Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Page 19
19 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Fujitsu Siemens i ferðatölva frá I Otficeisuperstore Rúnar hefði sagt „Ég er orðinn svo fullur að ég mun örugglega drepa ein- hvern í kvöld“. Dómurinn sagði að aðfór Rúnars Bjarka að Áslaugu hefði verið tilefn- islaus, hrottaleg og heiftúðug. „Hann ruddist inn á heimili hennar að næt- urlagi og skirrðist ekki við að stinga hana margítrekað i höfuð, háls, bringu og víðar í líkama hennar, þrátt fyrir að hún væri varnarlaus, nakin inni á baðherbergi og ætti sér einskis ills von. Hróp hennar og köll urðu einungis til að e£la hann við ódæðisverkið." Á líkama Áslaugar voru 28 sár eft- ir hníf og auk þess nokkrar grunnar yfirborðsrispur. Við árásina hlaut sambýlismaður Áslaugar nokkra áverka á höndum en hann reyndi við annan mann að stöðva Rúnar Bjarka við ódæðisverkið. Rúnar Bjarki Ríkharðsson ólst upp í Keflavík og bjó þegar morðið var framið hjá móður sinni, fósturfóður og þremur yngri systkinum. Hann hefur sögu frá barnsaldri um að lenda í útistöðum við fjölskyldu sína, skóla- yflrvöld og síðcir atvinnurekendur. Það er saga um áhættuhegðun, smáaf- brot, m.a. búðarhnupl, innbrot í ein- býlishús og verslanir. Rúnar Bjarki gekkst í kjölfar morðsins undir geðrannsókn sem leiddi í ljós að hann væri ekki hald- inn alvarlegum geðsjúkdómi en greind hans væri „innan eðlilegra marka“. Enn fremur sagði að Rúnar hefði ýmis einkenni persóriuleika- röskunar, sérstaklega andfélagslegrar persónuleikaröskunar. Hann hafi átt erfitt með að mynda tilfinningatengsl og sé skeytingarlaus um tilfinningar annarra. Hann virðist ekki geta iðr- ast gjörða sinna. Dómurinn taldi að Rúnar Bjarki ætti sér engar málsbætur, þó tekið yrði tillit til ungs aldurs hans og þess að hann hafi ekki áður sætt refsingu. Rúnar Bjarki Ríkharðsson var dæmdur til 18 ára fangelsisvistar fyrir morð, líkamsárás og nauðgun. Dauðinn á svölunum Ásgeir Ingi Ásgeirsson var 23 ára þegar hann hitti Áslaugu Perlu Krist- jónsdóttur, sennilega i miðbæ Reykja- víkur, að morgni laugardags 27. mai árið 2000. Þau settust saman upp í leigubíl um klukkan átta að morgni fyrir utan Kaffi Thomsen og óku að Engihjalla 9 í Kópavogi og voru kom- in þangað rétt fyrir kl. 09. Rúmlega hálftíma síðar var lögregl- an kvödd að Engihjalla og fann Ás- laugu Perlu látna á steyptri stétt utan við húsið. Rannsókn leiddi i ljós að hún hafði fallið ofan af svölunum á 10. hæð. Ásgeir var handtekinn sof- andi í barnaherbergi á heimili systur sinnar í umræddu fjölbýlishúsi og ákærður fyrir að hafa valdið dauða Áslaugar með því að hrinda henni fram af svölunum. Þótt Ásgeir játaði aldrei beinlínis að hafa hrint Áslaugu með ásetningi fram af svölunum leiddi rannsókn eðlisfræðings á aðstæðum í ljós að fall hennar gat ekki hafa orðið með öðrum hætti. Hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í febrúar 2001 í 14 ára fangelsi fyrir að hafa orð- ið Áslaugu Perlu að bana. í dómsniðurstöðum kemur itrekað fram að Ásgeir hafi framið morðið í reiðikasti eða mikilli heift. Ekkert verður þó ráðið af gögnum málsins hvað kunni að hafa valdið þeirri reiði og í raun kom fátt fram í svörum ákærða sem gæti skýrt það. Reiði hans var enn mjög sýnileg við hand- töku þar sem hann veitti gríðarlegan mótþróa, hótaði lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra og æpti ókvæðis- orð að þeldökkri skúringakonu sem varð á vegi þeirra. Hann hafði í frammi látæði sem túlka má sem vit- neskju hans um atburði þegar við handtöku. „Á Landspítalanum tók ákærði upp á því að flauta og líkja með þeim hætti eftir falli hlutar