Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 Skoðun E»V Borgarstjórnarmeirihlutinn á fundi Heildarskuldir borgarinnar 27 miitjaröar? Lögreglumaður Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Jón Kristinn Einarsson, 8 ára: Mér finnst skemmtitegast aö leika mér í körfubolta. Þorgeir Auðunn Karlsson, 9 ára: Þaö er skemmtilegast aö vera Qti aö leika viö vini mina. Fríða Björk Gunnarsdóttir, 10 ára: Vera úti aö leika í góöu veöri. Kristín Heigadóttir, 7 ára: Aö vera úti í fótbolta. Milan, 6 ára: Aö spila Pokémonspil. Guðrún Adda Björnsdóttlr, 8 ára: Leika mér úti. Hulda Pétursdóttir skrifar: Ég tók upp á því nýverið þegar bíllinn minn fór á verkstæði að nota strætó. Fargjaldið var 150 kr. Vagn- inn var nýlegur og hreinn og mér leið eins og í gamla daga á leið í MR. Nú er R-listinn búinn að hækka fargjaldiö i 200 kr. og enn meira fyrir öryrkja, eldri borgara og unglinga. Einnig skilst mér að einkavæða eigi strætó í samstarfi við nágrannasveitafélögin. Fyrir nokkrum árum þegar sjálf- stæðismenn stjórnuðu borginni fór allt af hjörunum við svipaðar að- stæður og borgin féll. En nú segir enginn neitt og fjölmiðlar hafa lítið farið ofan í rekstur borgarinnar sem ekki væri vanþörf á, einmitt núna. Það virðist vera alveg sama hverju stjórnendur borgarinnar taka upp á í formi nýrra skatta, gjalda eða skuldasöfnunar það verða lítil sem engin viðbrögð. Ég las þó í blaðaumfjöllun einni Aðförin Steinunn skrifar: Það var fróðlegt að hlusta á viðtal við borgarstjórann þar sem verið var að biðja hana um að útskýra hvers vegna brunabótamat húseigna hefði verið lækkað og fasteignamatið hækkað á íbúðareigendum í Reykja- vík. Ég er eldri borgari og fann dálít- ið fyrir svari borgarstjóra. Borgarstjóra finnst jafnræðis ekki gæta í húseigendamálum borg- arinnar. Hún sagði að gamlar hús- eignir eða íbúðir á vissum stöðum væru seldar á hærra verði en nýjar eða nýrri eignir, þar af leiðandi væri eðlilegt að fasteignamat eldri eigna væri hækkað en vegna aldurs eignanna væri eðlilegt að bruna- bótamat yrði lækkað. Svo mörg voru þau orð. „Það virðist vera alveg sama hverju stjórnendur borgarinnar taka upp á í formi nýrra skatta, gjalda eða skuldasöfnunar, það verða lítil sem engin viðbrögð. “ að óumdeilt er að skuldir borgarin- ar hafi verið um fjögur þúsund milljónir króna þegar R-listafólkið tók við stjórninni en séu nú komn- ar í tuttugu og sjö þúsund milljónir! Það er eins og þetta skipti fólk, eða fjölmiðlana fyrir þeirra hönd, ekki nokkru máli. Svo er það miðbærinn okkar. - Ég tók niður nokkrar fyrirsagnir úr DV nýverið og með stuttu millibili og þaðan tek ég nokkur sýnishorn: „Lögreglumaður rotaður og 31 of- beldis- og ólátamál í miðborginni um helgina" segir í forsíðufrétt einn daginn. „Miðborginni haldið í her- „í gamla bœnum búa margir aldraðir sem eru að burðast við að halda eign- um sínum í viðunandi ástandi og gefa ekkert eftir unga fólkinu sem er að kaupa sér eignir á þessum svœðum. “ Ég er eigandi íbúðar á gömlu svæði Reykjavíkur og hef undanfar- in 45 ár greitt skatta og skyldur af eigninni. Ég er eftirlaunaþegi og vil halda eign minni vel við, allir veð- réttir eru lausir svo ég má búast við hækkun á fasteignaskatti og eigna- skatti vegna ofannefndrar aðfarar. rotaður kví,“ segir Jón Birgir Pétursson blaöamaður i einni grein sinni. „Of- beldi í Reykjavík" er fyrirsögn leið- ara Óla Björns Kárasonar. „Skugg- inn er yfir bænum,“ er yfirskrift greinar eftir Valdimar Jóhannesson hjá Foreldrahúsinu. „Reykjavik - Bankok norðursins," segir Kristján Ólafsson í lesendabréfi DV. - Og: „Ófögur mynd af íslenskum ung- dómi í sjónvarpsumfjöllun í Band- rikjunum," segir sendiherra okkar í Ameríku og segir þáttinn „ókræsi- lega landkynningu". Loks segir einn borgarfulltrúi Reykjavíkur, Ólafur F. Magnússon læknir: „Það er alveg dagljóst að ef sjálfstæðismenn væru nú við stjórn- völinn og búnir að missa tökin jafn kyrfilega og nú virðist raunin með R-listann þá væru þeir væntanlega búnir að segja af sér. Það er mitt mat að stjórn borgarinnar verður aldrei í lagi með margra flokka sam- krullsstjóm. Ekki frekar en margir skipstjórar á sama skipi. Ég fullyrði það hér og nú.