Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 DV Fréttir Niðurstöður skoðanakannana DV - til samanburöar eru niöurstööur fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga - 50% 45 40 35 30 25 J\ 20 15 10 5 0 'V @ Samfylkingin Km át SKOSANAKÖNNUN 18/03'99 07/06 '01 Kosningar 8/5 '99 • I I- 18/03'99 ■I I- 07/06 '01 18/03*99 •1 I- 07/06 "01 18/03*99 • I 07/06 '01 Ný skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokka: Vinstri grænum fatast flugið - Frálslyndir og Framsókn á mikilli siglingu Þau tíðindi gerðust helst í skoðana- könnun DV sem gerð var í gærkvöldi að Vinstri hreyfingin - grænt framboð tapar fylgi í fyrsta sinn frá síðustu kosningum. Eftir stöðuga og mikla uppsveiflu í hverri könnuninni af annarri fellur hreyfmgin nú um nær tvö prósent. Þá gerðist það líka að Frjálslyndi flokkurinn og Framsóknarflokkurinn taka undir sig verulegt stökk upp á við. Frjálslyndir eru komnir nær 2 prósent upp fyrir sitt kosningafylgi og Framsóknarflokkurinn er á góöri leið með að jafna kosningafylgi sitt frá síð- ustu kosningum. Þá er Samfylkingin að nálgast sögulegt lágmark á fylgi sinu sem fór lægst í 15,5 prósent í des- ember 1999. Sjálfstæðisflokkurinn heldur einnig áfram að dala á lands- vísu. Úrtakið í skoðanakönnun DV í gær- kvöldi var 600 manns af öllu landinu og skipt jafnt á milli landsbyggöar og höfuðborgarsvæð- is og einnig jafnt á milli kynja. Spurt var: Hvaða flokk myndir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna? Alls tóku 404, eða 67,3% afstöðu til spumingarinnar, Halldór en 196, eða 32,7% Ásgrímsson. voru óákveðnir eða neituðu að svara. Frjálslyndir hástökkvarar Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 17,1% kjósa B- lista Framsóknarflokks, en 35,6% sögðust kjósa D-lista SjáJf- stæðisflokks. Þá völdu 5,9% F-lista Frjálslynda flokksins sem er sögulegt hámark á fylgi hans, en flokkurinn hefur aldrei áður komist í könnunum DV yfir 5%. Flokkurinn er því rétt- nefndur hástökkvari þessarar könnun- Steingrímur J. Sverrir Sigfússon. Hermannsson. ar. Samfylkingin er hins vegar enn á niðurleið en 15,8% sögðust kjósa S- lista Samfylkingarinnar ef kosið væri nú. Mælist hann nú minni en Fram- sóknarflokkurinn og er aðeins 0,3% frá því að jafna sögulegt lágmark sitt í skoðanakönnunum. Framsóknarflokk- urinn sækir verulega í sig veðrið frá síðustu könnun og 17,1% ljáðu honum atkvæði sitt í könnuninni i gær. Ekki er þó lengra síðan en 12. janúar að flokkurinn fór niður í 9,7% fylgi. Framsóknarflokkurinn sækir nær tvöfalt meira fylgi út á land en á höfúð- borgarsvæðið og það gerir Fijálslyndi flokkurinn einnig. Fylgi Samfylkingar og Vinstir grænna er jöfnum höndum af landsbyggð og af höfuðborgarsvæði en Sjálfstæðisflokkur sækir ríflega þriðj- ungi meira fylgis síns til höfuðborgar- svæðisins en landsbyggðarinnar. Skipting þingsæta Ef þingsætum yrði útdeilt miðað við núverandi kerfi og þá sem tóku af- stöðu í skoðanakönnun DV í gær- kvöldi þá tapar Sjálfstæðisflokkurinn einum þingmanni frá síðustu könnun og fengi 23 þingmenn en fékk 26 þing- menn í kosningunum. Vinstri hreyf- ingin - grænt framboð er enn næst- stærsti flokkurinn samkvæmt könnun- inni. Hann tapar þó 3 þingmönnum frá síðustu könnun og fengi 16 þingmenn, eða tíu þingmönnum meira en í síð- ustu þingkosningum. Samfylkingin stendur í stað frá síðustu könnun og fengi aðeins 10 þingmenn og myndi missa 7 af kjömum þingmönnum sín- um. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig tveim þingmönnum frá síðustu könnun. Fengi hann nú 11 þingmenn en fékk 12 í kosningunum og mældist aðeins með 6 þingmenn í könnun 12. janúar. Frjálslyndi flokkur- inn fengi nú 3 þingmenn en fékk 2 í kosningunum og mældist með 1 þing- mann í síðustu könnun. