Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Qupperneq 15
15 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 H>"V___________________________________________________________________________________________Menning Dróttkvæðin myndlist miðalda „Ég er að rannsaka hlut dróttkvœða i rit- menningu miðaldamanna og fœra rök fyrir því að þau hafi snemma skipt miklu máli í skólun skálda og frœðimanna og íslendingar hafl not- aó dróttkvœðin á sama hátt og latnesku forn- skáldin, til dœmis Virgill og Ovidíus, voru not- uð í latneskum frœóum annars staðar í Evr- ópu,“ segir dr. Guörún Nordal um bók sína Tools of Literacy (Tœki ritmenningar) sem Há- skólaútgáfan í Toronto í Kanada hefur geflð út. Dróttkvœði hafa aldrei þótt árennileg leik- mönnum og oftast hlaupum við yflr dróttkvœó- ar vísur þegar við lesum íslendingasögur, rennum kannski yflr skýringuna neðanmáls til að athuga hvort vísan er að segja eitthvað sem skiptir máli efnislega en nennum alls ekki að pœla í því hvernig skýrandinn fœr merkinguna út úr þessum snúnu línum. „Þegar íslendingar þýða erlend skáldskap- arfræði þá nota þeir dróttkvæðin sem dæmi,“ heldur Guðrún áfram. „Dróttkvæðin tóku sér - sæti við hlið klassískra bókmennta i íslensk- um ritum og það var alveg eðlilegt, þau eiga rætur í heiðinni menningu eins og latnesku verkin og hafa sterk tengsl við goðafræði. Svo eru þau líka höfundarverk, það er hægt að tímasetja mörg þeirra vegna þess að höfund- arnir eru þekktir. Það var frumlegt af mið- aldamönnum að nota dróttkvæðin á svona nú- tímalegan hátt á þess tíma vísu, þannig skutu þeir gildum stoðum undir íslenska bók- menntahefð - að skrifa á íslensku í stað latínu - strax á 12. öld, fyrir daga Snorra. Hann var hluti af hefð sem var mun eldri en hann sjálf- ur.“ Guðrún sýnir fram á að dróttkvæðaskáld hafi ort um öll hugsanleg efni - trúmál, ástir, daglegt líf, veður og vinda, og margar vísur séu hreinn tækifæriskveðskapur. „En drótt- kvæði voru líka yfirstéttarkveðskapur því skáld notuðu þau til að koma sér á fram- færi erlendis, við hirðir norrænna kon- unga, alveg fram undir lok 13. aldar eða þangað til konungarnir hætta að skilja íslensku skáldin. fYam að því eru þau lykill að frama.“ DV-MYND HARI Guðrún Nordal íslenskufræðingur Með því að nota dróttkvæði í stað latneskra kvæða skutu íslenskir fræðimenn gildum stoðum undir þé hefð að skrifa á islensku í stað latínu. um dróttkvæði lögðu áherslu á að í líkingun- um fælist galdur kvæðanna og snilli skáld- anna. Þar nefnir Guðrún fyrst og fremst frændurna Snorra Sturluson og Ólaf Þórðar- son á 13. öld sem komu að viðfangsefninu úr ólíkum áttum: „í Skáldskaparmálum Eddu er Snorri að skrifa eins konar teikni- bók Z,1 o^Sknatals í,koðUfn »?bodifiUvi beir n \ myfKiar^lf'óast Listasafn miöalda Dróttkvæðaskáld ortu um allt milli himins og jarðar og sugu inn í kvæðin nýjustu strauma í heim- speki og hugmyndum. Þetta var nýstárlegur kveðskapur sem speglaði vel sinn tíma. „Okkur hættir til að líta bara á þetta sem fornan kveðskap sem sé fastur í ákveðinni hefð,“ segir Guðrún, „formið er svo niður- njörvað og goðsagnaheimur- inn sem myndmálið er sótt i er auðvitað gamall, en skáldin endurnýja efnið með nýjum hugmyndum. Það er mikilvægt að átta sig á því að íslend- ingar endurskapa í raun sínar gömlu bók- menntir með því að taka nýjum menningar- straumum frá Evrópu fagnandi, og deigla þeirrar nýsköpunar er einmitt í dróttkvæðun- um. Til dæmis koma þar fram hugmyndir um líkamann í samræmi við heimspekilegar hræringar í Evrópu á miðöldum eins og nýplatónismann, og þær verða fyrir- ferðarmeiri í kvæðun- um þegar á liður. Svo eru skáldin alltaf að endurskapa myndmál- ið sem auðvitað er að- alsmerki dróttkvæð- anna. Kenningar eru orðnar nokkuð íjarlægar okkur nú á tímum en þær sýna í raun og veru á stórkostlegan hátt hvem- ig skáldin hugsuðu; hvern- ig hugsunin gat þróast frá einfaldri mynd í miklu stærri mynd. Við tölum oft um að við eigum enga myndlist frá miðöldum, en í rauninni eigum við ótrúlega mikið af mynd- um sem eru faldar í dróttkvæðunum. Ef viö skoðum þessar myndir á ferskan hátt og tengj- um þær við hugmyndaheim skáldanna og myndlist miðalda ættu þær að höfða mjög til okkar tíma og nýrra kynslóða sem skoða og hugsa um heiminn í myndum.