“ Ekki vænti ég þess að skyldutrygg- ingin sem greidd er samkv. bruna- bótamati verði aflögð eða lækkuð. I gamla bænum búa margir aldr- aðir sem eru að burðast við að halda eignum sínum í viðunandi ástandi og gefa ekkert eftir unga fólkinu sem er að kaupa sér eignir á þessum svæðum. Margar þessara eigna eru eðlilega dýrar, bæði vegna staðsetningarinnar og svo hafa húseigendur þurft að reiða fram mikla peninga til þess að halda eignunum í því ástandi að seljanlegar séu. Hins vegar mætti benda borgar- stjóra á aö ganga um götur gamla bæjarins og sjá vinnubrögðin á við- haldi. Þar má sjá Ijóta og lélega um- hirðu sem ber stjómendum ekki fagurt vitni. að húseigendum J';'- : illlillb Aular í bílaleik Garri hefur lengi haft pata af framhaldsþætti í ríkissjónvarpinu, helstu menningarstofnun þjóð- arinnar, sem fjallar einkum um pilta í bílaleik. Af einhverjum ástæðum hefur Garri ekki lagt sig eftir að horfa á þennan þátt, enda missti hann áhuga á bílaleikjum i kringum 12 ára ald- urinn. En sl. sunnudag brá hann út af vananum og settist við skjáinn með sonum sínum sem eru miklir áhugamenn um burrið enda auðvitað enn þá böm. Og það verður bara að segjast eins og er, og kom Garra mjög á óvart, að hann hafði mjög gaman af þessum þætti, enda vissi hann ekki fyrir að serían „Aulabárðar í bílaleik", eða „Formúla í fyndni", sem hann kallast víst líka, er með ólíkindum grínaktug og jafnvel farsa- kennd á köflum. Ófleygl Finninn Þáttaröðin fjallar sem sé um hóp af útlenskum piltum í bílaleik. (Furðulegt að Islendingar eigi ekki þarna fulltrúa, því fjölmargir íslenskir strákar eru í sams konar bílaleik flesta daga á vegum úti.) Nú, nú, piltamir keyra þama hring eftir hring eftir hring og væri auðvitað ekki mjög fyndið og jafnvel tilbreytingarlaust, ef ekki væri fyrir það að þessir strákar em þvílíkir aul- ar í akstri, að ótrúlegt er að þeir hafi fullgild ökuréttindi, enda flestir spólandi eins og vitleys- ingar og síkeyrandi út af. Og síðan bætist við að ökutæki snáðanna eru svoddan hrákasmíð að það þykir gott ef druslumar komast 300 kíló- metra án þess að bila. Þátturinn sem Garri horfði á sl. sunnudag hófst á meinfyndnu atriði. Allir áttu sem sé að leggja jafnt af stað í bílaleikinn og gerðu það, nema einn finnskur piltur, Hokkinen að nafni eða eitthvað slíkt. Hann greyið litla kunni ekki að starta bílnum og sat því eftir með sárt ennið og gat ekki burrað einn einasta sentímetra þann daginn. Þetta var náttúrlega sprenghlægilegt en vesalings finnski pilturinn auðvitað um leið dá- lítið brjóstumkennanlegur að missa svona af lestinni. En það gengur vonandi bara betur næst og kannski verður einhver góðhjartaður öku- kennari búinn að kenna snáða að starta fyrir næsta bílaleik. Dratthalar Reyndar sögöu sérfræðingar sjónvarpsins að ekki væri alveg víst að Finninn ófljúgandi væri svona mikill klaufi, heldur væri verkstæðis- mönnum hans hugsanlega um að kenna að svona fór. En það skiptir ekki meginmáli. Garri er ekki mikill ökumaður, en i hvert skipti sem hann startar sinni 14 ára gömlu drossíu þá fer hún í gang hikstalaust. Þetta hlýtur finnski pilturinn líka að geta lært. Og