Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 4
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 I>V Varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna ákærður fyrir ummæli í DV: Meintur smánari kynþátta neitar sök - er fjárvana staddur í Noregi og fær réttarhaldi frestað um þriðjung úr ári Hlynur Freyr Vigfússon, 22 ára sjómaður og varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna, neitar sök í opinberu máli sem ríkissaksókn- ari hefur höföað gegn honum fyrir ummæli hans i helgarblaði DV í febrúar síðastliönum. Hann er ŒB Ottar Sveinsson blaðamaður ákæröur fyrir að hafa opinberlega ráðist með háði, rógi og smánun á hóp ónafngreindra manna vegna þjóðernis, litarháttar og kynþáttar þeirra með ummælum sem voru að fmna undir millifyrirsögninni „Afr- íkunegri og íslendingur". Blaðamaður DV, sem tók og skrif- aði viðtalið við Hlyn Frey, verður vitni ákæruvaldsins í málinu. Hilmar Ingimundarson, verjandi Hlyns, upplýsti fyrir dómi í gær að skjólstæðingur hans muni neita sök þegar að aðalmeðferð kemur - það er að ummælin sem eftir honum eru höfð séu refsiverð. Lögmaðurinn sagði Hlyn því miður vera búsettan í Noregi og byggi þar með þarlendri stúlku. Hann væri fjárvana og gæti því ekki komið heim strax til að svara til saka - en hann hefði þó í hyggju að koma. Sagði hann að Hlynur vildi koma í haust - nema þá helst ef ákæruvaldið myndi hlut- ast til um að greiða fyrir hann ferð til íslands. „Væri það nú ekki eins og að bíta höfuðið af skömminni," svaraöi Kol- brún Sævarsdóttir þá um hæl en hún sækir málið af hálfu ríkissak- sóknara. Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari sagði að tímar í dómsal í júní væru reyndar orðnir þéttbók- Hlynur Freyr Vigfússon ræddi um negra Hann sagöi m.a. aö Afríkubúar „geti framleitt sex sinnum meira af mat en þeir þurfa ef þeir nenntu því“. aðir og síðan kæmi að sumarfríum. Hún samþykkti ósk Kolbrúnar um að hafa þá milliþinghald fyrir miðj- an september en síðan er stefnt að því að hafa aðalmeðferðina eftir þriðjung úr ári - þann 25. septem- ber. Hlynur Freyr mun því hafa allt sumarið og rúmlega það til að safna sér fyrir ferð til að geta mætt hing- að heim til að svara til saka. Það veröur því væntanlega ekki virt honum til tekna við ákvörðun hugs- anlegrar refsingar að dráttur hafi orðið á málsmeðferð vegna annarra en hans sjálfs. Afríkunegri meö prik Hlynur Freyr er ákærður fyrir eftirfarandi ummæli: „... Það þarf engan snilling eða erfðafræðivísindamann til að sýna fram á hver munurinn er á Afríku- negra með prik í hendinni eða Is- lendingi. Vestrænar þjóðir vor- kenna Afríkubúum mjög mikið en þeir búa þama í gróðursælustu álfu heims og gætu framleitt sex sinnum meira af mat en þeir þurfa ef þeir nenntu því. Við búum hér á grjót- hnullungi, höfum ekkert nema fisk- inn og klakann, og höfum það bara stórflnt á meðan þeir nenna ekki að berja af sér flugurnar ..." Svartsýni og vonleysi fyrir vestan Smábátasjómenn mótmæltu um helgina. Almenn svartsýni og vonleysi virðist ríkja meðal smábátaeigenda á Vestíjörðum eftir að ljóst var að lög um kvóta smábátaeigenda taka gildi 1. september nk. Smábátasjó- menn telja að kvótasetning króka- báta sé til komin vegna túlkunar sérfræðinga á