Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Side 22
42 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson a— 85 ára_____________________________ Erlendur Konráösson, Rauðumýri 7, Akureyri. 80-ára_____________________________ Ásta Björnsdóttir, Leirubakka 30, Reykjavík. Magnea Þóra Guðjónsdóttir, Lerkihlíð 7, Reykjavík. Sigríöur Björnsdóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. 75 ára_____________________________ Rósa Þorsteinsdóttir, Jöklatúni 1, Sauðárkróki. 70 ára Kjartan Guöjónsson, Heiðmörk 1, Stöövarfiröi. * Hann tekur á móti gest- um I Samkomuhúsi ÁÁ Stöðvarfjarðar laugardag- inn 26. maí kl. 18.00. g Málfríöur Halldórsdóttir, húsmóöir og fýrrv. starfsmaður viö félagsstarf aldraöra á ísafirði, Hllöarvegi 32, Isafiröi. Eiginmaður hennar er Arnór Stígsson húsgagnasmíðameistari. Jón Ásgeirsson, Ólafsvegi 5, Ólafsfirði. 50 ára_________________________ Bára Ágústsdóttir, Heiðarhrauni 30b, Grindavík. Edda Friögeirsdóttir, Látraströnd 44, Seltjarnarnesi. Einar Guöbjörnsson, Bjargartanga 6, Mosfellsbæ. Gréta Vera Rodriguez, Auðbrekku 8, Kópavogi. Rósant Egilsson, Grundargötu 27, Grundarfirði. Sigrún inger Helgadóttir, Indriðastöðum, Borgarnesi. Sigurbjörg Þórunn Jónsdóttir, Litladal, Blönduósi. Steinunn Magnúsdóttir, Álfheimum 35, Reykjavík. Valtýr Sigurbjarnarson, Byggðavegi lOlc, Akureyri. 40 ára_________________________ Iðunn Ása Hilmarsdóttir, Svarthömrum 40, Reykjavík. Inga Hrönn Hjörleifsdóttir, Bæjargili 26, Garðabæ. Linda Eilen Tómasdóttir, Akri, Akureyri. Vagn Ingólfsson, Stekkjarholti 3, Ólafsvík. Védís Harpa Ármannsdóttir, Háaleitisbraut 32, Reykjavík. Gcður bílótjári | -■er dlltáft f fí gcðum gír UMFERÐAR Sigriöur Þórunn Þorgeirsdóttir, Lokastíg 16, Reykjavík, lést á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi þriðjud. 15.5. Þorsteinn Friöriksson, Austurbrún 2, Reykjavík, áður Vallargötu 26, Keflavik, lést á heimili sínu fimmtud. 17.5. sl. Rúnar Helgi Sigdórsson, Klapparholti 12, Hafnarfirði, lést fimmtud. 17.5. Þóröur Vigfússon, Vesturbergi 60, Reykjavlk, er látinn. Jóliann Sigurösson smiður, Lönguhlið 12, Akureyri, er látinn. Smáauglýsingar 550 5000 ÞRIDJUDAGUR 22. MAÍ 2001 I>V Fólk í fréttum Logi Bergmann Eiðsson frétta- og dagskrárgerðarmaður á Sjónvarpinu Logi Bergmann Eiðsson, frétta- maður á Sjónvarpinu, fór fremstur meðal jafningja sl. fostudagskvöld, er hann og fréttamennimir Finnur Beck og Lovísa Árnadóttir sungu Eurosivion-lagið Gleðibankann og sigruðu þar með í æsispennandi RÚVóvision-keppni sem er innan- hússsöngvakeppni Ríkisútvarpsins. Starfsferill Logi fæddist í Reykjavik 2.12.1966 og ólst þar upp, fyrst í Hlíðunum og síðan í Smáíbúðahverflnu. Hann var í Breiðagerðisskóla, Réttarholts- skóla, Fjölbrautaskólanum í Ár- múla og stundaði nám í stjómmála- fræöi við HÍ. Logi var blaðamaður við Þjóðvilj- ann 1986-88, blaðamaður við Morg- unblaðið 1988-91, hóf þá störf sem íþróttafréttamaður við Sjónvarpið og hefur starfað þar síðan, lengst af í almennum fréttum og við dag- skrárgerð. Hann hafði m.a. umsjón með Dagsljósi um skeið og hefur auk þess verið spyrill og stjórnandi Gettu betur, spurningakeppni fram- haldsskólanna, undanfarin ár. Logi æfði og keppti í knattspyrnu og handbolta með Knattspymufélag- inu Víkingi á unglingsárunum. Hann var formaður Starfsmanna- samtaka RÚV 1997-99. Fjölskylda Logi kyaentist 19.9. 