Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Síða 43
51 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001 DV Tilvera Leið eins og Hannibal the cannibal - með hroll, svita og tár við matarborðið Hrafnhildur Heiöa Þorgrímsdóttir „Ég prófaöi aö loka augunum smástund ogjafna mig en þá sá ég sporð, ugga, tálkn og fiskiaugu fyrir mér og fékk hroll. Mér leið eins og Hannibal the cannibal. Ég meina þaö, ég svitnaöi á enninu. “ Lambakótilett- ur með hvítlauk og kotasælu Sannkallaður sæluréttur. Fyrir fjóra 8-10 grillkótilettur (eða 16-20 stk. einfaldar) 2 stk. hvítlaukar, heilir 300 g kotasæla 1/2 dl matarolía 4 stk. tómatar 2 tsk. salt 1 tsk. McCormick Season All nýmalaður pipar 2 msk. söxuð fersk steinselja 4 stk. bökunarkartöflur 60 g smjör Skerið fituna af eða eftir smekk. Penslið kótilettumar með matarolíu og kryddið með pipar. Hitið grillið vel, pakkið kartöflunum inn í álpappír og griilsteikið í 40-60 mínútur eftir stærð. Ath.: Setjið álbakka á milli glóðar og grindar ef fita lekur af kótilettunum til að koma í veg fyrir bruna. Skerið kross á tómatana (u.þ.b. 1/2 sm), penslið með olíu og griilsteikið i 5-6 mínútur. Skerið hvítlaukinn í tvennt þvers- um, penslið með olíu og grillsteikið i sárið í 8-12 mínútur. Leggið kótilett- umar á vel heitt grillið. Steikið í 6-8 mínútur á hvorri hlið og kryddið með salti og McCormick Season All. í lok steikingar er 1 tsk. af kotasælu sett á hverja kótilettu og steinselju sti'áð yfir. Meðlæti Bakaðar kartöflur, grillaðir tómatar og grillaður hvítlaukur. íssoufflé Rothschild Fyrir 6 2 1/2 dl rjómi 120 g flórsykur 3 stk. eggjarauður . 3 stk. eggjahvítur rifinn börkur og safi úr 1/2 appelsínu 1/2 dl Grand Marnier Setjið ræmur af smjörpappír utan um 6 souffléskálar þannig að brúnirn- ar hækki um 3 cm. Festið með lím- bandi. Rifið börkinn af 1/2 appelsínu með finu rifiárni og setjið í sjóðandi vatn í nokkrar sekúndur. Þeytið eggja- rauður og sykur saman ásamt appel- sínusafanum uns það er ljóst og létt. Þeytið rjómann og bætið út í með sleikju ásamt berkinum. Stífþeytið hvítumar og bætið varlega saman við ásamt líkjömum. Setjið í skálamar þannig að ísblandan nái 11/2 cm upp úr formunum. Frystið. Pappírinn er síðan tekinn utan af og skreytt með þeyttum rjóma, appelsínuslaufum og sykruðum berki eða sítrónumelissu. Hollráð íssoufflé er sætur loftkenndur ís, eins konar frosin útgáfa af heitu soufflé. Nýkaup Þar semferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Þaö er Hrafnhildur Heiða Þor- grímsdóttir, starfsmaður Amon Ra, sem er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. „Ég er alveg ágætiskokkur þeg- ar ég legg mig fram og er dugleg að fletta matreiðslubókum og finna uppskriftir. Ég held að reynsla mín af matargerð sé voða venjuleg, byrjendaörðugleikar sem svo vinnast upp. En ég hef tekið eftir því að mat- gæðingurinn segir frá hrikalegri reynslu við matargerð og ég kann eina slíka sem tengist matarboði sem ég og maðurinn minn fórum í. Ástfanginn upp fyrir haus Málið er það að sameiginlegur vinur okkar hvarf einn daginn og við sáum hann ekki í mánuð. Ástæðan reyndist svo vera sú aö hann var ástfanginn upp fyrir haus og var búinn að hreiðra um sig heima hjá henni. Hann lét ekk- ert heyra i sér og borin von að ná i hann. Þegar hann svo loks bankaði upp á hjá okkur eitt kvöldið þá gripum við hann glóðvolgan og sögðum honum að við yrðum að kynnast þessari konu sem haföi gjörsamlega heillað