Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Side 28
28 Helgarblað LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001 DV Kristinn Gunnarsson er sagöur leika einleik í pólitík um þessar mundir „Minn einleikur fólst í því aö standa á minni skoöun þrátt fyrir aö þaö væri hart sótt af ákveönum ráðherrum aö beygja menn undir ákveöin sjónarmiö. Kristinn H. Gunnarsson þingmaður, kallaður Kiddi sleggja, segir aðeins óbreytt ástand geta tryggt sátt í smá- bátamálinu. Formenn stjórnarflokka sváfu á verðinum. Stjórnin mun springa á sjávarútvegsmálum því pólitísk samstaða um kvótakerfið er að hverfa. „Ég hef aldrei búið við trygga pólitíska framtíð og hef aldrei farið auðveldu leiðina, hvorki innan Framsóknarflokksins né þess flokks sem ég áður starfaði með. Ég mun frekar snúa mér aö öðru en beygja mig fyrir ofríki manna. Trúlega á ég ágæta möguleika á góðu sæti í nýju kjördæmi, jafnvel á að leiða listann, en það verður bara að ráðast." Kristinn H. Gunnarsson er þing- maður Framsóknarflokksins og hann hefur viðurnefnið Kiddi sleggja. Þegar ákveðið var að láta umdeild lög um kvótasetningu smá- báta taka gildi á hausti komanda var hann einn þingmanna Fram- sóknarflokksins sem veitti harða andstöðu. Það varð til þess að Davíð Odds- son forsætisráðherra lýsti því yfir að Kristinn hefði einn komið í veg fyrir að smábátasjómenn fengju ein- hverja uppbót á þá skerðingu sem lögin óhjákvæmilega hafa i fór með sér. Sumir hafa orðið til þess að kalla Kristin einleikara í þessu máli. Er það sanngjörn nafnbót? „Ekki hvað varðar afstöðu þing- manna sem ég veit að voru fleiri á sömu skoðun. Minn einleikur fólst í því að standa á minni skoðun þrátt fyrir að það væri hart sótt af ákveðnum ráðherrum að beygja menn undir ákveðin sjónarmið," segir Kristinn þar sem við sitjum á nýinnréttaðri skrifstofu á þriðju hæð við Austurstræti þar sem þing- menn Framsóknar hafa komið sér fyrir. Kristinn segir með nokkru stolti að kostnaðaráætlun við innréttingu hafi staðið upp á krónu en það sé kannski vegna þess að forseti þings- ins passi vel að áætlunin standist. Framsóknarmenn voru frjálsir - Voru það ráðherrar úr þínum flokki sem þrýstu á menn að halda flokkslínur í þessu máli? „Það var ekki lagt að mönnum i mínum þingflokki. Við ræddum málið og komumst aö þeirri niður- stöðu að rétt væri aö fresta gildis- töku laganna og ljúka endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar. Eftir að ljóst varð aö Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því og fram komu hug- myndir um að draga úr skerðing- unni sem menn verða fyrir ræddum við það mál lika og niðurstaða okk- ar varð sú að ekki væri rétt að leggja það mál fram. Það voru fleiri þingmenn en ég sem voru því and- vígir þótt ég kysi einn að lýsa and- stöðu minni. Hafi hins vegar verið þrýstingur á einstaka þingmenn Framsóknarflokksins af hálfu ráð- herra Sjálfstæðisflokksins þá er það mjög alvarlegt mál í stjórnarsam- starfi.