Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001_________________ IDV ______________________________________________________Neytendur Súkkulaðikaka Næst þegar þú bakar súkkulaði- köku notaðu þá kakó til að strá í formið í stað hveitis. Þá losnar þú við hvítu húðina sem hveitið skilur eftir sig á kökunni. Kaffileifar Víða um heim er ískafíi vinsæll drykkur og svalandi þegar heitt er í veðri. íslendingar hafa ekki komist upp á lag með að drekka þennan skemmtilega drykk en úr því má bæta. Næst þegar eitthvað verður eftir af kaffinu sem hellt var upp á skaltu setja það i ísmolaform og frysta. Þá eru til fyrirtaksísmolar í ískaffi þegar þér dettur í hug að fá þér slíkan drykk. Kosturinn við að hafa molana úr kaffi er að þeir þynna ekki kaffidrykkinn sjálfan. Hreinn sturtuklefi Oft reynist erfitt að fá glerið í sturtuklefanum alveg skínandi hreint. Næst þegar þú þrifur glerið skaltu prófa að nota sama efni og ætlað er til hreinsunar á keramik- helluborðum. Sé það gert verður sturtuklefmn skínandi hreinn og glansandi. Brúnaðar kartöflur Margir forðast fitu í mataræði sínu og hér er ein lítil uppskrift af brúnuöum kartöflum að hætti mömmu sem inniheldur enga fitu. Setjið smá slettu af sítrónusafa, ferskum eða úr brúsa, og örlítið vatn á pönnuna. Sykrinum er hellt þar yfir og allt hitað þar til réttum lit er náð og þá er kartöflunum skellt út í. Þetta bragðast eins og gömlu góðu brúnuðu kartöflurnar og mun auðveldara er að bræða syk- urinn þar sem sítrónusaflnn kemur í veg fyrir að hann fari í kekki. Rautt og hvítt Rauðvínsbletti má auðveldlega fjarlægja með því að hella strax yfir þá hvítvíni. Þá I eyðist rauði liturinn og eftirleikurinn er I auðveldur því vinið er einfaldlega þurrkað upp með hrein- um klút eða svampi. Skínandi glös Til að fá öll glös tií að glansa bættu matskeið af ediki í vaskinn þegar sápan er skoluð af glösunum. Pappírspokar Ekki nota brúna pappírspoka eða annað úr endurunnum pappir í ör- bylgjuofninn. í því geta verið álagn- ir sem valda glæringum í ofninum. Ermar og hnappar Gott er að hneppa skyrtu- og blússuermar fastar við tölumar framan á flíkinni þegar hún er þvegin til að koma í veg fyrir að þær vefjist utan um annað í vélinni. Glerbrot Ef þú ert svo óheppinn að missa eitthvað á borðið eða gólfið og það brotnar notaðu þá mjúkt brauð til að ná glerbrotunum upp. Ef þú pressar brauðið niður á svæöið nærðu öllum smáglerbrotunum upp. Plastskafa Bættu plastsköfu við eldhúsáhöld- in þvi hún er frábært áhald til að skafa uppþornaðan mat af gólfinu eða af borðinu án þess að eyðileggja yfirborðið. Skrautlaukar Stórir gulir laukar spíra skjótt ef þeir eru settir í hyacintuglas að vetri til. Þeir eru til prýði úti i glugga og gefa græn blöð til skrauts á matinn. Einnig er hægt að láta af- skorna gulrótartoppa vaxa í skál. Sumarblómin: Stjúpur alltaf vinsælastar - segir Guömundur Vernharösson hjá gróörarstööinni Mörk Um helgina var mikið að gera hjá þeim sem selja sum- arblómin þrátt fyrir að blautt hafi verið í veðri, a.m.k. á suðvesturhorninu. Guðmund- ur Vernharðsson garðyrkju- fræðingur, sem á og rekur gróðrarstöðina Mörk ásamt eiginkonu sinni, Sigriði Helgu Sigurðardóttur, segir að ekki eigi að fara of snemma af stað þegar kaupa á sumarblómin. „Oft vill það vera svo að þegar fólk finnur vorið í loftinu þá fer það af stað en gleymir að líta á daga- talið. Mestallan maímánuð er hætta á kuldaköstum og þá er ekki heppilegt að vera búinn að planta sumarblómunum." Nokkrar tegundir sumar- blóma, svo sem stjúpur, silf- urkambur, fagurfifffl og fleiri tegundir, þola þó frost en verða ekki eins falleg. Nokkr- ar tegundir þola alls ekki að frjósa. Þar á meðal er brúðar- auga sem hefur verið afskap- lega vinsælt undanfarin ár. „Hættan er að mestu leyti liðin hjá um þessar mundir en þó er ekkert öruggt í þeim efnum,“ segir Guð- mundur. „Hjá Mörk leggjum við okkur fram við að herða plönturnar áður en þær eru seldar þvi það skiptir verulegu máli að aðlaga þær útiloftinu. Það skilar sér í mun betri plöntum en verðið er kannski nokkrum krónum hærra fyrir vik- ið.