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur væm samkvæmt þessu meö 34 þingmenn, bættu við sig einum frá síð- ustu könnun og héldu þar með meiri- hluta sínum á þingi. Miðað við könnunina í gær eru Sjálfstæðisflokkur og Fijálslyndi flokk- urinn næstir því að bæta við sig manni. Langmest umframfylgi er þó á þriðja manni Fijálslyndra. Þó trúlega sé nokkuð í land þá færi næsti maður út á kostnað Framsóknarflokks og síð- an félli 16. maður Vinstri grænna. Mikið vantar hins vegar á að 11 mað- ur Samfylkingar hafi möguleika á þingsæti. -HKr. Fylgi stjórnmálaflokkanna - eftir búsetu Landsbyggðin Höfuðborgarsvæðið B 22,4% 11,6% D 28,8% 42,7% F 7,8% 4,0% H 1,0% 0,0% S 15,6% 16,1% U 24,4% 25,6% Samtals 100% 100% í sókn og vörn - breyting á fylgi Mka í prósentustigum frá 28. jan. 2001 4 3,9, 5 2,3 iMYll © Samfylkingin mBv : U *J@ vf! •4 •5 ■4,3 Stuttar fréttir Ósáttir viö ^ kvennapólitík borgarstjóra. Borgar- stjóri svaraði því til að kröfur þroska- þjálfa hljóðuðu upp á 70% hækkun á samningstímanum og það væru mun hærri kröfur en samningur þroska- þjálfa við sveitarfélögin kveður á um. 44 þroskaþjálfar í Reykjavík hafa verið í verkfalli síðan 18. maí. Ormur fær ekki hreindýr Umhverfisráðuneytið hefur hafnað umsókn Lagarfljótsormsins ehf. um leyfi til að fanga og temja fimm hrein- dýr. Grænmetisverö niður Laukur, rósakál og spergill og ann- að innflutt grænmeti ætti að lækka í verði í mánuðinum. Lög sem heimila landbúnaðarráðherra að lækka tolla á innfluttu grænmeti, sem ekki er fram- leitt hérlendis, hafa fengið staðfestingu forseta íslands. Starfshópur um álver Sex stærstu lífeyrissjóðir hafa myndað starfshóp sem á að vinna að áætlun og greinargerð um fyrirhugað álver á Reyðarfirði. Óháður skoði Hafróskýrslu Ámi Mathiesen sjávarútvegsráð- herra ætlar að fá óháðan, erlendan að- ila til að meta for- sendur og mat Haf- rannsóknastofnunar á ástandi fiskistofna. Árni Mathiesen til- kynnti um þessa aðgerö í gær en hún er ein af mörgum sem hann sagði að gripið yrði til vegna ofrnats Hafrann- sóknastofnunar á þorskstofhinum und- anfarin ár. Engin arðsemi af virkjun Kárahnjúkavirkjun er 12% óhag- kvæmari en Fljótsdalsvirkjun hefði verið. Landsvirkjun nýtur engrar stærðarhagkvæmni vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Svo hljóðar niður- staða Þorsteins Siglaugssonar rekstr- arhagfræðings sem tekið hefur saman skýrslu um mat á arðsemi Kára- hnjúkavirkjunar. RÚV greindi frá. Forsetinn ræðumaður Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur há- tíðarræðu sjó- mannadagsins á ísa- firði en hátíðardag- skráin hefst á laug- ardag. Dagskráin hefst með siglingu skipa klukkan 10.30 og kl. 13.00 hefst kappróður. M.a. verður keppt í neta- bætingu, slægingu og körfubolta, slegist með koddum og hlaupið á kör- um og tunnum. Orkan lægst Bensínlítrinn er nú ódýrastur hjá Orkunni, 103,30 kr., samkvæmt upplýs- ingum frá Félagi íslenskra bifreiðaeig- enda. Lítrinn hjá Hjá Esso, Skeljungi og Olís kostar kr. 107,90 með fulltri þjónustu. Sá sem fyllir bílinn sinn hjá Orkunni sparar því rúmlega 200-kall á tanknum miðað við fulla þjónustu. Hjá Esso Express í Smáranum og á ÓB- stöðinni andspænis kostaði bensínið kr. 103,50. Bensínverð á heimsmark- aði hefur farið lækkandi undanfarið Staðgreiðsluverð 95 oktana bensíns á Rotterdammarkaði að kvöldi 5. júní var 292 dollarar tunnan en hafði verið um 360 dollarar í byrjun maí. -aþ/GG/JSS I W,7 Fylgi flokka gQmióaö við þá sem tóku afstööu 40 30 20 u,«i*,9 10 0 «,9 w 40,6 463 44J 37.4 37J ;35,6 ÍDV 07/06 '01 DV 28/01 '01 DV12/01 '01 DV 23/10 'OO DV 29/09 'OO DV 21-22/03 'OO DV 28-29/12 '99 UDV 20/10 '99 DV13/09 '99 Kosningar SKOÐANAKÖNNUN ESIí © Samfylkingin 6 25,6 ifefMI M 3,8 ^715 5 17,7 29,3 241 L* 18,6 1S'515J IM^ 16,8 i43j | ; i 91 S'« í f Skipan þingsæta SKOÐANAKÖNNUN V — samkvæmt atkvæðafjölda 35 30 25 20 15 10 5 0 33 33 26 1212 8 6 j • MDV 07/06 '01 DV 28/01 '01 í _iDV 12/01 '01 DV 23/10 '00 , .DV 29/09'OO IDV 21-22/03 '00 DV 28-29/12 '99 ÍDV 20/10 '99 \DV 13/09 '99 MKosningar © Samfylkingin 17 17 16 feáWH íin 10 VINSTRIHREYFINGINC graent framboð 1010 U 1212 I 6 6 .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.