Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Qupperneq 25
25
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001
X>V _________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Bítlar fara yfir fjöllin sjö og syngja í sjávarþorpi:
Kórsöngur á Kolbeinstanga
- sungið undurblítt fyrir Vopnfirðinga sem með söngnum sækja sér yl í kroppinn á köldu vori.
Þreytan á heimleið í fylgd með lífsgleðinni
Fínu fötin kórstjórans
Snorrí Guövaröarson, einn af forkólfum í hljómsveit Bítlakórsins, hugar að
fötum Erlu kórstjóra. Starfiö er margt.
í hughrifum blaðamannsins sem
situr úti í sal og hlustar á söng
karlakórsins er eins og ilm af salt-
fiski og hamsatólg leggi að vitum
hans. íslensk ættjarðarlög og aðrir
standardar sem sígildir teljast
minna á síðasta lag fyrir fréttir í
Útvarpinu, sem ævinlega er leikið
á meðan soðningin mallar í pottin-
um. Á þessari stundu er klukkan
hins vegar ekki tuttugu mínútur
gengin í eitt heldur rúmlega níu
að kvöldi. Vopnfirðingar láta ekki
menningarviðburöi fram hjá sér
fara og hafa fjölmennt í félags-
heimilið Miklagarð til að hlusta á
félaga í Karlakór Akureyrar-Geysi
sem komnir eru yfir fjöllin sjö til
að syngja á Kolbeinstanga, en svo
heitir annnesið sem Vopnafjarðar-
kauptún stendur á.
Söngur alþýðunnar
Það var hrollkalt þegar við stig-
um út úr rútubílnum á Vopnafirði
sl. laugardag. Enn eru skaflar nið-
ur í miðjar hlíðar fjalla. Þetta mun
þó væntanlega breytast von bráð-
ar, því hvergi er veðursælla og
hitatölur ná hvergi viðlíka hæðum
hér á landi sem einmitt í Vopna-
firði. Kannski er það kuldans
vegna sem þorpsbúar koma í fé-
lagsheimilið; til að fá yl í kroppinn
með undurbliðum söng langt að
kominna gesta. Smókingklæddum
söngmönnum er fagnað með
dúndrandi lófataki þegar þeir
ganga á sviðið. Þeir hefja upp
raust sina og syngja með því lagi
að boðlegt gæti talist í hverju ein-
asta óperuhúsi heimsins. Fyrst og
síðast eru þetta þó íslenskir al-
þýðumenn sem eiga sér sönginn
sem skemmtun frá amstri daganna
og bláköldu brauðstritinu; leigu-
bllstjóri, kennari, mjólkurfræðing-
ur, bifvélavirki, læknir, rafvirki
og sjúkranuddari.
son. Toppurinn er svo þegar Erla
kórstjóri syngur sjálf með körlun-
um sínum svo undurblítt að tár
blikar á hvarmi harðgerðustu
manna. Eða einhverjum sýndist
svo vera.
Bítlar á gallabuxum
Eftir hina hefðbundnu karla-
kórstónleika skipta kórmenn um
úniform, fara í gallabuxur og
vinnuskyrtur, enda er klæðaburð-
urinn í nokkru samræmi við lögin
sem sungin eru. Það eru ódauðleg-
ir smellir af efnisskrá ijórmenn-
inganna fræknu frá Liverpool,
Bítlanna. Forsöngvari er Kjartan
Höskuldsson sem er yngstur allra
söngmannanna, aöeins 21 árs, en
hinir elstu eru komnir á níræðis-
aldur. Kjartan dillar sér í hverju
spori þegar hann kyrjar smelli
eins og Here, There and Ev-
erywhere, Strawberry Fields for-
ever, Long and Winding. Kórinn
söng siðan lög eins og All My Lov-
ing, PS I Love You og Can’t Buy
Me Love. Þetta er eitthvað sem all-
ir kunna, eins og stundum er sagt
um íslenska rútubílasmelli sem
menn syngja allra helst á þriðja
glasi eða fjórða bjór. Samkomu-
gestir láta hrifningu sina óspart í
Ijós, enda ekki á hverjum degi sem
bítlar koma yfir fjöllin sjö í þetta
litla sjávarþorp. Sem þó hefur
marga mæta einstaklinga alið upp,
svo sem alheimsfegurðardrottn-
ingu og utanrikisráðherra.
