Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Qupperneq 6
6
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001
Fréttir DV
Forseti Alþingis minnir á að alþingismenn sverji eið að stjórnarskrá:
Frjálslyndir á hálum ís
- ég er samt engin lögga, segir Halldór Blöndal
„Auðvitað eiga þingmenn ekki
að hvetja til lögbrota. Ég minni á
að þeir eru bundnir eiði að því að
virða stjórnarskrána," segir Hall-
dór Blöndal, forseti Alþingis.
Þingmenn Frjálslynda flokksins,
bæði Sverrir Hermannsson og
Guðjón A. Kristjánsson, brutu blað
í sögu alþingismanna í vikunni
þegar þeir hvöttu trillukarla í
Sandgerði til að róa í trássi við lög
um aflaheimildir. Þetta er einn
angi hinnar umdeildu kvótasetn-
ingar smábáta sem verður að veru-
leika 1. september nk. að óbreyttu.
Halldór var staddur í Kaup-
mannahöfn í gær þegar DV náði
tali af honum og hann sagðist ekki
geta tjáð sig um ummæli þing-
mannanna sem slík, enda ekki
kunnugur þeim. Ef rétt væri eftir
DV-MYND JÚLÍA
Stjórarnir
Þorbjörg Lilja Þórsdóttir (til hægri) er
afgreiöslustjóri í móttökunni í Hótel
Skaftafelli í Freysnesi og
Dagný Hulda Jóhannsdóttir veróur
rekstrarstjóri í Þjónustumiöstööinni í
Skaftafelli.
Ferðahópar
koma fyrr
en áður
Ferðahópar og ekki síöur einstak-
lingar eru fyrr á ferð í Öræfum en
undanfarin sumur og samkvæmt
pöntunum lofar sumarið góðu.
Anna María Ragnarsdóttir hótel-
stjóri segir að það séu nánast allt er-
lendir ferðamenn sem hafi komið
nú þegar og þeir panta gistingu með
löngum fyrirvara en lítið er um að
íslenskir ferðamenn séu svo fyrir-
hyggjusamir. Hótel Skaftafell er
opið allt árið og hefur verið meö
meira móti að gera þar í vetur og
ýmsar uppákomur, fundir og ráð-
stefnur verið haldnar. Anna María
segir að lenging skólanna komi illa
niður á ferðaþjónustunni þar sem
fjöldi skólafólks sem kemur til
starfa losnar ekki fyrr en í júní og
þegar hópar eru farnir að koma í
byrjun maí og jafnvel fyrr getur ver-
ið erfitt að fá fólk. -JI
haft væri þetta
þó sennilega í
fyrsta skipti sem
sitjandi þing-
menn væru að
hvetja til lög-
brots. Honum
væri a.m.k. ekki
kunnugt um
slíkt áður.
„Ég veit ekki
hvað þeir sögðu
en þingmenn vinna eið að stjómar-
skránni og eiga að vinna sam-
kvæmt henni. Þeir eiga að fylgja
samvisku sinni en höfuðskylda
þeirra er að vinna í samræmi við
stjórnarskrána og þau lög og regl-
ur sem sett eru samkvæmt henni,“
segir Halldór.
Forseti Alþingis segist ekki í að-
„Lögreglu-
mennimir
spurðu mig fá-
ránlegra spurn-
inga og yfir-
heyrslan tók sex
klukkustundir
vegna þess að
lögreglumenn-
irnir voru svo
lengi að vélrita,"
sagði Guðjón
Sverrisson, eig-
andi nektarstað-
arins Bóhem, eft-
ir rassíu starfs-
manna Skatt-
rannsóknarstjóra og lögreglu á
skemmtistað hans við Grensásveg
á miðvikudaginn. Guðjón hefur
ákveðið að kæra fjórar nektardans-
meyjar sem hjá honum störfuðu
fyrir meinsæri, rangan framburð
og ærumeiðingar. Er lögmaður
hans, Róbert Ámi Hreiðarsson, að
undirbúa kærurnar enda segist
Guðjón vera alsaklaus af áburði
súlustúlknanna:
„Dagskipun mín til starfsmanna
Sverrir Guðjón A.
Hermannsson. Kristjánsson.
stöðu til að veita þingmönnunum
ádrepu eöa beita öðrum viðurlög-
um. Alþingi setji lög og fylgi þeim
eftir en framkvæmdavaldið sé ekki
á hendi Alþingis. Þingforseti eigi að
hafa stjórn á þingmönnum innan
þinghúss en hann sé ekki lögregla í
landinu.
