Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Síða 14
14
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001
19
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjórn Kárason
Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðíun hf.
Piötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Sótt inn að miðju
Sjaldan eða aldrei hafa kosningaúrslit í Bretlandi verið
jafn fyrirséð og núna á síðustu vikum sumarbyrjunar. Yf-
irburðir Verkamannaflokksins undir forystu Tonys Blairs
hafa verið algerir og í reynd dregið úr áhuga bresks al-
mennings á stjórnmálum. Það sem risið hefur einna hæst
í baráttu síðustu daga eru orðahnippingar almennings í
garð forsætisráðherrans á förnum vegi og ójafnvægi að-
stoðarforsætisráðherrans á sama vegi, en hann þoldi ekki
nöldur götunnar.
Forskot Verkamannaflokksins hefur leikið á bilinu 16
til 24 prósentustiga. íhaldsflokkurinn, sem man sinn fífil
fegri, undir haltri leiðsögn Williams Hagues er í sárum og
hefur aldrei náð að sýna sitt rétta andlit á síðustu vikum
og mánuðum. Bresku blöðin, sem einatt eru pólitískir ref-
ir, eru þeirrar skoðunar að íhaldsflokkurinn hafi ekki
einu sinni verið í „kosningahæfu ástandi" eins og Sunday
Times orðaði það á dögunum. Independent on Sunday
sagði hluta flokksins vart heilan á geði!
Kosningabaráttan í Bretlandi hefur að því leyti verið
sérstök að bresku blöðin hafa keppst við að lýsa yfir
stuðningi við Verkamannaflokkinn á síðustu dögum fyrir
kosningar - og þar sætir tíðindum: íhaldsblaðið The
Times ráðlagði lesendum sínum að kjósa Verkamanna-
flokkinn í leiðara í byrjun vikunnar - og hefur Hague og
félögum væntanlega svelgst á við þau tíðindi, því The
Times hefur ávallt fylgt íhaldsflokknum að málum. The
Times vill gefa vinstri vængnum meiri tíma.
Sömu sögu er að segja af langflestum öðrum breskum
stórblöðum. Þau nefna tímann og benda líka á að á með-
an íhaldsflokkurinn sé i jafn bagalegu ástandi og núna,
blasi ekkert annað val við kjósendum en að leyfa Blair að
halda áfram. Financial Times hefur skrifað i þessu veru,
sömuleiðis Observer og tímaritið virta, Economist, segir
það beinlínis brýnt að Tony Blair og flokkur hans fái að
halda áfram að þróa breskt samfélag inn í þá tíma sem
járnfrúin Margaret Thatcher eygði.
Þetta eru ef til vill stærstu tíðindin í breskum stjórn-
málum um þessar mundir. Bresku blöðin ýja ekki að því,
heldur beinlínis staðhæfa að Tony Blair hafi á valdatíð
sinni tekið upp þráðinn þar sem Margaret Thatcher skildi
hann eftir á sínum tíma. Blöðin benda á þær varfærnu
leiðir sem Blair hefur meðal annars farið í verðbólgumál-
um, skattamálum og í afstöðunni til verkalýðshreyfingar-
innar og telja að Tony Blair verði miklu fremur talinn arf-
taki Thatcher en Hague nokkru sinni.
Um það verður varla deilt að Tony Blair og aðrir helstu
forvígismenn hins nýja Verkamannaflokks, eins og Gor-
don Brown, hafa verið miðsæknir í stjórnmálabaráttu
sinni. Þeir hafa sótt fylgi sitt inn að miðju, farið varlega í
skattamálum og ekki heimtað peninga úr hendi rikra til
fátækra. Þessu svipar til stjórnmálaþróunar víðar á meg-
inlandi Evrópu. Stórkrataflokkur Schröders í Þýskalandi
og vinstriflokkur Jospins í Frakklandi hafa báðir farið
sömu leið - og uppskorið ríkulega.
