Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 Fréttir I>V Göng undir Vaölaheiði í kapphlaupi viö Kárahnjúkavirkjun? Vegtollur yrði 500 krónur í upphafi - norðanmenn hvattir til að hafa frumkvæði að verkefninu DV-MYND BRINK Herferö noröanmanna Fyrsti opinberi umræöufundurinn um jarögöng fór fram á veitingahúsinu Fiðlaranum á Akureyri í gær og er stofnun undirbúningshóps í bígerö. Máliö er ekki lengur neinn brandari. Göngin myndu stytta veginn austur úr Eyjafiröinum um 15 km Vestari munninn yröi á móts viö Oddeyrina á Akureyri en sá austari viö Fnjóskárbrúna. Mikilvægt er að hefja nú þegar stofnun undirbúningshóps um göng undir Vaðlaheiði. Þetta kom fram í máli ræðumanna á fyrsta opna fundin- um sem haldinn hefur verið um þessa framtíðarmúsík. Þótt ríkisvaldið geri ekki ráð fyrir neinum slíkum fram- kvæmdtun næsta áratuginn eða svo kom fram að fýsilegt væri að fara út i einkafjármögnun i samvinnu við ríkið sem þýðir að vegfarendur greiddu veg- tolL Nánast sjálfbær göng Atvinnuþróunarfélag Eyjaíjarðar stóö að fundinum og lýsti Benedikt Guðmundsson eindregnum vilja til að menn rykju upp með hakann hið fyrsta. Stefán Kristjánsson, verkfræð- ingur hjá Speli, lýsti aðdraganda Hval- fjarðarganganna til samanburðar og sagði þá vegabót áratugum á undan bolmagni ríkisins í samgöngumálum. Hitt væri sýnt að göngin undir Hval- fjörð væru langarðbærasta samgöngu- framkvæmdin fyrir einkaaðila en aðr- ar gangaframkvæmdir hérlendis stæðu varla undir sér einar og óstudd- ar. Göng undir Vaðlaheiði kæmust e.t.v. næst því. Vaðlaheiðargöng eru talin kosta 4-5 milljarða króna og reiknaði Stefán út að ef ríkið legði fram 50% fjármagns- ins af 5 milljörðum væri raunhæft að vegtollur yrði 500 krónur í fyrstu en lækkaði niður í 300 krónur með tíman- um. Hugsa mætti sér að ríkið ætti göngin eftir 30 ár og þá yrði tollurinn lagður niður. Ruglaöir pólitíkusar Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis og fyrrverandi bæjarstjóri á Ak- ureyri, benti á kosti einkafram- kvæmda en sagði stjómmálamenn iðu- lega ruglast á þeim og einkavæðingu. Hann sagði að hið opinbera kæmist ekki yfir öll þau verkefni sem samfé- lagið kallaði á og var Sigfús því mjög fylgjandi að norðanmenn létu hendur standa fram úr ermum í undirbúningi málsins. „Ef ég væri bæjarstjóri á Ak- ureyri þá færi ég af stað strax í dag,“ sagði Sigfús. Ein þetrra leiða sem menn hyggja að er stofnun hlutafélags hagsmunaað- ila s.s. Akureyrarbæjar, Samherja, ná- grannahreppanna, KEA og fleiri sem síðan myndu bjóða út framkvæmdina en annast sjálfir rekstur ganganna. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri taldi þó málið ekki einfalt og spurði kollega sinn fyrrverandi hvort hann væri aftur á leið í framboð í bænum næsta ár. Stóri munurinn á hugmynd- inni um göng undir Vaðlaheiði og Hvalfiarðargöngunum væri að fyrir norðan stæði allt og félli með vilja rík- isvaldsins en hann væri til í að taka þann slag að skapa hugmyndinni brautargengi. Ráðuneytiö skoöar málið Samgönguráðuneytið er að vinna að skýrslu um málið, Vegagerðin hefur látið gera úttekt og Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri hefur metið ýmis áhrif Vaðlaheiðarganga. í máli Grétars Þórs Einarssonar og Hjalta Einarssonar, sérfræðinga hjá RHA, kom fram að 30 mínútna aksturstími væri sú viðmiðun sem almennt væri notuð um atvinnusvæði og því væri ljóst að möguleikar Eyjafiarðai' myndu eflast mjög ef göngin yrðu grafin. Gert er ráð fyrir að stytting vegalengdarinn- ar austur miðað við Víkurskarð verði 15 km eftir göng. Lengd þeirra yrði 7,2 km og nýr vegur 800 m. Þetta myndi stytta leiðina frá Akureyri til Reykja- hlíðar úr 99 km í 84, aðeins 25 km yrðu í Stórutjamir frá Akureyri og 19 km í sumarhúsin í Vaglaskógi. Alls yrðu víðtæk áhrif vegna þessa á a.m.k. 13 sveitarfélög og allt norðaustur að Tjör- neshreppi samkvæmt mati RHA. * Af öðrum þáttum má nefha aukna samkeppni í þjónustu milli byggðar- laga. Þannig myndi sérvara á Húsavík eiga í aukinni samkeppni við sérvöra á Akureyri líkt og Ólafsfiröingar hafa kynnst eftir jarðgöngin þar. Sjúkra- flutningar yrðu öraggari, Aðaldalsflug- völlur gæti fengið nýtt hlutverk og svæðið sem búsetuvalkostur myndi aukinheldur eflast mjög. Hættulegt Víkurskarö Birgir Guðmundsson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, gerði nokkuð úr erfiðum aðstæðum í Björn Þoriáksson blaöamaður Vikurskarði, núverandi fiallvegi aust- ur úr Eyjafirði. Hann benti á að sam- kvæmt Gallup-könnun teldu 33% þjóð- arinnar hálku vera helsta vandamál fiallvega á íslandi og fiölmarga daga ársins sé hálka töluverð fyrirstaða í Víkurskarðinu. Birgir sagði að Hrossa- gilið svokallaða væri sér á báti. Þar safnaðist iðulega fyrir snjór og engin ráð virtust duga önnur en að byggja yfir þennan hluta skarðsins. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að kostnaður við slíkt gæti numið 3 millj- örðum króna sem slagar þá hátt í göngin. Birgir itrekaði hins vegar að næsta gangaframkvæmd ríkisins væri undir Tröllaskaga, síðan kæmi að Reyðarfiarðargöngum og aðrir kostir samkvæmt áætlun kæmu í kjölfarið á undan Vaðlaheiðarhugmyndinni. Mál- ið kann þó að fá nýja stefnu ef einka- aðilar fá fúlltrúa rikisvaldsins á sitt band. Kostnaður við snjómokstur í Víkurskarðinu er t.d. ærinn, enda era árlegir snjómokstursdagar að meðal- tali um 80 í skarðinu. Kapphlaup um peninga? Kapphlaup við Kárahnjúkavirkjun bar einnig á góma á fundinum í gær. Valur Amþórsson, formaður atvinnu- málanefndar Akureyrarbæjar, spurði hvort fljótt yrði að bregðast við til að bæta tengingar við Austurland. Kára- hnjúkavirkjun mun spýta 250 milljörð- um króna inn í efnahagslífið og Valur vildi vita hvort mikilvægt gæti verið fyrir norðanmenn að bregðast sem hraðast við til að auka líkumar á hlut- deild. Þvi var ekki beinlínis svarað en áður hafði komið fram að göng undir heiðina hafa að likindum nokkur áhrif á‘samgöngumar við Austurland. Það varð hins vegar niðurstaða fúndarins að þótt menn vinni á fullu næstu daga, mánuði og ár verði það aldrei fyrr en árið 2006 sem bílar geti ekið undir Vaðlaheiði. Sjálfur framkvæmdatím- inn er talinn 3 ár. . Herferð noröanmanna Eftir stendur að von er á herferð norðanmanna i þessu máli sem, eins