Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Side 10
10
Útlönd
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001
DV
Khatami íransforseti
Lítil hætta er talin stafa af níu
keppinautum forsetans.
Khatami spáð
stórsigri í kosn-
ingunum í dag
Bandaríska stofnunin Zogby
International spáir því að Khatami,
umbótasinnaður forseti írans, hljóti
75 prósent atkvæða í forsetakosn-
ingunum sem fram fara í dag. Aðr-
ar kannanir benda til að forsetinn
hljóti um 60 prósent atkvæða. Hljóti
Khatami færri atkvæði nú en 1997
þegar hann hlaut 20 milljónir at-
kvæða, eða 69 prósent, verður staða
hans gagnvart klerkaveldinu slæm.
Keppinautar forsetans eru níu.
Þekktastur þeirra er Ali Fallahian,
fyrrverandi öryggismálaráðherra,
sem sakaður var um morð á
pólítískum andstæðingum sinum.
Borls Trajkovski
Segir eitt - herinn gerir annað.
Vopnahlé skæru-
liða hunsað
Vonir um frið i Makedóníu fengu
byr undir báða vængi í morgun þeg-
ar albanskir skæruliðar í landinu
boðuðu einhliða vopnahlé.
Makedóníuher réðst þrátt fyrir það
á stöðvar skæruliða norðaustur af
höfuðborginni Skopje nokkrum tím-
um síðar. Boris Trajkovski, forseti
landsins, sagðist ætla að leggja sitt
af mörkum til að koma á friði en
hann leggur til áætlun sem gerir
skæruliðum kleift að afvopnast og
hörfa. Ekki er ljóst hvar árásir hers-
ins í morgun samræmast þeirri
áætlun. Javier Solana, framkvæmd-
arstjóri utanríkismála Evrópusam-
bandsins, hyggst heimsækja
Makedóníu og leggja áherslu á mik-
ilvægi þess að misrétti gagnvart al-
banska minnihlutanum verði aflagt.
Uppboö til slita
a sameign
Uppboö til slita á sameign mun
byrja á skrifstofu embættisins að
Skógarhlíö 6, Reykjavík, sem hér
segir á eftirfarandi eign:
Austurberg 8, 0101, 4ra herb. íbúð á 1,
hæð nr.l, Reykjavík, þingl. eig. Margrét
Benjamínsdóttir og Þröstur Steinþórsson,
gerðarbeiðandi Margrét Benjamínsdóttir,
þriðjudaginn 12. júní 2001 kl. 10.00.
Hague segir af
sér formennsku
Bush býður í mat
George W. Bush
Bandaríkj aforseti
bauð Tom Daschle,
leiðtoga meirihluta
Demókrata í öld-
ungadeild Banda-
ríkjaþings, til
kvöldverðar í gær.
Þeir voru ásáttir
um að mörg mál yrðu þeir sammála
um en önnur gætu orðið þeim bit-
bein.
Skotinn á götu í Ósló
18 ára gamall Norðmaður var
skotinn þrívegis í fótinn þegar hann
gekk að hamborgarastað í Ósló
seint í gærkvöldi. Fjöldi vitna var
að árásinni. Talið er að um uppgjör
glæpagengja hafi verið að ræða.
Lögreglan leitar árásarmannsins,
en hún veit nafn hans.
Sigrinum fagnað
Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, óskar Tony Blair forsætisráðherra til hamingju með sigurinn í
þingkosningunum í gær.
Verkamannaflokkurinn
vann sögulegan sigur
Nunnur og þjóðarmorð
Belgiskur dómstóll dæmdi flóra
Rúandabúa, þar af tvær kaþólskar
nunnur, seka um aðild að þjóðar-
morði Hútúmanna á Tútsum í
heimalandi sinu árið 1994. Refsing
verður ákveðin síðar í dag.
Talibanar hóta SÞ
Leiðtogar Talibana í Afganistan
lýsa því yfir að hvers kyns eftirlits-
sveit á vegum Sameinuðu þjóðanna
við landamæri ríkisins yrði álitin
óvinveitt íslömsku hreyfingunni.
Þeir segja eftirlitssveitina munu
verða ígildi óvinasveitar á vígvellin-
um.
Kærasta Biggs í heimsókn
Brasilísk fyrrver-
andi kærasta lestar-
ræningjans Ronnie
Biggs flaug til Bret-
lands í gær til að
vera við hlið hans á
fangelsissjúkrahús-
inu. Hann er afar
veikur og hefur ít-
rekað fengið hjartaslag. Hann á að
afplána að minnsta kosti 14 ár af
upprunalegum fangelsisdómi sín-
um.
Umdeild umskurðarlög
Gyðingar í New York mótmæltu
harðlega nýjum lögum í Svíþjóð
sem kveða á um að ekki megi fram-
kvæma umskurð nema að hafa
lækni eða hjúkrunarkonu með i
ráðum. Þeir segja Svía vera fyrsta í
Evrópu til að setja lög gegn iðkun
gyðingatrúar síðan nasistarnir í
Þýskalandi áttu sitt blómaskeið.
