Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 8
Viðskipti_____________________________________________________ Umsjón: Viðskiptablaðið Afkoma Opinna kerfa versnar til muna - stafar af lakari afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga Á fyrsta ársfjórðungi voru Opin kerfi hf. rekin með 4 milljóna króna hagnaði en á sama tímabili árið áður var hagnaðurinn 102 milljónir króna. Versnandi aíkoma stafar fyrst og fremst af mun lakari rekstr- arárangri dóttur- og hlutdeildarfé- laga, svo sem Tæknivals, Skýrr og Aco. Rekstrarhagnaður fyrir íjár- magnsgjöld og afskriftir var 103 milljónir króna en 239 milljónir árið áöur. I frétt frá Opnum kerf- um segir að þar muni mest um að á fyrsta ársfjórðungi í fyrra var mikill söluhagnaður eigna hjá Skýrr hf. sem er dótturfyrirtæki Opinna kerfa. Rekstrartekjur sam- stæðunnar stóðu nánast í stað milli tímabila og voru 1.412 millj- ónir en veltuaukning var hjá móð- urfélaginu um 22%. Veltufé frá rekstri á fyrsta fjórðungi ársins 2001 var 53 milljónir króna. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa hf. Rekstrarhagnaður móðurfélags- ins fyrir skatta og fjármagnsliði var 60 mUljónir sem er um 13% aukning frá sama tímabili í fyrra. Fjármagnsliðir og gengisáhrif móðurfélagsins voru neikvæð um 9 milljónir en höfðu hverfandi áhrif á sama tímabili í fyrra. Veltufé frá rekstri móðurfélagsins var 41 milljón sem er um 13% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur móðurfélags- ins jukust um 22%, í 870 milljónir, og er vöxturinn nokkuð jafn eftir deildum. Aukningin í rekstrartekj- um og rekstrarhagnaði móðurfé- lagsins er meiri en áætlanir geröu ráð fyrir. Neikvæð áhrif Áhrif dótturfélaganna Tölvu- dreifingar og Skýrr voru jákvæð um 8 milljónir króna fyrir skatta en voru jákvæð um 79 milljónir árið áður. Áhrif hlutdeildarfélaga voru samtals neikvæð um 37 millj- ónir króna á fyrstu þremur mán- uðum ársins en voru jákvæð um 10 milljónir árið áður. Þar munar mest um Tæknival en taprekstur þar hefur verið verulegur það sem af er árinu. Rekstur Aco skilar einnig verulegu tapi. Hafnar eru sameiningarviðræður milli þeirra sem geta leitt til verulegrar hag- ræðingar og betri rekstrar. Opin kerfi hafa ekki selt hluta- bréf úr safni sínu á fyrsta íjórð- ungi ársins og er því ekki um að ræða söluhagnað eigna á tímabil- inu. í ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2000 kemur fram að áætlanir fyrir rekstrarárið 2001 gera ráð fyrir hagnaði eftir skatta yfir 280 milljónir. Forráðamenn félagsins telja ekki ástæðu til að breyta þeirri áætlun að svo stöddu. Búlgaríuævintýrið geng- ur upp hjá Pharmaco - mjög góö afkoma á fyrsta ársfjóröungi Tæknival og Aco í viðræðum Stjórn Tæknivals hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Aco um sameiningu fyrirtækjanna. Með sameiningu þeirra yrði til stærsta tölvu- og upplýsingatækni- fyrirtæki á land- inu með tækni- lausnir og búnað frá Sony, Cisco, Compaq, Fujitsu Siemens, Apple, Microsoft, Pana- sonic og Thom- son, auk fjölda annarra viðurkenndra aðila. Með sameiningu yrði jafnframt rennt sterkari stoðum undir rekst- urinn þannig að fyrirtækin standist betur þær sveiflur sem ríkja í ís- lensku starfsumhverfi. Stjórnendur telja einsýnt að með því náist frek- ari hagræðing í rekstri fyrirtækj- anna. I síðustu viku birti Tæknival upp- gjör fyrir reksturinn á