Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001_________________________________________________________ X>V Norðurland Dettifoss. Ágreiningur um Dettifossveg: Náttúruvernd allt heilagt Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga samþykkti á aðalfundi félagsins á Kópaskeri nýverið að skipa starfs- hóp um framtíðarstaðsetningu Dettifossvegar. Fagnað var ákvörð- un þingmanna kjördæmisins sem hnígur í sömu átt. Jafnframt lagði fundurinn áherslu á að lagningu vegarins yrði hraðað og hann tilbú- inn eigi síðar en árið 2005. Tryggvi Finnsson, framkvæmda- sjóri Atvinnuþróunarfélags Þingey- inga, segir að frumkvæðið eigi að koma frá Vegagerðinni en mikill ágreiningur sé um málið, þ.e. hvor- um megin Jökulsár á Fjöllum eigi að leggja veginn. Ferðaþjónustuaðil- ar hafa lagt mikla áherslu á það að vegurinn verði vestan megin árinn- ar til þess að í sömu ferð sé hægt t.d. að komast í Hólmatungur og önnur náttúruundur á þessu svæði, enda miklu skemmtilegri leið. „Vegagerð austan árinnar er mun einfaldari en vegalagning niður að vestan er mun flóknari þar sem þá er komið niður í þjóðgarðinn og þá gýs upp ágreiningur um hvemig eigi að nota þjóðgarð. Heimamenn hafa lagt meiri áherslu á að fá veginn að austan en fyrir þá skiptir málið sára- litlu máli. Það er mikilverö sam- göngubót að fá góða tengingu úr Kelduhverfi upp á Austurlandsveg en fyrir ferðamenn sem aka hring- inn frá Mývatnssveit niður i Keldu- hverfi um Tjörnes til Húsavíkur verður það um 20 km styttri hringur. Svo kemur Náttúruvernd ríkisins að þessu en mér sýnist að henni sé allt heilagt eins og það hvemig megi leggja vegi um fallega náttúru til að leyfa fleirum að njóta,“ segir Tryggvi Finnsson. -GG Sumartónleikar í Akureyrarkirkju Næstkomandi sunnudag hefst fimmtánda starfsár Sumartónleika í Akureyrarkirkju og verða tónleik- arnir haldnir fimm sunnudaga í röð í júlímánuði og ágúst og byrja kl. 17. Flytjendur verða um 30 talsins frá Svíþjóð, Danmörku, Austurríki auk íslendinga. Tónlistarfólkið mun leika. og syngja fyrir heimamenn og ferðalanga í klukkustund, tónlist frá ýmsum tímum tónlistarsögunnar og er aögangur ókeypis. Dagskráin er eftirfarandi: Sunnudagur 8. júli kl. 17, Erik Westberg, Vokal Ensemble, Svíþjóð. Sunnudagur 15. júlí kl. 17, Niels Henrik Jessen, orgel, Danmörk. Sunnudagur 22. júlí kl. 17, Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Sigrún Arngrímsdóttir, mezzósópran og Bjöm Steinar Sólbergsson, orgel. Sunnudagur 29. júlí kl. 17, Gary Verkade, orgel, Svíþjóð. Sunnudagur 5. ágúst kl. 17, Manu- ela Wiesler, flauta, Austurríki. Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju hafa heimasíðu á Netinu: http://www.akirkja.is/sumarton- leikar. -BÞ Mývatnssafn opnað Safn um sögu mannlífs við Mý- vatn hefur tekið til starfa og verður opið frá kl. 14-16 og 20-21.30 alla daga í sumar. Meðal muna eru göm- ul net, myndir, vefstóll, spunavél og gögn um ullarvinnslu og skógerð Mývetninga. Einnig bregður fyrir skíðum Fjalla Bensa sem og margt fleira. -BÞ Sérfræðingur um silungsveiði í Mývatni: Ekki minna um bleikju í 100 ár - hörmungarástand þrátt fyrir að ástand lífríkisins sé að öðru leyti gott Menn greinir á um skýringar lítillar silungsveiði í Mývatni. „Það er engin bleikjuveiði í Mý- vatni núna sem þarf ekki að koma á óvart því það var búið að segja fyr- ir um að það vantaði alveg nokkra árganga af smásilungi í vatnið. I fyrra vorum við að veiða ofan af eldri árgöngum en nýliöunin brást og þaö er þriðja árið í röð sem það gerist,“ segir Gylfi Yngvason á Skútustöðum við Mývatn en sil- ungsveiðin í vatninu og þá sérstak- lega bleikjuveiðin er að bregðast al- gjörlega það sem af er sumri. Gylfi segir að hér sé um rökrétt