Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Side 15
14 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 FÖSTUDAGUR 1. JÚNl 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jönas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þvcrholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Gran númer: Auglýsirigar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafrœn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akuroyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ríki sem drepa Réttur aldarfjórðungur er liðinn frá því bandarísku ríkin byrjuðu aftur að drepa fólk til að fullnusta dómum í alvarlegum glæpamálum. Þessi ákvörðun hæstaréttar landsins hefur ávallt verið umdeild og fjöldi rikja lands- ins hefur á síðari árum séð að sér og lagt niður þessa refsileið sem er endanleg og felur í sér meira vald en nokkur maður getur tekið sér. Rikisstjórar í mörgum ríkja þessa stórveldis hafa hreykt sér af því að þar i landi mæti morðingjar dauða sínum. Miskunnarleysi er þessum ráðamönnum ávísun á vinsældir og völd. Sá klaufalegi forseti sem nú ræður Hvíta húsinu er sjálfur gamall málsvari dauðarefsingar og setti á sinni valdatíð í Texas landsmet í að taka fólk af lífi, fólk sem kviðdómar töldu sekt. ímynd Bandaríkjanna hefur beðið hnekki vegna þeirra mörg hundruð manna sem ríkisstjórar eins og George W. Bush hafa sent í dauðann síðustu 25 ár. Á þessum árum hafa 683 menn verið teknir af lífi í landinu. Bandarískt þjóðfélag er vissulega framarlega á mörgum sviðum og til fyrirmyndar á nokkrum þeirra, en dauðarefsing dregur landið aftur á miðaldir. Bandaríkjamenn halda því iðulega á lofti að frelsi þeirra sé bundið i stjórnarskrá. Það er rétt, að svo miklu leyti sem nokkur maður getur verið frjáls. í hátíðarræð- um fyrirmanna þar í landi er lögð áhersla á að fólk sé laust við ótta, laust undan ofríki stjórnvalda. í sömu stjórnarskrá er líka lögð öll áhersla á atriði sem vert er að staldra við í þessu efni: Það er rétturinn til lífsins. Réttur manna til lífsins getur og má aldrei vera for- gengilegur. Ekkert stjórnvald, sem á að teljast siðlegt, get- ur ákveðið frá einum tima til annars hvort rétt sé að drepa sakafólk eða ekki. Dauðinn er ekki verslunarvara í anddyrum þinghúsanna og því síður lífið sjálft. Siðferði hlýtur að felast i því að hlúa að lífinu og vernda það hvað sem á gengur. Tíu dagar eru þar til fjöldamorðinginn Timothy McVeigh verður tekinn af lífi í miðríkjum Bandaríkjanna fyrir hræðilegasta verknað í síðari tíma sögu Bandaríkj- anna. Þessi djöfull í mannsmynd hefur játað glæp sinn á yfirvegaðan og kaldan hátt eins og um smáræði hafi ver- ið að ræða. Hann á skilið þyngsta dóm sem nokkur dóm- ur getur kveðið upp. Hann á lífstíðar ófrelsi skilið en ekki dauðann. Dauðinn er ekki verkfæri valdhafa i siðuðum ríkjum. Með dauðarefsingu er verið að réttlæta þann verknað að maður megi annan mann vega. í Bandaríkjunum bíða margir þess dags að McVeigh gangi sina grænu mílu. Það hlakkar í fólki. Það bíður beinnar útsendingar, fullt við- bjóðs og heiftar. Og það er skiljanlegt. Rétturinn til lífs- ins á hins vegar að ráða för og gerðum manna. Yfir 60 lönd hafa afnumið dauðarefsingar frá því Bandaríkin tóku þær upp að nýju árið 1976. Bandarísk stjórnvöld þverskallast enn. Fyrir vikið hafa þau misst sæti sitt í Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Willi- am Schultz, fulltrúi Bandaríkjanna í Amnesty International, segir land sitt vera á sama plani varðandi dauðarefsingar og Kína og íran. Það eru orð að sönnu. Fjöldi fólks hefur verið tekinn af lífi án nokkurra saka. Fjöldi fólks bíður þess. Timothy McVeigh er ekki á með- al þessara saklausu. En hann á rétt til lífsins. Stjórnar- skrárbundinn. Sigmundur Ernir I>V Skoðun Stjórnmál og Þau tíðindi hafa gerst að á þeim degi sem Jesús Kristur kvaddi lærisveina sína saman til hinnar síðustu sameigin- legu kvöldmáltíðar boðaði for- maður Framsóknarflokksins lærisveina sína (þingflokk- innn) á sinn fund i Alþingis- húsinu til þess að velja nýjan heilbrigðisráðherra í stað Ingibjargar Pálmadóttur. Fyr- ir valinu varð Jón Kristjáns- son alþingismaður. Þessi maður er menntaður í bókhaldi og rekstri kaupfélaga en að öðru leyti virðist mér þekking hans, t.d. á íslenzku máli og sögu, vera nokkuð gloppótt. Einhvern tíma mun hann t.d. hafa skrifað í leiðara að Kristján tíundi hafi fært Islend- ingum stjórnaskrána árið 1874, enda þótt flestir viti að Kristján tíundi var ekki einu sinni fæddur þá, hvað þá orðinn konungur Dana. - En hvað um það. Við Jón Kristjánsson vorum kunningjar og samstarfsmenn í Kaupfélagi Héraðsbúa um margra ára skeið, og hef ég ekkert nema gott eitt að segja af samstarfí okkar þar. Bara bjórfrumvarpið Hagur Jóns Kristjánssonar virðist hins vegar hafa óvænkast eftir að hann tók sæti á Alþingi. Flestum ber saman um að nefndur Jón hafi verið heldur at- kvæðalítill sem þingmað- ur. Nefni ég í því sam- bandi eftirfarandi: JK hefur aldrei, á meira en 15 ára þingmannsferli sínum, kvatt sér hljóðs utan dagskrár. Jón hefur, mér vitanlega, aldrei ver- ið 1. flutningsmaður að nokkru lagafrumvarpi utan bjórfrumvarpinu, er hann flutti með öðrum þingmanni. Við JK vorum sem fyrr segir sam- starfsmenn á þessum tíma og hvatti ég hann eindregið til þess að flytja þetta frumvarp og kvaðst skyldu kjósa hann til þings ef það næði fram að ganga, hvað ég og gerði. Flestallir sem ég hef talað við telja að JK sé afar varfærinn í því að taka afstöðu til þýðingarmikilla mála af ótta við að verða vændur um að hafa ákveðnar skoðanir á hlutunum er gætu komið sér óþægilega. Á móti ESB Eitt frávik er þó frá þessu. I sjón- Dramb er Valdhroki Bush Bandaríkjaforseta hefur nú komið honum i koll og af- leiðingarnar verða að hann verður að endurskoða rækilega markmið sín. Hann og ekki síður ráðgjafar hans lengst til hægri í Repúblíkana- flokknum hafa á nokkrum dögum fengið slík kjaftshögg að þeir hafa vankast við. Hingað til hefur sú valdaklíka sérhagsmunahópa og hugmyndafræðinga (þeirra á meðal Dick Cheney) sem stjórnar Bush ætl- að að fara sínu fram einhliða í krafti meirihluta i báðum þingdeildum en nú horfa málin öðruvísi við. Einstefna Bush og tillitsleysi hans og hans manna gagnvart þeim sem ekki eru sammála leiddi til þess að þeir misstu meirihlutann í öldunga- deildinni. Þar með er stór hluti áforma hans innan- og utanlands dæmdur til að sofna svefninum langa í þeirri deild. Margir fagna þessu, enda blöskrar demókrötum að Bush skuli telja sig hafa umboð til að þvinga fram öfgafulla hægri- stefnu. Hann talar eins og hann hafi fullt umboð þjóð- arinnar, enda þótt hann hafi hlotið minnihluta at- kvæða í kosning- unum og aðeins