og einn fundargestanna orðaði það í samtali við DV, „er ekki lengur neinn brandari". Heimamenn hyggjast ein- henda sér í að afla málinu pólitisks brautargengis en hinn lykOþátturinn er ekki síður á höndum einkaaðila. Umferð undir Vaðlaheiði kynni að verða um 300.000 bílar á fyrsta árinu en samkvæmt reynslunni við Hval- fiörð myndi hún aukast hratt. Því er ljóst að um hagsmunamál margra er að tefla. Umsjön: Gylfi Kristjánsson netfang: gylfik@ff.is Neitaði að tala íþróttafréttamenn á Stöð 2 voru ekki par hrifnir af því að Sigurð- ur Grtétarsson, þjálfari knatt- spyrnuliðs Breiðabliks, neitaði að ræða við þá um íslands- mótið áður en það hófst og vöktu ítrekað athygli á þess- ari framkomu þjálfarans. Um síðir skýrði Stöð 2 svo frá því að þjálfar- inn hafi rofið þögnina og talað við þá, og var um leið skýrt frá því að ástæða þess að Sigurður fór í þagnarbindindið hafi verið sú að hann var ósáttur við það að menn yfirleitt spáðu liði hans ekki mik- illi velgengni í srnnar. Sigurður þjálfari fór sem sagt í fýlu vegna þess að lið hans þykir ekki jafn merkilegt og þjálfarinn vill meina að það sé. Ástþór í stríðinu Ein útvarpsstöðin var með „frið- arsinnann" Ástþór Magnússon í beinni fréttaútsendingu á dögun- um, en Ástþór var þá staddur mitt í stríðsátökum ísraela og Palestínu- manna og mátti : heyra byssugný | og sírenuvæl í j bakgrunni til- þrifamikillar lýsingar Ástþórs á því sem fram fór. Tilefni þess að Ástþór var kominn í stríðið mun hins vegar hafa verið það að hann ætlaði að afhenda þar ein- hver verðlaun kennd við Leif Ei- ríksson. Hver eða hverjir áttu að fá verðlaunin er hins vegar ekki vitað. Enginn vinskapur Þeir tóku snarpa orðasennu á Alþingi í síðustu viku, þingmenn Norðurlands eystra, þeir Halldór Blöndal, forseti þingsins, og Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænn. Halldór fór í ræðustólinn sem þingmaður og gerði athuga- semd við það niðrandi orðalag Steingríms að ríkisstjórnin væri með brækumar á hælunum í sjómannamálinu og líkaði Halldóri illa. Steingrímur svaraði hins veg- ar fullum hálsi eins og vænta mátti og tjáði þeim sem á hlýddu að hann myndi seint leita til Hall- dórs eftir leiðbeiningum um fram- komu í ræðustól. Halldór svaraði aftur og Steingrímur aftur og var ljóst að litlir kærleikar voru með þessum þingmönnum úr kjördæm- inu fyrir norðan. Óvíst um endurkomu Stjarna frjálsu útvarpsstöðvanna samkvæmt hlustendakönnun Gallups í mars var Anna Kristine Magnús- dóttir. Þáttur hennar, Milli mjalta og messu, reyndist | hafa hlotið náð j fyrir eyrum 37 þúsund hlust- enda. Meðal sparnaðarráðstaf- í ana Norðurljósa, sem eru í nokk- urri kreppu, var að leggja þáttinn niður i sumar. Áform forráðamanna Bylgjunnar munu vera þau að taka þáttinn á dagskrá aftur í september. En þar kann að vera komið babb i bátinn. Útvarpskonan mun ekki vera par sátt við að vera send í launalaust leyfi og ekki bætir úr skák að Helga Möller er sest við hljóðnemann í hennar stað. Þessa dagana situr Anna Kristine við skriftir á bók sem væntanleg er fyrir jólin....

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.