Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Page 23
FÖSTUDAGUR X. JÚNÍ 2001
r>v
Tilvera
27
yeni
Morgan Freeman
64 ára
í dag er frumsýnd hér
á landi nýjasta kvikmynd
Morgans Freemans,
Along Came a Spider. Það
hittist svo á að kappinn á
afmæli í dag. Morgan
Freeman er sjálfsagt með-
al virtustu leikara í Hollywood og kvik-
myndir hans hafa ákveöinn gæðastimpil.
Freeman var búinn að leika lengi í sjón-
varpi og kvikmyndum áður en frægðin sótti
hann heim. Það var ekki fyrr en á tíunda
áratugnum sem hann fór aö vekja athygli og
sýna hvaö í honum býr og hefur hann í ár-
anna rás verið að festa sig í sessi sem einn
eftirtektarverðasti leikari vestanhafs.
Gildir fyrir iaugardaginn 2. júní
Vatnsberinn (20. Ían.-18. febr.n
, Vinur þinn á í vanda
' og leitar til þín eftir
aðstoð. Reyndu að
hjálpa honum af
fremsta megni. Kvöld-
ið verður rólegt og ánægjulegt.
Fiskamlrng. fehr.-20. marsV
Þú þarft að fara var-
llega í fjármálum og
forðast alla óhóflega
eyðslu. Ef þú ert snið-
ugur getur þú loksins látið gaml-
an draum rætast.
Hrúturlnn (21. mars-19. april):
. Þú hefur minna að
Igera í dag en þú bjóst
við en forðastu að sitja
auðum höndum.
i vera duglegur og klára
það sem þú þarft að klára.
Nautlð (20. apríl-20. maíl:
Ákveðinn atburður
sem átti sér stað ný-
lega setur mikinin svip
___ á lif þitt þessa dagana
og veldur þér leiða. Reyndu að
horfa á björtu hliðamar.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúní):
Vertu þolinmóður þó að
/^^einhver sýni þér tillits-
/ I leysi og æthst til of mik-
ils af þér. Reyndu að setja
þig í spor annars fólks í stað þess að
hugsa alltaf bara um sjálfan þig.
Krabblnn (22. iúní-22. iúiíi:
Þú leysir verk sem þér
| var sett fyrir í vinn-
’ imni vel af hendi en
það gæti gengið illa að
leysa úr ágreiningsmáli heima
fyrir.
Llónlð (23. iúli- 22. áeústl:
Dagurinn lofar góðu í
sambandi við félagslíf-
iö og er liklegt að það
verði líflegt. Þú þarft
að huga að eyðslunni og passa að
hún fari ekki úr böndunum.
Meyjan (23. ágúst-22, gepf.):
Þú ert ofarlega í huga
ákveðinnar manneskju
^^^lLog skalt fara vel að
S henni og ekki gagn-
rýna of mikið það sem hún gerir.
Vogin (23. se
tekið meiri
löngu,
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Þú ættir að hugsa þig
vel um áður en þú tek-
ur að þér stórt verk-
efni þvi að það gæti
tekið meiri tíma en þú heldur í
fýrstu.
Sporðdreki (24. okt.-2l. nóv.l:
Samband þitt við vini
þína er gott inn þessar
jmundir og þú nýtur
virðingar meðal þeirra
sem þú úmgengst. Happatölur þín-
ar eru 4, 18 og 23.
Bogamaður (22. nóv.-2l. des.):
JÓvæntur atburður set-
rur strik í reikninginn
og gæti raskað áætlun
sem var gerð fyrir
ýertu þolinmóður við þína
nánustu í dag.
Steingeltin (22. des.-19. ian.i:
Fyrri hluti dagsins
verðiu- rólegur en þeg-
ar líður á daginn er
hætt við að þú hafir
ekki tíma til að gera allt sem þú
þarft af gera.
Vísnakeppni Skagfirðinga
... arangurinn oftast fer
eftir stundarheppni
Vísnamenn
Björn Björnsson dómnefndarmaður, Stefán Guömundsson, sem samdi bestu
vísuna, og Ingimar Jóhannsson, umboðsmaöur Sjóvár-Almennra á Sauöár-
króki. Hreinn Guðvarðsson, sem botnaði best, var ekki í bænum.
DV, SAUÐARKRÓKI:
Það er orðinn árviss viðburður að
Sæluvika Skagfirðinga er sett á
samkomu í Safnahúsinu upp úr há-
degi á sunnudegi og þá um leið
kynnt úrslit í Vísnakeppni Safna-
hússins og Sjóvár-umboðsins á
Sauðárkróki er veitir 10 þúsund
króna verðlaun fyrir bestu vísuna
og botninn. Eins og fyrr voru það
Hjalti Pálsson, fyrrum safnvörður,
og Björn Björnsson skólastjóri sem
fengu það vandasama hlutverk að
meta kveðskapinn til verðlauna og
það var Björn sem gerði grein fyrir
vísnakeppninni að þessu sinni.
Björn kvað ástæðu til að geta þess
hversu ánægjulegt það er að keppn-
in hefur unnið sér fastan sess í vor-
komunni og vorverkum Skagfirð-
inga: „Vissulega er það lika nokkurt
ánægjuefni að visnavinir og hagyrð-
ingar utan Skagafjarðar senda enn
vísur og. botna og mér vitanlega er
þetta eina árlega vísnakeppnin sem
fram fer hérlendis,“ sagði Björn. Að
þessu sinni voru birtir þrír
fyrripartar sem skyldu botnaðir og
einnig átti að yrkja vísu um Hóla.