Á íslandi horfir nokkuð öðruvísi við í pólitísku lands-
lagi. Þar reynist mönnum betur að halda sig til vinstri eða
sækja inn á miðjuna af hægri kantinum. Samfylkingin
hefur reynt að höfða til miðjufylgis, án mikillar uppskeru,
á meðan flokkurinn sem er enn lengra til vinstri blómstr-
ar í fylgiskönnunum. Sjálfstæðisflokkurinn sækir sitt
trausta fylgi að miklu leyti inn að miðju, en sá flokkur
sem er þar, sem flestir vilja vera, Framsóknarflokkurinn,
er orðinn minnstur fjórflokka.
Sigmundur Ernir
r>v
Skoðun
Fjörður milli frænda
Þeir sem ráða ríkjum á Is-
landi í dag eru upp til hópa
menn sem einvörðungu
hugsa um eigin afkomu og
arð sinna nánustu. Auð-
mannaklíkur sem hafa ítök
í starfsemi stjórnmálaflokka
með beinum sem og óbein-
um hætti, ráða hverjar
framkvæmdirnar eru
hverju sinni. Mannorði og
auðlindum er fórnað ef það
má til þess verða að vinir og
frændur kræki í feita bita.
Og framtiðin lætur i eyrum
slíkra manna einsog eitthvað það
versta sem á góma getur borið, því
skjótfenginn gróðinn er þaö sem mál-
ið snýst um.
Laxeldi í sjókvíum
Þetta innræti skín í gegn þegar við
skoðum áform um laxeldi í sjókvíum í
fjörðum hér við land. Menn láta ekki
segja sér fyrir verkum ef þeir sjá í
hillingum firðina fyllast af Fiski, jafn-
vel þó þessir sömu firðir fyllist líka af
skít, og jafnvel þó að sú hætta sé yfir-
vofandi að fiskar af norskum laxa-
stofni, sem hér munu verða í kvíum,
geti sloppið úr kvíum sínum og lagt i
eyði það lífríki sem í dag er
að finna í ám og vötnum hér
á landi.
Samkunda auðmagnseig-
enda sér fyrir sér svo skjót-
fenginn gróða af laxeldi að
það má ekki einusinni minn-
ast á rannsóknir. Menn ætla
bara að fara af stað, án þess
að þurfa að greiða fyrir leyf-
in sem þeim eru í hendur
rétt. Ábyrgð er látin sem
vindur um eyru þjóta, um-
hverfismat er ekki einu sinni
fjarlægur draumur, því slíkt
gæti lagt áformin í rúst. Og þótt menn
kunni utanbókar harmsögur þær sem
norskir menn hafa mátt reyna á eldis-
brölti sínu, með tilheyrandi sjókdóma-
sögum, þá má ekki minnast á að hing-
að til lands geti hugsanlega komist
sjúkdómar sem þó hafa komið upp á
stöðum þar sem laxeldi í sjókvíum er
stundað.
Þjóð sem sefur
Klíkurnar ráða fór og það hafa þær
lengi gert. Frægar urðu t.d. hér í eina
tíð sögur af manni sem hafði fjöregg
ríkisstjórnar íslands í hendi sér. Sá
var sagður úða úr sjóðum lands-
Kristján
Hreinsson
skáld
manna í fiskeldi tjöl-
skyldu sinnar. Menn
sögðust að vísu finna
skítalykt af málinu, en
sögðust jafnframt ekkert
geta gert.
Vík skyldi milli vina
og flörður milli frænda.
Hér ættu menn að hugsa
um hagsmuni þjóðarinn-
ar og hugleiða hver áhrif
framkvæmdir þeirra
geta hugsanlega haft á
komandi kynslóðir. En
gróðasjónamið vinanna
sem með völdin fara ráða
framkvæmd og þannig
mun það vera á meðan
þjóðin sefur.
Hvort menn tilheyra
framsóknarklíku eða
sjálfstæðisklíku, það
gildir einu. í þessum klíkum er stund-
að sama braskið.
