Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2001, Page 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001
I>V
Fréttir
Árið 2000 sló íslenska þjóðin drykkjumet:
Meira drukkið í góðæri
- segir framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs
„Þessi þróun kemur í sjálfu sér
ekki á óvart. Það er almennt talað
um aö áfengisneysla aukist þegar
uppgangur er í efnahagslífinu.
Neysla fólks verður meiri á þessu
sviði sem öðrum,“ segir Þorgerð-
ur Ragnarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Áfengis- og vímuvamaráðs,
aðspurð um af hverju íslenska
þjóöin hefur aukið áfengisneyslu
sína eins og nýjar tölur í Hagtíð-
indum sýna glöggt. Þar kemur
fram að á siðasta árið sló þjóðin
met í áfengisdrykkju; innbyrti um
16 milljónir lítra áfengis.
Þorgerður segir umhverfi vin-
menningar hafa verið að breytast
í Norður-Evrópu á síðastliðnum
áratug og það geti verið ein skýr-
ingin á aukinni drykkju.
„Aðgengi að áfengi hefur stór-
aukist, áfengisútsölur eru fleiri og
afgreiöslutíminn rýmri. Vínveit-
ingastöðum hefur einnig fjölgað
mjög hér á landi, einkum á lands-
byggðinni. Allt hefur þetta sín
áhrif,“ segir Þorgerður.
Bjórinn er stærstur hluti áfeng-
isneyslunnar hérlendis; um 13
milljón lítrar af 16 milljón lítrum
í heildarneyslu. Þorgerður segir
þó langt frá þvi að þjóðin sé alfar-
ið búin að skipta yfir í léttara
áfengi.
„Það er oft talað um aö við
séum að breyta um lífsstíl - bjórn-
eysla hefur aukist á kostnað
neyslu sterkra vína en mér sýnist
neysla létt víns ekki breytast svo
mikið,“ segir Þorgerður.
Margir samspilandi þættir
valda aukinni áfengisneyslu að
mati Þorgerðar. Hún segir áfengis-
auglýsingar geta haft ýmis áhrif.
„Við höfum einkum haft áhyggjur
af börnum og unglingum hvað
þetta varðar. Fyrir fullorðna eru
auglýsingarnar erfiöar fyrir þá
sem eru veikir á svellinu; á meö-
an kannski aðrir taka vart eftir
þeim. Rannsóknir sýna að áfengis-
auglýsingar hafa áhrif á þá sem
eru veikir fyrir,“ segir Þorgerður
Ragnarsdóttir. -aþ
76 lítrar á mann
Lftrar ál»n*í» i hiem íbúl 15 ár* og atdri
Bjór Uttrá Sterii »ín AHi
1995 40,48 6.79 4.98 52,25
1996 43.85 7.55 4.64 56.03
1997 47.63 8,34 4,45 60,42
1998 52,38 9,47 4,63 66,47
1999 57,48 10,63 4,59 #72,70
2000 60,51 11,67 4,54 76,72
Byggl íi tðlum Hagstofu felands
Aöur sláturhús og kaupfélag, nú hótel og veitingahús
Viö aöalgötuna í Neskaupstaö er komiö hótel á tveimur hæöum meö 10 herbergjum þar sem áöur hét Essoskáli - á árum áöur var kaupfélagiö hins vegar á
neöri hæö en sláturhús á þeirri efri. Á veggjum, reyndar bæöi utan- og innanhúss, hanga málverk eftir Tryggva Óiafsson, vin Magna Kristjánssonar og fjöl-
skyldu sem reka hóteliö. Staöurinn heitir Capitano og er talsvert í stíl aö hætti sjómanna. Einkennilegt er að hugsa til þess aö á efri hæöinni, þar sem nú eru
mismunandi herbergi búin ýmsum þægindum, var áöur fláningssalur siáturhússins í Neskaupstað.
Stálu bleikju:
Fær fjögurra
mánaða
Sjómannafélag Eyjafjarðar kærir ekki vegna sjómannadags:
Vélstjórafélagið enn með
málið til skoðunar
fangelsi
Tvítugur Snæíellingur var í síð-
ustu viku dæmdur í fjögurra mán-
aða fangelsi í Héraðsdómi Vestur-
lands fyrir að hafa stolið 64 kílóum
af bleikju úr eldiskví í fiskeldisstöð-
inni Hvurslax ehf. í Hraunsfirði.
