg ráðstöfun því á vorin og sumrin koma þúsundir svartfugla í netin og þetta þýði að þeir verði að henda þeim svartfuglum í sjóinn sem þeir „Eiga Vestfírðingar að njóta ein- hverra forréttinda umfram aðra ís- lendinga? Þetta gerist ekki nema afl- inn verði tekinn af einhverjum öðr- um, og þá þarf að svara, af hverju. Vestfirðingar höfðu sömu tækifæri og aðrir landsmenn þegar kvóta- kerfið byrjaði, en nú vilja þeir sér- tækar aðgerðir. Þeir hafa veriö að ráðast í gríðarlegar fjárfestingar, vitandi það að þessi kvótasetning kæmi. Ef við mundum gera þetta og hringja síðan að fá heimildir frá öðrum yrði hlegið að okkur, sem betur fer! Það er löngu liðin tíð að menn geti fengið svona sértækar að- gerðir," segir Friðrik Arngrímsson. Til móts viö sjómenn Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks á Vestfjörð- um, segir að ekki hafi tekist í tæka tið að ná samstöðu í stjórnarflokk- unum um málið en ríkisstjórnin hafi haft ákveðnar tillögur sem mið- uðu við að gera hlutskipti smábáta bærilegra. Einar Oddur segist harma að ekki hafi tekist að koma málinu á dagskrá og það sé mikill ósigur hans og annarra þingmanna sem voru að berjast fyrir málinu. „Ég vil hins vegar biðja þá sem hafa af þessu miklar áhyggjur að halda ró sinni vegna þess að ég veit að það er fullur hugur og vilji til þess hjá ríkisstjóminni að koma þannig til móts við þessa sjómenn að það gæti verið bærilegt og aö það gerist strax i haust,“ segir Einar Oddur Kristjánsson. -GG geta ekki étið sjálfir. Lögreglan vís- ar í reglugerð um veiðar en þar seg- ir m.a. að „fugla, er drepast í netum sem lögð eru til fiskveiða eða kópa- veiða, má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf. Lifandi fugla skal greiða úr neti og sleppa." Sjómönnum finnst þetta súrt í broti þar sem þeir geta ekki selt þennan. aukaafla og er tekjutap þeirra af þessum sökum upp á hundruð þúsunda. -DVÓ DV-MYNDIR GS Flaggaö í hálfa stöng ,,Ríkisvaldiö hefur leitt yfir okkur manngeröar náttúruhamfarir sem munu jarða fjölda smábátaútgeröa. “ Smábátar rústa ekkert „Er ekki venjan að flagga í hálfa stöng þegar verið er að jarða, ég veit ekki betur. Það að þessi lög skuli taka gildi í haust mun jarða fjölda smábátaútgerða í landinu og við hér á Flateyri munum fara sérlega illa út úr þessum hörmungum. Þetta eru ekkert annað en manngerðar náttúruhamfarir sem eru að dynja yfir okkur,“ segir Vilmundur Ösk- arsson, trillukarl á Flateyri, þar sem hann heisir þjóðfánann í hálfa stöng ríkisvaldinu til háðungar. Mikil sárindi og vonbrigði eru meðal sjómanna á Flateyri í kjölfar þess að ríkisstjórnin skuli hvorki hafa séð sér fært að fresta gildistöku laga um kvótasetningu með afla smábáta né heldur að koma til móts við þá trillusjómenn sem róa í daga- kerfinu og hafa leyfi til að róa 23 daga í ár og samkvæmt þeim lögum sem taka gildi í upphafi næsta fisk- veiðiárs mun þeim dögum enn fækka. Til að leggja áherslu á mikil- vægi málsins fóru tugir Flateyringa suður til að mótmæla framan við Alþingishúsið, en allt kom fyrir ekki. „Það er greinilegt að sjávarút- vegsráðuneytið og öll ríkisstjórnin er ekkert annað en pöntunarfélag fyrir LÍÚ. Og manni verður bókstaf- lega flökurt þegar maður heyrir Kristján Ragnarsson í LÍÚ tala um réttlæti, það er orð sem hann ætti ekki að nota mikið. Og ég vil benda á að krókabátarnir rústa hvorki fiskistofna né bankakerfið," segir