Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 13
13
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001
X>V_________________________________________________________________________________________________________________Menning
Umsjön: Sigtryggur Magnason
Ung þýsk stúlka fær óvænta athygli fyrir safn níu smásagna:
Vorið er komið
Lamandi velgengni
Bjartur var að gefa út skáld-
söguna Sumarhús seinna eftir
þýsku skáldkonuna Judith Her-
mann. Þetta er fyrsta bókin henn-
ar og hefur vakið svo mikla at-
hygli að henni finnst þaó sjálfri
alveg háskalegt! Hvernig getur
maður haldió áfram að skrifa ef
fyrsta bókin þykir fullþroskaö
meistaraverk?
I nýlegu viðtali við Politiken segist
stúlkan ekki skilja hvað það sé við bók-
ina sem fólki þyki svona merkilegt, bæði
gagnrýnendurm sem hrósa henni í há-
stert og kaupendum sem þegar eru orðn-
ir hátt á annað hundrað þúsund! „Þegar
ég samdi þessar sögur var ég bara að
skrifa um sjálfa mig og hluta af mínu lífi
af því ég hélt að það sem ég hef upplifað
væri á einhvern hátt sérkennilegt. Þess
vegna er svo einkennilegt að þúsundir
manna skuli kannast við þessar tilfmn-
ingar og þessi atvik - ég neyðist eigin-
lega til að viðurkenna að líf mitt sé ekk-
ert svo sérstakt, þegar allt kemur til alls,
bara eins og líf allra annarra."
raaa vil
í*á «at
-,i t Dán
t hupratur-
rfawidwi
áwer&a
ikwehíf
« btnanm
ibv benjwi í
«r. PhaUifn
ilajj. msndbtg
taan -efterat
i KitK-chavi; -
m i HoikuaJ.
■ttidinfcrtíe
tvr. hi+ul drí
mbr Daje*
ntjgft’ hj-
ní roít Kr,
iiýllowfcpi
C nunc opWtxi-
rdiiurrt. noget
j&jt ao*«5 an-
x fam i(w
tvartafthánU
tr tklt.' var
bnwtr--
wiiwomdig
Sú sem ég vildi helst vera
Judith Hermann viðurkennir þó ekki
að persónur bókarinnar séu spegilmynd-
ir hennar sjálfrar og vina hennar og
kemst þar i nokkra mótsögn við sjálfa
sig. „Sögurnar lýsa ekki lífi mínu eða
vinum mínum nákvæmlega. Skáldskapurinn ger-
ir mér kleift að vinna gegn veikleikum mínum.
Ég er til dæmis óttalega viðkvæm manneskja og
tilfmningasöm en það eru persónurnar mínar
ekki. Þær virðast að minnsta kosti býsna kúl við
fyrstu sýn en reynast kannski tilfinningasamar
þegar nánar er að gætt.“ Svo bætir hún við
<*n nulíg-
Taeíwaí.
aui perKjo,
c Vtaui kan
•ns niáík- w
Skræmmende
succes
Den 30-árige tyske
forfatter Judith
skömmu seinna: „Eiginlega eru persónur bókar-
innar blanda af sjálfri mér, vinum mínum og
manneskjunni sem ég vildi helst vera.“
Ekki endilega smásaga
Judith Hermann er þrítug og byrjaði að skrifa
fyrir um það hil íjórum árum. Hún
nam heimspeki og tónlist og vann við
leikhús áður en hún uppgötvaði í sér
rithöfundinn i starfi sem blaðamað-
ur. Þegar hún fór að skrifa varð
henni fyrst fyrir að semja smásögur,
ekki ólíkt Ingo Schultze sem hingað
kom á bókmenntahátíð í fyrra, enda
er Raymond Carver eftirlætishöfund-
ur þeirra beggja. „Ég ætlaði ekkert
endilega að skrifa smásögu," segir
hún, „sagan var bara búin eftir 20
síður! Það var sú næsta líka, og sú
þarnæsta."
... eins og að verða fullorðin
Judith er ekkert sérstaklega hrifin
af nýjum þýskum bókmenntum, bók-
unum sem unga kynslóðin er að
skrifa þar í landi. „Það er alltof auð-
velt að fá efni útgefið nú til dags,“
segir hún, „og alltof áríðandi að vera
ungur og sætur. Það er lika áriðandi
að búa í Berlín og hafa hinn rétta
húmor. Maður á að skrifa hraðar,
loftkenndar sögur sem vel mega
minna á kvikmyndir; bókmennta-
gildið skiptir minna máli.“
Svo kemst hún glettilega vel að
orði um hlutskipti rithöfundarins:
„Fyrstu bókina sína skrifar maður
alveg óttalaus af því maður á enga
lesendur, engan útgefanda og þekkir
ekki gagnrýnendur. Ég skrifaði bók-
ina mína eins og svefngengill í ijós-
lausu herbergi, skrifaði bara og skrif-
aði án þess að hugsa. Það er dásamlegt að skrifa
þannig en sú tilfmning kemur aldrei aftur. Nú get
ég ekki stillt mig um að virða mig fyrir mér með-
an ég skrifa. ... Þetta er soldið eins og að verða
fullorðin."