Og ef við værum ekki hér á landi að
ræða um þjóð sem lætur svæfa sig
með góðærisgælum, þjóð sem sefur
sátt ef líklegt er að draumurinn um
jeppann rætist - jafnvel þótt allir
jeppadraumarnir séu að verða að
einni allsherjar martröð, þá væru
„Menn láta ekki segja sér fyrir verkum ef þeir sjá
í hillingum firðina fyllast af fiski, jafnvel þó þess-
ir sömu firðir fyllist lika af skít, og jafnvel þó að
sú hætta sé yfirvofandi að fiskar af norskum laxa-
stofni, sem hér munu verða í kvíum, geti sloppið
úr kvíum sínum og lagt í eyði það lífríki sem í
dag er að finna í ám og vötnum hér á landi. “
menn hér undrandi yfir því hversu
klíkurnar hafa verið lengi við völd.
Við erum hér að tala um þjóð sem sef-
ur, og á meðan hún sefur, státar hún
af dómgreind sem ekki er uppá marga
fiska.
Hraðarhendur
Það er skítalykt af þessu bévitans
fiskeldisbrölti og sá skjót-
fengni gróði, sem Guðni
Ágústsson ætlar að leyfa
klíkubræðrum sínum að
sjúga úr fjörðunum, með
aðstoð norskra frænda
okkar, mun áður en langt
um líður kosta þessa þjóð
alltof mikið.
En öðlingurinn Guðni
veit sem er, að á meðan
þjóðin sefur, þá er virk
greind hennar svipuð
þeirri sem þekkist meðal
laxaseiða. Og slík þjóð,
mun ekki finna skítalykt-
ina þótt haugarnir fljóti á
land.
Kvíabryggjur þeirra sem
á fiskeldinu ætla að græða
bíða eftir klíkukörlum sem
nýta öll hugsanleg tækifæri
sem gefið geta gróðavon. Og þessir
menn ætla sér að hafa hraðar hendur,
því þeim er ljóst að þjóðin mun varla
sofa að eilífu. En einsog fyrri daginn
er þessum mönnum skítsama um af-
leiðingarnar, því "þeim hefur verið
kennt að spyrja sem svo: - Hvað er
einn fjörður milli frænda?
Kristján Hreinsson
Veður á heimshöfunum
Árið 1998 birtust tvær kjallara-
greinar í DV eftir undirritaðan, hin
fyrri sem nefndist „Veðrið, höfm og
athafnir rnanna" (23. mars) en hin
seinni, „Sameinuðu þjóöimar til ís-
lands - aldamótaþing um veðrið á
heimshöfunum?" (30. nóvember).
Greindi ég þar frá tækifæri sem gæf-
ist íslendingum tií að halda alþjóð-
legt þing um veður, siglingar og at-
hafnir manna á heimshöfunum alda-
mótaárið 2001. Slíkt þing á vegum
Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar
hafði ég sótt í Havana á Kúbu í mars
1997.
í kjölfar áskorunar þar á þinginu
höfðu borist boð veðurstofustjóra
Veðurstofu íslands, Magnúsar Jóns-
sonar, í samráði við umhverfisráðu-
neytið hér heima, um áhuga á að
halda næsta þing á íslandi árið 2001,
að fjórum árum liðnum. Þótti fund-
armönnum vel til fallið að halda frá
hinni suðlægu eyju Kúbu norður til
íslands, eyju lengst í norðri.
Sérstaða fundarins
í fyrrnefndum kjallaragreinum
tók ég svo til orða: „Að loknum
glæsilegum minningarathöfnum um
landafundi og kristnitöku fyrir þús-
und árum ættum við íslendingar að
huga að framtíðinni og fagna nýrri
öld með því að bjóða hingað þjóðum
heims til fundar um veðrið á höfun-
um, lífið á sjónum og alþjóðlega sam-
vinnu þar að lútandi."
