Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 DV Saddam Hussein Finnst tillögur Breta um rýmra viö- skiptabann á írak heimskulegar. Saddam ekki par hrifinn af rýmkun viðskiptabanns Saddam Hussein, forseti íraks, segir hugmyndir Breta um að rýmka viðskiptabannið á írak vera heimskulegri en viðskiptabannið sjálft. Bretar leggja til að viðskipti með almennar neysluvörur verði gefin frjáls og eftirleiðis verði að- eins eftirlit með vörum sem geta tengst vopnaframleiðslu. Saddam vill ekkert minna en að viðskiptabanninu verði algerlega aflétt. Forsenda þess er að írakar hleypi vopnaeftirlitsmönnum aftur inn í landið, en þaðan hafa þeir ver- ið brottrækir síðan 1998, eftir loft- árásir Bandaríkjamanna og Breta. Á sama tíma og Saddam slær hend- inni á móti rýmri viðskiptum kvart- aði heilbrigðisráðherra hans yfir auknum barnadauða og sjúkdómum i írak í kjölfar viðskiptabannsins. Skæruliðar í Serbíu leggja niður vopn Albanskir skæruliðar í suður- hluta Serbíu virðast hafa látið af vopnaðri baráttu sinni. í Makedón- íu svara þó skæruliðar af albönsk- um uppruna enn sókn stjómarhers- ins og hafa að engu tilmæli Vestur- landa um að láta af uppreisn sinni. Yfirmaður skæruliðasamtaka Al- bana í suðurhluta Serbíu, Shefket Musliu, undirritaði i gær samkomu- lag um afvopnun skæruliðanna. Samkomulagið eykur líkurnar á að ekki brjótist út átök þegar júgóslav- neskir hermenn koma á fimmtudag- inn til hlutlausa svæðisins milli al- þjóðlegra friðargæsluliða í Kosovo og júgóslavneska hersins. Skærulið- ar hafa gert árásir af svæðinu og stöðvar Serba. Gin- og klaufa- veiki gýs upp Breskir bændur vöruðu við því i gær að nýjan brennidepil gin- og klaufaveikifaraldursins væri að finna í Norður-Jórvíkurskíri í norð- austurhluta Englands. Þar hafa 17 býli greinst sýkt á 10 dögum. Svæð- ið var áöur ósýkt en líklegt þykir að veikin hafi borist frá nágrannahér- aðinu Kúmbríu. Bresk stjómvöld eru í kapphlaupi við gin- og klaufaveikifaraldurinn en ekki hefur tekist að ráða niður- lögum hans, þrátt fyrir miklar var- úðarráðstafanir. Veikin getur borist með vindi, umferð og fatnaði. Slátrarar hafa verið á fullu í Jórvík- urskíri síðustu daga og segja bænd- ur að ef svo fari sem horfir verði lít- ið eftir af búfénaði í héraðinu. HOO I YaKUtSK Stræti Yakutsk-borgar í Síberíu eru ófær öllu nema bátum eftir að áin Lena flæddi yfir bakka sína. Rússneskar her- þotur reyna nú að sprengja ísstíflur sem valda flóðunum. Borgin er umflotin vatni og hluti af 200 þúsund íbúum henn- ar hírist á húsþökum til að forðast vatnselginn. Þögn Banda- ríkjanna rofin Þingmenn sósíalista vilja ákæra Chirac Sendiherra Bandaríkjanna í Isra- el, Martin Indyk, hitti í morgun Ariel Sharon, forsætisráðherra ísra- els, að máli ásamt bandaríska her- foringjanum og ráðgjafanum Ron Schlicher. Að sögn bandarískra embættismanna var í morgun gert ráð fyrir að fundað yrði með Yasser Arafat Palestínuleiðtoga siðar í dag. Aðstoðarmaður Arafats sagði Bandaríkjamennina ekki hafa beðið um fund með Palestínuleiðtoganum. Arafat samþykkti í gær tilmæli í skýrslu Georges Mitchells, fyrrver- andi öldungadeildarþingmanns og sáttasemjara í deilunum á N-lr- landi, um leiðir til að hrinda í fram- kvæmd friðarhugmyndum. ítrekaði Arafat kröfu sínu um leiðtogafund um tillögur Mitchells. Talsmaður Sharons kvaðst fagna skýrslu Mitchells en lagði áherslu á að stöðva yrði ofbeldi áður en fundað yrði. Israelar höfnuðu einnig kröf- 30 franskir þingmenn hafa skrif- að undir beiðni um að Jacques Chirac Frakklandsforseti verði sótt- ur til saka fyrir spillingarmál. Chirac er sakaður um að hafa tekið við mútum og sérhannað ný störf fyrir bandamenn sína í embætti sínu sem borgarstjóri Parísar frá 1977 til 1995. Það sem staðið hefur í vegi fyrir opinberri rannsókn á háttalagi Jacques Chlrac Frakklandsforsetinn er sagður jafn