“ Jarðvegur Áður en sumarblómunum er plantaö þarf að undirbúa jarðveg- inn. í hann þarf að bæta áburði á hverju ári og mælir Guðmundur með blákomi. „Svo er lífrænn áburður stöðugt að verða vinsælli, eins og þurrkaður hænsnaskítur eða molta. Áburðinn þarf að vinna vel saman við jarðveginn og stinga þarf beðin upp þannig að allt bland- ist vel saman.“ Mikið er að færast í vöxt að sum- arblómin séu gróðursett í kerum og þá er kerið sjálft hluti af blóma- skreytingunni. Um kerin gilda sömu lögmál og blómabeðin: vinna þarf jarðveginn vel áður en blómun- um er plantað og nota áburö. Sumir skipta jafnvel um mold á hverju ári en Guðmundur segir það ekki nauð- synlegt en að gott sé að gera það á nokkurra ára fresti. Mjög mikilvægt er að á kerunum séu göt þannig að afrennsli sé gott. Ef þau eru ekki til staðar þarf að setja gott lag af grófu efni í botninn til að afrennsli sé gott. „Það þrífast engar plöntur þar sem vatnshæðin er alveg upp að yf- irborði því þá verður jarðvegurinn súrefnislaus og plönturnar deyja. Plöntuval Þegar undirbúningsvinnunni er lokið þarf að velja plöntur. Valið verður sífellt erfiðara þar sem fram- boðið eykst stöðugt. „Tegund þeirra blóma sem keypt eru ræðst að mestu af hvernig á að nota þau. í beð á jörðu niðri er algengast að lega. Svo eru auðvitað til plöntur sem eru sérstaklega skuggþolnar, eins og til dæm- is þorskagin." Vökvun Eftir plöntun eru blómin vökvuð en helstu vandkvæð- in við þann þátt hjá þeim sem eru að rækta í takmörk- uðu vaxtarrými, eins og í pottum, eru að það vill þorna í þeim. „Ég mæli með að fólk noti svokallaða vatnskrist- alla í þau ílát sem blómin eru ræktuð í. Þessir kristall- ar sjúga í sig vatn sem plant- an getur náð í þegar moldin þornar og því þarf ekki að vökva eins oft og plönturnar tóra mun lengur ef þær lenda í því að ekki er vökvað nógu reglulega." Þegar mikill þurrkur, hiti og vindur er úti þarf að gæta vel að vökvuninni. Almennt séð er ekki gott að halda plöntunum siblautum og ágætt er að þær fái að þorna á milli. Þá er ekki átt við að þær þurfi að skrælþorna heldur að mold- in sé bara lítið rök. Ef mikið vatn er stöðugt í jarðveginum kemst of litið súrefni til rótanna sem þurfa á þvi að halda til að vaxa og þrífast. Þvi verða þær að þorna hæfilega á milli. Stjúpur vinsælastar Stjúpur eru sem fyrr mest seldu sumarblómin og að sögn Guðmund- ar eru blár og gulur vinsælustu lit- irnir. Aðrar vinsælar tegundir eru tóbakshorn, brúðarauga, silfur- kambur og fjólur. Allar þessar teg- undir fást í nokkrum litaafbrigðum og tóbakshorniö og brúðaraugað sem hengiplöntur. Almennt séð eru plöntur sem bera blóm í sterkum lit- um vinsælli en þau sem eru með mildum litum. Nýjar og skemmti- legar tegundir sumarblóma bætast við árlega og eins ný litaafbrigði blóma sem þegar eru þekkt. Meðal þeirra tegunda sem bæst hafa við undanfarin ár eru hengi-petúnía (tó- bakshorn, súrfenía), hengi-jámurt (tapía), cosmos og margaríta sem hefur verið eins konar tískublóm undanfarin ár. Guðmundur segir að margarítan hafi gefið mjög góða raun og að hún standi vel af sér veð- ur þrátt fyrir að hún sé töluvert há- vaxin. Sífellt er gerð meiri krafa til garð- yrkumanna að selja blóm sem þegar eru blómstrandi og fyrir vikið hafa ákveðnar tegundir ekki selst sem skyldi. Þar á meðal eru morgunfrú, hádegisblóm, nemesía og paradisar- blóm, en allar þessar tegundir bera mjög falleg blóm þegar líður á sum- arið. „Við garðyrkjumenn reynum að mæta þessu þannig að hafa sem flestar tegundirnar blómstrandi við sölu en það getur orðið til þess að þær séu úr sér vaxnar þegar sölu- tímabilinu lýkur," segir Guðmund- ur að lokum þar sem hann stendur við blómahafið í Mörk sem mun prýða garða landsmanna næstu vik- urnar. -ÓSB Guömundur Vernharösson garöyrkjufræðingur Guömundur segir aö nú sé tímabært að huga að