Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001
DV
5
Fréttir
Borgarfulltrúi Sjálfstæöisflokks:
Alfreð slær eign
sinni á Orkuveituna
- og fyrirtækiö í útþenslu á samkeppnismarkaði
Fréttir
Alíreð Þoi-steinsson borgarfulltrúi í yfirheyrslu
D-listinn á
Landsvirkjun og
Landssímann
SJa-kkuA Ní-suitailitnrkjui! wm
íerórVí MW i 90 MW teröar t»?kin
i notkun i daf*. fiwudag. Hver er
kostiuAunnR \ið franjk\.-wnd
OK á hu JiMvpurn uma mun \írkjun
in bon» upp?
,ifc'iidiriw«,'ö£ur ift smíit
arösf TjfjQeartisfM wrifcmrai,
mtWAto 1 4
fkrSíólía Srururm tæi'jæFaSn miCjw*
m !»«*»• trttSO Jiífisr ws^® tíSa ?aí
vaitr, B&kriöa og ausinsar cíktíiarfar
Yfirheyrsla DV yfir Alfreð Þorsteinssyni.
Sjálfstæðismenn eru ekki sáttir við allt sem þar kemur fram.
„Sú fullyrðing Alfreðs að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafl slegið eign
sinni á Landssímann er út í hött,
því einmitt þessi misserin vinnur
flokkurinn að því að koma fyrir-
tækinu úr eigu ríkisins. Það skýt-
ur hins vegar skökku við að á
meðan ríkið vinnur að einkavæð-
ingu á fjarskiptamarkaði leggi R-
listinn út í mikla og áhættusama
útþenslu á þessu sviði,“ segir
Kjartan Magnússon, þorgarfulltrúi
minnihluta Sjálfstæðisflokksins. í
yfirheyrslu DV sl. föstudag segir
Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi
R-lista og stjórnarformaður Orku-
veitu Reykjavíkur, að hörð gagn-
rýni minnihlutans á eign borgar-
innar á Línu.Neti og útþenslu þess
fyrirtækis grundvallist á þvi að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi slegið
eign sinni á Landssímann og starfi
í hans þágu. Kjartan Magnússon
telur þetta fráleitt.
Ekki verksviö borgarfulltrúa
„Það er miklu frekar hægt að
segja að Alfreð hafi slegið eign sinni
á Orkuveitu Reykjavíkur, því þeir
Helgi Hjörvar fara með fé fyrirtæk-
isins eins og þeir eigi það sjálfir. Þá
á ég við hvernig þeir hika ekki við
að leggja fé viðskiptavina Orkuveit-
unnar í áhættusaman atvinnurekst-
ur og útdeila störfum til vina og
vandamanna," segir Kjartan, sem
segir að R-listinn hafi sótt hundruð
milljónir króna til viðskiptavina
Orkuveitunnar og lagt þær í
Alfreö Kjartan
Þorsteinsson. Magnússon.
áhættusama fjárfestingu á fjar-
skiptamarkaði; samkeppnisrekstur
sem óeðlilegt sé að opinberir aðilar
taki þátt í.
„Gengi hlutabréfa í Línu.Neti og
Raflínu hf. er byggt á óljósum vænt-
ingum og tækninýjungum. Alfreð og
Helgi Hjörvar eru jafnt stjómendur
fyrirtækisins og þátttakendur - auk
þess sem þeir taka ákvarðanir á við-
kvæmum saipkeppnismarkaöi.
Svona lagað á ekki að vera á verk-
sviði borgarfulltrúa," segir Kjartan.
Stórir karlar í viöskiptalífinu
í áðumefndrí yfirheyrslu DV
segir Alfreð Þorsteinsson að hækk-
un R-listans á gjaldskrá Strætó og
leikskóla sé ekki meiri en hjá öðr-
um sveitarfélögum „... en það er
eins og þegar eitthvað er hækkað í
Reykjavík verði allt vitlaust," eins
og borgarfulltrúinn kemst að orði.
„Gagnrýni okkar á þessar hækkan-
ir hefur snúist um að þær eru
langt umfram verðlagshækkanir,"
segir Kjartan Magnússon. „R-list-
inn virðist líka telja að öryrkjar,
ellilífeyrisþegar og bamafjölskyld-
ur eigi að taka á sig meiri hækkan-
ir, eins og til dæmis hækkun stræ-
isvagnafargjalda sýnir. Þrátt fyrir
allar þessar hækkanir hefur R-list-
anum ekki tekist að standa við öll
kosningaloforðin um að öllum
biðlistum eftir leikskólarýmum
verði eytt og um að bæta almenn-
ingssamgöngur í borginni.
