Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Qupperneq 49
57 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001 33 V Tilvera Afmælisbörn Stacy Keach sextugur Leikarinn góðkunni Stacy Keach, sem verður sextugur i dag, er kominn af mikilli leik- arafjölskyldu. Faðir hans kenndi leiklist við háskóla og móðir hans var leikkona. Það kom því af sjálfu sér að hann valdi leiklistina og ungur var hann talinn meðal efnilegustu sviðsleikara Bandaríkjanna og var um tíma aðal- leikari við Shakespeare Theatre í Washington. Bróðir hans, James, er einnig þekktur leikari. Á löngum ferli hefur Stacy Keach leikið í yfir eitt hundrað kvik- myndum og sjónvarps- myndum. Keach hefur ekki verið við eina fjölina felldur í einkalífmu og á fjög- ur hjónaband að baki. Árið 1984 var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi í Englandi fyrir að reyna að smygla kókaíni inn í landið. Tony Curtis 76 ára Gamli sjarmörinn Tony Curtis verður sjötiu og sex ára gamall í dag. Curtis fæddist í Bronx og var skírður Bernard Schwartz. Hann lék í sinni fyrstu kvikmynd 1949 og glæsilegt útlit hans gerði það að verkum að hann varð mjög eftirsóttur í hetju- myndir. Þegar fór að halla undan fæti tók hann þá skynsamlegu ákvörðun að hvíla sig frá kvikmyndum og ein- beitti sér að sjónvarp- inu þar sem hann náði ágætum árangri. Þegar hann þreyttist á þvi fór hann að semja skáldsög- ur. Curtis hefur ávallt verið vinsælt blaðaefni enda aldrei legið á skoðunum sínum og er óhræddur að sýna sig með ungum og íturvöxnum stúlkum. Dóttir hans er leikkonan Jamie Lee Curtis. Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.) Stjörnuspá Gildir fyrir sunnudaginn 3. júní og mánudaginn 4. júní Rskarnir Í19. fehr.-20. marsl: Spa sunnudagsins: Tilhneiging þín til að gagnrýna fólk auðveldar þér ekki að eignast vini eða að halda þeim sem fyrir eru. Sýndu þolinmæði hvað sem á dynur. Þú mátt vænta gagnlegrar niður- stöðu í máli sem hefur lengi beðið úrlausnar. Þú þarft að hvíla þig og slappa af í góðra vina hópi. Hrúturinn (21. mars-19. anríh: pá sunnudagsins: Notaðu hvert tækifæri til þess að komast upp úr hefðbundnu fari. Lífið er til þess að láta sér lfða vel en ekki bara strita og strita. Spá mánudagsins: Ekki dæma fólk eftir fyrstu kynn- um. Reyndu frekar að komast að þvi hvem mann það hefur að geyma. Vertu umbyrðarlyndur. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: gf* Þú ert mjög samvinnu- mm/y þýður um þessar mundir og ættir að forðast að samþykkja hvað sem er. Ekki láta ómerkilegt mál spilla ágætum degi. Spá mánudagsins: Þú syndir á móti straumnum og ert fullur af orku og finnst engin vandamál vera þér ofviða. Það er mikið um að vera hjá vinum og góður andi ríkjandi. Liónið (23. iúlí- 22. ágústl: Spá sunnudagsins: ' Þú ert eitthvað óviss varðandi einhverja hugmynd sem þú þarft að taka afstöðu til. Leitaðu ráða hjá fólki sem þú treystir. Spá mánudagsins: Þó að þetta verði venjulegur dag- ur á yfirborðinu ríkir mikil ein- ing innan fjölskyldunnar og það veitir þér mikla gleði og ánægju. Vpgin rn. sRnt.-23. okt.t: Spa sunnudagsins: Einhver hætta virðist á að félagar þinir lendi upp á kant og þú gætir dreg- ist inn f deilur. Gættu þess vel að segja ekkert sem þú gætir séð eftir. Spá mánudagsins: Þér leiðast þessi hefðbimdnu verk- efni og langar til þess að eitthvað nýtt og spennandi gerist. Mimdu að tækifærin skapast ekki af sjálfu sér. Bogamaður (??. nóv.