“ - En hvers vegna vilduð þið ekki sættast á einhverja uppbót til smá- báta? „Þessi lausn var algerlega óá- sættanleg. Vestfirðingar og aðrir sem fara illa út úr lögunum hefðu verið litlu bættari." - Mátuð þið það svo að smábáta- menn fengju betri hlut út úr endur- skoðun laganna en þeim uppbótum sem í boði voru? „Það er eðlilegast að endurskoð- un laganna fari fram í heild eins og lög kveða á um. Hér verður líka að hafa í huga að nýafstaðið flokksþing Framsóknarflokksins skildi eftir sig ályktun um sjávarútvegsmál þar sem segir meðal annars að menn vilji stjórna fiskveiðum með tveim- ur kerfum, annars vegar aflamarks- kerfi og hins vegar smábátakerfi, og tekið er fram að það skuli vera blanda af aflamarki og sóknarmarki en þannig hefur það verið til þessa. Verði framtíðin eins og horfur eru á núna að allir smábátar fari á afla- mark nema þeir sem eru á handfær- um þá er komin upp staða sem sam- rýmist ekki þessari samþykkt flokksins." „Það voru fleiri þing- menn en ég sem voru því andvígir þótt ég kysi einn að lýsa andstöðu minni. Hafi hins vegar verið þrýstingur á einstaka þingmenn Framsóknar- flokksins af hálfu ráð- herra Sjálfstœðisflokksins þá er það mjög alvarlegt mál í stjórnarsamstarfi. “ Ég er enginn minnihlutamaður - Ert þú þá eini framsóknarþing- maðurinn sem vill fara að sam- þykktum flokksins? „Ég er ekki tilbúinn til þess að gefa eftir á þessu sviði og ganga þannig í berhögg við samþykktir flokksins. Það gengur ekki. Ég er ekki minnihlutamaður í þessu máli.“ - Nú var ríkisstjórnin tilbúin að bæta 40% við þann kvóta sem smá- bátar fá eftir að lögin taka gildi. Þiö vilduð ekki samþykkja það. Hvað þarf mikið í viðbót til að þið verðið sáttir? „í þessu máli er niðurstaðan sem menn geta lifað við ekki langt frá óbreyttu ástandi. Tillaga ráðherra hefði skilað smábátum samtals minna en helmingi þess sem þeir hafa verið að veiða. Mitt sjónarmið er að það eigi ekki að búa til meira af kvótum til handa einstaklingum sem þeir geta ráðstafað að eigin vild. yið erum búnir að fá nóg af slíku. í þessu máli er augljóst að þar sem margir bátar fá mun minna en þeir þurfa til að hafa rekstrargrund- völl þá munu margir kjósa að selja sinn kvóta, greiða skuldir og hætta í útgerð. Þessi kvóti fer fyrst og fremst á togaraflotann og safnast á örfáa staði. Byggðarlögin sem í dag byggjast á þessari útgerð munu verða fyrir miklum skakkaföllum og mega síst við þvi þar sem þau standa veikt eftir að kvótinn og tog- ararnir hurfu þaðan. Smábátaút- gerðin var svar við þeim áföllum og það gengur ekki að stöðva uppbygg- inguna sem henni hefur fylgt. Auk þess eru þeir sem fá þessum kvóta úthlutað alls ekki alltaf núverandi eigendur bátanna heldur fyrri eig- endur." Verður að draga úr frelsi til framsals - Þýðir það ekki að mjög margir hafi séð þessa þróun fyrir? „Það rökstyður enn frekar að þetta eigi ekki að gera. Kvótinn á ekki að vera eign heldur atvinnu- tæki. Útgerðarmenn mega ekki líta á kvótann sem eign sem þeir geta gert að peningum með sölu heldur réttindi sem þeir nýta með því að veiða flsk og hagnast af því. Það verður að vera stöðugleiki og festa í útgerð en ekki óvissa sem fylgir heimild útgerðarmanna til þess að selja kvótann hvenær sem er, hvert sem er og hverjum sem er. 1 dag breytist ástandið í atvinnumálum í sjávarplássum á einni nóttu. Þetta er versti gallinn á kerfinu og sá sem brýnast er að breyta. Það verður að draga úr frelsi manna til framsals eða auka réttindi annarra.“ Ríkisstjórnin svaf á verðinum - Samrýmist það lýðræðinu að vera að knýja þetta mál til lending- ar eftir að þingið hefur samþykkt að kvótasetja smábáta í haust? „Það var haldið þannig á málum að það gafst ekki tími til kynningar. Það er að koma í ljós að þetta er miklu alvarlegra mál en ríkisstjórn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.