framhald að ræða af þeim djúpu sveiflum sem verið hafa í lífríkinu í Mývatni í langan tíma. „Þessar sveiflur verða alltaf dýpri og dýpri og dýpsta sveiflan var síðast árið 1997. Þá virðast hafa drepist algjör- lega þrír árgangar af seiðum, trú- lega úr hungri, því á þessum árum drápust hér einnig andarungar í stórum stíl. Hins vegar er nú mjög gott mý og átan í vatninu virðist vera fin. Þeir fáu flskar sem veiðast virðast líka vera vel á sig komnir. Þetta er sérstaklega alvarlegt fyr- ir okkur veiðibændur því sveiflurn- ar í veiðinni verða alltaf dýpri og dýpri og nú gerist það í fyrsta skipti að seiðin vantar. Þegar það gerist nýtast okkur ekki heldur þessi góðu ár í sveiflunni. Þessar sveiflur standa i sjö ár og eins og nú gerist koma þrjú silungslaus ár vegna þess að seiðin vantar. Síðan kemur von- andi eitt gott ár þar sem eru seiði og fæða og siðan þrjú hallærisár þar sem er til fullt af silungi en hann svo lélegur að það er ekkert hægt aö gera við hann og hann gerir ekkert annað en skemma fyrir okkur markaðinn," segir Gylfi. Hann segir að viö Mývatn séu 36 veiðirétthafar en þeir sem eru virk- ir í veiðinni eru 20-25 talsins. „Það hefur ekki veriö hægt að svara því hvað veldur en mér finnst það hins vegar engin spurning að árið 1970, um leið og námavinnsla hefst í Mý- vatni, varð mikið fall í lífrikinu, sil- ungsveiðinni og í fuglalifinu. Frá þeim tíma hafa þessar lífríkissveifl- ur farið í skálínu niður á við og verða alltaf dýpri og dýpri. Því verð- ur ekki á móti mælt að námagröftur upp af botni Mývatns er langstærsta inngripið í lífríkið hér. Ég geri mér hins vegar engar vonir um að hægt verði að sanna það að einhver einn þáttur beri ábyrgð á þessu ástandi. Þetta er hörmungarástand og næsta Akureyri: Reyndi innbrot í 50 bíla - sjö mánaða fangelsi fyrir margvíslegar gripdeildir Akureyringur á þritugsaldri hefur verið dæmdur í 7 mánaða fangelsi fyr- ir þjófnað. Fullnustu 6 mánaða af þeirri refsingu skal þó frestað og hún niður falla að liðnum 3 árum frá birt- ingu dómsins að telja, haldi hann al- mennt skilorð. Þá er frestun á fulln- ustu hluta refsivistar jafnframt bund- in því skilyrði að ákæröi sæti á skil- orðstímanum sérstakri umsjón. Brot mannsins fóru fram í vor og var hann ákærður fyrir að hafa að- faranótt 26. mars í þjófnaöarskyni reynt að komast inn í um það bil 50 bifreiðar sem lagt haföi verið í götun- um Áshlíð, Bakkahlíð, Bröttuhlíð, Tröllagili, Huldugili og Dvergagili á Akureyri. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa aðfaranótt 6. april sl. far- ið inn í þrjár bifreiðar sem lagt hafði verið i Lyngholti á Akureyri og stolið úr einni bifreiðinni 15.000 krónum í peningum. Ákærði játaði fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra skýlaust þá hátt- semi sem hann var saksóttur fyrir. Að framangreindu virtu og þar sem játning ákærða er í samræmi við yfir- heyrsluskýrslu hjá lögreglu og önnur skjöl málsins þykir sök hans nægilega sönnuð. Maðurinn hefur samkvæmt vott- orði sakaskrár ríkisins þrívegis verið dæmdur fyrir þjófnaðarbrot. I ágúst- mánuði 1999 var hann dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi vegna sex þjófnaðarbrota sem hann framdi í maí og júlí það ár. í júlímánuði 2000 var hann dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna átta þjófnaðarbrota sem hann framdi á tímabilinu frá maí 1999 til febrúar 2000. Loks var ákærði dæmdur í nóv- embermánuði 2000 vegna níu þjófnað- arbrota er hann framdi á tímabilinu frá júlí til nóvember 2000 og var refs- ing hans þá ákveðin 7 mánaða fang- elsi en þar af voru 6 mánuðir skilorðs- bundnir. Fyrir liggur að ákærði hefur um nokkra hríð notið stuðnings fé- lagsmálayfirvalda á Akureyri. -BÞ Ekki