-21. des.l: immssMm ' Eitthvað sem þú gerir á að þér finnst hefð- bundinn hátt leiðir til þess að þú kemst í sambönd sem þig óraði ekki fyrir. Spá mánudagsins: Náinn vinur á i erfiðleikum um þess- ar mundir og þarf á þér að halda. Það er nauðsyniegt að þú sýnir þolin- mæði og gefir þér tíma með honum. Spa sunnudagsins: •Nú er rétti tfminn til að hrinda nýjum hugmynd- um í framkvæmd og lita opnum huga á aðstæður. Þú ert í góðu jafnvægi og liður í alla staði vel. pa manudagsins: Þú ert eitthvað pirraöur um þessar mundir og þarft að leita að innri sálarró. Útivera og spjall við góða vini ætti að hjálpa þér mikið. Nautið (20. april-20. mai.): Spa sunnudagsins: Mál þín taka skyndilegum stakkaskiptum og staða þín á vinnumarkaðnum batnar til muna. Viðræður sem þú tek- ur þátt í reynast gagnlegar. Spa manudagsins: Þú verður svartsýnn fyrri hluta dags- ins og þér hættir til að vanmeta sjálf- an þig. Ekki taka mikilvægar ákvarð- anir á meðan þú ert í þannig skapi. Krabbinn (22. iúní-??. íúií>: Spa sunnudagsins: (Það verður ekki auð- velt að fylgja fyrir fram ákveðnum áætl- xmum og raunar ættir þú ekki að reyna það að svo stöddu. Spa manudagsins: Vinskapur þinn við ákveðna manneskju blómstrar um þessar mundir. Það er nóg að gera hjá þér og þú nýtur þess að vera til. Mevlan (23. áeúst-22. sept.l: Spá sunnudagsins: Þú hefur mikið að ^^^■gera um þessar mund- * ir og nýtur þess út í fingurgóma. Þú munt uppskera árangur erfiðis þíns. Spa mánudagsins: Þú þarft einhverja ástæðu til að skipta um skoðun í máli sem þú ert ekki sáttur við hvemig hefur þróast. Þér gengur vel í vinnunni. Snorðdreki (24. okt.-2i. nóv.): Spá sunnudagsins: | Þú veltir þér of mikið |>upp úr vandamálum þín- ...I um eða einhvers þér ná- komins. Ef þér tekst að hvíla þig ein- hvem hluta dagsins gengur allt vel. Spá mánudagsíns: Ef einliver hegðar sér xmdarlega í ná- vist þinni skaltu grafast fyrir um ástæðuna áður en þú dæmir manninn. Sannleikurinn kemur þér á óvart. Steingeitln (22. des.-19. ian.l: Spá sunnudagslns: Þú ert í erfiðu skapi í dag og ættir þvf að forðast að tala við fólk sem ekki þekkir þig og þin fýluköst vel. Vináttu- samband gengur i gegnum eríitt tímabil. Spá mánudagsins: Þú ert með lítið sjálfstraust þessa dag- ana án þess að i rauninni sé nokkur ástæða til þess. Taktu vel á móti þeim sem eru vinsamlegir í þinn garð. Astana: Kasparov lagöi Kramnik Mikið var Kaspi glaður í gær þeg- ar hann lagði Kramnik í lokaum- ferðinni og hirti að auki af honum efsta sætið á mótinu. Hann hefur ekki lagt Kramnik í kappskák síðan 1997. Þeir tefldu Berlínarmúrinn svokallaða í spánska leiknum og hefur Kasparov mikið blásið likt og úlfurinn í ævintýrinu forðum en það var sem sagt ekki fyrr en í gær sem sigur hafðist. Hér fylgir glæsi- skákin. Hvítt: Garri Kasparov Svart: Vladimir Kramnik Spánski leikurinn, Berlínarmúrinn. Ofurmótið i Astana Kasakstan (7), 01.06.2001. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0-0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 9. Rc3 h6 10. h3 Bd7. Kasparov fetar í fótspor Hannesar Hlífars sem nýlega vann skák í þessu afbrigði, annað hvort í Egyptalandi eða Kúbu, skiptir það miklu máli?ll. b3 Ke8 12. Bb2 Hd8 13. Hadl Re7 14. Hfel Rg6 15. Re4 Rf4. §p mnm m 111 £ 11 A íl§l 1 & m w A 1 :'QM& , A A IS * Nú kemur óvænt peðsfórn. 16. e6! Rxe6 17. Rd4 c5 18. Rf5 Hh7 Aumkunarverð staða, nú kemur sleggja sem rústar peðastöðu svarts. 19. Bf6! Hc8 20. Bxg7 Bxg7 21. Rxg7+ Hxg7 22. Rf6+ Ke7 23. Rxd7 Hd8 24. Re5 Hxdl 25. Hxdl Rf4 26. Khl Hg5 27. Rg4 Hd5 28. Hel+ Kf3 29. Rxh6 Hd2 30. He5 Hxf2 31. Hf5. Nú fellur riddarinn svarti og Kasparov nær að sigra á mótinu. Glæsilega teflt! 31. -Kg7 32. Rg4 Hxg2 33. Hxf4 Hxc2 34. Hf2 Hc3 35. Kg2 b5 36. h4 c4 37. h5 cxb3 38. axb3 Hc5 39. h6+ Kf3 40. Rf6 Hg5+ 41. Khl 1-0. Hér fylgir á eftir mikil hopp- skák á milli tveggja fléttumeist- ara. Þannig verður það oft, þeir reyna fyrir sér á veikleikasviði beggja og athuga hvor er betri í stöðubaráttunni. 