ef um er að ræða hand- vömm útlendra viðgerðarmanna, þá á að reka þessa menn. Garri hefur víða farið með sinn gamla sorrí grána í verkstæði á íslandi og jafnan fengið fínustu viðgerðir, bæði á störturum og öðrum fjölmúlavílum bílsins. Þannig að auðvitað er handritið að bílaleikja- þáttum sjónvarpsins ansi fjarri raunveruleikan- um, því engir ökumenn eru svona miklir klaufar og engir bílar svona lélegir árið 2001. Og a.m.k. er fáránlegt að reyna að ljúga því að manni að þessir bílar, sem margir dratthalast ekki skitna 300 kílómetra án þess að bila, séu dýrari en gamli Garrabíllinn sem metinn er á 35.000 krón- ur. Fyrr má nú rota en _ handrota. GaiTÍ Flugturninn og þyrlan Ásgeir Ásgeirsson skrifar: Enn og aftur eru að koma upp atvik og frásagnir frá því hið hörmulega flug- slys varð í Skerja- firði fyrir tæpu ári. Nú síðast var í útvarpsféttum sl. föstudag, að flugmenn þyrlu Gæslunnar undr- ast að ekki var óskað aðstoðar hennar strax eftir slysið en beðið þar til allt var um seinan og þyrlan einungis látin svipast eftir braki á sjónum. Þetta er að koma í umræð- una fyrst núna! En hvað þá með flugturninn, þátt stjórnenda þar og það furðulega atvik að snúa um- ræddri flugvél. TF-GTI tvisvar sinn- um frá með fárra mínútna millibili? Spyrja má: Er ekki ástæða til að þrengja nú hringinn í rannsókninni enn frekar? Laufey er Guðjónsdóttir Diddi skrifar: Ég vil taka undir orð Dísu sem skrifaði hér í dálkinn á föstudaginn. Sjónvarpið er þarna að fara inn á al- veg nýjar brautir með því að endur- sýna vinsæla þætti eins og Fraiser og mér finnst það alveg frábær hug- mynd. Sú manneskja sem kemur með þessa nýju strauma inn í Sjón- varpið heitir hins vegar Laufey Guðjónsdóttir, en ekki Laufey Jó- hannsdóttir eins og Dísa hélt. Lauf- ey er dagskrárstjóri erlends efnis hjá RÚV. - Rétt skal vera rétt! Hvað verður um malbikið? Ökumaður hringdi: Nú er há- annatími verk- taka fyrir Reykjavíkur- borg. Göturnar eru fræstar upp, hvort sem þær þarfnast eða ekki. Mal- bikinu er ekið burt, hvert veit ég ekki. Það væri gaman að vita hvort þetta malbik er endurunnið og sett á göt- urnar aftur. Þá skal mann ekki undra þótt fræsa þurfi göturnar ár eftir ár. Malbikið sem sett er á göt- urnar er ekki þétt heldur gróft; lík- ist mest olíumöl og getur verið það, án þess að ég þori að fullyrða það. Fræsingarnar eru hins vegar óþarf- ar i slíkum mæli sem raun ber vitni. Og einkennilegt er hve það endist stutt. En hitt er víst, að verk- takar hverju nafni sem nefnast græða drjúgt á borginni þessa dag- ana. Og eftirlitið sýnist ekki mikið, Maður ekur sí og æ yfir hvassar malbiksbrúnir og eyðileggur dekkin á bílunum. Ég krefst betra eftirlits með gatna- og gangstéttaviðgerðum. Tveir frá Vesturlandi Bjarni Þorsteinsson hringdi: í lesendabréfl í DV sl. fostudag veltir Þorvaldur þvi fyrir sér hvers vegna Reykjavíkurborg sé að ólmast með Orkuveitu Reykjavíkur alla leið upp á Skaga og sem leiðir til 37% lækkunar orku þar á meðan við Reykvíkingar fáum 5% hækkun frá 1. júlí nk. Ýjar Þorvaldur að því að hér séu einhver brögð í tafli og minnist á að í borgarstjórn sé Akur- nesingur og kunni að eiga hlut að máli. En hitt er rétt að Akurnesing- ar eiga fulltrúa i borgarstjórn Reykjavíkur, raunar tvo ágæta frá Vesturlandi. En vart trúi ég svo djúphugsaðri Kremlarlógíu að þeir hafi átt þátt í að „smúla“ orkuveitu borgarinnar alla leið til Akraness. Enda ótrúleg hugdetta yfirleitt. Fræst og malbik- að á Miklubraut Aftur sama malbikiö? A Reykjavíkur- flugvelli Flugturninn und- anskilinn? Bv Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum S sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.