Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 35 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sínti: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Plótugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hryllingsríkið Landnám ísraelsmanna á hernumdum svæðum í Palest- ínu er einn af þremur helztu driíkröftum vandræðanna á svæðinu. Landi er rænt af heimamönnum og herskáum landnemum komið fyrir á víggirtum búgörðum. Alþjóða- reglur um hernám banna slíkt þjóðernisofbeldi. Þegar friðarferlið hófst fyrir nokkrum árum, hefði átt að stöðva þetta landnám, sem er fleinn í sál heimamanna. Landtakan hélt þó áfram, hvar í flokkum sem ríkisstjórn- ir ísraels stóðu. Þetta óeðlilega ástand hefur grafið undan trausti heimamanna á friðarferlinu. Þjóðernislega ofbeldið, sem felst í landnámi ísraels- manna á hernumdu svæðunum, hefur grafið undan trausti Palestínumanna á heimastjórn Arafats. í vaxandi mæli er litið á hann sem peð í harmleik friðarferlis og jafnvel sem gísl þess. Menn heimta meiri róttækni. Málsaðilar eiga báðir sök á ofbeldinu á hernumdu svæðunum, sem er önnur höfuðorsök þess, að friðarferlið hefur farið út um þúfur og kemst ekki í gang á nýjan leik. Ef talið er í mannslífum, eiga ísraelsmenn margfalt meiri sök en Palestínumenn, sennilega sjöfalt meiri sök. Ofbeldi Ísraelsríkis gagnvart Palestinumönnum hefur aukizt, síðan heimskunnur hryðjuverkamaður varð for- sætisráðherra ísraels. En það jókst líka meðan kratarnir fóru með völd í landinu. Ofbeldishneigð er snar þáttur í þjóðfélaginu, hver sem er við völd hverju sinni. Þriðja höfuðorsök vandræðanna á svæðinu er eindreg- inn og óbifanlegur stuðningur Bandaríkjanna við málstað ísraels. Þessi stuðningur við útlent hryllingsríki gegnsýr- ir allt þjóðfélagið í Bandaríkjunum, rétt eins og ofbeldis- hneigðin gegnsýrir allt þjóðfélagið í ísrael. Bandaríkin beita neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna í þágu ísraels eingöngu og einangra sig þar með á alþjóðavettvangi. Bandaríkin halda ísrael uppi með peningum og hergögnum. Þau hafa ræktað það skrímsli, sem ísrael er orðið í samfélagi ríkjanna. Menn eiga erfitt með að ná kosningu til pólitískra starfa í Bandaríkjunum nema þeir lýsi yfir stuðningi við ísrael. Meira hefur borið á þessu í röðum demókrata og var Bill Clinton versti forseti Bandaríkjanna að þessu leyti. Því miður virðist George Bush ætla að feta sömu leið. Landnámið, ofbeldið og bandaríska skjólið eru saman- lagt þrjár grundvallarforsendur þess, að friðarferlið geng- ur ekki upp. Ef Bandaríkjastjórn kærði sig um að stöðva landnámið, gæti hún fengið því framgengt með því að kippa að sér hendinni í stuðningi við ísrael. Fáránlegt er að halda fram, að lausn málsins felist í, að Palestínumenn felli niður sinn sjöunda hluta ofbeldisins. Afturköllun andófs þeirra getur aldrei orðið fyrsta skrefið til að endurvekja friðarferlið, en gæti hins vegar orðið eitt af skrefunum, sem kæmu í kjölfarið. Því miður hefur landnám og ofbeldi ísraels grafið svo undan heimastjórn Palestínumanna, að hún hefur ekki lengur tök á tilfinningum heimamanna. Hún getur ekki lengur skrúfað frá andófi og skrúfað fyrir það aftur. And- ófið hefur öðlazt sjálfstætt og skipulagslaust líf. Hér eftir verður að taka tillit til þessarar breyttu stöðu. Bandaríkin og ísrael verða fyrst að stiga nokkur skref til sátta, áður en hægt er að fara að reikna með, að traust Palestínumanna á nýju friðarferli hafi aukizt svo mikið, að þeir geti látið af réttmætu