Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Side 24
28 ________________________________FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 Tilvera i> v í f iö Glerkúlukeppni í Laugardal í dag hefst Islandsmeistaramótiö í glerkúluspili í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Keppendur þurfa að skjóta glerkúlu yfir brýr og Qallgarða sem mótaðir hafa verið í sand og málaðir í öllum regnbogans litum. Sigurvegarinn hlýtur ferð til strandbæjarins Royan í Frakklandi. Sýningar ■ HEKLA I LÍSTINNÍ Á KJARVALSSTOOUM Flogiö yfir Heklu er heiti sýninga/ sem opnuö var í gær í Ustasafni íslands á Kjarvalsstööum. Þar snýst allt um eldfjallið Heklu, ímynd þess í myndlistinni og tengsl náttúru og manns. ■ HUÓÐLIST i NÝLÓ Pólífónía er nafn hátíðar sem hafin er á Nýllstasafninu við Vatnsstíg og stendur til 17. júní. Að henni koma leikarar, hljómsveitir, myndlistar- og hljóðlistamenn. I kvöld kemur fram hópur sænskra listamanna sem kallar sig Club Bevll og er undir stjórn Katarinu Löfstróm. Dagskráin hefst kl. 20. Síðustu forvöð Í NINNVÍ GALLERÍ LIST Svniniu^ Jónínu Magnúsdóttur, Ninnýjar, lýk- ur í Gallerí List, Skipholti 50d, í dag. Sýningin ber yfirskriftina Lífsins braut og eru myndirnar unnar á ár- unum 2000 og 2001, meö olíu og akrýllitum á striga. Fundir ■ DREIFING RÉlkNÍÞUNGÁ Á HEIMTAUG I dag kl. 13 heldur Unn- ar Jakob Briem fýrirlestur umverk- efni sitt til meistaraprófs í rafmagns- og tölvuverkfræöi. Verkefnið heitir Dreifing reikniþunga á heimtaug. Fyr- irlesturinn verður fluttur í stofu 158 í VR2 við Hjarðarhaga 2-6. ■ MENNINGARSTJÓRNUN OG EVROPSKT TENGSLANET Kennarar eru þær Dr. Lidia Varbanova, frá Búdapest og Isabelle Schwarz fram- kvæmdastjóri ENCATC. í dag og á morgun kl. kl. 9-16 Síó ■ RAFEIND. EGILSSTOÐUM BÍ6- húsið Rafelnd tekur þátt í frumsýn- ingu stórmyndarinnar Pearl Harbor og hefst poppkornsátið kl. 20. Sýningar Alþjóðleg hundasýníng á vegum íshunda verður haldin í Iþróttahúsinu Mosfellsbæ á morgun, 9. júní. Hún hefst kl. 9 og stendur til 19. Sveitin ■ BUTTERCUP I EYJUM Gleðisveit- in Buttercup með Irisi í fýlkingar- brjósti skemmtir gestum Hallarinnar í Vestmannaeyjum. ■ ORMURINN STÆKKAR Skemmti staöurinn Ormurinn, Egilsstööum, tekur á móti glöðum gestum í stærra húsnæði. ■ PAPAR í GRINDAVÍK Fjörkálfarnir í Pöpum smita út fjöri og ánægju auk einhvers svita á SJávarperlunni, Grindavík. ■ SIXTIES í GUNNARSHÓLMA Rokkhundarnir í Slxtles sækja á söguslóðir og halda uppi feitu fjöri í félagsheimili Landeyinga Gunnars- hólma. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.ls Gönguleiðir í Kjarnaskógi eru 25 kílómetrar af göngustígum og trimmbrautum: Við látum skóginn skapa skilyrðin til útivistar - segir Hallgrímur Indriðason skógræktarstjóri DV-MYND BRINK Haligrímur Indriöason Við erum alltaf að reyna aö auka fjölbreytnina á svæöinu og bætum viö á hverju ári, allt til þess aö auka spennu þeirra sem eru á göngu um skóginn. Þeir sem ganga um Kjarna- skóg þurfa að hafa augun opin því það leynast ýmis rjóður inni á milli trjánna og eru sum þeirra meira hulin og rómantískari en önnur. „Við er erum alltaf að reyna að auka fjölbreytnina á svæðinu og bætum við á hverju ári,“ segir Hallgrímur Indriðason, skógræktarstjóri Skógræktar- félags Eyfirðinga, og það ger- um við með því.að búa til alls konar rjóður, setja bekki inn í þau eða annað, eins og tálgaða skúlptúra, allt til þess að auka spennu þeirra sem eru á göngu um skóginn. Markmiðið með þessu er að fá fólk til að vera úti, en skógurinn er si- breytilegur og að sjálfsögðu veigamesti þátturinn í að gera þetta svæði aðlaðandi. Útivist er ekki bara líkamleg, hún auðgar lika andann og hver og einn sem um skóginn gengur upplifir hann á sinn hátt. Það líður ekki sá dagur að það sé ekki einhver á ferð hér í skóg- inum alveg sama hvernig viðr- ar, sumar sem vetur. Yfir hundrað þúsund manns koma hingað á ári hverju hvaðanæva af landinu til að stunda útivist. 10 kílómetra trimm- braut Grónasti parturinn af Kjarnaskógi er um 100 hektarar og er það svæði sem var friðað árið 1952 en síðan hef- ur skógurinn verið stækkaður þó nokkrum sinnum. í dag er útivistar- svæðið í heild sinni u.