Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001__________________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Chelsea Clinton Lífveröir hennar fara í taugarnar á Bretum. Chelsea má ekki koma með líf- verði til Oxford Chelsea Clinton langar að feta í fótspor fóður síns og leggja stund á nám í Oxford. En lífverðir hennar eru ekki velkomnir til háskólabæj- arins. Chelsea, sem er dóttir Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkja- forseta, nýtur enn verndar lífvarða þrátt fyrir að faðir hennar hafi látið af embætti. Bresk yfirvöld hafa hins vegar gefið til kynna að lífverð- irnir séu ekki velkomnir til Oxford. Bretarnir eru sagðir lítt hrifnir af áhuga lífvarðanna á vopnum. Breska blaðið Sunday Times hefur það eftir heimildarmanni innan lög- reglunnar að þegar bandarískir for- setar hafi heimsótt Bretland hafi samvinna við lífverði þeirra verið martröð. Chelsea hefur hug á að læra sögu eða alþjóðasamskipti við háskólann í Oxford. Danmörk: Óskað eftir vitnum að bensínsamráði Samkeppnisyfirvöld í Danmörku hafa óskað eftir vitnum að verðsam- ráði olíufyrirtækja eftir að mörg þeirra viðurkenndu að samráð hefði átt sér stað. Talsmenn olíufyrirtækisins Shell í Danmörku viðurkenndu á dögun- um að hafa sent öðrum olíufyrir- tækjum upplýsingar um verð og af- slætti hjá fyrirtækinu. Statoil kann- ast við að slíkt gæti hafa átt sér stað. Danska blaðið Politiken hefur það eftir nafnlausum sölustjóra eins af stóru olíufyrirtækjunum að verð- samráð hafi verið viðvarandi í greininni í áratugi. „Við höfum haft verðsamráð i áratugi í olíubransan- um og svo verður einnig í framtíð- inni því samkomulagið fer alltaf fram munnlega og yfirvöld geta ekki fest hönd á því.“ Olíufyrirtækin neita því opinber- lega að verðsamráð eigi sér ennþá stað en það hefur vakið athygli í Danmörku, líkt og á íslandi, hve samstiga þau eru í verðbreytingum. Sænsk samkeppnisyfirvöld hafa stefnt sænskum olíufyrirtækjum til að borga tæpan sjö og hálfan millj- arð islenskra króna vegna brots á samkeppnislögum. Það varð mögulegt eftir að sam- keppnisyfirvöld gerðu húsleit á skrifstofum helstu olíufyrirtækja og komu höndum yfir gögn sem bentu til verðsamráðs. Dönsku samkeppnisyfirvöldin hafa óskað eftir upplýsingum frá sænskum kollegum sínum en ekki fengið vegna laga sem meina þeim sænsku að veita leynilegar uplýs- ingar erlendum aðilum. Það stendur til bóta í Sviþjóð. Breskir ljósvakamiðlar: Siguðum ekki mót- mælendum á ráðherra Á fundi með kardínálum Jóhannes Páll páfi setti í gær ráöstefnu í páfagarði í Róm meö kardínálum víös vegar aö úr heiminum. Páfi boöaöi til fundarins til aö ræöa starf kaþólsku kirkjunnar á nýju árþúsundi. SAS sölsar undir sig norskan flugmarkað Sænski flugrisinn SAS hefur keypt tæplega 70 prósent hlutabréfa í norska samkeppnisfyrirtækinu Braathens. Norska flugfyrirtækinu hefur ekki gengið sem skyldi og segja forráðamenn fyrirtækisins það ekki geta lifað af eitt og sér. Það eina sem getur staðið í vegi fyrir samruna fyrirtækjanna er að norsk samkeppnisyflrvöld hafi eitt- hvað út á hann að setja. SAS borg- aði andvirði um 1,2 milljarða króna fyrir keppinautinn, sem er ráðandi á norskum flugmarkaði. Bresku ljósvakamiðlarnir BBC, ITN og Sky News vísuðu í morgun á bug ásökunum um að þeir hefðu sig- að mótmælendum á ráðherra í kosningabaráttunni. Ritari Verka- mannaflokksins, Margaret McDonagh, skrifaði ljósvakamiðlun- um bréf og sakaði nokkra frétta- menn um að hafa hvatt mótmælend- ur til dáða og veitt þeim upplýsing- ar um ferðir ráðherra. Bréf hennar var ritað á fóstudaginn, tveimur dögum eftir að John Prescott að- stoðarforsætisráðherra var myndað- ur i átökum við mótmælanda sem fleygt hafði eggi i hann er hann var á ferð í Wales. Framkvæmdastjórar ljósvaka- miðlanna funduðu í gær með full- trúum Verkamannaflokksins um málið og sögðu ásakanimar órétt- mætar. Víst þykir að bréf flokksrit- arans muni kynda undir fullyrðing- um um meintan áhuga Tony Blairs forsætisráðherra á eftirliti með fjöl- Þreyttur og sveittur Tony Blair, forsætisráöherra Bretiands, þurrkar af sér svitann á kosningafundi í gær. Flokkur hans sakar Ijósvakamiðla um aö siga mótmælendum á ráöherra. miðlunum. Hingað til hefur þó nei- kvæð umfjöllun um Blair ekki kom- ið íhaldsflokknum að gagni í kosn- ingabaráttunni. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lagt íhalds- flokknum lið og réðst í viðtali, sem birt var í morgun, harkalega á stefnu Blairs í Evrópumálum. Reyndar bættist mágkona Blairs, Lauren Booth, í hóp þeirra sem valdið hafa honum vandræðum að undanfórnu. Lauren, sem er systir Cherie, eiginkonu Blairs, ákvað að ferðast um með sjónvarpsmanni í límósínu til að fylgja eftir kosninga- rútu Blairs. Sögðu þau það miklu ódýrara en að borga fyrir sæti í rútunni. Lauren, sem er blaðamaður í lausa- mennsku, sagði óréttlátt að með- höndla fréttamenn eins og dýr. Ekki ætti að láta þá greiða fyrir að afla frétta og flytja þær. Sæti í kosn- ingarútunni kostar 600 pund á dag. *w Auglýsendur athugið: Miðvikudaginn 30. maí nk. kemur út hið vinsæla sérblað um hús og garða. Að venju er um yfirgripsmikið blað að ræða sem enginn garðeigandi lætur fram hjá sér fara. Umsjón með auglýsingum hefur Harpa Haraldsdóttir. Sími 550 5722, netfang harpa@ff.is. ATH. Síðasti skilafrestur auglýsinga er föstudaginn 25. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.