andófi sínu. Meðan Bandaríkjamenn fást ekki til að skilja þetta, verður engin lausn fundin á deilu, sem hefur hörmuleg áhrif á stöðu og álit Vesturlanda í þriðja heiminum. Jónas Kristjánsson I>V Spilavítið ísland Leikið á dollarann! stendur stórum stöfum í auglýsingunni. Og: Gefið gengisfellingunni langt nef. Mynd af afar glað- beittum dreng fylgir, virð- ist nýkominn á fermingar- aldur og í jakkafotum, ein- kennisklæðum fjármála- lífsins. Af sigrihrósandi fasi hans má ráða að hann hafi „leikið á dollarann" (í þessu tilfelli með því að kaupa bíl). Armann Jakobsson íslenskufræöingur Alheimsspilavítið Einu sinni þóttu fjármál alvöru- mál. Nú eru þau leikur fyrir ung- linga í jakkafótum. Við eigum núorð- ið heima í spilavíti þar sem dollar- inn er sem hver önnur spilamynt. Málið er að gefa þróun í fjármálum langt nef og græða með þvi að veðja rétt. Og það er æskan sem kann leik- inn. Glaðlegir táningar í jakkafótum eru bestir í hinum nýja dollaraleik í þessu alheimsspilavíti. Menn þurfa ekki að vera orðnir aldurhnignir til að muna daginn sem Mikligarður var opnaður og öll þjóð- in mætti þangað til aö kaupa. Fólk gafst upp í biðröðum og skildi vagna fulla af vörum eftir. Þá voru hinar miklu vörusýningar i Laugardags- höllinni þar sem gamanið fólst i að mæta og kaupa. í hvert sinn rann æði á þjóð- ina. Svo hófst hlutabréfaæðið. Ríkisstjórnin myndaði klapp- lið og manaði almenning til að kaupa sér hlutabréf. Verð- launin voru fyrst skattaaf- sláttur en þá ómældur gróði þegar fram liðu stundir. Menn létu ekki segja sér það tvisvar. Þjóðin fjárfesti öll í væntanlegum genagróða. Hafði Davíð sjálfur ekki látið mynda sig í bak og fyrir með genamillj ónungnum? Ár hlutabréfakaupa Það fréttist af fólki sem átti spari- fé og hafði ekki enn keypt í deCode. Það var atyrt á götum. Ætlarðu að missa af gróðanum, manneskja? Hvað með afsláttinn? Fjölmiölar lögðu sitt af mörkum. Á hverjum degi voru sagðar fréttir af því hvern- ig vísitölur höfðu sigið og með hvað hafði verið verslað á verðbréfaþing- „Og hver er lœrdómurinn? Jú, lausnin er að „leika á dollarann“ og kaupa meira. Og lœkka siðan skatta á fyrirtœki; íslenskum atvinnurekendum veitir ekkert af forskoti á þá útlendu ef þeir ætla að lifa af í bisness. “ inu. Skilaboðin voru skýr. Þetta er veruleikinn. Sá sem ekki er með í honum er einfaldlega ekki með. Verðbréfasérfræðingarnir mættu á svæðið, allir jafn komungir og sléttgreiddir og fermingardrengur- inn í auglýsingunni. Sjá mátti að æskan væri lykill að velgengni í þessum nýja leik. En allir gætu ver- ið með. Gott betur: Allir yrðu að vera með. Öllum leist vel á horfur gena- markaðsins og horfurnar almennt. Forsætisráðherra skammaði svart- sýnis- og úrtölumenn. Svo fór markaðurinn að hrapa. Hlutabréfin féllu í verði. Fyrirtækin Að berja börn Okkur hefur sennilega flest ein- hvern tíma langað hreinlega að herja einhvern í nánasta umhverfi. Kannski var það kerlingin í risinu sem í þúsundasta skipti hund- skammaði krakkana fyrir hávaða fyrir utan húsið og sneri gleðileikj- um þeirra upp í þrjóskufullan há- vaða. Kannski var það freki uppinn sem tróð sér fram fyrir gamla konu í biðröðinni i fiskbúðinni og leit svo, við athugasemd, á hana og sagði til- gerðarlega: Fyrirgefðu, en ég er að flýta mér! Eða var það kannski krakkinn sem kastaði snjóbolta í bíl- rúðuna hjá þér og varð til þess að hjartað fór upp í háls og þú rannst til í hálkunni - eina örskotsstund með þá hryllilegu tilfinningu að þú hefðir keyrt á bamið. Eitthvað