Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 r>v Fréttir Foreldrar mjög fatlaðs drengs Föst í Danmörku - hvorki getum né munum flytja heim til íslands, segir móðir barnsins íslensk hjón sem eiga mjög fatl- aðan sjö ára son sem fékk vírus í heila fyrir fimm árum segjast upp- lifa sig sem gísla í Danmörku þar sem þau geti ekki flutt til Islands. Ástæðan sé sú að íslensk félags- málayfirvöld geti ekki séð drengn- um fyrir fullnægjandi sólarhrings- vistun en það sé hins vegar fyrir hendi í Danmörku. Kristín Guðmundsdóttir, móðir drengsins, segir að hún og maður hennar, Bragi Ragnarsson, hafi unnið að því í heilt ár að flytja heim til íslands - nú sé hins vegar útséð um að þau geti það. Sonur þeirra er svo fatlaður að læsa þarf heimilinu að utan og innan á næt- uma svo hann gangi ekki fyrir bíl sem hann annars gæti gert án þess að skynja nokkra hættu, svo dæmi séu tekin - því þurfi hann stöðuga umönnun. Sú aðstoð sem félags- málayfirvöld á Islandi bjóða for- eldrunum í stuðning eru fimm virkir samfelldir dagar í mánuði. í Danmörku er hins vegar boðið upp á 15-20 daga, eins og staðan er í dag. Danir bjóða fólkinu einnig að hafa drenginn á stofn- un allan sólar- hringinn alla daga ársins, en foreldrarnir geti komið og heim- sótt drenginn eða tekið hann til sín í frítím- um. Sveitarfélagið á Suður-Sjá- landi, þar sem fólkið býr, hefur sent bréf til ís- lands þar sem Helmþrá Kristín Guðmundsdóttir ásamt Ragnari syni sínum. Danir búa betur að fötluöum. það býðst til að vista drenginn á meðan foreldr- arnir og bróðir drengsins flytja lögheimili sitt heim, koma sér fyrir og finna viðunandi aðstoð fyrir hann hér. Það sé hins veg- ar háð því skil- yrði að ísland borgi uppihaldið ytra þar sem barnið er ís- lenskur ríkis- borgari. Þessu boði synjaði hins vegar félags- málaráðuneytið sem sagði að það teldi að hið ís- lenska velferðar- kerfi væri ekki í stakk búið til að taka á móti fjöl- skyldunni og veita henni nauðsyn- lega aðstoð og þjónustu. „En vegna þessarar synjunar erum við dæmd til að búa hérna áfram ef við ætlum að fá sólar- hringsaðstoð fyrir son okkar,“ seg- ir móðir hans. „Getur það verið rétt að við sem íslendingar getum ekki flutt aftur til heimalandsins?" íslenska fjölskyldan flutti til Danmerkur árið 1990 með það fyrir augum að búa ytra í 4-5 ár. Árið 1995 fékk sonurinn, Ragnar, tveggja ára, æxli i heilann. Þegar hann vaknaði upp af dái kom í ljós að hann var gríðarlega heilaskaðaður vegna víruss sem hann hafði feng- ið. Þetta er talið einstakt dæmi. Sérmenntaðir barnalæknar í Dan- mörku, með heilaskaða sem sér- grein, hafa fullyrt að fotlun barns- ins sé svo mikU að ekki geti verið leggjandi á nokkra fjölskyldu að hafa það heima til lengri tíma. -Ótt Vélstjórar fá það sama Kjaradómur úrskurðaði fyrir skömmu að sjómenn skyldu fá meiri hækkun en vélstjórar höfðu samið um. Aö sögn Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmda- stjóra LlÚ, munu vélstjórar fá sömu hækkun og aðrir sjómenn. „Við funduðum með þeim í gær og það hefur alltaf legið fyrir að þeir komi ekki verr út úr þessu en aðrir og betur ef eitthvað er.“ -Kip Fimm fullir Fjórir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu í nótt, grunaðir um ölv- un við akstur. Kópavogslögreglan stöðvaði einn ökumann vega gruns um ölvun. Að sögn lögreglu er þetta fremur mikið á þessum tíma vikunnar. Þá var einn tekinn á of miklum hraða í höfuðborginni í nótt. -aþ DVWND E.ÓL Vélstjórar fá líka hækkun Helgi Laxdai, formaður Vélstjórafélags ísiands, og Friðrik J. Argrímsson. Alþýðusamband íslands leggur til erlenda lántöku ríkisjóðs: Líst vel á tillögu ASÍ - segir Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahagsnefndar Alþingis DV4AYN0 E.