orðið forseti vegna íhlutunar hæsta- réttar. Öldungadeildin Eftir kosning- arnar í fyrrahaust héldu repúblíkan- ar naumum meiri- hluta í fultrúa- deildinni en öld- ungadeildin var 50 gegn 50, þar sem forseti deildarinn- ar, Cheney vara- forseti, hafði odda- „Á sama tíma ogBush vill eyða 100 millj- örðum dollara í óraunhœfa hemaðaróra sker hann niður 100 milljón dollara fjár- veitingu til að hjálpa Rússum að eyða úr- éltum kjarnavopnum sínum. “ - Rúss- neskir efnavopnahermenn á œfingu. heilbrigðisráðherra varpsviðtali lýsti hann því yfir að hann væri andvígur þeirri breytingu á kjördæma- skipan sem kosið verður eftir í næstu kosningum og í sima- viðtali við undirritaðan kvað hann breytinguna algert „svínarí". Ekki fylgdi hugur þó meira máli en svo að hann sá sér ekki fært að greiða at- kvæði gegn því við lokaat- kvæðagreiðslu á Alþingi. JK er einnig uppvís að því að hafa á prenti reynt að upp- hefja helsta hugmyndafræð- ing sinn og sálusorgara, Hall- dór Ásgrímsson, á kostnað Steingríms Hermannssonar, fyrrv. forsætisráðherra, en ekki er hægt að fara nánar út í það hér, vegna takmarkaðr- ar lengdar þessa pistils. Ekki er mér kunnugt um að JK hafi gengið fram fyrir skjöldu í því að lýsa yfir stuðningi við hina breyttu stefnu formanns Framsóknar- flokksins hvað snertir inn- göngu okkar Evrópusamband- ið. Því til sönnunar nefni ég að í blaðaúrklippu sem birtist í DV nú nýlega, og sögð var „Æ sér gjöf til gjalda“ segir gamall máls- háttur, og auðvelt er að geta í eyðurnar. - Formaður Framsóknarflokksins lofarJK einu stykki ráðherrastóli gegn stuðningi hans við ESB-stefnu foringjans, eins og. hann nefnir hann.“ - Jón Kristjánsson heil- hrigðisráðherra. tekin úr Degi sáluga, lýsir JK því yfir að Islendingar eigi aldrei að ganga í ESB. Skyndileg sinnaskipti En hvað nú? Sama daginn og og kvöldmáltíðin fyrr- nefnda var haldin í Alþingis- húsinu birtist í DV viðtal við JK þar sem hann gerir lítið úr viðræðum Davíðs Odds- sonar við framámenn í Evr- ópusambandinu, þess efnis að EES-sanmningurinn verði látinn gilda áfram fyrir ís- lendinga. JK segir enn frem- ur að þeir framsóknarmenn hyggist halda sínu striki og huga að ESB-aðildarviðræð- um. Hvað veldur þessum skyndilegu sinnaskiptum JK? „Æ sér gjöf til gjalda" segir gamall málsháttur, og auðvelt er að geta í eyðurn- ar. - Formaður Framsóknar- flokksins lofar JK einu stykki ráðherrastóli gegn stuðningi hans við ESB- stefnu foringjans, eins og hann nefnir hann. - Búið og basta. Agnar Hallgrímsson falli næst atkvæði. Þegar Jeffords þingmaður frá Vermont gekk úr flokknum og gerðist óháður í mótmælaskyni við þá öfgafullu hægristefnu sem Bush fylgdi og við þóttafulla framkomu Hvíta hússins gagnvart þinginu þýddi það að repúblíkanar höfðu aðeins 49 atkvæði. Þar sem Jefford ætlar að greiða atkæði með demókrötum hafa þeir 51. Þetta þýðir að demókratar taka við formennsku í öll- um nefndum deildarinnar, sem eru mjög valdamiklar. Hinn nýi meirihlutaleiðtogi, Tom Daschle, mun ákveða dagskrá öld- ungadeildarinnar og demókratar ráða ferðinni. íhaldssamir repúblik- anar ætluðu sér að ganga af Clinton dauðum og tókst það næstum og nú er ljóst að frjálslyndir demókratar hafa ráð Bush í hendi sér. Þegar má heita fullvíst að stjömustríðshug- myndir Bush verði að engu, áform hans um olíuleit í Alaska og stór- fellda