Heldur minni þátttaka var nú en
stundum áður, þó ekki mikið, en
einnig ber að hafa í huga að þátt-
taka í fyrra var mjög góð og sú besta
frá upphafi. Dómnefndinni fannst
að þessu sinni ekki mikið um af-
bragsðsgóðar vísur og botna en hins
vegar ekki mikið um það sem lagt
var til hliðar og kom ekki til álita.
Það var Hreinn Guðvarðsson á
Sauðárkróki sem hlaut verðlaunin
fyrir besta botninn en hann botnaði
þannig þennan vorlega fyrripart.
Fellur sólar geisla glit
á grundir hól og bala.
Gefur kjóli grœnan lit
góðu skjóli dala.
Stefán Guðmundsson, ríkisstjóri
sem kallaður er á Króknum, útibús-
stjóri ÁTVR, sendi að mati dóm-
nefndar bestu vísuna um Hóla og er
hún þannig:
Einn á róli út viö sjá,
eg finn skjólin rofna.
Þegar Hólum fór eg frá
fannst mér sólin dofna.
Björn Björnsson taldi við hæfi að
enda á vísu sem féll úr umslagi með
dulnefninu Draupnir sem reyndist
vera Rúnar Kristjánsson á Skaga-
strönd.
Þjóöleg stundum þykir mér
þessi vísnakeppni.
En árangurinn oftast fer
eftir stundarheppni.
Kvað Björn þetta með stundar-
heppnina eiga einkar vel við i Sælu-
vikunni, og sagði eitthvað á þá leið
að sjálfsagt væri það oft stundarlán
sem segði fyrir um það hvernig
menn kæmust frá glaumnum í
Sæluvikunni. -ÞH
DV-MYND HARI
Leikhópurinn
Hedwig veröur sýnt í Loftkastalanum í sumar.
Æfingar hafnar á rokksöngleiknum Hedwig:
Kynskiptingur segir sögu sína
Æfmgar eru hafnar hjá Leikfélagi
Islands á rokksöngleiknum Hedwig
sem frumsýndur verður þann 29. júní í
Loftkastalanum. Hedwig er söngleikur
sem hlaut einróma lof gagnrýnenda
þegar hann var frumsýndur í New
York fyrir þremur árum. Frá þeim
tíma hefur hann farið sigurfór um
Bandaríkin og er nú sýndur í fjölda
borga þar auk sýninga viða um Evr-
ópu. Nýverið var frumsýnd samnefnd
kvikmynd sem sópað hefur að sér
verðlaunum á kvikmyndahátíðum,
meðal annars var myndin valin sú
besta á Sundance-kvikmyndahátíð-
inni.
Hedwig er fyndin en sársaukafull
saga hins ólánsama Hedwigs sem eftir
mislukkaða kynskiptaaðgerð eltir her-
mann til Ameríku frá Austur-Berlín og
endar sem söngkona i vafasömum næt-
urklúbbi 1 Kansas. Hedwig, sem minn-
ir bæði á Ziggy Stardust og Marlene
Dietrich, segir sögu sína í tónlistinni
sem er blanda af villtu pönki, glamúr-
rokki og ljúfsárum ballöðum. Sagan á
sér stað á tónleikum Hedwigs og
hljómsveitarinnar Reiðu restarinnar
sem er nefnd í höfuðið á mjög ákveðn-
um líkamshluta Hedwigs. Reiða restin
er skipuð uppgjafarflóttamönnum frá
Balkanskaga.
Einvalalið listamanna stendur að
uppsetningunni. Björgvin Frans Gísla-
son fer með hlutverk Hedwigs en
Björgvin var að ljúka námi við leiklist-
ardeild Listaháskóla íslands. Ragnhild-
ur Gisladóttir leikur Yitzak og Reiða
restin er skipuð þeim Stefáni Má Stef-
ánssyni, Guðna Finnssyni, Birgi Bald-
urssyni, Pétri Þór Benediktssyni og
Jóni Ólafssyni sem einnig er tónlistar-
stjóri sýningarinnar.
Höfundar Hedwigs eru John Camer-
on Mitchell og Stephen Trask. Leik-
stjóri er Magnús Geir Þórðarson og
þýðandi er Gísli Rúnar Jónsson.
NS008
VF850
Daihatsu Rocky EL
Verð: 1.050.000
Nýskr. 08.1995,2800cc diesel vél,
3 dyra, 5 gíra, vínrauður, ekinn 63 þ.
35" breyttur, dráttarkrókur o.m.fl.
Fiat PalioWeekend
Verð: 980.000
NR040
Renault Laguna RT
Verð: 1.250.000
úrval af
góðum
notuðum
bílum
í síma
575 1230
bilaland.is
Nýskr. 09.1998,2500cc diesel vél,
5 dyra, sjálfskiptur, hvítur,
ekinn 65 þ.
Nýskr. 05.1999, I300cc vél,
5 dyra, 5 gíra, grænn, ekinn 23 þ.
Nýskr.05.2000, 1600cc vél,
3 dyra, 5 gíra, hvftur, ekinn 17 þ.
Topplúga, spoiler o.m.fl.
Grjóthálsi I
Hyundai Galloper GLS
Verð: 1.690.000
Hyundai Coupe
Verð: 1.260.000
TZ046
Nýskr. 09.1997,2000cc vél, 5 dyra,
sjálfskiptur.grænn, ekinn 68 þ.
Leður, álfelgur o.m.fl.