Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Side 20
20 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001 I>V Helgarblað Engilbert Jensen söng sig inn í hjörtu landsmanna meö Hljómum áriö 1964 og hefur átt sinn sess þar síöan. „Ég söng House of the Rising Sun meö Hljómum á tónleikum í Háskólabíói í september 1964. Þegar síöasti tónninn dó út stóöu áheyrendur, sem fylltu húsiö, upp og öskruöu. Þaö skall á manni eins og stormur og ég hélt ég myndi fjúka um koll. Ég hef aldrei upplifaö annaö eins á ferlinum, hvorki fyrr né síöar. Þetta var toppurinn, “ Sé ekki eftir neinu - Engilbert Jensen, trommuleikari og tenór, sem ætlaði að verða óperusöngvari, lítur yfir farinn veg Þegar Engilbert Jensen var að alast upp norður á Akureyri var tvennt sem hann hafði mikinn áhuga á. Hann hafði óskaplega gaman af því að veiða í Glerá þótt veiðarfœrin vœru ekki beysnari en beygður títu- prjónn, ánamaðkur og spotti, og hann hafði gaman af því að syngja. „Ég býst við að ég hafi tónlistará- hugann frá móður minni. Hún söng ansi laglega, hún mamma,“ segir Engilbert þegar hann rifjar upp æsku sína í samtali við DV. Engilbert söng í vel þjálfuðum bamakór á Akureyri á æskuárun- um og var nýlega kominn úr söng- ferðalagi 13 ára, vorið 1954, þegar þær fréttir bárust að fjölskyldan ætlaði að flytja til Keflavíkur. Þá réðust örlög Engilberts. „Ég var ekkert hrifinn af þvi að flytja," segir hann. „Ég vildi eiga heima á Akureyri og ætlaði mér að verða óperusöngvari." Engilbert hélt áfram að fást við tónlist í Keflavík og þegar hann stálpaðist söng hann með vinsælli hljómsveit þar sem hét Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar. Þar voru innan borðs músíkantar sem áttu eftir að gera garðinn frægan ekki síður en Engilbert, svo sem Rúnar Georgsson blásari og Þórir Baldurs- son hljómborðsleikari. Það var í þessari hljómsveit sem Engilbert byrjaði að fást við trommuleik í af- leysingum þegar hluti hljómsveitar- manna fór i pásu eins og þá tíðkað- ist. Þarna kom einnig nokkuð við sögu ungur gítarleikari, Gunnar Þórðarson. Salurinn öskraði Þegar The Beatles komu fram á sjónarsviðið 1962 og ferskur söngur þeirra feykti burtu öllum gömlum kóngulóarveijum breyttist heimur- inn og ekkert varð eins og það hafði áður verið. Bítlabylgjan skall fyrst á íslandi i Keflavík og þar stofnaði strákur sem kom heim frá London með fullt af bítlavestum og lakkris- bindum fyrstu íslensku bítlahljóm- sveitina. Hljómar frá Keflavik voru orðnir til. Engilbert gekk ekki strax til liðs við hljómsveitina, sem varð landsfræg á einni nóttu, en björt og há söngrödd hans varð til þess að hann var fljótlega ráðinn. „Ég söng House of the Rising Sun með Hljómum á tónleikum í Há- skólabíói í september 1964. Þegar síðasti tónninn dó út stóðu áheyr- endur sem fylltu húsið upp og öskr- uðu. Það skall á manni eins og stormur og ég hélt ég myndi fjúka um koll. Ég hef aldrei upplifað ann- að eins á ferlinum, hvorki fyrr né síðar. Þetta var toppurinn," segir Jensen, eins og hann er alltaf kall- aður af þeim sem þekkja hann. Engilbert söng og trommaði með Hljómum næstu árin og þarf varla að rifja upp smelli eins og Bláu aug- un þín, Þú og ég, Að kvöldi dags og Ástarsæla. Bjartur og hreinn rómur Akureyringsins sem ætlaði aö verða óperusöngvari hitti fólk beint í hjartastað. Svo fór Rúnl úr að ofan Hljómar voru vinsælasta hljóm- sveit sem nokkurn tímann hefur starfað á íslandi. Þeir þveittust um landið og miðin og spiluðu 6-7 sinn- um í viku og óðu í peningum og