-SA
Vorhefti Skímis
er komið út og stað-
festir þannig endan-
lega, þrátt fyrir alla
snjókomu, að vorið
er komið. Það er í
ritstjórn Svavars
Hrafns Svavarsson-
ar og Sveins Yngva
Egilssonar. Tímarit-
ið er enginn nýgræðingur, var fyrst
gefið út árið 1827 og er það timarit á
Norðurlöndum sem hefur lengstu
samfelldu útgáfuna. Flestar greinar
Skírnis fjalla um tengslin á milli
hins íslenska og hins erlenda. Til
dæmis kannar Steinunn Inga Ótt-
arsdóttir skrif tveggja alþýðumanna
sem ferðuðust til Kína á 18. öld. I
grein sinni dregur hún upp sjálfs-
mynd íslendinganna eins og hún
birtist í skrifum um útlenska siði.
Jón Yngvi Jóhannsson fjallar síðan
um það hvernig ísland getur orðið
framandlegt í augum útlendinga.
Jón Yngvi skrifar um viðtökur
dansk-íslenskra bókmennta 1 Dan-
mörku á fyrstu áratugum síðustu
aldar.
Aðrir sem skrifa í Skirni að þessu
sinni eru Sigurður Pétursson, Gott-
skálk Þór Jensson, Kirsten Wolf,
Davíð Logi Sigurðsson, Sigurður
Kristinsson, Birgir Hermannsson,
Lára Magnúsardóttir, Páll Björns-
son og Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson. Skáld Skírnis er Kristján
Karlsson og Gunnar Harðarson
fjallar um málverk Eggerts Péturs-
sonar sem er myndlistarmaður
tímaritsins.
Á þriðja hundrað
umsóknir
Af umsóknum í Menningarborg-
arsjóð má sjá að listin blundar í
mörgum. 203 umsóknir bárust
sjóðnum en tilkynnt verður hverjir
hljóta styrkina þann 12. júní. Um-
sækjendurnir 203 og fjölskyldur
þeirra geta beðið spennt þangað til.
Tónlist
Hressileg sumarkveðja
DV-MYND TEITUR
Frábær sumaruppbót hjá Sinfóníuhljómsveit íslands
„Óhætt er að fullyrða að enginn hlustar ósnortinn á Vorblót Stravinskys. Tónleikagestir í gærkveldi voru
þar engin undantekning og þökkuðu flutninginn meö sértega löngu og áköfu lófaklaþþi. Tónleikarnir í
heild voru frábær sumaruppbót í kaidri gjólunni. “
Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands
á þessu starfsári fóru fram fyrir fullu húsi í Há-
skólabíói i gærkveldi. Þangað streymdu gestir
ekki til að hlýða á fræga eða efnilega einleikara
eða nafntogaða stjórnendur heldur til þess að
heyra flutt eitt frægasta verk allra tíma - Vorblót-
ið eftir Igor Stravinsky.
Fyrri hluti tónleikanna var hins vegar helgað-
ur öðru frægu verki eftir ekki minna frægan
mann en Stravinsky. Flutt var sjötta sinfónía
Beethovens, sú sem oft er nefnd Pastoral eða
Sveitasinfónían. Þessi verk eiga það sameiginlegt
að túlkuð er í tónum dýrkun á náttúru og mann-
lífl þegar hvorutveggja er mettað af lífskrafti
gróskunnar.
Þau ríflega hundrað ár sem skilja á milli verk-
anna fóstra hreint lygilegan mun, bæði i auðvit-
að tónsköpun, en líka í viðhorfum til þess sem
skoðað er og með hvaða aðferðum. Þannig virkar
áferðarfalleg þakkargjörð Beethovens nánast yfir-
borðsleg fyrir þann sem bíður spenntur eftir villt-
um krafti Vorhlótsins. Krafti sem í fjötrum
þrástefjanna ólmast og kveikir rafmagnaða
spennu í brjóstinu. Eins og horft sé á stíflu sem
er í þann mund að bresta með óþekktum afleið-
ingum.