farið úr böndunum Hverjar sem aðstæður okkar hafa verið þá höfum við flest ekki látið verða af ofbeldisaðgerðum. Við höf- um stillt okkur og hugmyndin hefur gufað upp jafnhratt og hún skaut upp kollinum. Við höfum aldrei beitt likamlegu ofbeldi og aldrei orðið fyr- ir slíku. En það eru til gerendur á þessu sviði. Það er til fólk sem jafnvel óhikað lætur sig hafa það að berja náungann. Ósjálfrátt verður til í huganum mynd af sæmilega drukkn- um manni í yngri kantinum, manni sem slæmir hönd- inni laga hafa með andi í einhvern fé- sinna eftir að eytt kvöldinu honum horf- á bannað box. Eitthvað hefur þetta farið úr böndunum hjá þeim, en það mun jafna sig. Eða öðrum álíka piltum verður sundurorða út af leigubíl i mið- bænum og þeir rjúka saman eins og hanar. Enginn sær- ist alvarlega en fyrir —.—_— ---------------------------------- vistinni i fanga- „Ástir ósamlyndra hjóna koma upp í geymsiunum hafa hugann og hugsarilegar ryskingar við ^eir unnið- ódælan ungling. En sumt af þessu fer svo Aðgerð í leynum hljótt og það eru svo margir sem taka Þetta er hins veg- þátt í þagnarsamsœrinu aö það kemst ““ aldrei upp a yfirborðið.“ og oftast I felum. Gerendur og þolendur eru á öllum aldri og afleiðingarn- ar mismunandi. Ástir ósam- lyndra hjóna koma upp í hugann og hugsanlegar ryskingar við ódælan ung- ling. En sumt af þessu fer svo hljótt og það eru svo margir sem taka þátt i þagn- arsamsærinu að það kemst aldrei upp á yfirborðið. Og brátt skal sögð lítil saga. - Saga sem kannski lætur lít- ið yfir sér og menn munu fussa og hugsa sem svo að alltaf verði einhverjir til að gera úlf- alda úr mýflugu. Þeir hinir sömu ættu hins vegar að spyrja sig þeirrar grundvallar- spurningar hvers vegna ofbeldi er metið með svo afstæðum hætti sem raun ber vitni. Og hvers vegna er sama aðgerð metin svo ólikt eftir að- stæðum? Aðstæðum sem í þessari sögu miðast við aldur gerenda og þolenda en gætu allt eins miðað við litarhaft, ekki satt? Er ekki augljós- lega hættulegt að meta ofbeldisað- gerðir á afstæðum skala? Eru dæmin um slíkt afstæði og hvert það getur leitt ekki orðin nógu mörg til þess að við horfum á aðgerðina sjálfa en ekki útlit eða aldur þeirra sem hlut eiga að máli? Varnarlaus fórnarlömb Þær voru ásamt nokkrum vinum á leið heim úr heilsdagsskólanum, systurnar, þegar þær rákust á hóp- inn þarna á miðjum skólavellinum. Þetta voru nokkrir tólf ára strákar og létu þeir dólgslega hver við ann- an. Þær settu undir sig höfuðin og örkuðu áfram og reyndu að sýna Sigfríður Björnsdóttír tónlistarkennari ekki hve þeim féll illa fyrir- sjáanleg framhjáganga drengjanna. En það fór sem fór. Strákarnir réðust að þeim. Önnur reyndi að verjast þegar húfum og töskum var kastað i snjó- inn og var þá tekin út úr hópnum. Enginn á vellin- um gerði neitt, enda flestir famir heim og engin gæsla. Systir hennar horfði hjálparvana á meðan strák- arnir kaffærðu hana og sumir fóru að sparka í hana. Eitt höggið fór í höfuðið á henni og hún fann mikið til. Hún var löngu farin að gráta en það breytti engu fyrir þessa drengi. Hún ákvað að liggja hreyfingarlaus og láta sem minnst i sér heyra. Eina von hennar var að þeir yrðu þreyttir á því að kvelja hana. Og svo fór að los kom á drengjahópinn og þeir héldu áfram ferð sinni eins og ekkert hefði í skorist. Það skal tekið fram að fyrir þenn- an atburð þekktu stúlkurnar þessa drengi ekkert en vissu af þeim eins og öðrum áberandi gaurum í skólan- um. Þær komust heim niðurbrotnar. Sú sem hafði verið barin