lengur Halló Akureyri: „Ein með öllu“ - áhersla lögö á fjölskylduna. Unglingar undir 18 ára aldri geta ekki komið einir „Við erum að leggja loka- hönd á undirbúning hátið- arinnar og munum kynna dagskrá hennar áður en langt um líður,“ segir Bragi Bergmann hjá Kynningar- þjónustunni Fremri á Akur- eyri en þar á bæ vinna menn nú hörðum höndum að undirbúningi fyrir fjöl- skylduhátíðina „Ein með öllu“ sem haldin verður á Akureyri um verslun- armannahelgina. Hátíð undir nafninu „Halló Akureyri" er því ekki lengur á dagskrá. Á síðasta ári varð mikil breytmg á útihátíðarhaldinu um verslunar- mannahelgi á Akureyri enda þótti „Halló Akureyri" vera oröin ansi mik- il sukkhátíð unglinga sem þótti setja svartan blett á bæinn. í fyrra var Frá Akureyri. breytt til í kjölfar ákvörðunar sýslu- manns og bæjaryfirvalda um að banna unglingum undir 18 ára aldri aðgang að tjaldstöðum bæjarins án þess að fullorðnir væru með i för og fór hátíðin þá mjög vel fram. Mun færri sóttu þó Ákureyri heim um verslunarmannahelgina í fyrra en árin þar á undan og munaði þar ef- laust mestu aö unglingunum voru settar skorður fyrir komu sína til bæj- arms. „Það er stefnt að því að hér verði mikil og vonandi fjölmenn fjölskylduhátíð. Það verður lögð mikil áhersla á mikla og fjöl- breytta aldurshópa og auð- vitað þar með talda ung- linga. Það veröa mjög góðar og vinsælar hljómsveitir á skemmtistöðum bæjarins, unglinga- dansleikir verða væntanlega í KA- heimilinu og á hverjum degi verður skemmtidagskrá á Ráðhústorgi svo eitthvað sé nefnt. Dagskráin er því að mörgu leyti byggð upp á líkan hátt og var þegar „Halló Akureyri" var og hét og það eru allir velkomnir til bæjar- ins en þó með því fororði að ungling- ar, 18 ára og yngri, verða að vera í fylgd forráðamanna," segir Bragi. -gk sveifla verður væntanlega enn dýpri,“ segir Gylfi. Stofninn ekki að deyja út „Það vantar silung í vatnið en líf- ríkið er í ágætu ástandi og mikil áta. Bleikjustofninn hefur hins veg- ar ekki náð sér upp,“ segir Ámi Einarsson hjá Náttúrurannsóknar- stöðinni við Mývatn. Árni segir líf- ríkissveiflur í Mývatni þekktar a.m.k. frá árinu 1970. „Það koma þessar djúpu niðursveiflur meö ákveðnu millibili og þær virðast með þeirri tíðni að bleikjustofninn nær sér ekki upp á milli þótt ástandið í vatninu sé ágætt í upp- sveiflunum. Skýringin á því er líklegust sú að tíðnin á sveiflunum sé svo hröð að þegar góðu árin koma þá eru þau ekki nógu mörg til að bleikjustofn- inn nái að byggja sig upp. Skýring- in á því hvað veldur því liggur hins vegar ekki fyrir. Ég myndi ekki nota þau orð að bleikjustofninn sé í mikilli hættu, Það er hins vegar mjög lítiö um sil- ung í vatninu og sennilega með því minnsta sem þekkst hefur í hund- rað ár. Ég held hins vegar ekki að stofninn sé að deyja út en það er spurning hvort hann sé ekki orðinn svo lítill að það borgi sig ekki að veiða úr honum," segir Árni. -gk Aöalheiður S. Eysteinsdóttir. Forvitnileg erindi í Listagilinu: „Á slag- inu sex" Fyrir skömmu opnuðu Aöalheið- ur S. Eysteinsdóttir og Jón Laxdal Halldórsson „Listsýningar í vinnu- stofum" að Kaupvangsstæti 24, Ak- ureyri. Einnig hófst dagskrá sem fram fer daglega á vinnustofum Að- alheiðar og stendur yfir til 19. júlí nk. Þessir viðburðir bera nafnið „Á slaginu sex“ og verður af mörgu að taka, að sögn Aðalheiðar. Hulda Hafsteinsdóttir mun flytja erindi í dag, Þórarinn Guðmunds- son á morgun, unglingar hafa orðið á hinn daginn en á fóstudag verður eitthvað óvænt. Magnús Logi Krist- insson mun tala á laugardag, Joris Rademaker 8. júlf. Bamadagur verð- ur 9. júlí og daginn eftir talar Guð- rún Pálína Guðmundsdóttir. -BÞ Jón Laxdal Halldórsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.