Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 25
45 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 DV Tilvera Bíófréttir Vinsælustu myndirnar í Bandaríkjunum: Vinsældir og gæði fara saman í Shreg Ævintýramynd- in Shreg, sem vakti hvað mesta athygli á nýafstað- inni kvikmynda- hátíð í Cannes var vinsælasta kvik- myndin í Banda- ríkjunum um síð- ustu helgi og velti Múmíunni niður í annað sæti. Fram- leiðendur geta samt vel við unað. Á tuttugu dögum eru tekjur af henni komnar í 150 milljónir doll- ara. Shreg hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá gagnrýnendum og sam- kvæmt tölum mun almenningur ekki vera síður hrifinn. Um er að ræða tölvugerða teiknimynd sem gerð er með nýrri tækni og fjallar myndin um tröll, sem Mike Myers Shreg Trölli sem Mike Myers Ijáír rödd sína. ljáir rödd sína, sem verður að frelsa prinsessu (Cameron Diaz). Fleiri stjörn- ur ljá raddir sínar, meðal annars Eddie Murphy og John Litgow. Það er Drauma- smiðjan sem framleiðir Shreg og þar á bæ vilja þeir að hluta til þakka stjörnunum hvað aðsóknin var góð en þau hafa verið ólöt að kynna myndina og veita viðtöl. I íjórða sæti er svo önnur ný kvik- mynd, Angel Eyes, sem skartar Jennifer Lopez i aðalhlutverki. Leikur hún löggukonu sem fær óvænta vernd frá engli. HELGIN 18.-20. maí ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA. SÆTI FYRRI VIKA TITILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA O Shrek 42.347 42.387 3587 o 1 The Mummy Return 20.435 146.540 3452 o 2 A Knight’s Tale 10.406 31.873 2980 o Angel Eyes 9.225 9.225 2375 o 3 Bridget Jones's Diary 3.730 . 56.534 2142 o 4 Along Came a Spider 2.352 67.651 1908 o 5 Driven 1.827 29.026 2011 o 8 Blow 1.401 49.565 1133 o 6 Spy Kids 1.286 103.544 2035 0 9 Memento 1.280 11.990 484 © 7 Crocodile Dundee in Los Angeles 1.207 22.472 1993 © 10 The Tailor of Panama 667 11.477 440 © 12 Joe Dirt 456 26.492 734 © 11 Kingdom Come 425 22.103 506 © 18 Crouching Tiger, Hidden Dragon 424 126.071 438 © 19 Traffic 395 123.083 355 © _ The Golden Bowl 323 663 91 © 17 Enemy at the Gates 285 50.507 520 © 13 Chocolat 282 70.527 429 © 22 O Brother Where Art Thou? 264 43.410 291 Vinsælustu myndböndin: Englar og klappstýrur Það má segja að stelpurnar ráði lögum og lofum á mynd- bandalistanum þessa vikuna. í efsta sætinu tróna Englar Charlies en þar segir frá þrem- ur svölum stelpum sem standa í stórræð- um við að bjarga heiminum. í öðru sæt- inu er Bring It On, unglingamynd um keppni hjá klappstýr- um. Sú mynd er ný á listanum og náði ekki frekar en Bedazzled, sem vermir þriðja sætið, að velta Englum Charlies úr efsta sætinu. í Bring It On er það Kirsten Dunst sem leikur að- alhlutverkið. Kven- maðurinn í Bedazzled er kannski sú sem varast ætti mest því í þeirri mynd er Skrattinn búinn að hreiðra um sig í lík- ama Elizabeth Hurley. Um er að ræða gamanmynd sem er endurgerð eldri myndar þar sem Skrattinn var að visu í gervi karlmanns. Mótleikari Hurley er Brendan Fraser, sem þessa dagana gerir það gott í The Mum- my Returns. Þriðja nýja myndin á listan- um er Dr. T and The Women, þar sem Richard Gere leikur vinsælan kvenlækni. Bring It On Nær ekki aö velta Englum Charlies