Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2001, Page 32
FRÉTTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2001 Akureyri: Bílvelta á bryggjunni Ungur maður slapp óbrotinn og ótrúlega vel þegar hann varð undir vörubíl sem valt á Fiskihöfninni á Akureyri síðdegis í gær. Slysið varð með þeim hætti að verið var að sjó- setja smábát og þar sem verið var að færa bátinn út yfir hafflötinn lenti vörubílinn á hliðinni. Maður- inn stóð milli bryggjukants og bils og þar myndaðist geil sem varð þess valdandi að hann klemmdist ekki undir. Lögreglu var tilkynnt um slysið um kl. 18.30 og um klukku- stund síðar var búið að hífa bílinn upp og losa um manninn, sem var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en ekki fengust þaðan i gærkvöld nánari upplýsingar um líðan mannsins. Bíllinn er nokkuð skemmdur eftir byltuna, en lögreglan og vinnueftirlit rannsaka málið. -sbs. Hlemmur: Ógnaði með felgujárni Lögregian í Reykjavík handtók í < ** gærkvöld mann á Hlemmi sem ógn- aði fólki þar með felgulykli og hníf. Vísa átti manninum út úr húsinu og sýndi hann þá þessi hvatvíslegu við- brögð. Laganna verðir tóku mann- inn sem var ölvaður í sína vörslu og fæðu hann yfir Hverfisgötuna - á lögreglustöðina - þar sem hann fékk að sofa úr sér en þarf svo í dag væntanlega að standa reikningsskil gjörða sinna. -sbs Bíll í mark Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í fyrrinótt tólf ökumenn vegna ölvun- araksturs. Einn þeirra var sýnu háskalegastur í umferðinni, sá missti stjórn á bíl sínum, ók yfir grindverk og inn á KR-völlinn við Frostaskjól. Þar hafnaði bíllinn í markinu. Ökumaðurinn slapp ómeiddur eftir þessa sneypuför á keppnisvellinum. -sbs Akrafjall: Hrapaði til bana Hafnfirðingur á sextugsaldri hrap- aði til bana við eggjatínslu í Akrafjalli á fóstudagskvöldið. Farið var að svip- ast um eftir manninum á laugardags- morgun þegar hann skilaði sér ekki til baka úr eggjaferðinni kvöldið áður. Björgunarsveitir og þyrla Landhelgis- gæslunnar fóru til leitar og fundu lík mannsins fljótlega. Talið er að maður- ^ inn hafi hrapað niður úr allmikilli hæð. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. -sbs MYND BRINK Á hliöina Vörubíllinn valt á hliðina á bryggjukantinum. Betur fór en áhorfðist og maður sem lenti undir bílnum slapp óbrotinn. Deila Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélagsins: Félagsdómur dæmir verkfallið lögmætt - kvað upp úrskurð sinn í gærkvöld Afram verkfall Fötluö börn á tveimur skammtímavistheimiium í Reykjavík dvelja hjá aöstandendum vegna verkfalls. Félagsdómur kvað i gærkvöld upp þann úrskurð að verkfall þroskaþjálfa á tveimur skammtíma- vistheimilum fyrir fótluð börn í Reykjavík væri lögmætt. Félags- málayfirvöld Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélag íslands deildu um lögmæti verkfallsins og vísaði Reykjavíkurborg deilunni til Fé- lagsdóms. Að sögn Eggerts Óskars- sonar héraðsdómara, sem fer fyrir Félagsdómi, var Reykjavíkurborg gert að greiða 150 þúsund krónur í málskostnað. Annað skammtímavistheimilið sem um ræðir, að Álfalandi, veitir þrjátíu og fjórum börnum þjónustu, sex börnum í senn. Hitt heimilið, í Eikjuvogi, veitir um fjórtán börnum þjónustu, fjórum i senn. Félags- málayfirvöld Reykjavíkurborgar segja að heimilin séu á undanþágu- lista, en Þroskaþjálfafélag islands kveðst hafa gert athugasemdir við listann á lögmætan hátt árið 2000. Þroskaþjálfar hafa ekki mætt til vinnu á heimilunum frá því á fóstu- dag og þurftu því börn sem þar dvöldu að fara heim til aðstand- enda. Að sögn Þórodds Þórarinssonar, varaformanns Þroskaþjálfafélags- ins, segja lög frá 1986 að undanþágu- listi í verkfóllum skuli útbúinn í samráði við stéttarfélög sem var gert þá. Síðan er vinnuveitendum skylt