grét mikið um kvöldið og kveinkaði sér líka og kvartaði um verki í höfðinu þar sem versta sparkið hafði lent. Hún sór að fara aldrei í skólann og í marga daga á eftir sýndi hún augljós merki hræðslu og jafnvel angistar þegar hún lagði af stað á morgnana. Ög lái henni hver sem vill! En drengirnir fengu góðlegt tiltal og halda að öllum líkindum áfram sínum siðum og lík- lega ótruflaðir. Sigfríður Björnsdóttir Spurt og svarað Hefur einkavœðingarstefna stjómvalda brugðist? Ágúst Einarsson prófessor. Samkeppnisvœð- ing aðalatriðið „Já, að mörgu leyti. Það er nauðsynlegt að selja ríkisfyrir- tæki þegar um samkeppnis- rekstur er að ræða. Hins vegar átti að selja Landssímann án grunnnetsins og því verki hefði mátt ljúka miklu fyrr en gert verður. Sama gildir um bankana, þá hefði átt að vera búið að selja - en þó þannig að tryggö væri dreifð eign- araðild og hagsmunir starfsfólks ekki fyrir borð bornir. Ríkisstjórnin hefur haldið illa á þessum málum, aðalatriðið er að samkeppnisvæða en ekki einkavæða. Engum er greiði gerður með því aö tryggja áfram völd fákeppnishópanna sem eru í kringum stjórnarflokkana." Sigurður G. Guðjónsson lögmadur. Smáhlutir seldir og gjöf til Benedikts „Ég held að skýrslan hljóti að vera vísbending um slíkt. Og hvað er búið að einkavæða? Búið er að selja FBA, einhverja smáhluti í ríkisbönkun- um tveimur og Síldarverksmiðjur ríkisins voru gefnar Benedikt Sveinssyni. Á sama tíma þenst Ríkisútvarpið út, sömuleiðis heilbrigðisgeirinn og eftirlitsstofnanir færa sífellt út kvíarnar. TO að kór- óna allt saman hafa verið sett lög um opinberar eft- irlitsreglur svo forsætisráðherra geti fylgst sem nánast með öllu því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Ef mönnum væri einhver alvara með einkavæð- ingu ætti aö selja Símann i einu lagi og leggja nið- ur samkeppnisstarfsemi Ríkisútvarpsins." Glúmurjón Bjömsson frjálshyggjumadur. Úrelt skýrsla fyrir útkomu „Skýrsla Samkeppnisstofnunar var úrelt áður en hún kom út. Nú stefnir í nýtt einkavæðingarmet þeg- ar viðskiptabankar og Qarskiptafyrirtæki ríkisins verða seld almenningi. Mæiikvarðinn sem stofnunin notar er umdeiianlegur og gefur ekki rétta mynd af því sem gerst hefur síðustu ár. Skýrslan minnir þó á að ríkið er enn fyrirferðarmikið í atvinnulífmu og mikilvægt að haida áfram einkavæðingu með sölu á fjölmiðlum, orkufyrir- tækjum og lánasjóðum. Það er oröið aðkallandi að nýta kosti einstaklingsframtaks í auknum mæli við rekstur skóia og í heilbrigðismálum. Þá má gjaman leggja Sam- keppnisstofnun niður en engin ríkisstofnun hefur við- líka afskipti af atvinnulifmu og einmitt hún.“ fóru að tapa. Miklu. Skyndilega kom i ljós, að þjóðin var búin að eyða hag- vexti seinustu ára í það sem heitir á nútímamáli „neysla“. Féð hafði streymt til útlanda og drjúgur hluti þess hafði eflaust farið í bílakaup því að jeppar verða bráðum fleiri en sauðkindur á íslandi. - Svo hafði þjóðin fjárfest í tómri vitleysu fyrir afganginn. Gróðinn sem hvarf Nú höfum við haft góðæri í nær- fellt áratug. Hagvöxtur hefur marg- faldast. Ríkisstjórnin hefur keppst við að hæla sér fyrir afrekin. Þó gæti farið svo að þjóðin yrði engu ríkari eftir en fyrir. Ekkert bólar á öllum íslensku milljónamæringunum sem var búið að heita okkur. Því að þjóð- in leit á hlutabréfaæðið sem enn eitt Bingó-lottó. Ekki vantaði að ráða- menn og fjölmiðlar væru duglegir við að hvetja til dáða. Og hver er lær- dómurinn? Jú, lausnin er að „leika á dollarann" og kaupa meira. Og lækka síðan skatta á fyrirtæki; ís- lenskum atvinnurekendum veitir ekkert af forskoti á þá útlendu ef þeir ætla að lifa af í bisness. Ármann Jakobsson Lím flokksbrotanna „í umræðum um framtíð R-listans er mönnum gjarnt að ræða um að fælingar- máttur Sjálfstæðis- flokksins sé helsta lím þeirra flokks- brota, sem nú standa að baki listanum. Þessi hræðsluáróð- ur kann að hafa áhrif á einhverja vinstrisinna en hann er innantómur spuni, þegar litið er til kosta vinstri manna um þessar mundir og stöðu Sjálfstæðisflokksins.