Mikið vatn er til sjávar runnið frá
því þetta var skrifað og er
skemmst frá að segja að
heimsþing um veður og al-
þjóðlega samvinnu á höfun-
um verður haldið hér á ís-
landi seinna í þessum mán-
uði. Fulltrúar um 50 landa,
strandríkja víðs vegar um
heim, hafa boðað komu
sína, mismargir frá löndun-
um enda mislangt að sækja.
Sérstaða þessa fundar,
auk hins mikla flölda þátt-
tökurikja, er sú að þingið
fer fram á sex jafnréttháum tungu-
málum með hjálp túlka sem þýða
jafnóðum allt sem fram fer, nefnilega
á arabísku, ensku, frönsku, kín-
versku, spænsku og rússnesku. Mik-
ið pappírsflóð myndast líka á fund-
um sem þessum. Á margan hátt
reynir því til hins ýtrasta á skipu-
lagshæfni þeirra sem halda þingið.
Hið alþjóðlega þing um sjóveður-
fræði og hagnýta haffræði í heimin-
um er haldið hér á landi í boði ríkis-
stjórnar íslands. Kostnaður felst í
mismuninum á því að halda slíka
ráðstefnu í Genf þar sem eru höfðuð-
stöðvar Alþjóða veðurfræðistofnun-
arinnar og i landi því sem býður
heim. Nokkuð vantaði upp á til við-
bótar við framlag ríkisstjórnar, en
bæjarstjórn Akureyrar hljóp þá und-
ir bagga með rausnarlegum hætti og
bauðst til að styrkja þinghaldið
þannig að unnt yrði að halda ráð-
stefnuna hér á Islandi. - Þingið verð-
ur haldið í íþróttahöllinni á Akur-
eyri 19.-29. júní nk.
Mikilvægt fyrir ísland
Öflug undirbúningsnefnd með full-
trúum Akureyrarbæjar, Háskólans á
Akureyri, Veðurstofu ís-
lands og Ferðaskrifstofu ís-
lands hefur unnið að frek-
ari fjáröflun, skipulagn-
ingu á Akureyri og viða-
mikilli fyrirgreiðslu í sam-
bandi við gestina sem drif-
ur senn að úr öllum heims-
ins hornum. Á leið sinni til
Akureyrar frá Keflavíkur-
flugvelli þurfa ferðalang-
arnir að gista í Reykjavík
þaðan sem þeir fljúga dag-
inn eftir á leiðarenda. -
Vissulega hefði verið hentugt ef inn-
anlandsflug byðist nú á Keflavíkur-
flugvelli þannig að unnt væri að
sniðganga Reykjavík þegar menn
eiga þangað ekki erindi.
Á sjóveður- og haffæðiþinginu á
Akureyri verður fjallað um alþjóð-
legt samstarf um margvíslegar at-
huganir á sjó, veður, vinda, sjólag og
hafis, sömuleiðis um gagnasöfn, fjar-
skipti, fjarkönnun úr gervihnöttum,
samgöngur, rannsóknir á höfunum,
reiknilíkön um víxláhrif hafs og
lofts, veðurfarsbreytingar, öryggi á
sjó og þar fram eftir götunum. Lagð-
ar verða fram ótal skýrslur um störf
undirnefnda siðustu 4 árin og lögð á
ráðin um samstarf á nýrri öld.
Það er mikils virði fyrir eyríki
sem ísland að verða um hálfsmánað-
ar skeið vettvangur umræðna um
höf jarðar og veður á sjó og og fá
hingað hvaðanæva af jarðarkringl-
unni sérfræðinga um þessi málefni
og samstarf á þessum sviðum. Og
fjalladýrð Eyjafjarðar og sumamæt-
ur um sólstöður á norðurhjara verð-
ur fundargestum vonandi ánægjuleg
minning það sem eftir er ævinnar.
