Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Umsjón: Viftskig|a blaftift Islensk erfðagreining og Roche semja um 30 milljarða íslensk erföagreining Greint var frá undirskrift viljayfirlýsingar um samstarfið í mars síöastliðnum. íslensk erfðagreining hefur samið við lyfjafyrirtækið F. Hoffmann- LaRoche Ltd. AG. um fimm ára samstarf við þróun og markaðssetn- ingu nýrra DNA-greiningarprófa sem beinast að algengum sjúkdóm- um. Mögulegt verðmæti samnings- ins fyrir Islenska erfðagreiningu er 30 milljarðar króna að því er fram kemur i tilkynningu félagsins. Greint var frá undirskrift viljayf- irlýsingar um samstarfið í mars síð- astliðnum. í tilkynningu frá tslenskri erfða- greiningu kemur fram að talið er að markaðurinn fyrir erfðafræðileg greiningarpróf muni vaxa í fjóra milljarða Bandaríkjadala á næstu tíu árum. Roche hyggst byggja á leiðandi stöðu sinni á sviði grein- ingarprófa og ná umtalsverðum hluta af þessum nýja markaði. Sam- starfið við íslenska erfðagreiningu er mikilvægur þáttur í framtíðar- áætlunum Roche. Fyrirtækin áætla að heildarverðmæti samningsins fyrir íslenska erfðagreiningu geti orðið yfir 30 milljarðar króna. Samstarfið er einnig mikilvægur liður i þeirri stefnu íslenskrar erfðagreiningar að markaðssetja af- urðir sem byggja á rannsóknarað- ferðum og niðurstöðum fyrirtækis- ins. Bæði fyrirtækin leggja til sam- starfsins verðmæta sérþekkingu á sínu sviði, íslensk erfðagreining einstæða aðferðafræði við rann- sóknir í lýðerfðafræði og lífupplýs- ingatækni og Roche leiðandi stöðu sína í þróun og markaðssetningu sameinda-greiningarprófa. Auk samstarfs um þróun prófa til að greina sjúkdóma og áhættuþætti hyggjast fyrirtækin vinna saman við þróun upplýsingatækni til aö auðvelda læknum að meta niður- stöður slíkra erfðafræðilegra grein- ingarprófa. „Það er mjög spennandi að fá þetta tækifæri til að nota erfða- fræðirannsóknir okkar og lífupplýs- ingatækni í samstarfi við fyrirtæki sem er leiðandi í þróun og markaðs- setningu greiningarprófa í heimin- um. Ég er fullviss um að slik próf og hugbúnaður verða mikilvægir þætt- ir i heilsugæslu framtíðarinnar og að samningurinn mun skapa okkur umtalsverð verðmæti á komandi árum,“ sagði Kári Stefánsson, for- stjóri íslenskrar erfðagreiningar. Eimskip kaupir Hvítanes SlF og Eimskip hafa gengið frá samningi um að Eimskip kaupi tlutningaskip SÍF hf. m/s Hvítanes en skipið hefur undanfarin ár verið í eigu SÍF hf. og flutt saltfisk frá ís- landi til Suður-Evrópu. Samhliða eigendaskiptum á skipinu hafa fé- lögin gert með sér samning til fimm ára um flutning á saltfiskafuröum. { tilkynningu félaganna kemur fram að Hvítanesið hefur 2000 tonna burðargetu og hefur verið í eigu SÍF hf. frá árinu 1997. Eimskip tekur við rekstri Hvítanessins í september og er gert ráð fyrir að rekstur verði með svipuðum hætti, a.m.k. fyrst um sinn. Skipið sinnir áfram kæli- flutningum á saltfiskafurðum til Suður-Evrópu. Sala SÍF hf. á skipinu er liður i nýrri stefnu félagsins um að skerpa áherslur í rekstri samstæðunnar. Bókfærður hagnaður SÍF hf. af söl- unni verður um 120 milljónir króna. Kaup Eimskips á Hvítanesinu er liður í aö efla þjónustu og auka hag- kvæmni í flutningum félagsins milli Noregs, íslands, Norður-Spánar og Portúgals. Kaupin eru gerð í fram- haldi af ákvörðun Eimskips i apríl sl. um að hefja reglubundnar sigl- ingar til þessara landa með tveimur frystiskipum. Vöruskiptin í maí óhagstæð um 3,5 milljarða í maímánuði voru íluttar út vörur fyrir 14,3 milljarða króna og inn fyrir 17,9 milljarða króna fob. Vöruskiptin í maí voru því óhagstæð um 3,5 millj- arða en í maí í fyrra voru þau óhag- stæð um 10,9 milljarða á fóstu gengi. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni voru fyrstu fimm mánuði ársins fluttar út vörur fyrir 75,5 milij- arða króna en inn fyrir 84,1 milljarð króna fob. Halli var því á vöruskipt- unum við útlönd sem nam 8,6 millj- örðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 18 millj- arða á fóstu gengi. Fyrstu fimm mán- uði ársins var vöruskiptajöfnuðurinn því 9,4 milljörðum króna skárri en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 7,9 milljörð- um eða 12% meira á fóstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukningin stafar að stórum hluta af útflutningi á áli og auknum skipaútflutningi. Sjáv- arafurðir voru 61% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2% meira en á sama tíma árið áður. Aukningu sjáv- arafurða má einna helst rekja til auk- ins útflutnings á fiskimjöli. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu 5 mánuði ársins var 1,5 milljörðum eöa 2% minna á fóstu gengi en á sama tíma árið áður. Af einstökum vöru- flokkum hefur orðið mestur samdrátt- ur í eldsneyti og flutningatækjum. Landsbankinn og Kaupþing: Spá 0,56-1% verðbólgu milli júnl og júlí Landsbankinn og Kaupþing spá 0,56-1% verðbólgu milli júní og júlí. Kaupþing spáir 1,0% hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða sem samsvarar 12,7% verðbólgu á árs- grundvelli. Gangi spáin eftir hefur vísitalan hækkað um 7,3% síðustu 12 mánuði. Helstu forsendur spárinnar eru þær að verð á bensini hefur lækkaö um 5 krónur undanfarna viku. Hefur lækkunin um 0,2% áhrif til lækkunar á vísitölu neysluverðs. Ástæður lækk- unarinnar er lækkun heimsmarkaðs- verðs og lækkun á gengi dollars. Verð á rafmagni og hita hækkaði um 4,9% og önnur opinber þjónusta hefur hækkað eins og strætisvagna- fargjöld, dagvistun barna og hækkun á heilsugæslu. Hver liður vegur lítið í vísitölunni en safnast þegar saman kemur. Greiningardeild gerir ráð fyrir um- talsverðri hækkun á innfluttum neysluvörum og telur hækkanir vegna lækkunar krónunnar ekki að fullu komnar inn í verðlagið. Gert er ráð fyrir hækkun á matvöru, heimilis- tækjum og öðrum innfluttum neyslu- vörum. Þá má búast við að einhverjar hækkanir verði á innlendri vöru og þjónustu sem orsakast með beinum og óbeinum hætti af lækkun gengisvís- tölunnar. Landsbankinn spáir 0,56% hækkun á vísitölu neysluverðs mihi júní og júlí. Gangi spáin eftir verður vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní- byrjun 213,8 og mun vísitalan hafa hækkað um 6,8% síðustu 12 mánuði. í spá Landsbankans sem kom á föstudaginn spáði bankinn 0,66% verðbólgu með þeim fyrirvara að bensínverð héldist óbreytt. Bensín- verð var hins vegar lækkað um helg- ina og þvi birti bankinn aðra endur- skoðaða spá. í spá bankans kemur fram að þeir þættir sem helst hafa áhrif á spá vísitölunnar í júní eru að áfram er gert ráð fyrir nokkrum hækkunum vegna lækkunar á gengi krónu. Gert er ráð fyrir að enn séu hækkanir að koma fram á innfluttri vöru svo og að einhverjar hækkanir vegna gengis séu að koma fram í inn- lendri vöru. Opinber þjónusta, s.s. dagvistun, er að hækka um og yfir 10%, rafmagn og hiti eru að hækka um 4,9% en áhrif af nýkynntum hækkunum vegna heilsugæslu eru óveruleg. Til lækkunar kemur bensín- liður og gert er ráð fyrir um 1% lækk- un á húsnæðislið milli mánaða. Kaupþing Samkvæmt viljayfirlýsingu á milli Kaupþings, Sofi og hluthafa Sofi ergert ráð fyrir að hluthafar Sofi fái hlutabréf útgefin af Kaupþingi í skiptum fyrir hiuta- bréf í Sofi. Kaupþing samein- ast finnsku verðbréfafyrirtæki - stefnt aö undirritun samnings fyrir septemberlok Kaupþing hf. hefur undirritað viljayfirlýsingu um sameingu viö Sofi Financial Services Group, finnskt verðbréfafyrirtæki sem hef- ur sérhæft sig í