“ íslensku miðaldafræðimennirnir sem fjalla 'on 'u'n fZ'1 Sturiu. Knini, ,ffW& ■gri °kka>-X:s^n‘^Cjfufé s °S fonfl f3,f-ir A ?Jfara VuÞna h„. '^nyn'j. husskotJ hilfntf-lét"hJefsum~? fíröa feina a. ett bann , fu<Þia h-s*utm ^ Jeffnta hoföí atf d annc’rn junni uÞf> sagnanna. Egill Skallagrímsson varð býsna oft á vegi mínum í þessari rannsókn vegna þess hvað hann er sérstakur og erfitt að staðsetja hann í tíma.“ - Heldurðu að hann sé kannski blanda af raunverulegum Agli á 10. öld og 13. aldar . skáldi sem þá gæti verið höfundur sögu hans? „Maður verður auðvitað alltaf að vera var- kár þegar hugmyndir eru notaðar til að tima- setja skáldskap, en þegar ég skoðaði þetta lík- amlega myndmál þá var hann mjög sterkur í því, og hluti af kveð- SkaP"UmmiS'U á / .0/3.^ndtr>r,/ f * sern fJlikc s°nor '7*0 a niVnJl klett 7íaifnsinx) ^ndiT' ‘ ík°teifJ?AAt*id Í.T Ítnis vtd skJóa ennuf-f ^na laJftlf'6iídi„ °s snjór ?Uíö lntceta affluneða UlfennUh Vceri ská/rt uÞp f/jy, ‘ð snce>,i i, SVefóið fJ fnea. sS’t ‘SSsf* ftiprr. m /ni £skíö 2 uf Bn 'rnir skálda, þar sem hann raðar mótífum upp á skipulegan hátt og bregður um leið upp lýsandi dæmum - nokkurs konar skyggnimyndasýn- ingu - úr verkum höfuðskálda norrænn- ar kveðskaparhefðar. Röð myndanna er ólík í handritum verksins, svo hönnuð er ný sýning í hvert sinn. Ólafur leitast hins vegar við í Þriðju málfræðiritgerð- inni að setja dróttkvæðin í samhengi við fræðigreinina grammatica, sem var undirstöðunámsgrein í öllum skólum í Evrópu á miðöldum." niaói m^nteð 'Ur , f°r t/j] uÞp U8Ufn sírlUf- nolch skíð. 'um Egill góður - Hvaða skáld finnst þér best á þessum tima sem þú athugaðir? „Á 12. öld er Einar Skúlason mjög áhrifamikill, og á 13. öld eru menn eins og Sturla Þórðarson og þeir Sturlungar fleiri. Margir eiga bara eina eða tvær vísur varðveittar en sem sýna samt hvað þeir voru mikil skáld. Til dæmis Gissur Þorvaldsson jarl - hann var mjög næmur í sínum skáldskap sem kemur fólki kannski á óvart! Svo þarf maður auðvitað að skoða ís- lendingasagnaskáldin vegna þess að sögurnar eru skráðar á þessum tíma og ekki er vitað hvort allur skáldskapur í þeim er gamall eða hvort eitthvað af honum var ort á ritunartíma samleið með 12. og 13. ald- ar kveð- skap. En ef vísurnar eru ekki all- ar eftir Egil þá er spurn- ing hvaða góða skáld faldi sig bak við nafnið hans! Hann er mjög frumlegur þannig að oft voru engin önnur dæmi um ákveðna mynd- hugsun sem fyrir kom í kvæðum hans.“ - Er hann þá bestur - hver sem hann er? „Ja, hann er andskoti góður allavega!" segir Guðrún hlæjandi. „En skáld Gísla sögu Súrs- sonar er líka ansi gott og því hefur verið hald- ið fram að það skáld hafi verið uppi á 12. öld.“ - Ert þú ekkert að pæia í því beinlínis að leita að mönnunum á bak við dulnefnin? „Nei, í þessari bók er ég að lýsa hugmynda- heimi skálda frá 12. og 13. öld til að geta bor- ið saman við kveðskap íslendingasagna. Ef þú þekkir það tímabil vel þegar sögurnar voru settar saman þá hefurðu grunn til samanburð- ar. Ég geri svolítið af því í bókinni að bera yngri skáldskap saman við skáldskap sem á að vera eldri en það er efni í aðra bók, og lang- tímamarkmið mitt er að fara mun dýpra í þennan skáldskap, skoða dróttkvæðin enn frekar sem skapandi bókmenntagrein. Við eig- um ekki að lesa þau til að komast að því um hvað þau eru - „þýðingin" er oft fullkomlega andlaus: konungurinn var örlátur við her- manninn - heldur eigum við að skoða mynd- málið, í því felast skilaboðin, í lýsingunni á konunginum eða hermanninum koma fram skoðanir og hugmyndir sem eru spennandi og þar að auki skapandi myndlist sem skáldin vilja að við skoðum.