uppbyggingu kjarnorkuvera eru úr sögunni því að viðkomandi nefndaformenn eru algerlega andvíg- ir. Ljóst er að honum mun ekki takast að koma íhaldssömum dómur- um i alríkisdómstóla eða hæstarétt vegna formannaskipta í nefndum. Þar með er ólíklegt að Bush takist það markmið hægri sinna, bibl- íustaglara og heilagsandahoppara úr Suðurríkjunum að banna fóstureyð- ingar. Umheimurinn Á sviði alþjóðamála sagði um- heimurinn álit sitt á einhliða pólitík Bush með því að fella Bandáríkin úr mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóð- anna, þar sem þeir hafa verið frá upphafi, og kjósa Súdan í staðinn (eitt þeirra ríkja sem er á bannlista hjá Bush vegna mannréttinda- brota). Ekki er vafl á þvi að með þessu voru aðildarríki SÞ að ná sér niðri vegna höfnunar Bush á Kyoto- bókuninni. Aðildarríki NATO fallast ekki á hug- myndir Bush um nýja stjörnustríðsáætlun gegn ímynduð- um óvini (Irak, N-Kóreu eða Lýbíu) Auk þess sem tæknilega er þetta ekki hægt kostar þetta vinslit við Rússa og fjandskap við Kínverja og jafnvel nýtt vígbúnaðarkapphlaup. Á sama tíma og Bush vill eyða 100 milljörðum dollara í óraunhæfa hernaðaróra sker hann niður 100 milljón dollara flárveitingu til að hjálpa Rússum að eyða úreltum kjarnavopnum sínum. Þar er samt hin raunverulega hætta, að rússnesk kjarnavopn komist í óábyrgar hend- ur. Hingað til hefur vald repúblíkana verðið óheft, með meirhluti i báðum þingdeildum og hæstarétt í vasanum (Bush eldri sá til þess). En nú eru breyttir tímar, einræðistímabili Bush W. er lokið. Nú er að bíða þing- kosninganna á næsta ári og dóms kjósenda. Bandaríkjamenn vilja gjarnan að einn flokkur ráði þinginu en annar Hvita húsinu. Svo var mestan hluta stjórnar Clintons og það neyddi hann inn á miðjuna. Þar er almenningur og þar verður Bush að vera, vilji hann ná endurkjöri. Gunnar Eyþórsson Gunnar Eyþórsson blaöamaöur Ráðherra setur niður . „Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur sett niður enda skortir enn á forustu hans til að leiða mál- ið til lykta. Fram- koma sjómannadags- ráðs í Reykjavík og Hafnarfirði um að úthýsa honum á sjómannadaginn er þó forkastanleg. Margir sjávarútvegsráðherrar ... hafa sett lög á vinnudeilur, m.a. vinnudeilur sjómanna, en þeir hafa þó allir talað á sjómannadaginn." Ágúst Einarsson á heimasíöu sinni. Móses og forsetaembættiö „Hinsvegar hef ég aldrei skilið þessa þörf íslendinga fyrir „samein- ingartákn", og minnir hún mig helst á biblíusöguna af því þegar Gyðing- ar bjuggu sér til gullkálf því þeir töldu að Móse, leiðtogi sinn, hefði horfið i fjallgöngu, er hann var í leit að boðorðunum. Embætti forseta eins og því er háttað í dag eru síð- ustu leifar konugsríkisins Islands, en upphaflega var tilgangurinn með stofnun þess að fylla upp í það tómarúm sem myndaðist við stofn- un lýðveldis. Embættið er því barn síns tíma sem ætti að leggja af.“ Davíö Þorláksson í grein á íslendingur.is Auölindirnar skiptimynt „Við íslendingar viljum betri framtíð og miklu betra samneyti við landið okkar en að það sé misnotað í valdatafli ráðamanna. Þjóðin á líka heimtingu á upplýstum stjórnmála- og embættismönnum sem bera sæmi- legt skynbragð á lýðræðislega stjórn- arhætti. Auðlindir íslands mega aldrei framar vera skiptimynt þeirra við auðhringa og stóriðjur.