þ.b. 800 hektar- ar og nær alveg inn í Glerárdal, það er um Eyrarlandshálsinn, hálsinn sem gengur fram milli Eyjafjarðar og Gler- árdals og Bæjarbrekkurnar með fram Eyjarfjarðarbrautinni út að Þórunn- arstræti. Þetta svæði er allt partur af því útivistarsvæði sem verið er að efla fyrir Akureyringa og alla aðra sem vilja njóta útiveru. Göngustigarn- b: í Kjarnaskógi, sem eru um 25 kíló- metrar, eru misjafnlega greiðfærir en greiðfærastur er stígurinn sem kallað- ur hefur verið trimmbraut og nær í stóran hring í Kjarnaskógi, um Naustaborgir alveg norður að golfvell- inum og er sá hringur eða öllu heldur slaufa tæpir 10 kílómetrar að lengd. Naustaborgir eru ekki teiknaðar inn á göngustígakortið en eru engu að síður hluti af útivistarsvæðinu. Þær liggja norðan og vestan megin við tjaldsvæð- ið að Hömrum þar sem nú stendur yfir mikil uppbygging á nýju útivist- arsvæði sem einnig á eftir að tengjast þeim göngustígum sem fyrir eru í Kjarnaskógi. Greiðfærir allan ársins hring „Við látum skóginn skapa skilyrðin til útivistar," segir Hallgrímur. „Við flokkum stígana eins og sést á göngu- kortinu eftir litum, gulum, rauðum, grænum og bláum. Skógarstígarnir sem eru tiltölulega mjóir stígar og ekki malarbornir eru lagðir inn í skóginum og eru merktir í grænum lit. Siðan eru það göngustígarnir sem auðkenndir eru í gulum lit, en þeir eru malarbornir og eru að mestu leyti þurrir allan ársins hring. Aðalstígam- ir, sem merktir eru í bláum lit og eru jafnframt trimmbrautir, eru þannig lagðir að auðvelt er að fara með bíla og traktora um þá til að slétta þá og halda þeim við. Eins eru þar troðnar göngu- og skíðagöngubrautir á vet- urna. Akvegirnir eru merktir með rauðu og liggja á milli bílastæða og eins og aðalstígarnir þjóna þeir einnig hlutverki í brunavarnakerfi skógar- ins. Ástand þessara stiga er auðvitað mismunandi eftir því hversu mikið hefur verið unnið í þeim en aðalstíg- arnir eru greiðfærir allan ársins hring. Á hverju vori þurfum við svo að koma öðrum stígum í samt lag, sér- staklega þeim stígum sem liggja með fram Brunnánni í Brunnárgilinu því að í miklum vatnavöxtum tekur áin stundum part af þeim og flytur þá með sér í burtu.“ Stóri og litli hringur I almennu tali, þegar talað er um stóra hringinn í Kjarnaskógi, er verið að tala um 2,2 kílómetra leið eins og sú sem teiknuð hefur verið inn á göngukortið og eru þá Naustaborgir undanskildar. Þetta er auðveld og þægileg leið fyrir þá sem vilja viðra sig í léttum göngutúr en fyrir skokk- ara og kraftgöngugarpa er hægt að taka hressilega á í nokkrum brekkum sem eru á leiðinni. Sé þessi leið valin er gengið eftir bláa stignum til vinstri frá neðra bílastæöinu við þjónustu- húsið Kjarnakot, upp undir afleggjar- ann sem liggur að Kirkjusteininum, þar niður fram hjá Sólúrinu sem skátar útbjuggu á sínum tíma og niður með fram leik- svæðinu á Kjarnavelli og aftur að bílastæðinu. Lítill hringur er 1,8 kílómetrar og er þá gengin sama leið nema beygt er til hægri á fyrsta bláa af- leggjaranum. Á vit ævintýranna Fyrir þá sem vilja ganga lengra og jafnvel erfiðari göngu er tilvalið að velja skóg- arstíginn sem liggur fram hjá Kirkjusteininum þar sem er minningarlundur sem vígður var á Kristnihátíð. Þar fyrir ofan er háls sem heitir Kjarna- kambur og þaðan liggur gönguleið upp í skála Skátafé- lagsins sem heitir Gamli og þaðan er síðan hægt að halda áfram upp á Súlur. Gönguleið- in upp úr Kjarnaskógi á Súlur er hins vegar ekki merkt gönguleið en það eru margir sem nota hana. Svo er um að gera að leyfa sér að ráfa af stað eftir einhverjum af þröngu skógarstígunum og leita á vit ævintýranna sem þar kunna að leynast og hver veit nema ferðin endi í rómantískasta rjóðrinu. Þess má geta að Skógrækt- arfélag Eyfirðinga er með sextán gróð- ursælleg skógræktarsvæði í Eyjafirði og eru þau öll opin til útivistar og má lesa nánar um þau svæði í veglegu af- mælisriti félagsins, Ásýnd Eyjafjarðar - skógar að fornu og nýju, sem gefið var út í fyrra í tilefni þess að 70 ár voru liöin frá stofnun þess. -W Áning og leiktæki fyrir alla Tveir ieikvellir eru í Kjarnaskógi: Steingeröisvöllur, þar sem einnig er grill- aöstaöa, er merktur nr. 2 á kortinu og Kjarnavöllur nr. 3. Hátíöarsvæöiö, sem kallast Lerkirjóöur og þar sem stærri fjölskyldur geta komiö saman, er nr. 4 og þar eru borö og stólar sem og á öllum hinum númeruöu svæöunum á kortinu. V Nauslaborglf Utlvistarsvæðiö í Kjarnaskógi Trimmbrautir eru bláar, göngustígar gulir, skógarstígar grænir og akst- ursleiðir rauöar. Þjónustuhúsið Kjarnakot er merkt nr. 1. Á kortinu sést einnig hvar göngustígurinn aö Naustaborgum liggur, sem og Kirkjusteinn- inn og Rómantíska rjóðriö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.