dómi Hæstaréttar en nýrri dómur haíi leitt í ljós aö nið- urstaða nefndarinnar hafi ekki ver- ið sú sem rétturinn hafi meint. For- sendur nýs veiðikerfis séu því rang- ar og þær muni valda óbætanlegum skaða og fjárhagsörðugleikum í greininni. Hálfdán Kristjánsson á Flateyri gerir út Auði Ósk ÍS-811 sem er 7 brúttórúmlesta plastbátur. Árið 1999 veiddi báturinn 323 tonn af bol- fiski að verðmæti 35,3 milljónir króna en á þessu fiskveiðiári er hann búinn að veiða liðlega 70 tonn af steinbít og um 40 tonn af ýsu og verðmætið á fiskmörkuðum gæti verið 13 milljónir króna. „Við fáum engan kvóta á steinbít og ýsu þar sem það er engin viðmiðun á bátn- um. Það er þorskaflahá- mark á bátnum sem er milli 30 og 40 tonn en á þessu fiskveiðiári er ég bú- inn að veiða liðlega 70 tonn af steinbít og um 40 tonn af ýsu, og þær tegundir fæ ég ekki að veiða eftir gildis- töku laganna. Ætli ég að veiða þetta magn á næsta fiskveiöi- ári verð ég að gerast leiguliði hjá stórútgerðinni. Ég sit uppi með það 1. september nk., ef lögin ná fram að ganga, að ég verð að segja upp öllu fólkinu sem tengist útgerð bátsins og selja bátinn" segir Hálfdán. Útgerö 20 báta í uppnámi Guðmundur Halldórsson i Bol- ungarvík er formaður Eldingar, fé- lags smábátaeigenda á norðanverð- um Vestfjörðum. Hann gerir út handfærabátinn Tóta ÍS og hefur því ekki verið að veiða steinbít og ýsu og því snertir gildistaka lag- anna hann litið. „Hættan er sú að þessir ungu menn sem hafa verið að fjárfesta í bátum fari að haga sér eins og ég og hætti á linuveiðum og fara að stunda færi yfir sumartím- ann. Þá geta þeir leigt þessar litlu heimildir sem þeir fá kannski í ýsu og steinbít og fiska bara þorskinn. í dag eru 20 bátar í Bol- ungarvík að gera út á ýsu og steinbít, svo þetta er stórmál hér. Afleiðingar alls þessa verða hins vegar þær að út úr þessu litla hag- kerfi á Vestfjörðum sogast a.m.k. 2,5 milljarðar króna,“ segir Guð- mundur. Baráttufundur á ísafirði I undirbúningi er að halda al- mennan fund á Ísafírði nk. laugar- dag af hálfu bæjarstjórna, verka- lýðsfélaga og sjómannafélaga á Vest- fjörðum, og hefur þremur ráðherr- um verið boðið til hans, þeim Davíð Oddssyni, Halldóri Ásgrímssyni og Áma M. Mathiesen. Yfirskrift fundarins mun eiga að vera „Framtíð vestfirskra byggða í ljósi nýrra staðreyna“. -GG Veörið í kvöld I Sólargangur og sjávarföll Norðaustlæg átt Noröaustlæg átt, 5 til 10 m/s, veröur meö suður- og austurströndinni en annars hæg. Rigning meö köflum suöaustanlands en annars víöa bjart veöur noröan- og vestan til. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 23.01 Sólarupprás á morgun 03.47 Síðdegisflóö 18.08 Árdegisflóó á morgun 06.24 23.09 03.09 22.41 10.57 Skýringðr á veöurtáknum ^VINDÁTT 10°—HITI >V -10° O -^VINDSTYRKUR V HHÐSKÍO 33 fO ŒTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ • w/ iíUjí?! * 4í}3* $$$ RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA ’W 4- ===== ÉUAGANGUR PRUMtF VEÐUR SKAF- RENNINGUR POKA Vegir landsins Upplýsingar um ástand vega, færð, þungatakmarkanir og annaö sem við kemur vegum landsins er aö finna á heimasíðu Vegageröarinnar www.vega.is eöa í þjónustusíma sömu stofnunar. CZISNJÓR mm ÞUNGFÆRT HÁLT I . ÓFÆRT Bjart veður Fremur hæg