1987 Ólöfu Dagnýju Óskarsdóttur, f. 4.4. 1966, stjórnmálafræðingi. Hún er dóttir Óskars Þorvarðarsonar sem er lát- inn, tryggingarmatsmanns, og Jór- unnar Erlu Þorvarðardóttur hús- móður. Dætur Loga og Ólafar Dagnýjar eru Elín Tinna, f. 19.9. 1988, nemi í Hvassaleitisskóla; Fanndís Birna, f. 22.2. 1995; Linda Björg, f. 4.5. 1997. Bræður Loga eru Frosti Berg- mann, f. 24.5. 1963, blaðamaður á eigin vegum, búsettur í Reykjavík; Hjalti Bergmann, f. 22.4. 1969, starfs- maður Ölgerðar Egils Skallagríms- sonar, búsettur í Reykjavík; Sindri Bergmann, f. 19.11.1973, auglýsinga- hönnuður við Hvíta húsið, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Loga: Eiður Bergmann, f. 22.11. 1915, d. 3.2. 1999, fram- kvæmdastjóri Þjóðviljans, og k.h., Valborg Sveinsdóttir, f. 13.6. 1934, meinatæknir. Ætt Eiður var sonur Helga, b. og fræðimanns i Tjarnarkoti í Ytri- Torfustaðahreppi, Guðmundssonar. Móðir Helga var Sigurlaug Stefáns- dóttir, b. á Spena, bróður Jóns, b. í Syðsta-Hvammi, afa Sigurðar Dav- íðssonar, kaupmanns á Hvamms- tanga, fóður Gunnars Dal, heim- spekings og rithöfundar. Stefán var sonur Arnbjörns, stúdents á Stóra- Ási. Móðir Eiðs Bergmann var Þóra Jensína Sæmundsdóttir. Valborg er dóttir Sveins, yfirlög- reglumanns hjá Rannsóknarlögregl- unni í Reykjavík, Sæmundssonar, b. á Lágafelli í Landeyjum, bróður Sig- ríðar, konu Ólafs Pálssonar, óðalsb. á Þorvaldseyri. Sæmundur var son- ur Ólafs, b. á Lágafelli, Ögmunds- sonar. Móðir Sæmundar var Vil- borg Þorbjamardóttir. Móðir Sveins yfirlögregluþjóns var Guðrún Sveinsdóttir, smiðs á Helgustöðum undir Eyjafjöllum, Sveinssonar, b. í Björnskoti, Pálma- sonar Austmann, bróður Jóns Aust- mann, pr. í Vestmannaeyjum. Móð- ir Guðrúnar var Hólmfríður Stef- ánsdóttir, b. í Efra-Holtum undir Eyjafjöllum, Pálssonar. Móðir Valborgar var Elín Geira Óladóttir, b. á Höfða á Völlum, Hall- dórssonar, b. á Eyvindará, Jónsson- ar. Móðir Óla var Anna, systir Jóns, föður Þorsteins M. Jónssonar, skólastjóra, útgefanda og alþm. á Akureyri. Anna var dóttir Óla, b. á Útnyrðingsstöðum, ísleifssonar, vinnumanns á Einarsstöðum í Vopnafirði, Finnbogasonar. Móðir Önnu var Guðný Pétursdóttir, b. á Víkingsstöðum á Völlum. Móðir Elínar var Herborg, systir Elínbjargar, ömmu Laufeyjar Jak- obsdóttur. Herborg var dóttir Guð- mundar, b. á Staffelli, Bjamasonar, b. á Staffelli, Jónssonar, b. á Bessa- stöðum, Þorsteinssonar, ættfóður Melaættar, Jónssonar. Móðir Guð- mundar á Staffelli var Björg Bene- diktsdóttir, b. á