Þór Jakobsson
„Það er mikils virði fyrir eyriki sem ísland að verða um
hálfsmánaðar skeið vettvangur umræðna um höf jarðar og
veður á sjó og og fá hingað hvaðanæva af jarðarkringlunni
sérfræðinga um þessi málefni og samstarf á þessum sviðum.“
ÞörJakobsson
veöurfræöingur
Fiskifræðin óviss vísindi
„Þótt fiskifræði séu
óviss vísindi, eins og
reyndar á við öll vís-
indi og sérstaklega nátt-
úruvísindi, vita vis-
indamenn Hafró mest
allra hérlendis um
fiskistofna og afkastagetu þeirra. I
skýrslum Hafró kemur alltaf fram að
allar tölur eru háðar óvissu. Tiltekin
líkindi eru meira að segja fyrir því að
þorskstofninum verði útrýmt."
Ágúst Einarsson í vefpistli sínum.
Hlutverk í þjóðmenningu
„Þegar rætt er um aðskilnað ríkis
og kirkju þá skulum við huga að hlut-
verki þjóðkirkjunnar í þjóðmenning-
unni. Þjóðkirkjan stendur vörð um
grundvallarþætti siðferðis og menn-
ingar, réttlætið, umhyggju, samstöðu,
umburðarlyndi. Með trúariðkun sinni
og uppeldi, list og menningarstarf-
semi gefur biðjandi, boðandi og þjón-
andi þjóðkirkja sýn til þeirra gilda
sem mölur og ryð fær ei eytt né
grandað. Það er mikilvægara nú en
nokkru sinni.“
Karl Sigurbjörnsson á Frelsi.is
Segi af sér sjálfir
„Þetta kvótakerfi hefur hreinlega
brugðist, öll þessi friðun, sem maður
í einfeldni sinni hélt að myndi skila
árangri, er að skila okkur niður á
við. Satt best að segja hélt ég að ráð-
herra myndi skera enn meira niður
aflaheimildir næsta árs eftir að þessi
óskapnaður birtist. En kannski tekur
hann bara mátulegt mark á þessu. Ég
held að komið sé mál til að skipta um
mannskapinn í brúnni hjá Hafrann-
sóknastofnun, þeir ættu að hafa vit á
því að segja af sér sjálfir."
Bergvin Oddsson, útgerðarmaður
I Eyjum, í Fréttum.
Spurt og svarað___Aaðláta þorskbrest hafa áhrif á ákvarðanatöku um stóriðju?
' ■ :
.: /;
Ögmundur Jónasson,
þingmaður VG.
Ríkisstjómin
notar öll tilefni
„Þessu tvennu á að halda al-
gjörlega aðskildu. Fréttir sem við
erum nú að fá úr sjávarútveginum
eru vissulega alvarlegar og koma til með að hafa
áhrif á efnahag þjóðarinnar til skamms tíma litið.
En ákvarðanir um virkjanir og stóriðju horfa bæði
til skamms tíma og langs og verða ekki aftur tekn-
ar. Ef þjóðin væri komin í algjört þrot og hér blasti
við auðn á öllum miðum væri þessi hugsun skiljan-
leg en ekki þegar efnahagsforsendur eru eins og
raun ber vitni. Mér finnst þessi málflutningur bera
keim af því að ríkisstjórnin ætli að þröngva þessu
hugarfóstri sínu, stóriðju, upp á þjóðina og noti til
þess öll tilefni og þetta er eitt af þeim.“
Gunnar Birgisson,
þingmaður Sjálfstœðisflokks.
Gœtum fœlt
fjáifestingu frá
„Á þetta tvennt ber að líta sem
óskylda hluti. Með stóriöjufram-
kvæmdum er verið að fjárfesta til
framtíðar og skjóta fleiri rótum undir efnahagslíf þjóð-
arinnar, sem er nauðsynlegt. Á heimsmarkaði áls er
hins vegar ekki spurt hvort þorskur syndi í sjónum við
ísland. Ný iðjuver myndu draga úr sveiflum í íslenska
hagkerfinu sem er mikilvægt til að halda jöfnuði í
vöruskiptum við útlönd. Menn skulu hins vegar hafa í
huga að við gætum fælt erlenda fjárfestingu frá land-
inu með krepputali og hlutirnir geta verið mjög fljótir
að breytast. Nú virðist það nánast vera í höfn að Norð-
urál stækki, ísal talar um slíkt hið sama og fram-
kvæmdir á Austurlandi eru í fullri vinnslu."