Kannski eru borgarfulltrúar R-list-
ans svo uppteknir af því að leika
stóra karla í viðskiptalífinu að þeir
hafa gleymt því til hvers þeir voru
raunverulega kosnir.“ -sbs
Stærri Hrafnista
Magnús Gunnarsson bæjarstjóri,
Guðmundur Hallvarðsson hjá Hrafn-
istu og Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra við athöfnina.
64 nýjar íbúðir:
Ráðherra tók
fyrstu skóflu-
stunguna
DV, HAFNARFIRÐI:____________________
Hafnarfjarðarbær og Garðabær
unnu sameiginlega að gerð
deiliskipulags við Hrafnistu en inn-
an bæjarmarka Hafnarfjarðar verða
byggð tvö hús með samtals 64 íbúð-
um. Heilbrigðisráðherra tók fyrstu
skóflustunguna fyrir helgina. Alls
er gert ráð fyrir 64 íbúðum í tveim-
ur fjölbýlishúsum viö hlið Hrafn-
istu.
Húsin verða samtals um 7000 fer-
metrar og eru íbúðirnar ætlaðar
fólki 60 ára og eldra. Framkvæmdir
taka um 18 mánuöi en á þessari
stundu liggur ekki ljóst fyrir
hvenær hafist verður handa, að því
er Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður Sjómannadagsráðs, sagði við
þetta tilefni. Guðmundur kynnti
fyrirhugaðar framkvæmdir og sr.
Þórhallur Heimisson, prestur í
Hafnaríjarðarkirkju, fór með bænir
og blessunarorð.
Bæjarstjórarnir í Hafnarfirði og
Garðabæ, Magnús Gunnarsson og
Ásdís Halla Bragadóttir, voru við-
staddir athöfnina og auk þess að
taka fyrstu skóflustunguna flutti
Jón Kristjánsson heilbrigðisráö-
herra stutt ávarp. Að því loknu
þágu gestir kaffiveitingar í Hrafn-
istu. -DVÓ/JGR
Vegkantur gaf sig
Rútubifreið komst í hann krappan við Dyrhólaey um miðjan dag á sunnudag
þegar vegkantur gaf sig. Bílstjórinn stöðvaði rútuna og beið eftir dráttarbílum.
Vegkanturinn er meyr, enda er vegurinn nýtagður. 30 þýskir ferðamenn sem
voru farþegar í rútunni kipptu sér lítið upp við vandræðin.
Strætó á Skagann annað haust?
Verður skoðað þeg-
ar sérleyfi rennur út
DV, AKRANESI:_____________________
I kjölfar nýstofnaðs almennings-
samgöngufyrirtækis á höfuðborgar-
svæðinu og sameiningu Akranes-
veitu, Andárkílsvirkjunar og Orku-
veitu Reykjavíkur velta menn því
nú fyrir sér hvort næsta skrefið
verði ekki að Akurnesingar gangi
ekki inn i Strætó bs. sem myndi þá
verða með samgöngur allt frá Kópa-
vogi upp á Akranes.
Bæjarstjórinn á Akranesi segir að
það sé ekki á döfmni á þessu ári þar
sem Sæmundur Sigmundsson hefur
sérleyfið til haustsins 2002. „Við
höfum fengiö upplýsingar um stofn-
un fyrirtækisins en á meöan núgild-
andi sérleyfi á leiðinni Akranes -
Reykjavík heldur gildi sínu til
haustsins 2002 þá verður núverandi
fyrirkomulagi ekki breytt. Hvað
gerist eftir að sérleyfin renna út
verður að koma í ljós,“ sagði Gísli
Gislason, bæjarstjóri á Akranesi við
DV.
TÍ/IYBO
C q jy| p c T
MHG söluaðilar á Islandi
Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is
0PNUNARTILB0Ð
25% afsláttur af rafmagnssláttuvélum, -orfum og
-hekkklippum. Erum einnig með bensínsláttuvélar á
góðu verði frá kr. 19.900
Öflugu Flymo bensín-loftpúðavélarnar eru komnar. 3 stærðir
MHG verslun Dalvegi 16a Kópavogi
Flymo
sími 544-4656
T RBO
-DVÓ