Mandela kanadískur
Kanadíska þingið
mun að öllum lík-
indum heiðra Nel-
son Mandela, fyrr-
verandi forseta
Suður-Afríku, með
kanadísku ríkis-
fahgi í næstu viku.
Tilraun til að veita
honum ríkisfang strandaði i síðustu
viku á hægrisinnuðum þingmanni
sem kallaði Mandela kommúnista
og hryðjuverkamann.
Kanar funda í Palestínu
George Tenet, yfirmaður CIA,
hefur komið á fundi með öryggis-
fulltrúum Israela og Palestínu-
manna. Hann verður haldinn í borg-
inni Ramalla í dag. Á meðan hittir
bandaríski erindrekinn William
Bums að máli Yasser Arafat, leið-
toga Palestínumanna.
William Hague, leiðtogi íhalds-
flokksins i Bretlandi, sagði af sér
flokksformennsku eftir stórtapið i
þingkosningunum í gær.
„Ég hef veitt þessum flokki for-
ystu í ijögur ár og hef alltaf litið á
það sem mikil forréttindi. Það er
einnig mikilvægt fyrir leiðtoga að
hlusta og fyrir flokka að breytast.
Ég hef ákveðið að draga mig i hlé,“
sagði Hague fyrir utan aðalstöðvar
flokks síns í morgun. Á síðustu dög-
um kosningabaráttunnar lofaði
Hague að taka á sig persónulega
ábyrgð á úrslitunum. Hague kvaðst
myndu víkja úr leiðtogaembættinu
þegar eftirmaður hans yrði kjörinn
á komandi mánuðum.
Hann bætti því við að nýr leiðtogi
yrði kjörinn í tæka tíð fyrir lands-
fund flokksins í október.
Hague tókst ekki að leyna von-
brigðum sínum. Dómur kjósenda
var harður.
Vonsvikinn
Hague gat ekki leynt vonbrigðum
sínum með ósigurinn er hann sagði
af sér formennsku í morgun.
Flestir telja að Michael Portillo,
talsmaður íhaldsflokksins í efna-
hagsmálum, verði kjörinn eftirmað-
ur Hagues.
Kjósendur eru sagðir hafa hafnað
tilraun Hagues til að láta kosning-
arnar snúast um aðild Bretlands að
evrunni sem íhaldsmenn eru mót-
fallnir. Stjórnmálaskýrendur segja
að svo hafi virst sem íhaldsmenn
hafi ekki verið í neinu sambandi
við kjósendur alla kosningabarátt-
una. Blair hélt evrunni utan við
baráttuna og sagði að efna ætti til
þjóðaratkvæðagreiðslu um þessa
erfiðu ákvörðun.
Ósigur íhaldsflokksins þykir und-
irstrika að valdatíma Margaret
Thatcher, fyrrverandi forsætisráð-
herra, sé nú endanlega lokið. Hún
tók þátt í kosningabaráttunni og
varaði við einræði Tonys Blairs og
Verkamannaflokksins yrði stjórn
hans endurkjörin.
Verkamannaflokkur Tonys Bla-
irs, forsætisráðherra Bretlands,
vann sögulegan sigur í þingkosning-
unum í gær þegar stjórn hans var
endurkjörin eftir að hafa setið heilt
kjörtímabil. Kjörsókn var hins veg-
ar sú lægsta frá því i fyrri heims-
styrjöldinni eða um 60 prósent.
í morgun var Verkamannaflokk-
urinn kominn með 167 sæta meiri-
hluta i neðri deild þingsins. Þá var
eftir að telja 18 sæti á N-írlandi. Ár-
ið 1997 hlaut Verkamannaflokkur-
inn 179 sæta meirihluta.
Samkvæmt mati BBC hlýtur
Verkamannaflokkurinn 45,7 prósent
atkvæða, íhaldsflokkurinn 29,6 og
Frjálslyndi demókrataflokkurinn
17,6. Báðir stóru flokkarnir töpuðu
atkvæðum til Frjálslynda demó-
krataflokksins.
Hamingjusöm
Cherie og Tony fagna stórsigrinum.
Breskir fjölmiðlar óskuðu í morg-
un Blair til hamingju með sigurinn.
Efnahagsstjórn Blairs var sögð
tromp hans í kosningabaráttunni.
Atvinnuleysi og verðbólga hafa ver-
ið í lágmarki.
Sigur Blairs færir Bretland skrefi
nær ákvörðun um að taka upp evr-
una.
Sjálfur þakkaði forsætisráðherr-
ann þjóðinni. „Við höfum ekki bara
unnið baráttuna um atkvæðin. Við
höfum einnig unnið baráttuna um
stefnuna. Verkamannaflokkurinn
hefur einbeitt sér að aðalatriðunum,
efnahag og félagslegri þjónustu og
það hefur borgað sig. Ég þakka allri
bresku þjóðinni. Þetta er sögulegt
kvöld. Loksins fær Verkamanna-
flokkurinn tækifæri til að stjórna í
tvö kjörtímabil.