Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Side 28
Skálholt: Vígslubiskup beygður „Auövitað hélt ég að þetta yrði einfaldara - en einfóld mál geta orðið ílókin. Við tökum niðurstöð- unni hver sem hún verður," sagði Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti og for- maður skóla- nefndar Skál- holtsskóla, sem enn á ný hefur áréttað þá skoð- un sína að Guð- mundur Einarsson verði ráðinn rektor á staðnum. Ráðningarmál rektorsins eru nú í höndum Kirkjuráðs sem sendi málið aftur til skólanefndarinnar með ósk um aðra niðurstöðu en Guðmund Einarsson. Skólanefndin áréttaði þá skoðun sina að hún vildi Guðmund sem rektor og þá Áma Svan Daníelsson til vara. Meðal annarra umsækjenda er séra Bemharður Guðmundsson, mágur herra Karls Sigurbjörnsson- ar biskups. Vegna þess vék biskup sæti i Kirkjuráði og séra Bolli Gústafsson kom i hans stað. -EIR era 'igurð Sigurðarson. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá T síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 OV-MYND ÓMAR Dýrasti bíll Is- landssógunnar Dýrasti bíll á íslandi fyrr og síðar kemur tU landsins í dag. Um er að ræða samvinnu Bílabúðar Benna og DV Sportbílasýningarinnar. Bíllinn sem um ræðir er Porsche Carrera GT sem kostar um 200 milljónir króna án vörugjalda. Til- efni komu þessa bíls er DV Sport- bílasýningin sem verður í Laugar- dalshöll 24.-27. maí þar sem bíllinn verður til sýnis en bílnum fylgir sýningarkerfi frá Porsche og kemur bíllinn í sérstökum flutningagám þar sem réttu hita- og rakastigi er haldið stöðugu. Þetta er einungis i þriðja sinn sem bíllinn er sýndur í heiminum en hann var frumsýndur í París í haust og sýndur i Los Angeles í jan- úar. Bíllinn er handsmíðaður til- raunabill frá Porsche og hefur verið ákveðið að hefja framleiðslu á hon- um árið 2003. Eftir því sem næst verður komist var útsendingarbíll ÍÚ dýrastur fram til þessa en hann kostaði um 70 milljónir. MTm***. Grensásvegi 3 ElrffU s: 533 1414 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Þroskaþjálfadeilan: Haf og himinn skilur á milli Samninganefndir Reykjavíkurborg- ar og Þroskaþjálfafélags Islands hafa verið boðaðar til ríkissáttasemjara i dag. Haf og himinn aðskilja samn- inganefndir þroskaþjálfa og Reykja- víkurborgar í yfirstandandi kjara- deilu. Þroskaþjálfar fara fram á að byrjunarlaun þeirra hækki úr 100 þúsund krónum í 155 þúsund. Reykja- víkurborg býöur 131 þúsund við samning. Þroskaþjálfar, sem eru með um 109 þúsund eftir 18 ára starf, fara fram á 174 þúsund rúm. Borgin býður 148 þúsund við samning. Yfirþroska- þjálfar fá nú nær 118 þúsund. Þeir fara fram á 190 þúsund. Borgin býður 159 þúsund við samning. Forstöðu- þroskaþjálfar hafa um 127 þúsund krónur. Þeir fara fram á tæplega 209 þúsund. Borgin býður tæplega 169 þúsund krónur. Síðan eru áfanga- hækkanir um 3 prósent um hver ára- mót á samningstímanum til og með ársins 2004. Að auki bauð borgin að árið 2002 færu þroskaþjálfar inn í starfsmat. Það yrði notað til enn frek- ari leiðréttingar ef kæmi t ljós að störf þeirra væru verulega vanmetin. Hins vegar myndi enginn lækka í launum við starfsmat, að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar, formanns samninga- nefndar Reykjavíkurbörgar. Þroska- þjáifar hafa hafnað starfsmatinu. Nánar á bls. 2 -JSS KEIKÓ HEIM! Smábátadeila í flokksnefnd Framsóknar: Skerpir átakalínurnar