eignastýringu og verðbréfamiðlun fyrir fyrirtæki, stofnanafjárfesta og efnaða einstak- linga. Félagið er staðsett í Helsinki og eru starfsmenn þess samtals 35. Sofi er aðili að kauphöllinni í Helsinki og á í nánu samstarfi við heimsþekktar fjármálastofnanir. Sameiningin er liður í þeirri stefnu Kaupþings að sækja inn á Norður- landamarkað þar sem félagið hyggst staðsetja sig sem öflugan norrænan banka og fellur fyrirhuguð samein- ing við Sofi vel að þeirri fyrirætlan Kaupþings. Samkvæmt viljayfirlýsingu á milli Kaupþings, Sofi og hluthafa Sofi er gert ráð fyrir að hluthafar Sofi fái hlutabréf útgefin af Kaup- þingi í skiptum fyrir hlutabréf í Sofi. Viljayfirlýsingin er undirrituð með fyrirvara um niðurstöðu áreiö- anleikakönnunar sem og samþykki stjómar og hluthafafundar Kaup- þings. Stefnt er aö því að ljúka áreiðanleikakönnun og undirrita samninga fyrir lok septembermán- aðar 2001. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 r>v Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 4900 m.kr. Hlutabréf 1600 m.kr. Húsbréf 1500 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Q Tryggingamiöstööin 1265 m.kr. Kaupþing 143 m.kr. Baugur 63 m.kr. MESTA HÆKKUN Q Marel 6,4% Q Delta 1,7% QÍslandsbanki 0,5% MESTA LÆKKUN QÍslandssími 2,9% Q Samheiji 2,0% Q Sjóvá-Almennar 2,0% ÚRVALSVÍSITALAN 1075 stig - Breyting Q 0,63% Afkomuviðvörun frá íslenskum aðalverktökum Ljóst er að afkoma íslenskra aðal- verktaka hf. verður umtalsvert lak- ari á fyrstu sex mánuðum yfirstand- andi árs en á sama tíma í fyrra, seg- ir i afkomuviðvörun sem félagið hefur sent frá sér. „Skýrist það fyrst og fremst af verulegu gengistapi, sem félagið hef- ur orðið fyrir, en stærstur hluti skulda félagsins er bundinn erlend- um gjaldmiðlum og vegur það vera- lega þyngra á tímabilinu en sá hluti tekna félagsins sem er í erlendum gjaldmiðlum. Gengistap félagsins nam þannig rúmum 300 milljónum króna fyrstu fjóra mánuði ársins. Rekstur félagsins á fyrri helmingi ársins hefur að ööru leyti að mestu gengið með svipuðum hætti og ráð var fyrir gert og verkefni verið næg. Þó útlit sé fyrir, miðað við núver- andi verkefnastöðu félagsins, að umsvif þess kunni að dragast nokk- uð saman á síðari hluta ársins er ljóst að eins og nú horflr vegur þyngst um endanlega niðurstöðu rekstrarins á árinu hver verður þró- un og aðstæður á fjármagnsmarkaði síðari hluta ársins,“ segir í afkomu- viövörun frá íslenskum aðalverk- tökum. Toyota og Peugeot hefja samstarf Toyota Motor, þriðji stærsti bila- framleiðandi í heiminum, hyggst leggja franska bílaframleiðandanum Peugeot-Citroén lið við að framleiða nýjan bil inn á Evrópumarkað. Bú- ist er við að þessi samvinna muni hefjast árið 2004. Áætlað er að hún muni skila 300.000 bílum með eins lítra vél sem enn á eftir að þróa. Ekkert bendir til þess aö sam- vinnan þýði frekara samstarf fyrir- tækjanna í framtíðinni þó að þetta gefi til kynna samstarfsvilja Toyota við önnur fyrirtæki en Toyota hefur alltaf verið mjög á móti því að ganga í samstarf við önnur bílafyr- irtæki. 03.07.2001 kl. 9.15 KAUP SALA Dollar 103,440 103,970 KöPund 146,170 146,920 1*11 Kan. dollar 68,310 68,730 j Dönsk kr. 11,7700 11,8340 HpjNorskkr 11,0200 11,0810 IjÍ Sænsk kr. 9,4920 9,5450 ij+HR- mark 14,7422 14,8307 Fra. franki 13,3626 13,4429 6 |j Belg. franki 2,1729 2,1859 ) Sviss. franki 57,6000 57,9200 C^Holl. gyllini 39,7752 40,0142 n Þýskt mark 44,8162 45,0855 | |J ít. líra 0,045270 0,045540 □QAust. sch. 6,3700 6,4083 H P°rt. escudo 0,4372 0,4398 LLJSpá. peseti 0,5268 0,5300 1 • |Jap. yen 0,834400 0,839400 | írskt pund 111,296 111,965 SDR 129,070000 129,840000 @ECU 87,6529 88,1796

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.