norðaustlæg eöa austlæg átt og bjart veður, en hætt er viö smáskúrum suðaustan til. Hiti 5 til 10 stig. Fimmtuda Vindur: 5—13 m/» Hiti 4” til 10° SA 8 tll 13 m/s vló suövesturströndlna en annars hægari. Rlgning með köflum sunnan til, en skýjað og þurrt að mestu norðan tll. Hltl 4 tll 10 Föstudagur Vindur: 3—8 m/% Hiti 4° til 9° Austlæg átt, 3 tll 8 m/s og skúrlr sunnan til, en léttlr heldur tll norðan- lands. Hltl 4 til 9 stig. Fremur hæg austlæg átt, rigning meö köflum eða skúrir sunnan til, en annars þurrt að kalla. Hitl 5 tll 10 stlg. DV-MYND GUÐRNNUR RNNBOGASON Útrýma leiöindakafla á Strandavegi Fétagarnir i Fyllingu munu senn hefj- ast handa um að lagfæra ieiðinda- kafla á Strandavegi. Hér eru tveir Fyllingarmanna, Karl Þór Björnsson framkvæmdastjóri og Aðatbjörn Sverrisson. Umbylta óvinsæl- um vegarkafla DV, HÓLMAVÍK: „Við vorum sem svarar verði not- aðrar vörubifreiðar fyrir neðan næsta tilboðsaðila," sagði Karl Þór Björnsson, talsmaður Fyllingar ehf. á Hólmavík, þegar opnuð voru til- boð í vegarlagningu í Kollafirði. Um er að ræða tæplega 6 kílómetra ný- lagningu um norðanverðan Kolla- fjörð, frá brú á Fellsá við botn fjarð- arins að svonefndum Forvaða. Sjö aðilar buðu í verkiö og var tilboð Fyllingar um 88% af kostnaðaráætl- un verkkaupa. Að sögn Karls Þórs munu fram- kvæmdir hefjast fljótlega en þeim á að vera lokið fyrir 31. júli 2002. Með tilkomu nýs vegar sér væntanlega fyrir endann á mikilli samgöngu- hindrun. Guðfinnur Verkfall Hlífar: Atkvæði greidd Félagsmenn í Verkamannafélaginu Hlif í Hafnarfirði greiða í dag atkvæði um miðlunartillögu rikissáttasemj- ara. Verkfall Hlifar hefur staðið frá sunnudeginum 13. mai en félagsmenn hafa í tvígang fellt samning við launa- nefnd sveitarfélaga. Miðlunartillagan var kynnt félags- mönnum í gærkvöld og að sögn Sig- urðar T. Sigurðssonar, formanns Hlíf- ar, ríkir nokkur bjartsýni um að til- lagan verði samþykkt. „Þetta var prýðilegur fundur og fjölmennur. Auðvitað vilja menn alltaf meira, ekki í síst í ljósi þeirra gríðarlegu verð- hækkana hér á landi, en mér segir svo hugur um að tillagan verði sam- þykkt,“ segir Sigurður T. Sigurðsson. Verði miðlunartillagan samþykkt má búast við að skólahald hefjist strax á morgun en bæjaryfirvöld hafa óskað eftir að skólar verði ræstaðir i kvöld. -aþ Veðrið kl. 6 AKUREYRI alskýjaö 0 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK heiöskírt -3 EGILSSTAÐIR -1 KIRKJUBÆJARKL. skúrir 4 KEFLAVÍK léttskýjaö 1 RAUFARHÖFN alskýjaö -1 REYKJAVÍK léttskýjaö 1 STÓRHÖFÐI skýjaö 6 BERGEN rigning 8 HELSINKI léttskýjaö 5 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 11 ÓSLÓ skýjaö 10 STOKKHÓLMUR 9 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 9 ÞRÁNDHEIMUR rigning 7 ALGARVE skýjaö 14 AMSTERDAM skýjaö 12 BARCELONA skýjaö 15 BERLÍN skýjaö 11 CHICAGO heiöskírt 12 DUBLIN þokumóða 12 HAUFAX skruggur 6 FRANKFURT skýjaö 11 HAMBORG hálfskýjaö 9 JAN MAYEN snjókoma -3 LONDON hálfskýjaö 10 LÚXEMBORG skýjaö 9 MALLORCA þokumóöa 15 MONTREAL skýjaö 27 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 4 NEWYORK rigning 13 ORLANDO léttskýjaö 24 PARÍS skýjaö 12 VÍN skýjaö 13 WASHINGTON þokuruöningur 16 WINNIPEG 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.