Halldór rifjar upp að Sverrir Her-
er að fara að landslögum og þar
sem vændi er bannað samkvæmt
lögum er það ekki stundað á
skemmtistað mínum. Ásakanirnar
sem á mig hafa verið bornar eru
runnar undan rifjum ákveðinna
afla hér í borg sem ég kýs ekki að
nefna að svo stöddu," sagði Guð-
jón og er ljóst að þar á hann við fé-
lagasamtök sem mjög hafa stutt
súlustúlkurnar í viðleitni þeirra
til að ná rétti sínum að undan-
fornu.
Þrátt fyrir heimsókn Skattrann-
sóknarstjóra og lögreglu í gærdag
var Bóhem opinn þá um kvöldið
og verður það áfram aö sögn eig-
andans sem rekiö hefur staðinn í
sex ár. Þar starfa sjö menn í fullu
starfi auk fjölda súlustúlkna:
„Mergurinn málsins er sá að
stelpurnar trylltust þegar þær áttu
að fara að borga skatta og þá fékk
ég þessa gusu yfir mig. Ég rek ekki
vændisstarfsemi enda rólegur
heimilisfaðir," sagði Guðjón sem
er 37 ára, í sambúð með taílen skri
konu og saman eiga þau eitt barn.
Guðjón starfaði á árum áður sem
mannsson hafi verið ráðherra þegar
kvótalögin voru sett á sínum tíma.
„Hann greiddi atkvæði með þeim þá
og hvatti mig meðal annars til
þess,“ segir forseti Alþingis.
Sverrir Hermannsson sagði í
sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld að
hann liti svo á að nauðsyn bryti lög
í þessum efnum. „Það er rétt og það
er hastarlegt að svo skuli vera kom-
ið málum að maður á sjálfri löggjaf-
arsamkundunni neyðist til að tala
svona. Það hafa komið til mín menn
utan af landi og spurt hér fyrr á ár-
inu og á síðasta ári: „Eigum við
ekki að brjóta á bak aftur þessi lög
og róa bara?“ Ég hef alltaf sagt við
þá: „Nei, drengir, við brjótum ekki
lög.“ En núna er framferðið slíkt að
ég mæli hiklaust með því.“
-BÞ
Ur Bóhem
Dagskipun forstjórans til s tarfs-
manna aö fara aö landslögum.
sendibílstjóri, rak knæpu í
Taílandi og söluturn við Hring-
braut svo eitthvað sé nefnt. -EIR
Kærir súlustelpur fyrir meinsæri og rangan framburð:
Trylltust yfir
sköttunum
- segir Guðjón í Bóhem eftir sex stunda yfirheyrslu hjá lögreglu
Róbert Árni
Hreiðarsson
Ver Bóhem-kóng-
inn og undirbýr
kærur á súlu-
stúlkur.
Viðræður við innlenda fjárfesta vegna álversbyggingar á Reyðarfirði:
125 milljarða framkvæmd
- sem verður að meirihluta til fjármögnuð innanlands
Risaframkvæmd
Byggingarkostnaöur verksmiöjunnar árið 2006 meö vöxtum á byggingartíma verö-
ur um 1,2 milljaröar doilara en þaö iætur nærri aö vera 125 milijaröar króna.
„Við höfum verið að ræða við inn-
lenda fjárfesta en þau mál eru enn þá
á trúnaðarstigi og ekki tímabært að
tjá sig um þau. Þetta eru fjármála-
stofnanir, lífeyrissjóðir og aðrir íjár-
festar,“ segir Geir Gunnlaugsson,
stjórnarformaður Reyðaráls hf„ en
nú er unnið að því að fá fjárfesta til
að fjármagna framkvæmdir við álver
á Reyðarfírði. Á milli 300 og 400 millj-
ónum króna er varið til að þróa og
meta verkefnið fram að ákvaröana-
töku sem á að eiga sér stað fyrir lok
janúar á næsta ári.
Geir Gunnlaugsson segir að menn
ræði málin af hreinskilni en um mjög
stórt verkefni sé að ræða. „Það er ver-
ið að kynna ýmsum aðilum verkefnið
og arðsemina af því og menn eru að
skoða málin frá öllum hliðum. Það
mat sem gert hefur verið á verkefn-
inu sýnir að arðsemi þess er mjög
góð,“ segir Geir.
Hann segir tölur um fyrirhugaðan
byggingarkostnað verksmiðjunnar
árið 2006 með vöxtum á byggingar-
tíma vera um 1,2 milljarðar dollara
en það lætur nærri að vera 125 millj-
arðar króna. Áætlað er að islenskir
íjárfestar og Hydro Aluminium verði
meirihlutaeigendur og Hydro Alu-
minium mun reiðibúið að leggja fram
um 40% af eigin fé félagsins. Annað
hlutafé verður boðið til sölu á Verð-
bréfaþingi íslands og viðar.