“ Bjöm Bjarnason á heimasíðu sinni. Sveitarfélög og lýðræði „Enginn vafi er á því að sveitarfé- lögin skipta miklu máli fyrir lýðræð- ið í landinu og það mikilvæga verk- efni að festa það í sessi... Á sama tíma er það einnig hið lýðræðislega kjörna vald sem kemur fram gagnvart ríkisvaldinu en ekki sem framlenging þess. Sveitarfélögin verða að staðsetja sig með markvissari og skýrari hætti en þau hafa gert til þessa.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson I leiöara Sveitarstjórnarmála. Tragikómidíum fjölgar „Lífið er fullt af vandamálum og fæst af þeim vandamálum koma lög- gjafarsamkomunni eða framkvæmda- valdinu við. Sumir eru vitlausari en aðrir og þegar alþingismenn eru svo vitlausir að þeir geta ekki sagt nei þá er ekki nema von að tragikómidíun- um fjölgi á Alþingi. Flestir sjá í gegn- um þessi leikrit og brosa að minnsta kosti út í annað þegar utandag- skrárumræður verða um hagsmuni minnihlutahóps sem um leið er staddur á þingpöllunum." Sigurður Sigurðarson í pistli á Skjávarp.is Sigurður Á. Friðþjófsson, upplýsingafulltrúi BSRB. Fákeppnin og einkavinavœðing „Það fer allt eftir þvi hvemig á máhð er litið og hver á í hlut. Einkavæðingarstefnan hefur brugðist að því leyti að hún hefur ekki haft i fór með sér aukna samkeppni, heldur hefur fákeppni aukist eins og skýrsla Samkeppnisstofnunar sýnir. Það er engin tilviljun að menn hafa talað um einkavinavæð- ingu í stað einkavæðingar. Ef litið er tU einstakra þátta einkavæðingarinnar þá hefur svoköUuð einka- framkvæmd brugðist þar sem hún er mun dýrari fyr- ir skattborgarana. Jafnvel þótt ekki sé litið tU kostn- aðarliðarins er ég alfarið á móti því að einkavætt sé í heUbrigðis- og skólakerfi landsmanna. Slíkt er ávís- un á misrétti í heilbrigðisþjónustu og námi.“ Ný skýrsla Samkeppnisstofnunar sýnir að ríkiö hefur aukið hlut sinn í íslensku atvinnulífi verulega á síðustu árum. Skoðun r Leyfíð mér að skýra stefnu okkar í orkumálum í stuttu máli Borabora, bora, boral Hvernig cetlar að vernda dýrmœtar auðlindir þjóðarinnar? Eldflaugavarnarkerfb eldflaugavarnarkerfh eldflaugavarnarkerfi, 4’ Norðurljósa- morðingjarnir Einar Benediktsson, sá mikli mað- ur á marga kanta, var sagður hafa haft uppi áform um að selja sjálf norðurljósin á sínum tíma en ekki tekist. Enda sáu sjálfsagt fáir mikla ágóðavon í téðum ljósum í denn. En hver veit nema að í norðurljósunum felist heljarmikil verðmæti sem tæknin á eftir að gera markaðshæf með tíð og tíma. Raunar verja Japan- ar þegar töluverðum fiármunum í norðurljósarannsóknir á íslandi, þannig að það er kannski styttra en margur hyggur í að hugmynd Einars Ben um sölu norðurljósanna verði að veruleika. Pistilhöfundur hefur um nokkurt skeið haft uppi áform um að skrifa og selja bók sem nefnist á frummál- inu Norðurljósamorðingjarnir. Þetta er alþjóðleg spennusaga og hefur alla burði til að verða metsölubók á heimsvísu. Allri hugmyndavinnu er þegar lokið í höfði mínu (þar geymi ég gullið), plottið liggin- fyrir