Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 20
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 40 gggg ({ðÍÍlUM tölvun takni og vísinda E3 tölvuleikjasýningin haldin í LA: Leikjatölvustríð í uppsiglingu - kubburinn og Xboxið kljást um annað sætið Baráttan á leikjatölvumark- aðnum fer nú harðnandi og sást það best á tölvuleikjasýn- ingunni, E3 sem haldin var í Los Angeles í seinustu viku þar sem leikjatölvumar skyggðu nánast á alla aðra hluta tölvuleikjaiðnaðarins. Þar kynntu Microsoft og Nintendo væntanlegar markaðssetningardagsetningar fyrir leikjatölvur sínar auk leikja. Sony Það er talið víst að með forskotinu sem Sony náði með því að vera rúmu ári á undan með PlayStatión 2 þá hafi fyrirtækið tryggt sér stærstu kökuna af markaðnum jafnvel þótt enn sé ekki búið að gera PS2 klára fyrir nettengingu. Leikjakubburinn frá Nintendo kem- ur út þrem dögum á undan Xboxinu. mætti einnig og kynnti leiki og aukahluti fyrir PlayStation 2. Háhraðanettengingar Microsoft kynnti Xboxið á undan. Þar kom fram að útgáfudagur fyrir Bandarikjamarkað hefur verið ákveð- inn 8. nóvember næstkomandi þannig hægt verði að nýta jólavertíðina. Verð- ið er 299 dollarar sem á núverandi gengi er í kringum 30.000 íslenskar krómu1. Innifalið í þessum pakka er PlayStation 2 hefur nú selst í 10 milljónum eintaka og er því meö gott forskot á keppinautana sem ætti að tryggja þvi stærstan hluta markaðarins. harður diskur, DVD-spilari og mögu- leiki á tengingu við háhraða netsam- band svo hægt verður að spila leiki á Netinu. Einnig geta spilarar talað saman yfir Netið í gegnum Xboxið. Leikjakubburinn (GameCube) frá Nintendo mun koma út í Bandaríkjun- um þrem dögum fyrr en Xboxið eða 5. nóvember. Likt og Xboxið er hægt að tengja Leikjakubbinn við háhraða- 10-15 nýir leikir fylgja Xboxinu á markað en vandamáliö er aö þeir eru allir endurunnir úr eldri leikjum sem gæti komiö niöur á sölu vélar- innar. nettengingu. Nintendo gaf ekki upp neitt verð á E3 en sérfræðingar búast við því að verðið verði í kringum 249 dollara (ca 25.000 ísl. kr.). PlayStation 2 númer 1 Það er talið víst að með forskotinu sem Sony náði með því að vera rúmu ári á undan með PlayStation 2 þá hafl fyrirtækið tryggt sér stærsta hlut markaðarins jafnvei þótt enn sé ekki búið að gera PS2 klára fyrir netteng- ingu. Nú fylgjast því allir með hvort Xboxið eða Leikjakubburinn nær öðru sætinu. Það sem gæti orðið Microsoft flötur um fót er sú staðreynd að enn eru ekki komnir neinir leikir sem bara verður hægt að spila á Xboxinu. Um leið og vélin kemur út þá verða um 10-15 leikir tilbúnir. Leikjunum hefur verið hrósað fyrir frábæra graf- ík og útlit en hins vegar þá eru þetta allt endurunnir leikir sem hafa lifað góðu lífi á PlayStation, Dream-cast eða Pésum. Þar sem Leikjakubburinn og Xbox- ið eru svipuð að afli gæti verði að Nin- tendo nái ööru sætinu vegna þess ara- grúa leikja sem aðeins er að finna á leikjatölvum frá Nintendo. Það kemur hins vegar í ljós næsta vetur hvað verður og þangað til geta leikjaunnendur látið sig dreyma um hvað verður í boði á vélunum og hvora á að kaupa. Hvorki Nintendo né Microsoft til- kynntu um útkomudag fyrir Evrópu en vænta má að það verði ekki löngu eftir markaðssetningu í Bandaríkjun- um. Nokia meö heimilisskemmtimiðstöð á markað: Linux-stýrikerfi og leikir Sjónvarpiö er nú hægt og rólega aö stefna í stafrænt, meö öllum þeim val- möguleikum sem því fylgir, og þá þarf fjölskyldan ekki lengur aö standa upp frá sjónvarpinu. Símaframleiðand- inn Nokia til- kynnti í síðustu viku að fyrirtæk- ið stefni nú á þátt- töku í leikjatölvu- tilkynning kemur til með að verða fylgjendum frjáls hug- búnaðar sérstaklega hugleikin þar sem Nokia tilkynnti að notast yrði við