“ Guftmundur Páll Ólafsson f grein á Mbl. Spurt og svarað_______Er reiknilíkan Hajró gallad? Friðrik J. Amgrímsson, framkvœmdastjóri LÍÚ. Bíðtim eftir ráðgjöfinni „Ég held að of snemmt sé að segja neitt til um slíkt, við erum enn að bíða eftir því hver ráðgjöf Hafró um veiðar á næsta fiskveiðiári verður og hennar er ekki að vænta fyrr en næsta þriðjudag. Hins vegar vit- um við að á síðasta ári kom fram að Hafró hafði ofmetið stærð þorskstofnsins og því þurftum við að þola skerðingu þá, sem voru auðvitað gríðar- lega mikil vonbrigði því við höfðum búist við aukningu veiðiheimilda. Það segir sig sjálft að ef slíkt hið sama gerist aftur nú er það sýnu verra. En um hvað verður er ekki tímabært að tjá sig um á þessum tímapunkti." Einar Kr. Guðfinnsson, formadur sjávarútvegsnefndar. Árangur fiarri viðmiðum „Mig bréstur líffræðiþekkingu til að véfengja orð dr. Össurar um þetta. Eftir stendur hins vegar að árangur við uppbyggingu ýmissa fiskistofna hefur verið fjarri því sem menn stefndu að og töldu að gæti gerst. Þorskstofninn er í lægð þrátt fyrir að við höfum í meginatriðum fylgt vís- indalegri forsögn við veiðar og ýsukvótar hafa á fá- einum árum þrengst saman um helming þó við höfum á þeim tíma ekki veitt umfram ráðlegging- ar Hafró og jafnvel verið undir henni. Því setjum við leikmenn æ fleiri spurningarmerki við allt málið. Erum við t.d. að veiða úr lífkeðjunni á röng- um stað og ofuráhersla á verndun smáfisks og veiði á elstu árgöngum að koma okkur í koll? .“ Helgi Laxdal, formadur Vélstjórafélags íslands. Tek ekki svo stórt upp í mig „Ég ætla ekki að dæma um hvort reiknilíkan Hafró sé gallað eða ekki, einfaldlega vegna þess að ég þekki ekki nægilega vel til málsins. En eftir því sem ég best veit fær stofnunin ekki að birta sínar niðurstöður hérlendis nema al- þjóðstofnanir á sviði fiskifræði hafi fyrst farið í gegnum þær og staðfest að þær séu vísindalega unn- ar. Þeir sem halda því fram að reiknilíkanið sé snar- vitlaust og gallað eru þá um leið að segja að fiski- fræðingar heimsins vaði 'í villu og ég treysti mér einfaldlega ekki til þess aö taka svo stórt upp í mig. Gagnrýnin á fiskifræðinga er líka öll út og suður, sumir krefjast aukins afla til að grisja stofninn en aðrir telja að við höfum alltaf veitt of mikið." Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum. Á dúndrandi niðurleið „Ég er sannfærð um að Hafró þarf að taka reiknilíkön sín og aðrar starfsaðferðir til gagngerr- ar endurskoðunar. Þrátt fyrir að farið hafi verið að ráðum stofnunarinnar í einu og öllu hefur það ekki borið árangur við uppbygg- ingu fiskistofnana, heldur þvert á móti. Aflaheim- ildir hafa dregist mikið saman á undanförnum árum. Stjórnarandstaðan hefur verið að benda á þessar staðreyndir að undanfórnu og vill breyting- ar en ég er hins vegar mjög vantrúuð á að stjórn- arherrarnir láti sér segjast þótt allt sé á dúndrandi niðurleið. Ekki er horfst í augu við vandann í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum brýn- um og brennandi málum í þjóðfélaginu." ílatínrvni í hncca vprn hpfur Unmih fram hiá úmciim málcmptanrli mnnnnm cpm hpnrlp á ph imnhvÞffinrí hnrcUctnfncinc hnfi é>UUí tpkict Hlutskipti kynjanna ast með náttúrurnar, góðar sem slæmar. Þær leggja ofurkapp á gott siðgæði í skemmtanahúsum þar sem körlum er dillað fremur en kvenfólk- inu. Er félagsmálaráðherra lögð sú skylda á herðar að