að auglýsa undanþágulistann í Lögbirtingablaði eða Stjórnartiðind- um á hverju ári. Ef þau gera það ekki i janúar ár hvert er litið svo á að listinn frá árinu gildi áfram. Ella hafa félögin febrúarmánuð til að mót- mæla ef þau eru ósátt. Um 45 þroskaþjálfar sem starfa hjá Reykjavíkurborg eru nú í verkfalli. Þeir starfa m.a. hjá Félagsþjónustunni, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og á leikskólum. Samninga- viðræður hjá ríkissáttasemj- ara sigldu í strand í fyrrinótt. Þá bar mikið á milli í launamálum. Að sögn Þórodds hljóðar krafa þroskaþjálfa i megindráttum upp á 155 þúsund króna byrjunarlaun, en þeim eru boðin 130 þúsund. Byrjun- arlaun þroskaþjálfa eftir 3ja ára há- skólanám eru 100 þúsund krónur. Verkfall þroskaþjálfa sem starfa hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavík eða ríkinu hefur verið boðað 1. júni nk. hafi samningar ekki tekist. -JSS Tillaga á aðalfundi Sjómannadagsráðs: Ræðuhöld ráðherra afþökkuð - á sjómannadaginn - málið rætt í stjórn ráðsins í vikunni Á aðalfundi Sjómannadagsráðs sl. fimmtudag var borin upp tillaga þess efnis að Ámi Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra yrði ekki beðinn að halda ræðu á sjómannadaginn 10. júni næst- komandi. Samkvæmt upplýsingum DV greiddu fundarmenn atkvæði um tillög- una. Leit fundurinn svo á að hún hefði verið samþykkt. Hefð er fyrir því að sjávarútvegsráðherra haldi hátíðar- ræðu á sjómannadaginn. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, sagði að málið yrði rætt í stjóm Sjómannadagsráðs í vik- unni og afstaða tekin til þess þar. „Þessi tillaga kom utan úr sal á aðal- fundi ráðsins," sagði Guðmundur. „í Ómarktæk tillaga. Haldi ekki ræðu. lögum þess er kveðið á um að tillögur sem bomar em upp á aðalfundi Sjó- mannadagsráðs þurfi að berast stjóm þess viku fyrir aðalfund.Tillagan er því ekki marktæk." í Sjómannadagsráði eiga sæti fúlltrú- ar stéttarfélaga sjómanna í Reykjarvík og Hafnarfirði. í því hafa setið 26 fulltrú- ar. Á aðalfundinum umrædda var sam- þykkt að breyta lögum ráðsins og fjölga fulltrúunum í 34. Guðmundur sagði að hlutverk ráðs- ins væri m.a. að fjalla um sjómannadag- inn sem slíkan og reka Hrafnistuheimil- ið. Meginmarkmið sjómannadagsins væri að minna á mikilvægi sjómanna- stéttarinnar en ekki að blanda sér í kjaradeilur sjómanna og útgerðar- manna. Allt frá 1938 hefðu oft verið sett lög á sjómenn, en Guðmundur kvaðst aldrei minnast þess að ræðuhöld sjávar- útvegsráðherra hefðu verið afþökkuð á sjómannadaginn. -JSS Genealogia Islandorum: Lára tuskar þátil Á fjórða tug starfsmanna útgáfu- og ættfræðifyrirtækisins Genealogia Is- landorum, sem sendir voru heim á meðan forráðamenn fyrirtækisins reyna að bjarga rekstri þess, hefur fengið Láru V. Júlíusdóttur lögfræðing til liðs við sig og dagskipun hennar er að tuska þá til sem að uppsögnunum stóðu. Þykir ljóst að ekki hafi verið staðið að þeim sem skyldi. Starfsfólk- inu var sagt upp 1. desember og hefði því átt að hætta 1. mars. Vinna hélt hins vegar áfram þar til um miðja vik- una að fólkinu var tilkynnt að það þyrfti ekki að vinna lengur: „Vegna þess að fólkið hélt áfram að vinna féll gamla uppsögnin úr gildi. Ef segja á fólkinu upp verður að gera það upp á.nýtt með eðlilegum fyrirvara. Þetta segir sig sjáift," sagði Lára V. Júlíusdóttir sem hvatti fólkið til að mæta til vinnu til að tryggja réttar- stöðu sína í deilunni. Flestir gerðu það í einn dag en hafa setið heima síðan. „Nú er að sjá hvað gerist um næstu mánaðamót; hvort fólkið fær laun sín eða ekki. Ef ekki hefjast innheimtuað- gerðir eins og gefur að skilja,“ sagði Lára. -EIR DVWYND HILMAR POR Horft á heimlnn Kíkt í gegnum girðinguna á leikskólanum Hagaborg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.