gróðursetningu sumarblóma. notaðar séu plöntur sem framleidd- ar eru í minni pottum því þær kosta minna en hinar stærri. Þessar stærri eru meira keyptar sem spari- plöntur. Þá eru keyptar fáar slíkar, kannski til að setja í ker eða með ódýrari tegundum,“ segir Guð- mundur og segir að einnig ætti fólk að huga að því að hafa nokkrar plöntur í garðinum sem standa lengi fram á haustið. Sumarblóm sem standa lengi eru m.a. stjúpur, silfurkambur, bellis, ljónsmunni og morgunfrú. Staðsetning Staðsetning sumarblómanna er töluvert atriði því flest þurfa þau góða birtu. Segja má að því meiri sem birtan er því betur þrífast blómin. Þótt margir veigri sér við að setja sumarblóm niður viö norð- urhlið húsa segir Guðmundur að sé það einungis húsið sem skyggir á beðið sé birtan samt sem áður nægi- leg til að blómin geti dafnað ágæt- lega, svo fremi sem aðrar aðstæður, svo sem næringin, séu í lagi. En ef runnar eða tré skyggja einnig á svæðið þá geti málið vandast. „Ann- ars er allt tal um birtu svo afstætt og því ráðlegg ég öllum að prófa sig áfram i þessum efnum. Birta Almennt má segja að blómgun plantnanna aukist eftir því sem birt- an er meiri. Að sögn Guðmundar geta þó plöntur sem eru norðanmeg- in við hús alveg haft þokkalega birtu til að þrífast yfir hásumarið, svo fremi að ekkert annað en húsið skyggi á þær. „Það eru fleiri atriði sem skipta máli, t.d. hvort húsið er dökkt eða ljóst á litinn, hvort tré eða runnar skyggja líka á beðið. Við höf- um það langan dag hérna á sumrin að birtan norðanmegin við hús er næg fyrir allflestar tegundir þó það geti dregið aðeins úr blómgun þeirra. Ef atlæti blómanna er gott að öðru leyti ættu þau að þrífast ágæt- Brúöarauga og margaríta Til eru ótal yrki (sortir) af brúðar- auga (lóbelíu) og hér sjást nokkur þeirra ásamt fallegri margarítu í ílöngum potti sem hentar vel utan á hús og á svalir. Þola frost Silfurkambur, fjólur og stjúpur eru meðal þeirra sumarblóma sem þola eitthvert frost. Þó ætti að reyna að hlífa þeim við því þar sem þær verða ekki eins fallegar ef þær frjósa. Þola ekki frost Þessar plöntur eru meðal þeirra sem alls ekki mega frjósa og því ekki ráðlegt að setja þær í garöinn fyrr en í byijun júní. Lambahakk steikt á grilli Sumarið er á næsta leiti og þá er ekki úr vegi að fara að nota grillið við matargerðina. Hér er uppskrift að góðum grillrétti fyrir fjóra sem er bæði ódýr og einfaldur. Hráefni 800 g lambahakk 12 sneiöar beikon 8 þykkar lauksneiðar 4 stk. tómatar, skornir í tvennt 8 sneiðar ostur, 26% Álpappir Kartöfluteningar 400 g kartöfluteningar, hráir 0,5 dl matarolía 1 tsk. timian, þurrkað Salt og nýmalaður pipar 1 msk. söxuð steinselja, þurrkuð Grillsósa 3 msk. smjör 1 stk. laukur, smátt saxaður 1 stk. hvítlauksgeiri, smátt saxaður 2 msk. vínedik 11/2 dl vatn 1 msk. dijon-sinnep 2 msk. púðursykur 2 msk. sítrónusafi 4 msk. tómatmauk (púre) 1/8 tsk. chilipipar Salt og pipar Byrjað er á að skipta hakkinu í fjóra hluta og það kryddað með salti og pipar og síðan sett á álpappír. Brjótið upp í umslög eða báta og setj- ið síðan á meðalheitt grillið í 6 til 8 mínútur, færið síðan ofar eða á efri grind og látið steikjast í 10 mínútur. Kartöfluteningar, vættir upp úr olíu og kryddaðir meö salti, timian og steinselju stráð yfir, settir í álpappir og brotið upp á, grillað í 10 til 15 mínútur á meðalheitu grilli. Laukur- inn er penslaður og grillaður ásamt tómatahelmingunum og osturinn settur ofan á. Beikonið er steikt á pönnu og sett á hakkið þegar búið er að grilla það og opna umslagið. Þegar grillsósan er gerð er best að byrja á að bræða smjörið í potti og steikja lauk og hvítlauk viö vægan hita í 3 mínútur. Öllu öðru er bætt út i sósuna og allt látið sjóða við vægan hita í korter. Sósan er að lok- um bragðbætt með salti og pipar. Rétturinn er borinn fram með grillsósu, kartöfluteningum, lauk, tómötum og grófu brauði. Fengitt úr Grillbók Hagkaups.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.