Búist er við að deilan um kvóta- setningu smábáta muni skila sér af talsverðum þunga inn í sjávarút- vegsnefnd Framsóknarflokksins sem nú er að hefja störf og torvelda nokkuð störf hennar þar sem ágreiningsmál hafi skerpst til nokk- urra muna. Sjónarmið kvótakerfls- ins hafa verið sterk innan Fram- sóknar en nú hafa með Kristni H. Gunnarssyni komið inn og eflst sjónarmiö í flokknum sem eru gagn- rýnin á kvótakerfið. Framsóknarmenn eru með sjáv- arútvegsmálin í endurskoðun eftir flokksþingið og á nefnd flokksins að skila af sér í nóvember. Fram hefur komið að málamiðlunartil- laga, sem komin var fram á laug- ardaginn og sner- ist um að smábát- ar yrðu kvótasett- ir en fengju á móti aukinn kvóta, strandaði á því að Kristinn H. Gunnarsson vildi ekki samþykkja hana. í samtali við 'SS Kristlnn H. Gunnarsson. DV í gærkvöldi og í morgun hafa framsóknarmenn bent á að með þessari afstöðu hafi Kristinn tekið sér stöðu sem mjög harður talsmað- ur smábátasjónarmiða í Framsókn- arflokknum og þannig undirstrikað sérstöðu sína gagnvart flokksforust- unni þegar kemur að sjávarútvegs- málum. Eftir þetta séu andstæður mun skarpari en áður og telja menn að það muni skila sér inn í störf nefndar flokksins. Enn hefur ekki verið gefið upp hver á að leiða þessa mikilvægu nefnd Framsóknar- flokksins. Sjá einnig bls. 4 -BG ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 Þrír af fimm skipverjum á Gandí sem lögðu upp með Keikó í morgun. Sigtryggur Þrastarson skipstjóri, Ásgeir Þorvaidsson og Heimir Guömundsson. Farið var með háhyrninginn Keikó á hvalaslóðir í morgun: Keikó hefur kostað um milljarð í Eyjum - til greina kemur að Keikó verði áfram hér við land Fimm manna áhöfn línubátsins Gandís VE sigldi úr höfn i Vest- mannaeyjum í morgun til að fylgja háhyrningnum Keikó út fyrir Eyj- ar til að freista þess að sleppa hon- um út í náttúruna. Starfsmenn Ocean Future-samtakanna verða einnig á bátnum sem hefur verið leigður í sumar til að ljúka verk- efninu. Talsmenn samtakanna sögðu í morgun að takist það ekki sé ekki útilokað að Keikó verði fundinn annar staður viö Eyjar eða annars staðar hér við land enda hafa samtökin skuldbundið sig til að annast háhyrninginn til dauðadags hans ef því yrði að skipta geti hann ekki aðlagast náttúrunni á ný. Keikó kom hingað til lands í september 1998. Kostnaður hefur verið um 30 milljónir á mánuði við að líta eftir honum, fyrir utan sjálfa kvfna sem kostaði 60-70 Um 30 manns hafa haft vinnu við að líta eftir háhyrningnum á mánuði en sú tala mun lækka ef verkefnið tekst ekki. Ocean Fut- ure-samtökin verða að öllum lík- indum farin úr Klettsvík i Vest- mannaeyjum fyrir haustiö en þar er fyrirhugað að koma upp laxeldi. „Það er Ijóst að laxeldið og Keikó fer ekki saman. En Vest- mannaeyjar eru einn af þeim stöð- um sem til greina koma takist ekki að sleppa Keikó i sumar. Auð- vitað vildum við að þá yrði hann hér á íslandi en sem stendur ein- beita menn sér að því að koma Keikó út í náttúruna," sagði HaU- ur Hallsson, talsmaður Ocean Fut- ure-samtakanna viö DV i morgun. í sumar verður þyrla einnig not- uð til að leita að háhyrningum i því skyni að koma Keikó mark- visst í samband við slikar vöður. -Ótt/ÓG Keikó Frelsi í boði. milljónir. Heildarkostnaður hér er því kominn í um milljarð. FRJÁLST, OHÁÐ DAGBLAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.