Árni Gunnarsson,
varaþingmaður Framsóknarfl.
Stóriðja sjálf-
stœtt mál
„Sem betur fer er ekki um
samdrátt að ræða í öllum aflateg-
undum og góðar fréttir er að
finna i skýrslu Hafró af sumum aflategundum.
Stóriðjan er algjörlega sjálfstætt mál og menn hafa
verið að vinna að áætlunum um virkjanir og nýt-
ingu orku mörg undanfarin ár og engin ástæða til
þess að fara á taugum nú þótt þorskafli dragist eitt-
hvað saman. Það á ekki heldur að nota minnkandi
þorksafla nú til þess að slá af kröfum um náttúru-
vemd. Ég held að menn haldi líka ró sinni og geri
ekkert í vanhugsuðu máli, enda þótt nýjustu frétt-
ir sýni mikilvægi þess að fleiri póstar komi til svo
styrkja megi íslenskt efnahagskerfi."
Kristján Möller,
þingmaður Samfylkingar.
Öll uppbygging
til góðs
„Niðurstaða Hafró veldur
miklum vonbrigðum og ljóst er
að endurskoða verður alla að-
ferðafræði við að meta stærð fiskistofna. Fyrir
efnahag þessarar þjóðar er niðurstaðan mikið
áfall, bæði vegna fiskifræðinnar og eins efnahag
þjóðarinnar. Þetta var alls ekki það sem við þurft-
um nú inn í lausatök ríkisstjórnarinnar á efna-
hagsmálum. Ljóst er að forsætisráðherra þarf að
fara að taka niður sólgleraugunum. Öll bygging í
atvinnulífi landsmanna er til góðs - og ekki síst
núna þegar að kreppir. Álver fyrir austan er einn
kostur í stöðunni og leggja verður kraft í að skoða
alla þætti þess máls, eins og verið er að gera.“
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra vill flýta framkvæmdum viö stóriðju til að milda áhrif sem minnkandi þorskveiði hefur á þjóöarbúskapinn.
Afgangsstærö í
hagkerfinu
Enn berast mikil tíðindi
af ástandi fiskstofna við
landið. Sem endranær eru
allir afskaplega hissa og
miður sín vegna þeirra
kenja þorsksins og ýsunnar
að fara ekki að spádómum
Hafró eða hlíta tilskipunum
sjávarútvegsráðuneytisins.
Aflasældin minnkar eftir
því sem verndunaraðgerðir
magnast. Verst af öllu er þó
að gjafakvótinn rýmar og
missir þar mörg þjóð-
þrifafamilían spón úr sin- ——
um aski.
Orðræðan um þessa undarlegu
hegðun fiskanna í sjónum er mögn-
uð upp og er varla til sú vísindagrein
sem ekki hefur eitthvað til þeirra
mála að leggja. Hagspekin leggur
mat á efnahagslegar afleiðingar
minnkandi sjávarafla. Kennir
margra grasa í þeim rósagarði og
misjafnra. Fer gjarnan eftir því hjá
hvaða húsbændum greiningarfólkið
vinnur hverjar álitsgerðirnar eru.
Talsvert er rætt um að nú minnki
þjóðartekjur og að útgerðin verði
fyrir svo og svo miklum skakkaföll-
um. En þar sem drottinn er útsjónar-
samur og leggur líkn með þraut kem-
ur hríðlækkandi gengi íslensku
krónunnar útgerðinni til góða þar
sem mun hærra verð fæst fyrir út-
flutninginn. Minnkandi út-
flutningur veldur gengisfalli og
þar með hærra útflutnings-
verði.
engu líkara en þau séu af-
gangsstærð í öllu hagkerf-
inu sem ekki tekur því að
minnast á. Með vaxandi
verðbólgu lækkar kaup
launamanna sjálfkrafa. En
að hinu leytinu hækka
verðtryggðar skuldir við
hvert verðbólgustig sem við
bætist. Ibúðalánin eru
mörgum þungur baggi. Á
undanfornum árum hafa
Oddur Ólafsson þau verið aukin verulega,
skrifar: sem ekki var vanþörf á með
síhækkandi íbúðaverði.