1 fléttum og út- reikningi eru þeir jafnvígir. Hvítt: Alexander Morozevich (2749) Svart: Alexei Shirov (2722). Petroff vörn. Ofurmótið í Astana Kasakstan (7), 28.05.2001. 1. e4 e5 2. RÍ3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4. Næsti leikur hvíts er Garri Kasparov og Vladimir Kramnik að tafii Þeir tefldu Berlínarmúrinn svokallaða í spánska leiknum og hefur Kasparov mikiö blásið líkt og úlfurinn í ævintýrinu forðum. Sævar Bjarnason skrifar um skák Skákþátturínn nýjung, já, það er hægt að koma með nýjung snemma tafls en frum- kvæði hvíts verður heldur rýrt. 5. Bd3 d5 6. De2 De7 7. 0-0 Rd6 8. Ddl g6 9. Hel Be6 10. Bfl Bg7 11. d4 0-0 12. Bf4 Rc6 13. c3 Dd7 14. Rbd2 Hfe8 15. h3 f6 16. Da4 Bf7 17. Hxe8+ Hxe8 18. b4 a6 19. Rb3 Re4 20. Rc5.Df5 21. Be3. Svartur gæti svo sem hirt peðið á c3, 21. - Rxc3 22. Db3 Re4 23. Rxb7 og staðan er komin í háaloft. Það vilja fléttumeistarar ekki. 21. - Rd8 22. Dc2 Dc8 23. a4 Rd6 24. Bf4 Rc4 25. a5 Re6. Staö- an minnir mig á margar stöður sem ég hef fengið upp á móti leið- indagaurum sem tefla 1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 og til að forðast of mikil uppskipti koma upp stundum svona stöður! Svartur ákveður að rjúfa hvítu peðastöðuna en hvítur fær viss færi við það! 26. Bg3 Rxc5 27. bxc5 Bh6 28. Bd3 He7 29. Rh2 De8 30. Rg4 Bg7 31. Bh4 Hel+ 32. Hxel Dxel+ 33. Kh2 f5 34. Rf6+ Kh8 35. Bxc4! dxc4. Nú loks byrjar hasarinn, svartur er veikur i borðinu. 36. c6! bxc6 37. Db2 Bf8 38. Bg3 Bd6 39. Bxd6 cxd6 40. Db8+ Kg7 41. Dxd6 Dxf2. Nú er ljóst að hverju stefnir, riddar- inn á eftir að valda miklum usla. 42. Rd7 Kh6 43. Dg3 Dd2 44. h4 Be6 45. Rb8 Bc8 46. Rxc6 Bb7 47. Re5 Bd5 48. Rd7 Be4 49. Rc5 Kg7 50. Re6+ Kh6. Nú skiptir hvitur upp í unnið endatafl. 51. Dg5+ Dxg5 52. hxg5+ Kh5 53. Kg3 h6 54. gxh6 Kxh6 55. Rc5 Kg5 56. Rxa6 f4+ 57. Kf2 Kf6 58. Rc5 Bc6 59. a6 Ke7 60. Rb7 Bd5. Nú vinnur hvítur með óvenju- legum hætti, setur riddarann út á kant, reglan gildir ekki alltafl 61. Ra5 Kd6 62. a7 Kc7 63. Rxc4 g5 64. Re5 Kb6 65. c4 Bf7 1-0. Evrópumót í skák Annað Evrópumótið í skák fer fram í borginni Ohrid, Makedóníu 1.-15. júní og byrjaði sem sagt í gær. Fjórir vaskir ungir menn taka þátt í mótinu fyrir Islands hönd: þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Jón Vikt- or Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson og Stefán Kristjánssori. Ljóst er að við ramman reip er að draga en þeir félagar eru til alls líklegir og eiga vonandi eftir að koma heim með tvo áfanga að alþjóðlegum titli, einn að stórmeistaratitli og eitt sæti í áframhaldandi keppni. Islensku kröfurnar eru að vanda miklar; en hvað með það, þeir koma ugglaust heim með alla vega einn áfanga. Mótið er 13 umferðir eftir sviss- neska kerfmu. I mótinu taka þátt 172 stórmeistarar. Hér er listi með nokkrum þeirra stigahæstu: Vla- dimir Akopian 2656, Rafael Vagani- an 2641, Smbat Lputian 2607, Mik- hail Gurevich 2694, Aleksei Aleksandrov 2610, Aleksei Fedorov 2590, Nigel Short 2676, Alexander Graf (Nenashev) 2649, Arthur Jusu- pov 2645, Rustem Dautov 2631, Igor Khenkin 2612, Judit Polgar 2676, Zoltan Almasi 2640, Victor Bologan 2684, Sergei Rublevski 2657, Kon- stantin Sakaev 2639, Vadim Zvjagin- sev 2631, Pavel V Tregubov 2628, Aleksander Beliavsky 2638, Ruslan Ponomariov 2677, Vladimir Baklan 2613 og Vladimir B Tukmakov 2595. Hannes Hlífar er ekki mörgum stigum fyrir neöan Tukmakov og vonandi enn í uppsveiflu. Hann ætti að rjúfa 2600 stiga múrinn á mótinu ef hann er ekki þegar búinn aö því. Slóðin á Netinu er www.iecc2001.com.uk. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.