Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 Skoðun H>V Spurning dagsins Hver finnst þér fallegasti staður á landinu? Frá Sandgeröishöfn „Nánast allt aflamark er horfiö úr bænum. “ Smábátaútgerð og s j ávarbyggðir Hjörleífur Guömundsson, Patreksfíröi, (í stjórn Landssambands smábátaeigenda) skrifar: Á undanfórnum vikum hafa for- ustumenn LÍÚ og skutulsveinar þeirra fariö mikinn. Það er þó ekki til lausnar á þeirri kjaradeilu við sjómenn er varað hefur lengur en dæmi eru um síðustu áratugi. Kröft- um sínum telja þeir greinilega betur varið til þess að hnoðast á trillukörlum og þá sérstaklega þeim sem gera út svokallaða þorskaflahá- marksbáta. Þessa dagana virðist að- alatriðið að gera þessum bátseig- endum lífið sem leiðast, en þeir hafa undanfarið sannað betur en nokkru sinni hvers þeir eru megnugir fyrir atvinnulíf fjöimargra sjávarbyggða. Ætla má að nú sé svo komið að frosið sé fyrir öll vit útvegsmanna og en'gin von sé til að úr rætist fyrr en sól gengur hæst um norðurhvel. Vil ég nefna í þessu sambandi tvö dæmi. - Á fundi í Grindavík fyrir skömmu lýstu fundarmenn furðu sinni á öllum þeim stuðningi sem „Á fundi í Grindavík fyrir skömmu lýstu fundarmenn furðu sinni á öllum þeim stuðningi sem trillukarlar gœtu aflað sér, jafnvel úr ólíklegustu áttum. “ trillukarlar gætu aflað sér, jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo langt gengi þetta að bæjarstjórn Sand- gerðis vogaði sér að lýsa yfir stuðn- ingi við málstað trillukarla. Ég spyr: „Er Sandgerði orðið svo Qarlægt þessum mönnum að þeir hafi ekki grænan grun um að nán- ast allt aflamark er horfið úr bæn- um? - Sú spuming er áleitin hvern- ig slíkar ályktanir myndu líta út frá bæjarstjórn Grindavíkur annars vegar og bæjarstjórn Akraness hins vegar ef allt það aflamark sem vistað er í þessum bæjum í dag væri flutt til Bolungarvíkur eða Sand- gerðis með svikráðum, nánast á einni nóttu. - Svari nú hver fyrir sig. Hins vegar vil ég benda á það sem forystumaður útvegsmanna í Vest- mannaeyjum sagði í Auðlindinni hinn 7. maí sl. Hann krafðist þess að trillukarlar í þorskaflahámarki stæðu við það samkomulag sem þeir gerðu við stjórnvöld. Um þetta er ég honum algjörlega sammála, en bendi á að til dagsins í dag hefur að fullu verið staðið við það samkomu- lag, af hálfu Landssambands smá- bátaeigenda. í fyrstu hélt ég að við trillukarlar værum þarna að eignast nýja liðs- menn sem ég tel þrátt fyrir allt að við eigum samleið með. En því mið- ur skynjaði ég, er á samtalið leið, að hann er haldinn þeim hrapallega misskilningi að þau lög sem sett voru í kjölfar Valdimarsdómsins svokallaða sé eitthvert samkomulag við LÍÚ og LS. Ég svara ekki fyrir LÍÚ, en LS kom þar hvergi nærri og ber enga ábyrgð á lögum sem í gildi eiga að ganga 1. september nk. María As Birgisdóttir nemi: Egilsstaöir, þaö er svo fallegur skógur þar. Sandra Rós Pálmadóttir nemi: Akureyri, þar er mikill gróöur og lítill bær. Guömundur Guðmundsson: Hofsvík, þaö er skemmtilegur og rólegur staöur. Indæll aö öllu leyti. Liija Hlíö Ingibjargardóttir nemi: Sauöárkrókur, þar eiga margir ætt- ingjar mínir heima. ESB og flokksþing Framsóknar Gunnar Pétursson nemi: Lónsöræfi, þaö eru svo fallegir litir þar. Sunna Ösp Mímisdóttir nemi: ísafjöröur, þar er svo skemmtilegt fólk. Siguröur Lárusson skrifar: Síðan nýr utanríkisáðherra tók við af Jóni Baldvin Hannibalssyni, hefur hann smátt og smátt verið að færa sig upp á skaftið með því að feta í fótspor Jóns. Ráðherra lætur þó alltaf skína í að aðeins sé um