úr efsta sætinu. FYRRI VIKUR SÆTI VIKA TITILL (DREIFINGARAÐILI) ÁUSTA 0 í Charlie’s Angels (skífan) 3 © _ Bring It On (sam myndböndi 1 ! o _ Bedazzled (skífanj 1 í o 2 Red Planet isam myndbönd) 2 o 3 Art of War (myndform) 5 0 4 The Nutty Professor II (swam myndböndi 4 I Q _ Dr. T and the Women imyndformi 1 sr% 5 What Lies Beneath iskífan) 6 © 8 Gun Shy (sam myndbóndj 3 6 Shriek If You Know What... (myndform) 2 © 9 Shaft (SAM MYNDBÖND) 7 © 7 Autumn in New York (háskólabíó) 4 © 13 íslenski draumurinn isam myndbönd) 8 ! 10 Saving Grace (Háskólabíó) 6 :-0 12 Loser iskífan) 7 11 The Kid <sam myndbónd) 6 15 Dancer in the Dark iháskóubíó) 2 _ Den eneste ene (háskólabíó) 9 18 Chicken Run <sam myndböndi 7 16 Road Trip (sam myndbönd) 9 Yngsta kynslóðin í Ásmundarsafni Fólk á öllum aldri fyllti sali Ás- mundarsafns á sunnudaginn en þar var opnuð sýning á verkum Ás- mundar Sveinssonar. Yngsta kyn- slóðin var þó sérstaklega áberandi á þessari opnun enda var börnum úr fjórða bekk í nærliggjandi skólum boðið til sýningarinnar ásamt for- eldrum sínum og systkinum. Ekki var annað að sjá en að börnin kynnu vel að meta verk meistarans eins og þeir sem eldri eru. Þau sem ekki komust á sunnudaginn þurfa ekki að örvænta því að sýningin stendur fram á næsta ár og geta þau litið inn hvenær sem þeim hentar. Myndskreytt anddyrið Halldór Baldursson teiknari hefur myndskreytt anddyri Ásmundar- safns og leggur hann þar út af verkum meistarans á ferskan og nýstárlegan hátt. UV-MYNUIH tlNAK J. Borgarstjóri lét sig ekki vanta Sigurðardóttir, Ásdís Ásmundsdóttir, Helgi Helgason og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taka tal saman. Ólöf K. í góðum höndum Þessi litla hnáta fékk vel þegna aðstoö til að geta séð verkin og kom því ekki r að sök þó að hún væri of lág í loftinu til aö njóta listarinnar ein og óstudd. Eva talar Karl Þorsteins skoðar verkiö Eva tal- ar ásamt syni sínum Trausta Þór. Tvær myndastyttur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri flytur ávarp við opnunina. Ein af styttum Ásmunds stendur þögul hjá. DV-MYND HARI Hluti hópsins sem heldur sýninguna ásamt hjálparkokki Elín Gísladóttir, Linda Konráðsdóttir, Stefán Pétur Gunnarsson, Kristín Helga Guömundsdóttir, Kjuregei Alex- andra, Valgerður Maack og Sigríður Ólafsson. Ellefu konur sýna mósaík í Listhúsi Ófeigs: Komast í tengsl við sköpunarkraftinn Á efri hæð Listhúss Ófeigs eru ellefu listfengar konur með sýningu á mósaíkmyndum og munum. Ekki láta þær þar við sitja heldur hafa líka stofnað með sér félagið Mosaik 2001. Þær segjast eiga það sameigin- legt að hafa áhuga á að fegra um- hverfi sitt, endurnýta gamalt og brotið og komast í tengsl við sköp- unarkraftinn. Upphafið að þessari framtakssemi allri má svo rekja til námskeiða hinnar siberísku Kjuregei Alexöndru Argunova sem er, að sögn hinna mósaík-lista- kvennanna, aðalsprautan í þessu öllu saman. Sýningin í Listhúsi Ófeigs er fyrsta verkefni félagsins Mosaík 2001 en markmiðið er að halda að minnsta kosti eina sýningu á ári. Auk þess ætla konurnar ellefu að bjóða fram krafta sína við að fegra borgina á einn eða annan hátt með mósaíkverkum. -Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.