og enn fremur ógurlega óvæntur endir. Að- eins handavinnan er eftir. Hugmyndin hefur verið kynnt fyr- ir nokkrum ólæsum fiárfestum sem þegar hafa lagt fram afturkræf hluta- fiárloforð í prójektið upp á fimm milljarða. Gert er ráð fyrir að ritun metsölubókarinnar taki fimm ár og höfundarlaun mín á þeim tíma nemi fimm milljónum á mánuði. Varlega er áætlað að arður fiárfesta af hluta- bréfum í fyrirtækinu verði þegar upp er staðið 50-100 faldur. Örlítil áhætta Færustu markaðs- og hlutabréfa- ráðgjafar hafa farið yfir hugmyndina og arðsemisútreikninga og telja þetta skothelt dæmi. Þeir benda að vísu á að það eigi eftir að skrifa bók- ina og ég hafi hingað til aldrei lokið neinu verki sem ég hef byrjað á. Enn fremur liggur ekki fyrir hvort ég verði í stuði tfi skrifta á næstu fimrn árum, þannig aö útkoma Norður- ljósamorðingjanna getur hugsanlega tafist í nokkur ár. Þá er ekki komið á hreint hvort áhugi erlendis sé fyr- ir þýðingu og útgáfu, sala á kvik- myndaréttinum er ekki á þessu stigi í höfn og óvíst hvort bíómynd gerð eftir bókinni verði það vinsæl að grundvöllur verði fyrir framleiðslu á minjagripum og leikfongum undir merkjum Norðurljósamorðingja. Sérfræðingamir segja því að það séu vissulega nokkrir óverulegir óvissuþættir í dæminu, þannig að þarna sé hugsanlega um örlitla áhættufiárfestingu að ræða, en að öðru leyti sé engin ástæða til að ætla annað en að bjartsýnustu spár gangi eftir og því sé hér um afskaplega álitlegan fiárfestingarkost að ræða. Glærar glámskyggnur Þannig leit dæmið sem sé út fyrir nokkrum mánuðum og ég var þegar búinn að taka nokkra millutugi að láni hjá sispanderandi bankastjórum út á væntanlegt hlutafé í fyrir- tækinu. En nú er komið heldur bet- ur babb í bátinn og hluthafarnir draga nú uppstyttulaust til baka hlutafiárloforðin. Og ástæðan er alls ekki sú að dæmið líti eitthvað ver út en það gerði fyrir nokkrum mánuð- um eða að ráðgjafarnir hafi breytt um skoðun. Nei, ástæðan er sú að nokkrir strákar í Reykjavík og í útlöndum, ýmist nördar með hornspangagler- augu eða töffarar með aflitað hár, höfðu látið sér detta það í hug löngu á undan mér að selja norðurljós og aðrar vonir og væntingar. í þeirra tilfelli yfirleitt svokallaðar hugbún- aðarlausnir, tölvuleiki og annað framtíðarfargan í þeim dúr. Þessir netverjar hafa nú i nokkur ár kastað netum sínum fyr- ** ir þorska á þurru landi sem margir hverjir eru komnir á vonarvöl eftir griðarlegar fiárfestingar í vonum og væntingum vefiapeyja. Og nú er komið að skuldadögunum. Netfyr- irtækin rúlla yfir um hvert á fætur ööru, hinar frábæru og arðbæru hug- myndir reyndust flestar einungis glærar glámskyggnur og allt hlutafé löngu horfið í gúlpandi launaumslög netpilta. Þess vegna mun hin stórkostlega metsölubók Norðurljósamorðingj- arnir aldrei líta dagsins ljós. Af því að vefsnáðar voru flestir bara að '*'* spinna efni í nýju fótin keisarans. Þeir eru búnir að koma óorði á fiár- festingar í vonum og væntingum og þar með spilla stórlega afkomumögu- leikum mínum og allra annarra frjórra og skapandi einstaklinga sem luma á pottþéttri hugmynd. Ætli sé ekki hægt aö fara í mál við þessa pilta? Nei, ástœðan er sú að nokkrir strákar í Reykjavík og í útlöndum, ýmist nördar með hornspangagleraugu eða töffarar með aflitað hár, höfðu látið sér detta það í hug löngu á undan mér að selja norðurljós og aðrar vonir og vœntingar. í þeirra tilfelli yfirleitt svokallaðar hug- búnaðarlausnir. Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.