ÓL. Krepputillögur kynntar Forsvarsmenn ASl kynntu í gær tillögur sinar til styrktar krónunni. Svo er að heyra aö hugmyndirnar falli í góðan jarðveg. Alþýðusamband íslands hefur lagt til að ríkissjóður taki 15-20 milljarða króna erlent lán, og verði fénu varið tU að greiða niður inn- lendar skuldir rík- isins. Talið er að þessi aðgerð gæti orðið til þess að styrkja krónuna gagnvart öðrum gjaldmiðlum. „Mér líst bara nokkuð vel á þessa tillögu. Mér sýnist að gengið sé orð- ið allt of lágt, og miklu lægra en efnahagslegar forsendur gefa tilefni tU,“ segir Vilhjálmur EgUsson, þing- maður Sjálfstæðis- flokksins og for- maður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Það má segja að það sé út- sala á krónunni og því sé ekki óskyn- samlegt fyrir ríkið að taka erlent lán Ögmundur tU að borga niður Jónasson. erlend lán. Þaö myndi einnig væntanlega styrkja gengi krónunnar. Ég myndi telja aö þetta hefði jákvæö áhrif“ segir Vil- hjálmur. „Ég hef ekki farið sérstaklega yfir þessa tUlögu Alþýðusambandsins. Ég tek hins vegar undir það megin- sjónarmið að nauðsynlegt sé að gjaldmiðillinn styrkist vegna þess að veiking krónunnar er ávísun á kjaraskerðingu. Það sem mér finnst hins vegar mest áhyggjuefni nú um stundir er hvert verið er að velta kostnaðarbyrðum í þjóðfélaginu og vísa ég þar á aukna kostnaðarþátt- töku sjúklinga, hækkun notenda- gjalda á ýmsum sviðum, s.s. í al- menningssamgöngum hér á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta finnst mér mikið athugunarefni. TiUögu ASÍ þarf aö skoða virkilega vel,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaöur Vinstri grænna. -gk Kópavogsbúar óhressir Ármann Kr. Ólafs- son, forseti bæjar- stjórnar Kópavogs, segir nauðsynlegt að kanna möguleika á þvi að Kópavogur hefji eigin raforku- framleiðslu. Orku- nefnd Kópavogs segir raforkuverð sem bærinn greiðir Reykjavíkurborg sé 2-10% hærra en nágrannasveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu þurfi að búa við. Ríkið tapaði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu ríkislögmanns vegna máls sem ASÍ höfðaði gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkfall sjó- manna í vor. Jafnframt var rikinu gert aö greiða 300 þúsund króna málskostn- að. Elsa ráðin afciirr~ I Elsa Púðfínns- ÍWBffiÉádóttir hefur verið H ráðin aöstoðarmaöur I Jóns Kristjánssonar, 9 heUbrigðis- og trygg- \ 'W ingamálaráðherra. "FF7 m Elsa var lektor við Háskólann á Akur- -------- eyri 1991-1999 en hef- ur síðan starfað við Landspítala há- skólasjúkrahús. Rýtingur í bakið Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar og varafor- maður Sjómannasambandsins, segir að Vélstjórafélag íslands hafi rekið rýting í bak sjómanna með samningi sínum við útgerðarmenn í vor. Hann segir Sjómannasambandið ekki hafa nokkum skapaðan hlut að ræða við forustu vélstjóra. „Innbrot" í El Grillo Tveir menn vom i gær staðnir að því að hafa kafað niður að flaki E1 GrUlo í Seyðisfn-ði og tekið loftvarna- byssu úr flakinu sem þeir ætluðu að eiga. Byssan var tekin af þeim, enda hafa bæjaryfirvöld í Seyðisfirði sam- þykkt að enginn megi kafa niöur að flakinu án leyfis, hvað þá að taka úr því hluti án leyfis. Sagnanetiö opnað Björn Bjamason menntamálaráð- herra opnaði i gær Sagnanetið í Þjóðar- bókhlöðunni, vef þar sem íslenskar bókmenntn- er að finna á stafrænu formi. Páll ákveðinn Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefur blásið á þær sögusagnir að hann sé á leið út úr pólitík. PáU segist viö bestu heUsu og stefnir ótrauður að þvi að leiða lista Framsókn- arflokksins í Norð- vesturkjördæmi í kosningum tU Alþingis árið 2003. Dómur í dag Héraðsdómur Reykjavíkur kveður í dag upp úrskurð vegna lögbannsbeiðni þriggja stjórnarmanna Lyfjaverslunar íslands vegna þeirrar ákvörðunar stjómarinnar aö kaupa Frumafl. Deilu- aðilar leita einnig sátta i málinu. Stjórnarflokkar tapa Fylgi stjómarflokkanna hefur minnkað um 5% frá í maí ef marka má nýja skoöanakönnun GaUup, Fram- sókn stendur í stað, Sjálfstæðisflokkur- inn tapar en VG eykur fylgi sitt um 3% samkvæmt könnuninni. Tollverðir samþykktu ToUverðir hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning snm viö ríkið. Um 90 toUverðir tóku þátt í atkvæðagreiðslu um samninginn og vom 68 þeirra þeirrar skoðunar að samþykkja bæri samninginn. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.