að- dáun upp undir axlir. „Bestu kvöldin voru sunnudags- böllin í Glaumbæ. Þá sat ég fyrsta klukkutimann og söng ballöður og fólkið hlustaði. Síðan þegar leið á kvöldið fór Rúni Júl úr að ofan og ég settist við trommurnar og rokkið geröi alla vitlausa." Þegar Jensen er spuröur hvaöa ár hafi veriö best þá segir hann að Hljómatíminn hafi verið gullöldin og sérstaklega hafi árið 1968 verið skemmtilegt. Þá leigði Jensen með Ólafi Laufdal veitingamanni, sem á þeim árum var barþjónn í Glaum- bæ, stórt hús á Grettisgötu. Þetta var miðdepill skemmtanalífsins og þarna kom unga og fallega fólkið í Reykjavik saman eftir böllin í Glaumbæ og naut lífsins. En hvern- ig heimilishald var þetta? Laufdal og Jensen áttu stað- inn „Það var nú kannski ekki mikið um hefðbundin heimilisstörf. Óli fékk stundum Jón Hildiberg kokk til að elda handa sér signa grá- sleppu og þá fór ég út á meðan. Ann- ars var smurbrauðstofan Björninn rétt hjá og stutt í Brauðbæ til að fá sér Eftirlæti hreppstjórans sem var vegleg sinnepssteik. Svo var stutt í Úðafoss til að sækja sparifötin í hreinsun," segir Jensen þegar hann rifjar upp þessa tíma. Svo voru sérstakir dansleikir á mánudagskvöldum á Röðli eða á Cafe de la Thors, eins og Þórskaffi var jafnan nefnt. Þetta kvöld áttu allir tónlistarmenn, þjónar og fólk á veitingahúsum frí og þetta var þess dansleikur. Jensen og Laufdal áttu staðinn og í kringum þá var hirð af töffurum þess tíma, eins og Bóbó á Borgarbíl, Benna blíða, Ödda litla, Höskuldi Dungal og Einari Bolla- syni, svo fáir séu nefndir og ekki allir fullu nafni. „Þetta var ljúft líf og gaman að skemmta sér eins og sést best á því að einu sinni vaknaði Bóbó í sófan- um heima hjá okkur og ætlaði að líta á klukkuna en hann hafði tekið af sér úrið og lagt það á borðiö. Hann leit þess vegna á handlegginn á sér og sagði: Djöfull er hún orðin margt, bara farin.“ Sprengingin mikla Síðan urðu þáttaskil á ferli Jen- sens þegar sprengingin mikla varð í poppbransanum 1968 og Hljómar sundruðust og ofurhljómsveitir eins og Trúbrot og Ævintýri komu fram á sjónarsviðið. Við tók brall með ýmsum hljómsveitum en síðan voru Hljómar endurreistir 1974 og svo kom hin ofurvinsæla Lónlí Blú Bojs fram á sjónarsviðið með: Er ég kem heim i Búðardal og fleiri sígræna slagara og enn var það tenórinn og trommarinn sem hélt söngnum á lofti. Hér er ekki rúm til að rekja feril Jensens í tónlist í smáatriðum en á sunnudaginn gefst enn eitt tækifæri til að heyra að enn situr röddin á sínum stað en þá kemur hljómsveit- in Hljómar fram á stórtónleikum í Laugardalshöll ásamt fleiri frægum böndum. Sigur Rós hitar upp „Mér skilst að Sigur Rós eigi að hita upp fyrir okkur,“ segir Jensen og glottir þar sem hann situr við borðið sitt á heilsuhælinu í Hvera- gerði þar sem samtal okkar fer fram. Jensen er þar heilsu sinnar vegna en hann er slæmur í baki og læknar vilja reyna að grenna höfð- ingjann en mér verður fljótt ljóst að ýmsar sögur sem ég hef heyrt um slakt heilsufar hans eftir langvar- andi sukk eru augljóslega mjög orð- um auknar. Fimmtán þurr ár þau bestu En sukkið var vissulega til staðar og Jensen fer ekkert í launkofa með það. Hann söng og spilaði með ýms- um hljómsveitum, seinast með Geimsteini og Rúnari Júlíussyni, fram yfir 1980. Einnig kom hann við sögu sem hljóðfæraviðgerðamaður, hljóðmaður, m.a. fyrir Bubba Morthens, og starfaði í hljóðveri. „Þá var eiginlega hætt að vera gaman. Ég var farinn að drekka mjög mikiö og það komst eiginlega ekkert annað að. Svo fór ég í með- ferð 1985 og hef ekki snert dropa síð- an og ég verð að segja að þetta hafa verið 15 bestu ár ævi minnar síð- an.