Þegar tónleikum lýkur er síðan
slegið upp balli. Hljómsveitin einn
og sjötíu frá Akureyri leikur fyrir
gesti sem dilla sér í hverju spori.
Sungið í smóking
Fétagar í Karlakór Akureyrar-Geysi syngja undurblítt svo undir tekur - og ekki
þótti Vopnfiröingum saka hve þessi langtaðkomnu menn voru sériega flottir í
tauinu.
Fataskiptin
Kórmenn hafa fataskipti, bregöa sér úr smókingnum í Bítlafötin. Á myndinni
eru söngmennirnir Guömundur Ingólfsson og Björn Jósef Arnviðarson.
Höfuð, herðar hné og tær. Ekki er
slegið af fjörinu fyrr en klukkan er
farin að ganga fjögur um nóttina.
Þá eiga kórmenn hins vegar næg-
ar orkubirgðir eftir til þess að
halda stuðinu áfram í náttstað sín-
um. Og hætta því ekki í bráð.
Það er engin leið að hætta
Eða hvers vegna ættu kórmenn
svo sem að hætta en ekki lyfta sér á
kreik þegar farið er að sjá fyrir end-
ann á vel lukkuðu vetrarstarfinu.
Það er engin leið að hætta. Jafnvel
þótt það kosti lystarleysi í morgun-
matnum næsta dag eða höfga svefns
á heimleið í bítlarútunni þegar sól-
in er hvað hæst á lofti. Akureyri
tekur á móti okkur síðdegis á
sunnudegi með silfursléttum Pollin-
um. Margir kórmenn eru þreyttir
eftir ferðina. En í öllu falli var þetta
þreytan sú sem er í fylgd með lífs-
gleðinni, þeim fognuði sem fylgir
gjarnan því að syngja beint frá rót-
um sálarinnar eða að vera bítill þó
ekki sé nema eina kvöldstund á Kol-
beinstanga. -sbs
Bítill í sveiflu
Kjartan Smári Höskuldsson var for-
söngvari Bítlakórsins og kirjaöi sívin-
sæla smelli fjórmenninganna frá
Liverpool. Eitthvað sem allir kunna,
eins og gjarnan er sagt
Síðust gengur fram í salinn
stjórnandi kórsins, Erla Þórólfs-
dóttir. Ung og brosmild kona að
sunnan sem nýlega er tekin við
stjórn kórsins. Sjálf sveiflar hún
höndum og kórmenn hlýða handa-
skipunum hennar. Sveifiast frá
dýpstu bassatónum upp í hinar
hæstu hæðir en alltaf með því lagi
að þeim fipast ekki. Saltfisksöngur
tónleikanna gengur vel og bragð-
auki er einsöngur þriggja kórfé-
laga. Þeirra á meðal er hið verald-
lega yfirvald Eyfirðinga, sýslu-
maðurinn Björn Jósef Arnviðar-
Stjórnandi og formaöur
Kórstjórinn Erla Þórólfsdóttir og Höskuldur Höskuidsson kórformaöur fremst í fríöri fyikingu kórmanna.
5 daga
helgarferð til
Mílanó
22. júní
frá 36.433
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt
helgarævintýri til Mílanó þann
22. júní á hreint frábærum
kjörum. Nú getur þú kynnst þessari
einstöku borg, sem er miðstöð tísku og hönnunar á
Italru, og notið þess að skoða mörg frægustu listasöfn ftala, sjá
síðustu kvöldmáltíð Leonardos með eigin augum, II Duomo-
dómkirkjuna í miðbænum, þriðju stærstu dómkirkju heims, versla
í Galeria Vitorio Emanuelle eða kanna veitingastaði og næturlífið
í Corso Como. Hotel Soperga, gott 3ja stjörnu hótel í hjarta
borgarinnar. Öll herbergi með
/t '>'1 sjónvarpi, síma, baði, loftkælingu.
Verð kr.
M.v. hjón með bam, flug,
hótel, skattar.
Verð kr.
39.995 Heimsferðir
M.v. 2 í herbergi með
morgunmat, flug, skattar.
Skógarhlíð 18
sími 595 1000
www.heimsferdir.is