Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 2001 5 DV___________________________________Fréttir Um 20% fjölgun á slysa- og bráðamóttöku á tveim árum: Ofbeldi og slagsmál hafa aukist mest - yfir 30% fjölgun slasaðra í heimahúsum, vinnu og umferð Um 66 þúsund slasaðir eða bráð- veikir einstaklingar komu á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans í fyrra (180 á dag), 20% eða um 11 þúsund fleiri en tveim árum áður. Hvað varðar orsakir þessarar fjölg- unar eru það „ofbeldi og slagsmál" sem eru þar efst á blaði í ársskýrslu spítalans, með 34% sl. tvö ár. Skemmtanalífið afkastamik- ið í að búa til ofbeldi „Það er staðreynd að langstærsti hluti alvarlegra ofbeldismála teng- ist neyslu eða verslun með áfengi og fikniefni," svaraði Jón Baldvinsson, læknir á slysadeild. Annaðhvort sé þar um að ræða fólk undir áhrifum að berja annað fólk - sem raunar sé líka langflest undir áhrifum - eða að þetta tengist verslun með ólögleg vímuefni eða áfengi. „Hvað fjöldann snertir er áfengið langstærsti póst- urinn hjá okkur en fíkniefnin eru líka vandamál. Og svokallað skemmtanalíf er hér mjög afkasta- mikið í að búa til ofbeldi." Jón tók fram að þetta væri ekki séríslenskt fyrirbæri. Jafnt hérlendar og er- lendar rannsóknir bendi ákveðið í þessa átt, þ.e. að ofbeldi tengist að t »1^ Orsakir fjölgunar á slysa- og ->r M bráðamóttökur langstærstum hluta neyslu eða verslun með áfengi og fíkniefni. Jafnmörg íþrótta- og umferö- arslys Ofbeldi var þó ekki eina ástæðan. Árið 2000 komu um 11.400 manns á slysadeild eftir vinnuslys, ríflega 30% fleiri en tveim árum áður. Af þeim voru 510 lagðir inn sem var 77% fjölgun og 5 þeirra létust á ár- inu, en enginn næstu tvö ár á und- an. Um 12.500 komu eftir slys í heimahúsi (34 á dag), nær þriðjungi fleiri en 1998. Um 2.850 komu vegna umferðarslysa, 79% fleiri en tveim árum áður, en fjöldi látinna hafði fímmfaldast (úr 2 í 10). Og álíka margir komu vegna íþróttaslysa, eða 2.800, hvar af 1.500 höfðu slasast í boltaþróttum. Langflestir hinna slösuðu voru böm og ungmenni. Og komur vegna ofbeldis voru um 1.650 í fyrra (58 í viku). Stóraukið álag á siysadeild Hvað skýrir 20% fjölgun slasaðra og bráðveikra á aðeins tveim árum sagði Jón Baldvinsson enn ekki vit- að en m.a. hafi verið talsvert um að fólk leitaði á bráðadeild af því það átti ekki í önnur hús að venda. Og svipað hafi líka heyrst bæði frá N- Ameríku og Evrópu, að fólk flykkist í vaxandi mæli á bráðamóttökurn- ar, sem menn kunni ekki alveg skýringu á. „En eitt er víst, að það hefur verið mjög erfitt að eiga við þetta, því þótt álagið hér hafi aukist sem nemur þessum 20% sér þess. ekki stað í mannskap eða öðru.“ -hei Ur umferdinni í Reykjavík Snjóléttur vetur hefur sparaö borgarbúum hundruð milljóna vegna minni snjómoksturs og minna slits á gatnakerfinu. Götur koma betur undan vetri en oft áður í borginni: Snjóhreinsun aðeins 40 prósent af kostnaðaráætlun - malbiksslitlag verður lagfært fyrir 257 milljónir í sumar Áberandi minni skemmdir eru á gatnakerfi Reykjavíkur eftir vetur- inn en í fyrra. Eigi að síður hefur verið boðin út endumýjun á slit- lagi fyrir rúmar 257 milljónir króna. Gatnamálastjóri telur snjó- léttan vetur vera stærstu skýring- una en snjómokstur það sem af er ári er um 40% af kostnaðaráætlun. Þá hafi mun minna verið notað af salti á göturnar nú en í fyrravetur. Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri og embætti hans hafa ítrekað hvatt til að bíleigend- ur dragi úr notkun nagladekkja. Hann telur þau stóran áhrifavald varðandi slit gatnakerfisins og minna slit nú sé ekki eingöngu vegna minni saltnotkunar. Hann segir að minna gatnaslit megi fyrst og fremst skýra með snjóléttum vetri. Þá hafi verið langir þurrir frostakaflar og minni umhleypingar en í fyrra. Eins hafi snjóruðn- ingstæki lítið verið á ferðinni í vetur en þau fara oft illa með göturnar. Þá hafi meiri end- urbætur verið gerðar á gatna- kerfinu í fyrra en áður. Sigurð- ur segir að í vetur hafi verið notað mun minna salt en í fyrra. Kostn- aður við snjóhreinsun frá áramót- um sé ekki nema 40%, eða um 65 milljónir, af kostnaðaráætlun árs- ins upp á 170 milljónir króna. í fyrra var hins vegar farið 100 millj- ónir fram úr kostnaðaráætlun. Sig- urður áætlar að kostnaður í meðal- árferði sé um 115 milljónir króna. Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri. Þrjú fyrirtæki gerðu tilboð í hvert þriggja útboða í yfirlagningu malbiks á götur Reykjavíkur í sumar. Heildarkostnaðaráætlun tilboðanna þriggja hljóðaði upp á rúmlega 259,7 milljónir króna. Heildarupphæð lægstu tilboða hljóðaði hins vegar upp á tæpar 257,5 milljónir króna. í útboði 1 var Hlaðbær Colas hf. lægstbjóðandi með 84.799.588 krón- ur, eöa 99,56% af kostnaðaráætlun. í útboði 2 var Malbikunarstöðin Höfði hf. lægst með 84.128.789 kr., eða 94,56% af kostnaðaráætlun. í útboði 3 átti Loftorka Reykjavik ehf. lægsta tilboðið, 87.560.000 kr., eða 102,15% af kostnaðaráætlun. Stjórn Innkaupastofnunar lagði til í öllum tilfellum að lægsta tilboði yrði tekið og var það samþykkt í borgarráði á þriðjudag. -HKr. 'bI, lÍÍÍRWÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.