“ Kristín Marja Baldursdóttir Þjóðin heldur upp á hana. Englarnir á toppnum Bókmenntasmekk íslendinga er við brugð- ið, að minnsta kosti eru þær ekki amalegar bækurnar sem voru vinsælastar á bókasöfn- um landsins í fyrra. Þar eru Englar alheims- ins eftir Einar Má Guðmundsson í fyrsta sæti, númer tvö er Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, í þriðja sæti er ævi- saga Einars Benediktssonar eftir Guðjón Frið- riksson, í þvi Qórða Híbýli vindanna eftir Böðvar Guðmundsson (Lífsins tré er í 15. sæti), í fimmta sæti Benjamín dúfa eftir Frið- rik Erlingsson og í því sjötta Kular af degi eft- ir Kristínu Marju Baldursdóttur. Er þetta ekki yndislegt? Guðrún Helgadóttir og Bergljót Arnalds eiga þrjár bækur hvor á tuttugu bóka lista og er gott til þess að vita hvað þar eru margar barnabækur. Einar Már á tvær eins og Böðv- ar, en Kristín Marja má vera glöð því allar skáldsögurnar hennar þrjár eru inni á listan- um! Úthlutað hefur veriö í flórða skipti úr Bóka- safnssjóði höfunda til 430 höfunda, þýðenda og myndhöfunda vegna afnota bóka í bókasöfn- um. Styrki í viðurkenningarskyni hlutu 28 höfundar og sérstaka heiðursviðurkenningu hlutu Aðalgeir Kristjánsson, Svava Jakobs- dóttir og Jón Baldur Hlíðberg myndlistarmað- ur, sá sem teiknar og málar fugla og fiska af meiri list en ílestir aðrir. En - hvað? Svolítið er hún loðin yfirlýsing Ricos Saccani, aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar íslands, í Morgunblaðinu á fóstudaginn. Þó leynir Saccani því ekki hvað hann er mikill kraftaverkamaður. Hann áttaði sig strax í upphafi á möguleikum hljómsveitarinnar og fylgdi mati sínu eftir með miklum kröfum til hljóðfæraleikar- anna. Þeir hafa fyrir sitt leyti „lagt sig fram og unnið vel á þessum tíma, og tónlistarleg færni hljómsveitar- innar hefur aukist, svo hljómsveitin hefur náð leikni sem vakið hefur athygli á alþjóðavett- vangi". Ekki lélegur árangur á fáeinum miss- erum. Hann hefur „persónulega lagt hart að“ sér við að fá framúrskarandi hljóðfæraleikara til íslands og koma á framfæri „bestu lista- mönnum íslensku þjóðarinnar. Allir þessir listamenn hafa lýst mikilli ánægju með sam- starfið við okkur". Og hann hefur „eytt ómældum tíma og persónulegum samböndum til að hljómsveitin geti notið viðurkenningar utan íslands". Hann hefur boðið upp á svið- settan flutning á þremur óperum og „áform voru uppi um að setja upp í fyrsta sinn á ís- landi ballettinn Hnotubrjótinn í samvinnu við einn af fremstu ballettflokkum Evrópu". En ... vantar ekki „en“ setninguna? „Ég hafði bundið vonir við að á síðustu þremur árum, með svo marga frábæra tón- leika að baki og góðan árangur á mörgum sviðum, hefði skapast gagnkvæmur skilning- ur og traust milli mín, hljómsveitarinnar og stjórnar hennar.“ En - hvað? Hvar brast það traust? Ekkert svar, bara þetta: „Ég vonast til að geta komið til íslands til að halda kveðjukonsert 5. októ- ber, og kveðja þá mína tryggu áheyrendur og hljómsveitina sem hefur verið mér svo kær.“ En er það ekki lengur? Konur styrktar Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna hefur úthlutað 12,5 milljónum í starfsstyrki, þóknanir, ferða- og menntunar- styrki. Hæstu starfsstyrkina, 500 þúsund kr., hlutu fimm umsækjendur sem vinna að viða- miklum rannsóknum og ritum um söguleg viðfangsefni af ólíku tagi: Bára Baldursdóttir, Hrefna Róbertsdóttir, Sigrún Pálsdóttir, Unn- ur Birna Karlsdóttir og Þórunn Valdimars- dóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.