Reyðarál er sameiginlegt fram-
kvæmdafyrirtæki Hydro Aluminium
og Hæfis hf. Hydro Aluminium er
dótturfyrirtæki Norsk Hydro en Hæfi
hf. er félag í eigu ísiandsbanka, Fjár-
festingabanka atvinnulífsins, Lands-
bankans, Þróunarfélags íslands og
Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans.
„Þetta verkefni er langstærsta
verkefnið sem hefur verið tekist á við
hér á íslandi og hugsanlega stærsta
verkefnið sem Islendingar takast
nokkru sinni á við. Málið er í eðlileg-
um farvegi en ekki komiö á það stig
að neinar niðurstöður séu alveg á
næstunni," segir Geir Gunnlaugsson.
-gk
Umsjón: Hörður Krístjánsson
netfang: hkrist@ff.is
Tóti heimsmeistari
Hinn landsþekkti, ef ekki heims-
þekkti, laxveiðimaður, Tóti tönn,
Þórarinn Sigþórsson, er mikil afla-
kló. Mikil og ítarleg grein er um
kappann eftir Egg-
ert Skúlason, sjón-
varps- og laxveiði-
mann, í nýjasta tölu-
blaði Sportveiði-
blaðins. Þótt Tóti sé
ekki óumdeildur í
sínum veiðiskap er
hann án efa heimsmethafl í laxveiði.
Á Qörutíu ára laxveiðiferli hefur hann
dregið 16 þúsund laxa á land en það
samsvarar helmingi af allri laxveiði á
íslandi i fyrrasumar. Kunnir veiði-
menn telja þó að Tóti muni ekki telja
aflann i stórum tölum í sumar. Árnar
séu nær vatnslausar eftir snjólausan
vetur og laxveiði verði því afar rýr...
Slapp meö skrekkinn
Gísli Hjartarsson, fyrrum kommi
og nú eðalkrati á Isafirði, hefur held-
ur betur hækkað í áliti hjá íhaldinu í
bænum. Gísli, sem lengst af hefur
þótt óalandi og
óferjandi fyrir óvæg-
in skrif gegn íhald-
inu, verður nú
heiðraður af at-
vinnumálanefnd bæj-
arstjórnar Framsókn-
ar- og Sjálfstæöis-
flokks eftir helgina. Fær Gísli 50 þús-
und krónur og skrautritað skjal í
þakklætisskyni fyrir skrif sín! Ekki
munu það þó vera fyrir pólitísk skrif
heldur nýjasta hefti árbókar Útivistar
með samantekt á ferðalýsingum Gísla
um svæðið. Gísli mun hafa vitað um
þessa ákvörðun um nokkurt skeið og
olli 1. maí kröfugangan honum því
vanda. Pétur Sigurðsson, formaður
verkalýðsfélagsins á staðnum, rétti
Gísla kröfuspjald sem á stóð „Niður
með atvinnumálanefndina - kjósum
nýja!“ Gísli fór þá undan í flæmingi
og fálmaöi eftir rauðum fána sem
þama var. Slapp hann þannig við að
snupra velgjörðarmenn sína...
Jákup seigur
Jákup Jacobsen, aðaleigandi
Rúmfatalagersins, er hægt og hljótt
að leggja undir sig heiminn. Óþarft
er að rekja mikil umsvif þessa hóg-
væra Færeyings á i
íslandi. Þykir furðu
sæta í „uppageiran-
um“ að maðurinn á
ekki einu sinni al-
mennilega skrifstofú!
En Jákup er sama I
um flottræfllsháttinn'
og heldur bara áfram á sinni braut.
Nú leggur hann undir sig Kanada og
hyggst gera út tvær vaktir með það
eina hlutverk að opna nýjar verslan-
ir í röðum. Þegar eru komnar sex
Jysk Linen’n Furniture verslanir í
Bresku-Kólimbíu. Aðrar sex verða
opnaðar á þessu ári og stefnt á 15-18
nýja Rúmfatalagera í Kanada á
næsta ári...
Mátulegt á hann
1 Vesturbænum er mikið talað um
Vesturbæjarhátíöina og knattspyrnu-
leikinn mikla milli presta og þing-
manna. Meðal Vesturbæjarkvenna
þykir ekki nógu
gott hjá dómkirkju-
prestinum, Hjálm-
ari Jónssyni, að
vera í liði með þing-
mönnum. En klerki
hefndist fyrir að
spila með
þingmönnum því forstöðumaður
kirkjugarðanna sparkaði í séra
Hjálmar með þeim afleiðingum að
hann tábrotnaði á tveimur. Kona í
Vesturbænum hafði á orði að þetta
hefði verið prestinum mátulegt. Af
þessu tilefni orti Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra:
í kálfann fékk hann kings og
var nœrri dottinn
þvi kirkjugarðsvördurinn
eitruðu spörkin kann
konunni sýndist að sár hefði
verið Drottinn
og sagði að það vœri mátulegt
á hann.