Lin- ux-stýrikerfið í leikjatölvunni. Nýver- ið var vinnu við leikjatölvuna Indrema hætt en sú vél átti einnig að notast við Linux-stýrikerfið. í raun er ekki um eiginlega leikja- tölvu að ræða heldur er afþreyingar- miðstöð kannski betri nafngift. Auk spilunarmöguleika er nýja tækið frá Nokia einnig nýtanlegt sem stafrænt upptökutæki sem og móttakari fyrir stafrænt sjónvarp. Einnig verður hægt að spila tónlist á mp3-formi og vafra um Netið. Aðilar innan frjálsa hugbúnaðar- geirans fagna þeirri ákvörðun Nokia að nota Linux-stýrikerið. Hlutur fráls hugbúnaðar er sífellt að stækka innan hugbúnaðargeirans og hefur IBM, ásamt nokkkrum öðrum stórum fyrir- tækjum, ákveðið að styðja frjálsan hugbúnað á allar tölvur sem fyrirtæk- ið framleiðir. Nýja tækið frá Nokia er áætlað á markað í Svíþjóð á seinni hluta sum- arsins og seinna á þessu ári kemur það á markað í Bretlandi og Þýskalandi og í kringum áramót í Bandaríkjunum. Græjan ætti því að sjást hér á landi á þessu ári. Noröur-Evrópubúar er svipaöir Nígeríubúum í erföafræöilegri uppbyggingu, staöreynd sem slær kannski aðeins á heimskuhjal kynþáttahatara um yfir- buröi hvíta mannsins. Uppruni íbúa Norður-Evrópu uppgötvaður: Bakdyr í net- þjónahugbúnaði Fyrir stuttu viðurkenndi Microsoft-hug- búnaðarrisinn að hafa sett svokallaðar bakdyr í net- þjónahugbúnað frá fyrirtækinu, sem notar FrontPage 98, og gerir fyrirtækinu kleift aö komast inn á netþjóna með því að slá inn leyniorð og taka þá svo yfir. Þetta átti sér stað þegar baráttan á milli Microsoft og Netscape var sem höröust um hvor gerö net- vafra ætti aö ráða markaðnum, Netscape eöa Explorer. Engin út- skýring fékkst hins vegar á því hvers vegna bakdyrnar voru sett- ar inn. Ekki er vitað til þess að bak- JJilr^ ílilJJÍlÚJJj1 dyrnar hafi nokkurn tím- ann verið notaðar en hins vegar getur þetta opnað leið fyrir hakkara inn í netþjónustur og yf- irtekið heimasíður þær sem á netþjóninum eru. Talsmaður Microsoft lýsti því yfir að svona nokkuð væri algjörlega gegn stefnu félagsins. Hins vegar er það ætlun fyrirtækisins að senda tölvupóst á alla eigendur hugbúnaðarins og vara þá við. Einnig hefur þeim hinum sömu veriö bent á að eyða möppu með heitiö „dvwssr.dll.". Sú mappa inniheldur bakdyrnar. Bakdyrnar koma ekki til meö aö auka vinsældir Bill Gates og félaga hjá Microsoft og eru þær nú þegar ekki í neinni uppsveiflu. Komnir af 50 manna hópi - en gæti líka verið um 1000 Svo lítur út fyr- ir að íbúar Norður-Evrópu gætu verið komnir undan litlum hópi fólks sem lifði af seinustu ísöld. Hópur breskra og bandariskra vísindamanna hefur verið aö framkvæma rann- sóknir á erfðaefni Evrópubúa. Fyrir um 20.000 árum neyddust íbúar Evrópu til að flytja sig stööugt suður á við til að sleppa frá ísjökum og öðrum óþægindum ísaldar og enduðu þeir á Spáni eða Balkanskaga. Þegar ísöld lauk er talið að hópur fólks sem getur hafa verið frá 50 manns og upp í 1000 hafi lifað af og sá hóp- ur hafi getið af sér það fólk sem nú byggir Norður-Evrópu. Þær tilgátur um að mannkynið hafi litið dagsins ljós í Afríku hafa verið að fá byr undir báða vængi á síðustu misserum vegna hinna ýmsu erfðafræðirannsókna Fyrir um 20.000 árum neyddust íbúar Evrópu til að flytja sig stöðugt suður á við til að sleppa frá ísjökum og öðrum óþægindum ís- aldar og enduðu þeir á Spáni eða Balkanskaga. sem nú eru móðins í vísindasam- félaginu. Það hefur komið upp úr krafsinu að íbúum Norður-Evr- ópu svipar mjög til Nígeríu- manna erfðafræðilega. Hins vegar sýnir hluti erfðaefnis Evrópubú- anna að einhvers staðar eftir að Evrópubúar fluttu frá Afríku hafi myndast flöskuháls, Evrópubúum hafi fækkað mjög mikið og það er talið hafa skeð á ísöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.