fyrsta árs- fjórðungi og olli afkoma félagsins verulegum vonbrigðum. Niðurstað- an var 89 milljóna króna tap en rekstraráætlun hafði gert ráð fyrir 5 milljóna króna hagnaði. Meðal þeirra ástæðna sem nefndar voru fyrir slakri afkomu voru samdrátt- ur í tölvusölu sem dróst saman um 20% frá sama tima árið áður. Mikill samdráttur í afla Fiskaflinn síðastliðinn aprílmánuð var 26.501 tonn. Fiskaflinn í aprílmán- uði árið 2000 var til samanburðar 72.396 tonn. Samdrátturinn nemur 45.895 tonnum og skýrist hann af lítilli sjósókn vegna verkfalls sjómanna. I frétt frá Hagstofu íslands segir að smábátar með aflamark hafi rúmlega tvöfaldað afla sinn frá því f apríl 2000 en þeir lönduðu alls 4.865 tonnum samanborið við 2.242 tonn i aprílmán- uði árið 2000. Afli krókabáta er svip- aður milli ára en afli togara og skipa með aflamark er mun minni en árið áður. Botnfiskaflinn síðastliðinn apríl- mánuð var 22.774 tonn en var 57.704 tonn í apríl 2000, skel- og krabbadýra- aflinn fer úr 2.840 tonnum í apríl 2000 í 749 tonn síðastliðinn aprílmánuð. Heildaraflinn það sem af er árinu er 946.007 tonn sem er 52.747 tonnum minna en veiðst hafði á sama tíma í fyrra en þá höfðu veiðst 998.754 tonn. Mikill samdráttur í veiði á botnfisk- afla og kolmunna í apríl skýrir þenn- an mismun. Afkoma Pharmaco hf. á fyrsta ársfjórðungi bendir eindregið til þess aö Búlgaríuævintýrið sé að ganga upp og að sameiningin við Balkanpharma hafi verið hluthöf- um til mikilla hagsbóta. Á fyrsta ársfjórðungi skilaði Pharmaco hagnaði fyrir skatta upp á tæpar 700 milljónir króna en hagnaður eftir skatta og hlutdeild minni- hluta var 451 milljón króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað var 943 milljónir króna sem er 26,2% af veltu en var 18,4% fyrir síðasta ár. Rekstrar- tekjur janúar til mars námu 3,6 milljörðum króna. Söluaukning á íslandi nemur um 12% á tímabil- inu en söluaukning erlendis í Bandaríkjadölum nam 17,2%. Vinnslustöðin hf. hefur undirrit- að samning um kaup á öllum hlutabréfum i Jóni Erlingssyni ehf. í Sandgerði. Helstu eignir Jóns Erlingssonar ehf. eru fiskvinnsluhús í Sand- gerði, vélbáturinn Æskan GK 222 auk aflaheimilda sem nema 1.750 þorskígildistonnum. DV, GRUNDARFIRDI: Grásleppuveiði fer þokkalega af stað, að sögn hrognaverkenda við Breiðafjörðinn, en leyfilegt var að leggja grásleppunetin innan við línu, þ.e. á innfirðinum, síðastliö- inn fimmtudag. í Snæfellsbæ róa tveir bátar með grásleppunet en hrognaverkandi þar er Leifur Jónsson í Rifí. í Grundarfirði leggja 4 bátar upp hjá Láka ehf. Hjá Kaviarframleiðslu Velta Pharmaco er- lendis nam 77% af heildar- veltu timabils- ins og hækkar úr 69% , fyrir árið 2000. Eig- ið fé hækkar um 755 millj- ónir í 5.577 milljónir og var eiginfjár- hlutfall 31. mars sl. tæp 45%. Forráðamenn Pharmaco eru að vonum ánægðir með árangurinn og telja að horfur séu á að afkoma ársins verði betri en áætlun gerði ráð fyrir. Áætlanir sem kynntar Samningurinn er með fyrirvara um samþykki stjómar Vinnslu- stöðvarinnar og hefur félagið frest til 31. maí til að fullnusta kaup- samninginn. 