Þegar verðbótaþáttur stighækk-
andi verðbólgu bætist ofan á skuld-
ina má reikna með að mörgum
hnykki við þegar kemur að næstu af-
borgunum. Stöðugleikinn er nefni-
lega rokinn út í veður og vind og
tími rysjóttrar veðráttu og vorhrets
tekinn við.
Við höfum aldrei verið
hér áður
Vissulega skiptir góð afkoma fyr-
irtækja miklu máli og eins að bank-
ar og verðbréfafyrirtæki verði ekki
fyrir skakkafóllum eða valdi öðrum
skráveifum, eins og því miður eru
mörg og ljót dæmi, þótt reynt sé að
breiða yfir þau eftir mætti. En öll op-
inber umræða hagvísindanna snýst
einvörðungu um þær merku stærðir.
En hvort heimilin fara á vonarvöl
vegna gengishruns, verðbólgu og
peningaflótta úr landi er ekki inni í
myndinni, að minnsta kosti ekki enn
sem komið er. Ekki er ástæða til að
vera með hrakspár um yfirvofandi
kreppu, eins og farið er að kvisast og
jafnvel hafa á orði í æruverðlegum
sjónvarpsþáttum um viðskiptamál
þar sem lýsir af hverju silkibindinu
af öðru. En samdráttareinkennin eru
augljós og það þarf aðrar aðferðir til
að bregðast við þeim en að leggja
Þjóðhagsstofnun niður.
Það er áberandi í seinni tíð að þeir
sem skrifa um hagfræðileg efni í er-
lend blöð endurtaka æ oftar: Við höf-
um aldrei verið hér áður. Það þýðir
að þeir þora engu að spá um framtíð-
ina, andstætt hlutbréfasölunum sem
alla eru að æra. I Bandaríkjunum
eins og hér og víðar hafa skuldir ein-
staklinga aukist gífurlega. Yfirfljót-
andi peningatankar þurfa að koma
aurunum í umferð og fá af þeim
vexti.
Hér á landi er fyrirbærið alþekkt.
Fólk er ginnt með gylliboðum til að
taka sem mest að láni. Enda eru
skuldir einstaklinga ógnvænlegar.
Hvaða áhrif samdráttur hefur á efna-
hag fólks og afkomu heimila er ekki
hægt að svara með öðru en með am-
eríska frasanum: Við höfum aldrei
verið hér áður.
Hvað lækkar og
hvað hækkar
Hagfræðin virðist eingöngu
leggja mat á áhrif aflatregðunn-
ar á afkomu fyrirtækja og
hvernig þau spjara sig á hluta-
bréfamarkaði. Einstaka imprar
þó á því, eins og þjóðhagsstjóri,
að gengisþróunin valdi verð-
bólgu. Enda eru nú tölur verð-
bólguspámanna farnar að
hækka ískyggilega. Enda þarf
enginn að fara í grafgötur um
það að þegar allir aðdrættir frá
útlöndum stórhækka í verði
miðað við íslensku krónuna
þýðir það ekkert annað aukna
dýrtíð.
Og þá er komið að því sem
lítið ber á i öllum vaðlinum
um breytilegar hagstærðir, en
það eru áhrif gengisfallsins á
afkomu heimilanna. Það er
„Lítið er fjallað um hvaða áhrif gengisfall og verðbólga hef-
ur á afkomu almennings, laun og skuldir heimilanna. Hag-
spekingarnir eru svo uppteknir af stóru stœrðunum að þeir
gleyma þeirri stœrstu og veigamestu, fjölskyldunni. “