spilltur og Nixon eða Estrada. Chiracs er að dómarar telja hann friðhelgan svo lengi sem hann er þjóðarleiðtogi. Þingmennirnir 30 eru flestir úr bakvarðarsveit Sósíalistaflokksins en forysta flokksins styður ekki op- inberlega beiðni þeirra gegn Chirac. Ætlunin er að fá Chirac fyrir dóm- stólana eða að minnsta kosti aftra því að hann fari aftur í framboð til forseta á næsta ári. Formaður Sósí- alistaflokksins, forsætisráðherrann Lionel Jospin, er talinn munu bjóða sig fram gegn Chirac í næstu for- setakosningunum. Talið er ólíklegt að beiðni sósí- alista nái fram að ganga í þinginu. Til þess þurfa 58 þingmenn að skrifa undir hana og hún þarf að komast óbreytt í gegnum neðri og efri deild þingsins, en íhaldsmenn hafa meiri- hluta i þeirri efri. unni um að þeir stöðvuðu stækkun gyðingabyggða á svæðum Palestínu- manna. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, rauf í gær þögn Bandaríkjanna um ástandið í Mið- austurlöndum frá því að George W. Bush tók við forsetaembættinu. Lýsti Powell yfir stuðningi við skýrslu Mitchells þar sem lögð er áhersla á að ofbeldi verði hætt, stækkun gyðingabyggða stöðvuð og að palestinskum hryðjuverkamönn- um verði refsað. Þrýstingurinn á Bandaríkin að reyna að koma á sáttum í Miðaust- urlöndum hefur aukist í kjölfar vax- andi ofbeldis milli ísraela og Palest- ínumanna undanfarna daga. Powell tilkynnti að hann hefði falið sendi- herra Bandaríkjanna í Jórdaníu, William Burns, að aðstoða bæði ísraela og Palestinumenn í friðar- umleitunum sínum. Lögreglumaöur syrgöur Starfsfélagar og vinir palestínsks lögreglumanns, sem ísraelar skutu til bana í gær, fylgja honum til grafar. Í-Á ' Bush hittir Dalai Lama George W. Bush Bandaríkjaforseti og Colin Powell ut- anríkisráðherra munu hitta Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tíbeta, á máli á morgun er hann lýkur ferð sinni um Bandaríkin. Þykir víst að fundurinn muni ergja kínversk yfir- völd. Barnaklámhringur ítalska lögreglan hefur upprætt barnaklámhring sem skipulagði árásir gegn þeim sem berjast gegn barnaklámi. Lögreglan fann um 90 þúsund tölvumyndir og 128 mynd- bönd með nauðgunum á börnum. E-töflusmyglari gripinn Einn helsti skipuleggjandi e-töflu- smygls í heiminum, ísraelinn Oded Tuito, hefur verið handtekinn á Spáni. Hann er sakaður um smygl á milljónum e-taflna frá Evrópu til Bandaríkjanna. Taugarstríðiö magnast Megawati Sukarnoputri, varafor- seti Indónesíu, kynti í gær undir taugastríð sitt við Wahid forseta þegar hún sagði í ræðu hjá herfor- ingjum í gær að Indónesía gæti orð- ið „sjúkasti'maðurinn í Asíu“ yrðu vandamálin ekki leyst. Wahid neit- ar að svara þinginu vegna ásakana um spillingu. Merkingar hjá Talíbönum Stjórn Talíbana í Afganistan vill að þeir sem ekki eru múslímar gangi með merki sem aðgreini þá frá öðrum. Bossi vill embætti Umberto Bossi, leiðtogi Norður- bandalagsins á ítal- íu, lýsti því yfir 1 gær að hann vildi að flokkur hans fengi embætti for- seta neðri deildar italska þingsins. Kvaðst hann hafa rætt kröfu sína við Berlusconi, sigurvegara kosn- inganna. Slanga gleypti ungbarn Pýtonslanga gleypti ungbarn nokkrum mínútum eftir að það fæddist nálægt bænum Serenje í Sambíu. Móðir barnsins hafði feng- ið léttasótt er hún var ein á ferð úti á akri. Boesak laus úr fangelsi Allan Boesak, s- afríski presturinn sem barðist gegn kynþáttaaðskilnað- arstefnu hvítu stjórnarinnar, var í morgun látinn laus úr fangelsi. Hann hafði þá afplánað eitt ár af þriggja ára fangelsisdómi fyrir stuld úr sjóðum sem gefið hafði ver- ið fé í vegna baráttu samtaka hans. Vilja gyöinga burt 80 prósent kjósenda Frelsisflokks- ins í Austurríki, flokks Jörgs Haiders, vilja að gyðingar fari úr landi. Meðal annarra Áusturríkismanna telja alls 24 prósent að best væri að engir gyð- ingar væru i landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.