framfylgja ströng- ustu lagabókstöfum um að gæta sið- ferðis, sem einhverra hluta vegna á að vera í þágu kvenna. Þrátt fyrir þennan útúrdúr stend- ur enn eftir hið göfuga hlutverk nú- tímakonunnar, að vera fyrirvinna. Karlinn getur ekki stært sig af að vera skaffari fjölskyldunnar vegna þess að sá kaleikur hefur verið frá honum tekinn. Hvort honum líkar betur eða verr skiptir ekki máli, en allavega græðir hann á því. Og er það ekki mergurinn málsins? Umslögin gildna I nálægri fornöld var haft á orði að það nálgaðist eignarhald á hlunn- indajörð að krækja sér í flugfreyju. Eftir að bjórsala var leyfð í landinu dofnaði mjög yfir þessum valkosti, og eru flugfreyjur eftir sem áður hinn ágætasti kvenkostur, eins og margur góður pilturinn getur borið vitni um. En þegar allt kemur til alls er það kannski launaumslagið sem skiptir mestu máli í umgangi kynjanna sín á milli. Mikið er skrifað og skrafað um misrétti á vinnumarkaði og hafa þar allir eitthvað til síns máls. En karlar ættu að fagna þvi þegar sam- an dregur í launaumslögunum, því þar með bætist í heimilistekjurnar og fæstum þykja þær of miklar ef marka má alla kveinstafina um lágu launin á köldum klaka norðursins. Eftir því sem jafnréttið eykst gildna launaumslög kvenfólksins og allir njóta góðs af. Karlarnir sem enn hanga í sam- búð eða hjónabandi hafa rýmri hend- ur um að eyða sínum tekjum og sjóð- ir hins opinbera gildna að sama skapi og tekjur einstaklinga aukast. Því er allt að vinna með því að bæta „Karlar eru ekki lengur einir um að skaffa vel. Konur hafa tekið við því hlutverki eins og mörgum öðrum í nútímaþjóðfélagi og er ekki um að sakast. “ Oddur Olafsson skrifar: Einu sinni bar svo til að yfirritaður var beðinn að mæla fyrir minni kvenna á samkomu. Af því gat ekki orðið af ástæðu sem ekki skiptir máli. Hins vegar vakti þetta hugrenn- ingar um hlutskipti kon- unnar í samtímaþjóðfé- lagi. Hvert er það og hvað er það ekki. Síðan yfir- stjórn fréttastofa færðist yfir til Hlaðvarpans og Stígamóta fáum við ömur- legar fréttir af hve illa fósturlandsins freyja er leikin af karlaskröttum sem ekki eiga skilið að eiga konur eða ást- meyjar, svo ekki sé meira sagt. En vonandi eru þessar váfréttir undantekningar fremur en regla. Að því er best er vitað eru hjónabönd og sambýli í ágætu samkomulagi og handalögmál allt að því óþekkt á skikkanlegum heimilum. Ber þar margt til og ekki hvað síst hið nýja hlutverk konunnar, sem karlmenn sinntu áður einir, og stærðu sig af. Móöir, kona, meyja orti þjóðskáld- ið á sinni tíð og gerði eins mikið úr hlutverki konunnar og efni stóðu til. En sé til þjóðskáld i nútímanum get- ur það bætt við fyrirvinna. Hvenær sem launamörk karls og konu nálg- ast drýgjast heimilistekjurnar og nýtist fjölskyldunni það að sjálf- sögðu vel launakjör kvenna og stuðla að jafnrétti í sjón og raun. Mergur málsins Um sambúð kynjanna fer ýmsum sögum. Barnsmíða- sögur Stígamóta eru hroll- vekjandi og barnaníðingar vekja upp þá hugsun hvort ekki sé allt í lagi með okkur karlfuglana. En við verðum að trúa því að um undan- tekningar sé að ræða og að þrátt fyrir allt sé okkur trú- andi fyrir konum og börnum. Hitt kann að vera annað mál hvort konum sé trúandi fyrir okkur körlunum. Þær vilja hafa vit- ið fyrir okkur á margan hátt og ráðg-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.