hann upp úr skónum. Hann sagði okkur að hún væri ekki íslensk og væri nýflutt hingað til lands. Ég bauðst til að fara með henni um bæinn og sýna henni hina og þessa staði svo henni fyndist hún nú velkomin. Þá var ákveðið að við hjónin skyldum koma í mat til þeirra helgina eftir og þá gætum við hist öll i fyrsta skipti. Ekki sama tungumál Dagurinn rann upp og þegar við bönkuðum upp á hjá þeim skötu- hjúum kom þessi ofsalega vina- lega kona til dyra. Viö kynntum okkur og hún bara brosti. Hann hafði gleymt að segja okkur að hún kynni hvorki íslensku né ensku. Ég gat ekki hætt að hugsa um það hvernig þau tjáðu sig því þetta voru einu tungumálin sem hann kunni. Þegar við svo komum inn í stofu brá mér heldur betur í brún. Þaö var lítið borð á gólfinu með engum stólum. Vinur okkar sagði að þetta væru hennar siðir og það væri bara skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt. Persónulega hef ég aldrei séð neinn sitja á hækjum sér áður án þess að hafa púða. Þegar maðurinn minn spurði um það kom í ljós að hún ætti eftir að fá senda púöana og þangað til yrði þetta bara að duga. Algjör klígja Maturinn var ótrúlega fljótt til- búinn og við settumst við matar- borðið. Ég fékk sjokk þegar ég heyrði hana segja sushi úr eldhús- inu, það er eitthvaö sem ég hef al- gjöra klígju af og á aldrei eftir að geta boröað. Nema að þegar hún kemur fram úr eldhúsinu þá kemur hún með eitthvert risafat. Þegar mér er svo litiö á það sem er á því kemur í ljós að ekki nóg með að við áttum að borða hráan fisk heldur var þetta bara þorskur i heilu lagi. Ég svitnaði. Augun og allt voru i dýr- inu og þetta var bara eins og þau hefðu farið í veiðitúr rétt fyrir kvöldmat. Þorskurinn var ekki einu sinni hitaöur. Maður átti bara aö skera sér bita og setja á pinna með einhverju meðlæti. Hlæ að Survivor Ég gat ekki horft á þetta slímuga fyrirbæri sem ég átti virkilega að snæða. Ég leit á manninn minn og þegar ég sá að hann reyndi að forð- ast að horfa á mig til baka vissi ég að hann var í eins miklu sjokki og ég. Ég kunni ekki við annað en að smakka á þessu og hugsaði að ef ég myndi nú bara setja nógu mikið af meðlæti á pinnann þá myndi þorsk- urinn hverfa. Ég þurfti að hafa mig alla við að kasta ekki upp við mat- arborðið. Ég prófaði að loka augun- um í smástund og jafna mig en þá sá ég sporð, ugga, tálkn og fiskiaugu fyrir mér og ég fékk hroll. Mér leið eins og Hannibal the cannibal. Ég meina það, ég svitnaði á enninu. Þetta var það neyðarlegasta sem ég hef lent í, ég tók mér servíettu og þóttist vera að hnerra þegar ég kúg- aðist. Ekki var það til að bæta úr að þegar ég kom heim var ég með stóra marbletti á hnjánum. Þvílík pína. Þegar ég svo horfði á Survivor- þættina um daginn hló ég nú bara að þessu fólki. Við hjónin höfðum borðað hráan fisk með „húð og hári“, og ekki í neinum leik heldur í matarboði," sagði Heiða og hló að lokum. -klj Humarsúpa Fyrirfjóra 12-16 humarhalar (fer eftir stærð) 1 peli rjómi 1/2 laukur 1 knippi steinselja 2 gulrætur dill á hnífsoddi paprikuduft á hnífsoddi salt og pipar grænmetiskraftur sítrónusafi (hvítvín) smjör og hveiti í smjörbollu Aðferð: Skera humarhala i tvennt og taka kjöt úr. Skeljarnar settar á pönnu ásamt grænmeti og kryddi. Sjóða. Pipar og salt eftir smekk. Humar- hölunum stungið í vatnið í ca 3 mín- útur. Teknir upp aftur. Soðið þykkt með smjörbollu. Rjómi, hvítvin og humar út í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.