Flutningur Sinfóníuhljómsveitar íslands á
sjöttu sinfóníu Beethovens var heldur dauflegur
þegar á heildina er litið. Kannski biðu meðlimir
lika eftir hinu verkinu, nú eða hið slétta og fellda
við sinfóníuna var undirstrikað til að hafa and-
stæðuna við síðara verkið sem skýrasta. Hljóð-
færaleikurinn var almennt i góðu lagi en túlkun-
in flöt. Hlutfóll milli hljóðfærahópa voru stórein-
kennileg. Einleiksstrófur hjá blásurum misstu
marks vegna hins þétta og þunga hljóms í alltof
mannmargri strengjasveitinni. Þó má segja að
það geti verið athyglisvert að heyra verkum
breytt með þessum hætti, en spuming hve langt
skal gengið.
Stravinsky vann þráðinn í ballettinum um blót
að vori í samvinnu við mannfræðing nokkurn.
Verkið skiptist í tvo hluta og hvor um sig svo í
nokkrar senur sem bera yflrskrift eins og Vor-
boðar, Stríðandi ættbálkar og Helgidans. Verkið
hefur áunnið sér réttmætan sess meðal bestu
konsertverka og er i raun sjaldan flutt sem ball-
ett nú á dögum. En þó dansinum á sviðinu sé
sleppt er verkið litað þessari hreyfingu sem það
er samið utan um og flutningurinn í gærkveldi
snerist líka um að mörgu leyti.
í konsertflutningi og á hljómdiskum er það
frelsi sem fjarlægðin frá ballettinum skapar oft
notað til að draga fram hinar villtu hliðar í fjöl-
rytmískum leik samhljómsins. Þetta frelsi var
ekki notað nema að litlu leyti í gær heldur miklu
frekar lögð áhersla á að undirstrika hina dans-
andi eðlisþætti verksins. Við þetta varð þó á
stundum hrynurinn miklu einfaldari áheyrnar
en hann í raun er og þannig missti verkið
nokkum kraft þó það tapaði ekki alltaf töfrum
sinum. Þetta er val i túlkun sem er i höndum
hljómsveitarstjóra hverju sinni. I gærkveldi hélt
á sprotanum Petri Sakari og hljóp hann í skarðið
fyrir auglýstan hljómsveitarstjóra á þessum tón-
leikum, Rico Saccani. Þeir rétt tæplega hundrað
hljóðfæraleikarar sem tóku þátt í flutningnum
léku af miklum krafti og öryggi. Það er á engan
hallað þó sérstaklega sé getið frábærra slagverks-
leikara og líka mjög þéttrar og sannfærandi klar-
inett-sveitar. Einstaka veikir hlekkir, eins og á
milli öldungsins og jarðartilbeiðslunnar, skyggðu
ekki á upplifunina. Óhætt er að fullyrða að eng-
inn hlustar ósnortinn á Vorblót Stravinskys. Tón-
leikagestir í gærkveldi voru þar engin undan-
tekning og þökkuðu flutninginn með sérlega
löngu og áköfu lófaklappi. Tónleikarnir í heild
voru frábær sumaruppbót í kaldri gjólunni.
Sigfríður Björnsdóttir
Bækur
og Bill Gates
Margir vilja
halda því fram
að á sumrin
hætti fólk að
lesa og leggist
þess í stað fák-
lætt og njóti sól-
arinnar. Þá
gleymist að taka
það með í reikn-
inginn að sumarbústaðir landsins
eru fullir af lesefni sem gott er að
glugga í þegar regnið ryðst niður úr
himninum. Þá er gott aö vita af því
að í sumar spjallar Guðmundur
Andri Thorsson við hlustendur um
gamlar bækur. Þátturinn heitir
Skruddur og er sá fyrsti á dagskrá á
morgun klukkan 18.28 á rás 1.
Fleiri nýir þættir hefja göngu
sína um helgina því á sunnudaginn
eru Ámi Bergmann og Auður Har-
alds með nýja þætti. Þáttur Árna
nefnist Góð framtið eða ill og fjallar
um framtíðina í bókmenntum.
Fyrsti þátturinn er á dagskrá á
sunnudag klukkan 10.15. Klukkan
18.28 er svo komið að Auði Haralds
að fjalla um sögu ritvinnslunnar frá
fyrsta tákni til tölvunnar. Þátturinn
nefnist Frá Súmerum til Síl-
íkondalsins.
Gretar og tíminn
í gær voru
opnaðar tvær
sumarsýningar
á Kjarvalsstöð-
um. Um aðra
þeirra var fjallað
hér á þessum
siðum í gær en
hin er enn
ónefnd. Gretar
Reynisson sýnir
í miðrými Kjarvalsstaða og nefnist
sýning hans 1461 dagur. Þar sýnir
Gretar verkefni sem hann hefur
unnið að frá 1. janúar 1997 og sér
ekki fyrir endann á. Vaxtarverkefn-
ið er annars vegar mótað af tímatal-
inu og hins vegar af tilvistarlegri
upplifun tímans og sjónrænni fram-
setningu upplifunarinnar.