úr mikilli hæð með tilheyrandi dynki við lendingu." Af rifnum fötum Áslaugar og áverkum á kynfærum, ásamt þeirri staðreynd að ákærði var með rifnar nærbuxur hennar í vasanum við handtöku, þykir ljóst að um einhvers konar ofbeldisfull átök af kynlífstoga hafi verið að ræða. Ákærði viður- kenndi að „harkalegt kynlíf ‘ hefði átt sér stað en játaði aldrei nauðgun. Vímuefni komu við sögu i þessu morði með þeim hætti að morðinginn var undir miklum áhrifum áfengis þegar hann framdi verknaðinn en engin önnur fikniefni mældust í blóði hans. Ásgeir Ingi er alinn upp í Þorláks- höfn, elstur Qögurra systkina. Hann hefur átt í margvíslegum útistöðum við lögin og fékk fyrsta dóminn af all- mörgum 19 ára gamall. Fyrri dómar lutu að bílstuldum og ölvunarakstri. Hann átti við geðræn vandamál að stríða og þremur vikum fyrir morðið hafði iögregla og læknar afskipti af honum vegna sjálfsvígstilraunar hans sem mun ekki hafa verið sú fyrsta. Nokkuð var deilt um geðrannsókn á Ásgeiri en hann leyfði sálfræðingi sínum ekki að bera vitni fyrir réttin- um með vísan til þagnarskyldu. Morö í Öskjuhlíö Miðvikudaginn 8. nóvember síðast- liðinn veittist Atli Guðjón Helgason, 33 ára lögfræðingur, að vinnufélaga sínum, Einari Erni Birgissyni, 27 ára kaupmanni í GAP, á bílastæði í Öskjuhlið í Reykjavík og varð honum að bana með því að slá hann margoft í höfuðið með slaghamri. Að því búnu kom Atli líki Einars Arnar fyrir í far- angursgeymslu bifreiðar sinnar, þeg- ar hann hafði afmáð verksummerki á staðnum, og ók með það í átt til Grindavíkur. Atli kom líkinu fyrir í hraungjótu nálægt Grindavík og huldi það með hraunmolum og plast- poka. Næstu daga á eftir þreif hann blóð úr farangursgeymslu bílsins og henti fatnaði af Einari Erni sem hann hafði geymt. Á Qórum stöðum losaði Atli sig við það sem hann taldi sönn- unargögn, svo sem farsíma, billykla, blóðuga steina og morðvopnið, ham- arinn. Umfangsmikil leit var gerð að Ein- ari Erni Birgissyni. 9. nóvember, morguninn eftir morðið, fannst bif- reið hans hjá Hótel Loftleiðum en þá var talað við Atla og síðan teknar af honum skýrslur næstu daga. Atli tók þátt í leitinni að Einari Erni og tjáði sig m.a. við DV um að hann „skildi þetta ekki“ og „stæði á gati og hugs- aði í hringi". Hann var viðstaddur bænastund í Hjallakirkju og þar faðmaði móðir Einars hann að sér en í dómsniðurstöðu segir að það atvik hafi - eftir að öll kurl voru komin til grafar - verið móðurinni sérstaklega þungbært og valdið sárindum, kvíða, angist og svefntruflunum. 15. nóvember var Atli handtekinn og játaði hann sama dag að hafa orð- ið vini sínum að bana. Atli Guðjón Helgason ólst upp í stórum systkinahópi í Reykjavík. Fjölskyldusaga hans er ekki með öllu áfallalaus þar sem bróðir hans fórst 25 ára gamall í sviplegu slysi, þegar hann keyrði í höfnina með lögreglu- bil í eftirför, en fjórum árum seinna lést faðir þeirra með sviplegum hætti á heimili þeirra. Atli var knatt- spyrnumaður og lék m.a. með Víkingi og Val en hætti að leika knattspyrnu árið 1997. Ljóst þykir að Atli hafði misnotað örvandi efni eins og efedrin og amfetamín nokkra hríð þegar hann framdi morðið. í vikunni var Atli Guðjón Helgason dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morð. PÁÁ /-þhs Sharp XL-IOOO geislaspilari með innbyggðu útvarpi frá *Fyrir þá sem hafa verið áskrifendur 6 mánuði eða lengur áskrift -borgar sig 550 5000 Ert þú áskrifandi? Takið þátt í áskrifendaleik t Veglegir vinningar! Þar á medal ferðatölvur, geislaspilarar o. fl. o. fl. Rúsínan í pylsuendanum: Glæsileg bifreið.* DREGIÐ MÁNAÐARLEGA TIL JÓLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.