þessi vonsvikni trillukarl vestur á Flateyri. -GS DV MYND HILMAR PÓR Grafið í Hafnarstræti Nokkrar götur í miöbæ Reykjavíkur eru nú lokaöar vegna umfangsmikilla endurbóta. Sala á svartfugli stöðvuð - eftir aö frétt þess efnis birtist í DV Umsjón: Birgir Guömundsson VG í eigin nafni Nú hafa Vinstri grænir á Akureyri nánast ákveðið að ganga til sveitar- stjórnarkosninga undir eigin nafni að ári og kemur það fæstum á óvart. Þó mun þessi ákvörð-, un hafa valdið | nokkrum Akureyr- arlistamönnum I vonbrigöum því allt fram á síðustu I daga hafa ýmsir I þeir sem stóðu að I Akureyrarlistanum I síöast alið þá von með sér að hægt yrði að endumýja samstarfið með einhverjum hætti. Hins vegar heyrist fátt um frambjóðendur Vinstri grænna á Akureyri en eftir að Árni Steinar Jóhannsson útOokaði að hann væri heitur hafa einkum tvö nöfn heyrst nefnd til að leiða listann en það eru nöfn Kristínar Sigfús- dóttur, systur Steingríms, formanns VG, og Björns Vigfussonar mennta- skólakennara... Alfreð á þing? Mikið er spáð í framboðsmálin í Reykjavík, bæði vegna borgarstjómar- kosninganna og eins vegna næstu þing- kosninga. Sem kunnugt er reyndi Al- freð Þorsteinsson fyrir sér í prófkjöri hjá Framsókn fýrir síðustu kosningar | en hafði ekki erindi I sem erfiði, en þá lenti hann í því að etja kappi við óform- legt bandalag þeirra Finns Ingólfssonar og Ólafs Arnar Haraldssonar. í pottinum segja menn að Alfreð sé enn að íhuga þingmennsku en fyrst muni hann þó tryggja sig í sessi sem borgarfufitrúi í sveitarstjórn- arkosningunum að ári. Margt hefur gerst síðan í síðustu þingkosningum - Finnur er hættur og Ólafur Örn ekki eins sterkur og hann var. Þá hefur Al- freð styrkt mjög pólitíska stööu sína sem einn af borgarfulitrúum R-listans... Guðrún í Köben Ýmsir stuðningsmenn Guðrúnar Ögmundsdóttur í pottinum segja ómaklegt af félögum hennar að gagn- rýna hana fyrir að kalla ekki inn varaþingmann á. meðan hún er á ferð um útlönd. Segja menn að slík | innköllun hafi ein- faldlega ekki reynst I praktísk þegar ekki [ meira er eftir af | þinginu. Guörún, sem verið hefur að kynna sér NATO og ESB í Evrópu, mun nú vera á ráð- stefnu í Kaupmannahöfn á vegum Mannréttindasamtaka Ey strasaltsríkj - anna og bandaríska sendiráðsins í Köben, um mansal og nútímaþræla- hald á kynlifsmarkaði. Þetta mun vera afar merkileg ráðstefna og fáir sem á hana komast enda er hún hald- in í húsakynnum danska þingsins. Því má segja að þótt Guðrún sitji ekki á Alþingi þessa dagana þá sitji hún samt á þingi, bara öðru þingi...! Kem inn í stofu Frammistaða Guðna Ágústssonar í eldhúsdagsumræðum á miö- vikudagskvöld vakti mikla athygli í heita pottinum. Þótti mönnum Guðni orðinn skemmti- lega rómantískur I en í upphafi tölu sinnar fór hann með frumsamið ljóð, horfði fast í myndavélina og sagði við áhorfend- ur: „Ég kem inn í stofu til þin í kvöld. Ég tala fyrir Framsóknarflokkinn." En það voru fleiri en Guðni sem voru að yrkja því undir ræðu Guðna orti Jón Krist- jánsson heilbrigðisráöherra vísu sem hann lét kollega sinn í landbún- aðarráðuneytinu fá þegar hann gekk til sætis á ný. Vísa Jóns er svona: Þjóó mín, grœnmetisgúrkan er mín. Þaó er gróöur ogfrelsi og vor. Ég strunsa inn í stofu til þtn meó styrk minn og kraft og þor. Fas ykkar vott um bjartsýni ber þaó er birta yfir Framsókn og mér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.