1 frétt frá Vinnslustöðinni kem- ur fram að samningurinn kveður meðal annars á um heimild Vinnslustöðvarinnar til að fram- Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkis- hólmi veröa 8-10 bátar i viðskipt- um. Verðið hjá þessum fyrirtækj- um virðist nokkuð svipað, eða um 40 þúsund kr. fyrir tunnuna óverk- aða. Rækjuveiði hefur að undanfornu verið að glæðast í Kolluálnum inn- anverðum, eða í Holunni eins sjó- menn kalla svæðið. Síöastliðinn sunnudag lönduðu þrír Hólmavík- urbátar í Grundarfirði 45 tonnum af voru snemma í ár hljóðuðu upp á 13 milljarða króna veltu i ár og um 1.300 milljóna króna hagnað eftir skatta. Á síðasta ári urðu miklar breyt- ingar á starfsemi Pharmaco við samruna fyrirtækisins og búlgarska hlutdeildarfyrirtækis- ins Balkan-pharma. I tengslum við samrunann var hlutafé aukið um 170% og var það í árslok rúmar 422 milljónir króna. Eftir breyting- una er uppistaðan í rekstri fyrir- tækisins lyfjaframleiðsla og sala um allan heim en mest þó í Mið- og Austur-Evrópu. Velta fyrirtæk- isins á íslandi var rúm 30% af heildarveltu fyrirtækisins árið 2000. Starfsmenn í árslok voru 4.600, þar af 150 á íslandi. selja hluta hins keypta til þriðja aðila. Gangi kaup Vinnslustöðvarinn- ar á hlutabréfum í Jóni Erlings- syni ehf. eftir er gert ráð fyrir að fiskvinnsluhús fyrirtækisins í Sandgerði verði selt en Vinnslu- stöðin hf. haldi eftir aflaheimild- um, bátnum og veiðarfærum. i Holunni rækju úr Holunni og í dag var verið að landa úr þeim aftur og hafði þá einn til viöbótar bæst í hópinn. Var afli þeirra samtals 35 tonn eftir sól- arhringsveiði. Þetta eru bátamir Sæbjörg, Hilmir, Kópsnes og Gríms- ey. Það er löndunargengi Djúpa- kletts ehf. í Grundarfirði sem sér um löndun en rækjan er síðan keyrð á bílum til vinnslu á Hólma- vík. -DVÓ/GK Vinnslustöðin kaupir Jón Erlingsson ehf. Mokveiða rækjuna ÞRIDJUDAGUR 22. MAÍ 2001 I>V san m HEILDARVIÐSKIPTI 1246 m.kr. - Hlutabréf 130 m.kr. - Húsbréf 528 m.kr. MEST VIÐSKIPTI ,, Tæknivai 26 m.kr. Kaupþing 18 m.kr. Össur 14 m.kr. MESTA HÆKKUN ! OÞormóður rammi 5,8% | OFiugleiðir 3,9% ! ©Nýherji 3,2% MESTA LÆKKUN ; O Húsasmiðjan 3,7% O Kaupþing 3,6% i © Deita 3,0% ÚRVALSVÍSITALAN ??? stig - Breyting o ???% ; Vísitala bygg- ingarkostnaðar hækkar um 1,6% Vísitala byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan maí mældist 258,4 stig og hækkaði um 1,6% frá fyrra mánuði. í frétt frá Hagstofu Is- lands kemur fram að hækkun visi- tölunnar síðastliðna þrjá mánuði samsvarar 11,3% hækkun á ári. Síð- astliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkaö um 5,7%. Mesti vöruskipta- halli í 300 ár Vöruskiptahalli Bretlands á fyrsta ársfjórðungi var sá mesti sem um getur frá því að mælingar hófust árið 1697. Vöruskiptahalli Bretlands á fyrsta ársfjórðungi var 7,7 milljarð- ar punda en á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var hann 7,6 milljarðar. Viðskiptahallinn á sama tímabili var heldur minni, eða 5,2 milljarðar punda, á fyrsta ársfjórðungi. 22.05.2001 kl. 9.15 KAUP SALA ÉSÍDollar 100,270 100,780 §£iPund 144,150 144,890 li*{ÍKan. dollar 65,250 65,650 Dönsk kr. 11,7380 11,8030 íf^Norskkr 11,0430 11,1040 BSsamk kr. 9,7560 9,8100 rf-jFl. mark 14,7253 14,8138 | > |Fra. franki 13,3473 13,4275 llBelfrfranki 2,1704 2,1834 i Sviss. franki 57,1300 57,4500 d'Holl. gyllini 39,7296 39,9683 ''Þýskt mark 44,7649 45,0339 0«-«ra 0,04522 0,04549 SC jAust. sch. 6,3627 6,4009 ji' jPort. escudo 0,4367 0,4393 pÍUjSpá. poseti 0,5262 0,5294 pf Jap. yen 0,81410 0,81900 | iírskt pund 111,168 111,836 SDR 126,4200 127,1800 87,5525 88,0786

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.