“ Atti einn hraðsuðuketil Þótt Jensen væri á köflum mjög fjáður þá var hann ekki sparsamur og á köflum var ekki eins mikill stæll á kappanum eins og á Grettis- götunni forðum. Einhvern tímann milli 1974 og 1976 leigðu hann og Óttar Felix Hauksson, fyrrum rótari Hljómanna, saman eitt herbergi við Hagamel. Sá búskapur einkenndist af því að Óttar átti ekkert en Jensen átti einn hraðsuðuketil. í þessum katli voru soðin egg, hitað vatn í súpur og hitað rakvatn þegar mikið stóð til. „Ég sé ekki eftir neinu,“ segir Jensen rólega. „Þetta var gríðarleg lífsreynsla og skemmtileg en á köfl- um algert víti. Það er ekki þar með sagt að allir þurfi að fara í gegnum þetta. Stundum er í lagi að þiggja góð ráð en ég myndi engu breyta.“ Var ekki með hring Ýmsar goösagnir eru til um hegð- un poppara á ferðum um landið og mætti nefna söguna um Haukana en sagt er að hvert sinn sem rútan ók upp Ártúnsbrekkuna á leið út á land hafi allir tekið ofan giftingar- hringana og opnað fyrstu flöskuna. Jensen starfaði með þessari hljóm- sveit um tíma. Er þetta satt? „Ég veit það ekki. Ég var ekki með neinn hring.“ Ein af goðsögnunum í poppbrans- anum lýtur að gríðarlegri kvenhylli Jensens sem sagt er að hafi getað heillað hvaða konu sem var upp úr skónum að minnsta kosti. Er þetta rétt? „Það var stundum auðvelt," segir Jensen og smellir fingrum orðum sínum til áherslu. „Ég hef alltaf verið blíður og til- finninganæmur maður og lagði það í sönginn og það hreyfir við tilfinn- ingum fólks. Ekki síst kvenna.“ Fjögur börn á lífi Jensen á fjögur börn á lífi. Hann átti þrjá drengi með Jónu Gott- skálksdóttur, fyrstu eiginkonu sinni, og svo eignaðist hann tvær dætur, þá fyrri með Sonju B. Jóns- dóttur en þá síðari með Ragnhildi Gísladóttur. Harpa Rut, dóttir hans og Sonju, fórst í bílslysi aðeins 19 ára gömul á Laugavegi. „Það var mikið spunnið i þessa stelpu og hún hafði mikla hæfileika. Það var eins og það væri rifið úr manni hjartað þegar þetta gerðist. Það var hræðilegt. í dag er Jensen einn á ferð í sínu einkalífi og segir að það sé í raun- inni best. „Þær vilja alltaf vera að breyta manni, þessar elskur, gera úr manni eitthvað annað en maður er. Ég vil fá að vera orginal Jensen.“ Að miðla þekkingu Frá 1985 hefur fluguveiðin átt hug og hjarta Jensens, sem er orðinn landsfrægur veiðimaður og flugu- hnýtari, og hefur hróður hans á því sviði reyndar borist víða um heim og inn í uppsláttarrit um fluguhnýt- ingar. Hann veiðir, hnýtir og kenn- ir bæði hnýtingar og köst. „Ég vil miðla þessari þekkingu til sem flestra. Ég hef kynnst mönnum sem földu flugumar sínar alltaf fyr- ir aftan bak og vildu engum segja neitt. Ég vil koma þekkingunni sem víðast." Jensen segist mikið veiða einn en einnig með góðum félögum sem sumir eru ekki minna þekktir popp- arar en hann og nægir að nefna Pálma Gunnarsson, Björgvin Hall- dórsson, Björgvin Gíslason og er þá mörgum sleppt. Uppáhaldsáin segir hann að sé Hofsá í Vopnafirði án þess að hika. Jensen er annálaður kennari á þessu sviði, strangur og reglusamur og gengur hart eftir því að allt sé í röð og reglu hjá læri- sveinunum. „Þegar maðurinn, náttúran og vatnið koma saman í eitt þá er lífið fullkomið. Hamingjan er fólgin í því að fá sér í soðið og sleppa því sem maður getur ekki torgað. Ég vil ekk- ert ofstæki, segir blómabarnið sex- tuga að lokum. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.