Staffelli, Hjörleifs- sonar. Móðir Herborgar var Hólm- fríður Sigurðardóttir, Brynjólfsson- ar. I .. " - Erna H. Sigurbjörnsdóttir útgerðarmaður í Hafnarfirði Ema Hallfríður Sigur- björnsdóttir útgeröar- maður, Skerseyrarvegi 2, Hafnarfirði, er fimmtug í dag. Starfsferill Ema fæddist að Hamri í Svínavatnshreppi en ólst upp á Blönduósi. Hún flutti til Skagastrandar 1969, starfaði lengst af í frystihúsi Hólaness hf. og i Rækjuvinnslunni, var húsvörður við félagsheimilið Fellsborg í fimm ár og stundaði sjó- mennsku með eiginmanni sínum. Ema flutti til Hafnarfjarðar 1996 og hóf rekstur ferðaþjónustufyrir- tækisins Húnaströnd ehf. sem rekur skemmtibátinn Húna II. Fjölskylda Erna giftist 26.12. 1969 Þorvaldi Hreini Skaftasyni, f. 6.6. 1949, út- gerðarmanni. Hann er sonur Skafta Fanndal Jónassonar verkamanns og Jónu Guðrúnar Vilhjálmsdóttur húsmóður sem hafa verið búsett á Skagaströnd. Börn Emu og Þorvalds eru Sigur- björn Fanndal Þorvaldsson, f. 5.10. 1969, d. 13.8. 2000; Hafdís Eygló Þorvaldsdóttir, f. 29.6.1971, en maður henn- ar er Björgvin Bragason, f. 7.9. 1956, og eru börn þeirra Erna Ósk, f. 19.3. 1995, og Eva Ósk, f. 18.5. 1996; Jónas Fanndal Þor- valdsson, f. 25.5. 1976, en kona hans er Ragna Hrafnhildur Magnúsdótt- ir, f. 28.10. 1981, og er dóttir þeirra María Jóna, f. 9.7. 1999. Systkini Ernu: Signý Magnúsdótt- ir, f. 20.1. 1948, búsett á Skaga- strönd; Ingi Einar Sigurbjörnsson, f. 16.4. 1950, búsettur í Reykjavík; Baldur Bragi Sigurbjörnsson, f. 30.10. 1952, d. 5.7. 1971; Sigurður Sig- urbjörnsson, f. 4.4. 1954, búsettur í Vestmannaeyjum; Dóra Sigur- björnsdóttir, f. 23.11. 1962, búsett á Selfossi; Erla Sigurbjörnsdóttir, f. 15.4. 1965, búsett á Blönduósi. Foreldrar Ernu eru Sigurbjörn Sigurðsson, f. 23.8. 1912, verkamað- ur á Blöndósi, og Matthildur Mar- grét Árnadóttir, f. 15.9. 1929, versl- unarmaður. Ema verður við störf um borð í Húna II á afmælisdaginn. Logi Árnar Guðjónsson framkvæmdastjóri Glóa Logi Amar Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Glóa ehf. á Akureyri, Seljahlíð 7b, Akureyri, er fimmtugur i dag. Starfsferill Logi fæddist í Reykja- vík. Hann var í Gagn- fræðaskóla verknáms, stundaði nám í textíl- fræði í Englandi og hefur sótt fjölda námskeiða í mynsturgerð og rekstri og viðhaldi prjónavéla. Logi starfaði hjá prjónastofunni Anna Þórðardóttir í Reykjavík um árabil, vann síðan hjá ýmsum prjónastofum á landsbyggðinni og var ráðgjafi, m.a. á vegum Iðn- fræðslustofnunar á árunum 1970-80, var búsettur á Akranesi 1978-93, stofnaði þar fyrirtækið Trico hf. og starfrækti það til 1993, var verk- stjóri í sokkaverksmiðju i Kolling í Danmörku 1993-97 en hefur síðan verið framkvæmdastjóri Glóa ehf. á Akureyri. Logi var sæmdur markaðsverð- launum Útflutingsráðs fyrir mark- aðsskýrslu á síðasta ári. Hann starf- aði um árabil í Kiwanisklúbbnum ehf. á Akureyri Þyrli á Akranesi, sat í stjórn hans og var forseti. Fjölskylda Eiginkona Loga er Jó- hanna Guðborg Jóhann- esdóttir, f. 17.7. 