að ræða könnunarviðræður við ESB, til að vita hve langt við getum kom- ist. En það er ekki Halldór Ásgríms- son einn sem rær að þessu öllum árum. Margir braskarar og fjár- plógsmenn svo og pólitíkusar, ekki síst í Samfylkingunni, láta ekki sitt eftir liggja. Ég vil minna núverandi utanrík- isráðherra á samþykkt sem var af- greidd mótatkvæðalaust á fjöl- mennu flokksþingi Framsóknar- „En það er ekki Halldór Ás- grímsson einn sem rcer að þessu öllum árum. Margir braskarar og fjárplógsmenn svo og pólitíkusar, ekki síst í Samfylkingunni, láta ekki sitt eftir liggja. “ flokksins 1990. Þá var Halldór orð- inn varaformaður flokksins. Þetta var 21. flokksþingið og þá var slag- oröið „Öflug þjóð í eigin landi“. Á þessu flokksþingi var gerð eftir- farandi samþykkt: „Stjórnarskrá EB -Rómarsáttmálinn byggir á sameig- inlegri stjórn og rétti allra þegna bandalagsins til sameiginlegrar nýt- ingar á auölindum. Undan því fá að- ildarríki EB ekki vikist sem aðildar- þjóð EB yrðum við að veita öðrum aðgang að fiskimiðum okkar og orkulindum. Slíkt er ekki unnt að samþykkja. Aðild íslendinga að EB kemur því ekki til greina." Segja má með réttu að umhverfis- málin hafi haft sterka skírskotun til einkunnarorða ílokksþingsins. Um þau mál ályktaði flokksþingið einnig: „Fiokksþingið fagnar stofn- un sérstaks umhverfisráðuneytis". Þar með komst í höfn áralangt stefnumál framsóknarmanna í þess- um málaflokki. - Tekið skal fram, að heimild mín er úr bókinni Sókn og sigrar eftir Vilhjálm Hjálmarsson. Ógeðslega ósanngjarnt „Ógeðslega ósanngjarnt," sagði Árni Mathiesen þegar hann rakst á Guðna Ágústsson á klósettinu i stjómarráðinu. „Nú,“ sagði Guðni hissa og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Já,“ sagði Árni. „Þeir vilja ekki leyfa mér að tala.“ „Nú?“ sagði Guðni hissa, „hverjir?" „Nú þessir sjómenn," sagði Árni. „Obbobobb," dæsti Guðni og þurrkaði sér um hendumar, opnaði dymar og skildi Árna einan eftir inni með mál- beini sínu. Guðna fannst það auðvitað ósann- gjarnt líka að Ámi fengi ekki að tala fyrir ein- hverjum sjómönnum sem hann hafði neyðst til að setja lög á. „Ósköp er ég feginn að bændaræfl- arnir eru ekki með neinn uppsteyt," sagði Guðni við sjálfan sig og þreifaði í vasa sínum eftir gul- rót sem hann haföi fengið senda frá óðalsbónda nokkrum í Hveragerði. „Þeir em svo ljúflr þess- ir bændur. Þeir eru rólegir svo lengi sem þeir fá sína tolla.“ Laxness og pakkinn „Ógeðslega ósanngjarnt,“ sagði Ámi Matt við Siv Friðleifsdóttur þegar hann rakst á hana fyrir utan klósettin í stjórnarráðinu. „Já,“ sagði Siv. „Það er ömurlegt að þurfa aö setjast tU að pissa. En þetta verðum við víst að lifa viö.“ Ámi leit á Siv og fannst að það væri kannski ekki ástæða til að ræða málið frekar en hélt samt áfram: „Ég er ekki að meina það. Ég er að meina hvað sjó- mennirnir eru ósanngjamir að vUja ekki hlusta á mig halda ræðu á sjómannadaginn." „Æ, vertu feginn," sagði Siv og leit dálítið undrandi á Árna, „það verða bara vandræði ef maöur er að tjá sig of mikið. Þú hlýtur að muna eftir því hvað ég var bergnumin." „Æ, já,“ sagði Árni. „Það var dáldið óheppUegt. En ég ætlaði ekki að tala um einhverjar mýrar. Ég ætlaði að tala um hvað sjómennskan væri heillandi og hvernig fiskurinn væri grunnurinn að íslensku efnahags- lífi. Ég var byrjaður á þessari ræðu. Ég ætlaði að vitna í Laxness og aUan pakkann. En þetta er allt unnið fyrir gýg. Svo er ár í næstu ræðu.“ Settið í Dómó „Er ekkert almennilegt klósett hérna?“ hróp- aði Sólveig Pétursdóttir þar sem hún stormaði inn ganginn í átt að Árna sem enn stóð fyrir framan karlaklósettið. „Þarf maður að fara upp í Dómó til að farið á settið?" Ámi sagði ekki neitt. Hann leit bara á flokkssystur sina og beið eftir því að hún myndi segja eitthvað hugljúft. Það kom ekki, hún stormaði hjá og í átt að kvennaklósettinu. Nú rak Blöndal Halldór inn nefið. Hann var á leiðinni í Max Mara en langaði að koma við í stjómarráðinu til að rifja upp gamla góða tíma. „Hvað ertu að tauta, Ámi minn,“ sagði Blöndal. „Æ, mér leiðist bara að fá ekki að halda ræðu,“ sagði Ámi. „Láttu það ekki á þig fá. Búðu bara til vísu og komdu henni á vefinn. Vísan lœknar veika lund vekur hlátur mildan. Þótt þeir kalli Helga hund Æ, eitthvað sem rímar við mildan. Ég er far- inn í Max Mara,“ sagöi Blöndal og lokaði dyrun- um. „Gildan," sagði Árni við sjálfan sig, „gildan." Gðflí Hutningur Sjónvarpsins í Efstaleitiö Nauðungaráskrift verður aö Ijúka. Fagna RÚV-verkfalli Eysteinn skrifar: Ég las í frétt í DV nýlega að fréttamenn Ríkisútvarpsins hefðu ákveðið að hefja undirbúning að boðun verkfaUs til að krefjast bættra kjara. Ég fagna innilega verkfalli hjá RÚV, og þá sérstaklega hjá Sjónvarpinu sem ekkert gefur í aðra hönd, hvorki fyrir ríkið né okkur áhorfendur, sem erum þó neyddir til að greiða afnotagjald, þótt margir myndu fegnir vilja losna við áskrift að ríkissjónvarp- inu. Það verður aldrei sátt um að greiða nauðungaráskrift RÚV eftir að aðrir ljósvakaíjölmiðlar eru ókeypis. Og þótt einhverjir vilji kaupa áskrift að einni stöð eins og Stöð 2, þá geta þeir það ekki á með- an áskriftarskylda er að Sjónvarp- inu. Það er líka misskilningur haldi menn að hægt sé að fela áskriftina í fjárlögunum. Nemandi vill þéna Sigurður Magnússon skrifar: Ung námsmær skrifaði opið bréf í Morgunblaðið sl. fimmtudag tU menntamálaráðherra. Hún sagði að íslenskir nemendur ættu fuUan rétt á því að „þéna ótakmarkað" á sumrin (júní-ágúst) þar sem þeir fengju ekki lán. Líklega er þetta eitt þeirra ung- menna sem lifa á lánum frá ríkinu meðan á menntun stendur erlendis. Ég rak upp stór augu eftir lestur greinarinnar, svo mikU frekja birtist í þessum skrifum stúlkunnar. Hún vitnar ótt og títt í norska námsmenn sem eigi aUir rétt á láni, hvort sem þeir stundi nám á háskólastigi eða menntaskólastigi - og hvort sem þeir sæki um lán eða ekki! Veit ekki þessi góða stúlka að Norðmenn eru miUj- ónaþjóð með geysUegar tekju af olíu- sölu? Hún hefði átt að geta þess í framhjáhlaupi að norsk ungmenni eru skikkuð til herskyldu ákveðinn tíma ævinnar, en íslensk hafa aldrei neinum skyldum að gegna fyrir land og þjóð. - Þetta viU gleymast í kröfu- gerð vanþroska þjóðar. Eldflaugarnar bíða Velkomnar til íslands? Til varnar, ekki árása Kristinn Sigurösson skrifar: Furðulegt er að lesa um það hér og í sumum erlendum blöðum að Evrópuþjóðir skuli vera á móti eld- Uaugakerfi Bandaríkjanna. Þetta kerfi er varnarkerfi, ekki árásar- kerfi, og ættu allir friðelskandi menn að fagna því. Það á ekki að þurfa að spyrja Rússa eða Kínverja og því síður Mið-Austurlönd eins og írak, hvort þeim líki þetta. Græn- lendingar og e.t.v. aðrir eru með vangaveltur vegna herstöðvar Bandaríkjamanna í Thule. Það þýð- ir að þeir vUja peninga. Við íslend- ingar ættum að sýna kjark og dug og bjóða Bandarikjamenn velkomna til íslands með slíkt varnarkerfi, og það án nokkurra gjaldtöku, enda erum við bandamen í NATO. - Sýn- ið nú þennan kjark, forsætisráð- herra og utanríkisráðherra. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.