1954, dótt- ir Jóhannesar Jónssonar sem er látinn, bakara- meistara á Akranesi, og Guðborgar Elíasdóttur húsmóður. Böm Loga og Jóhönnu eru Elfa Sif, f. 18.5. 1975, skrifstofumaður í Reykjavík; Bryndís Rut, f. 12.8.1979, vinnur við leikskóla í Reykjavík; Jó- hannes Arnar, f. 5.7. 1988, nemi. Hálfsystkini Loga; Björn Stefáns- son, verkstjóri á Seltjarnamesi; Stella Stefánsdóttir, skrifstofumað- ur í Reykjavík; Hulda Sigurvins- dóttir, bankafulltrúi í Mosfellsbæ. Albræður Loga: Sveinbjöm, fangavörður á Litla-Hrauni; Guð- mundur, verkamaður í Reykjavík; Jón ívar, símvirki í Reykjavík. Foreldrar Loga: Guðjón Svein- björnsson, f. 3.12. 1929, bifreiðar- stjóri í Reykjavík, og k.h., Ásta Bjömsdóttir, f. 22.5. 1921, húsmóðir. Jónína Jónatansdóttir, kvenfrelsiskona jog verkalýðsleiðtogi fæddist 22. maí 1869 á Miðengi í Garðahverfl á Álftanesi. Á fæðingarári hennar kom út í Bretlandi rit heimspekingsins og nytjastefnu- mannsins John Stuart MiÚ, Kúgun kvenna, en það rit átti eftir að vera biblía kvennréttindasinna í áratugi. Jónína var dóttir Jónatans Gíslason- ar, sjómanns á Miðengi, og k.h., Mar- grétar Ólafsdóttur húsfreyju. Jónína gekk í Kvennréttindafélag íslands 1910 og var helsti hvatamaður að stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar 1914, ásamt vinkonu sinni, Bríeti Bjamhéðins- dóttur, en þær stöllur voru nágrannakonur í Þingholtsstrætinu í Reykjavík. Jónína var for- Jónína Jónatansdóttir maður félagsins frá stofnun og næstu tuttugu árin. Hún var í öðru sæti á framboðslista Kvennaframboðsins til bæjarstjórnar, 1914. Þá var Jónína einn stofnenda Al- þýðusambands Islands og Alþýðuflokks- ins og átti sæti í stjórn þeirra. Hún varð fyrsta konan sem tók sæti í bæj- arstjórn Reykjavíkur fyrir Alþýðu- flokkinn 1920, átti sæti i fátækranefnd og flársöfnunarnefnd Landspítalans og vann mikið fyrir Slysavarnafélag ís- lands. Jónína var rólynd kona og hugljúf, með fremur viðkvæma lund, en þó ætíð reiðubúin að rétta þurfandi hjálparhönd. Eiginmaður hennar var Flosi Sigurðsson trésmiðameistari. Jónína lést 1. desember 1946. Jarðarfarír Jaröarför Trausta Gestssonar, Búöavegi 45a, Fáskrúösfiröi, ferfram frá Búða- kirkju, Fáskrúðsfiröi, þriöjud. 22.5. kl. 16.00. Leifur Hannesson verkfræðingur veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikud. 23.5. kl. 15.00. Guömundur Sveinsson, Hvassaleiti 18, Reykjavik, veröur jarösunginn frá Grens- áskirkju þriöjud. 22.5. kl. 15.00. Guörún Þórarinsdóttir, Mánagötu 22, Reykjavlk, veröurjarösungin frá Foss- vogskapeilu þriðjud. 22.5. kl. 13.30. Brynjólfur Jónsson, fyrrv. skipstjóri, áöur Barmahlíö 18, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni 22.5. kl. 13.30. Gústaf Bergmann Einarsson, Hverfisgötu 59, veröurjarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjud. 22.5. kl. 10.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.