Tveir ungir menn voru með í för i
Hraunsfjörðinn og fengu þeir
tveggja mánaða skilorðsbundna
dóma. Sá sem fangelsisdóminn
hlaut er með langan sakaferil og
rauf skilorð með bleikjuþjófnaðin-
um. Ungi maðurinn hefur undanfar-
in fjögur ár ítrekað brotið lög og
verið dæmdur fyrir þjófnaði, um-
ferðarlagabrot, eignaspjöll og brot á
vopnalögum.
Fýrr á árinu höfðu tveir piltanna
stolið þremur uppsettum þorskanet-
um að verðmæti 45 þúsund krónur
af palli vörubifreiðar.
Fjölveiðiskip Samherja, Vilhelm
Þorsteinsson EA, verður ekki kært af
hálfu Sjómannafélags Eyjafjarðar til
Félagsdóms fyrir verkfallsbrot þó það
hafi verið á síldveiðum við Noreg á
sjómannadaginn, 10. júní sl. Konráð
Alfreösson, formaður Sjómannafélags
Eyjafjarðar og varaformaður Sjó-
mannasambands íslands, segir að Vil-
helm Þorsteinsson sé að landa öllum
aflanum erlendis á erlendan markað,
ekkert komi hingað til vinnslu, svo
ekki er grunnur fyrir kæru. Lög um
sjómannadag taki þar af allan vafa. Á
Neptúnusi, sem fór til móts við Vil-
helm Þorsteinsson með umbúðir, var
eingöngu yfirmannaáhöfn en ekki
tókst að dæla hrati frá Vilhelm yfir í
Neptúnus eins og til stóð. Grundvöll-
ur kæru þar er því heldur ekki fyrir
hendi. Verkfallsbrot skipa á rækju-
veiðum á Flæmingjagrunni verða
heldur ekki kærð af sömu ástæðu og
hjá Vilhelm Þorsteinssyni. Alls voru 7
stærri íslensk veiðiskip á sjó á sjó-
mannadaginn.
„Það er alveg spurning hvort sjó-
mannadagurinn er ekki á vitlausum
tíma því í byrjun júní er flotinn á
karfaveiðum á Reykjaneshrygg, á sild
austur við Bjarnarey eða í Síld-
arsmugunni og á rækju við Nýfundna-
land. Karfamarkaðurinn hrynur þeg-
ar skipin eru að koma öll inn kring-
um sjómannadaginn og allt þetta
karfamagn kemur á markaðinn. Mér
dettur i hug að síðari hluti ágústmán-
aðar sé kannski mun heppilegri," seg-
ir Konráð Alfreðsson.
Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé-
lags Islands, segir aö engar kærur
vegna brota á sjómannadaginn hafi
enn verið lagðar fyrir Félagsdóm en ef
í ljós kemur afráttarlaust að menn
hafi verið úti á sjómannadeginum og
uppfylli ekki skilyrði laganna og eru
t.d. að bjarga verðmætum eða fiska á
erlendan markað þá verði lögð fram
kæra. Eins gæti legið fyrir samkomu-
lag við áhöfn um að vera úti á sjó-
mannadaginn. En þessir þætti skýrast
jafnvel ekki fyrr en málin verða lögð
fyrir Félagsdóm. Helgi segist vona að
málið liggi ljóst fyrir áður en réttar-
hlé skellur á. Talað er um að brot hér
við land geti numið tugum en mestu
ágreiningsefnin munu vera við Snæ-
fellsnesið. Viðurlög geta numið allt að
311 þúsund krónum.
-GG
Umsjón: Björn Þorláksson
Plott Davíðs
Gengishrunið undanfarið hefur ver-
ið mál málanna um skeið, enda afleið-
ingarnar miklar á íslenskt efnahags-
iíf. Sitt sýnist,
hverjum um skýr-
ingar á þessu fyrir-
brigði og er tekist
á um hlut Davíðs ]
Oddssonar forsæt-
isráðherra. Egill I
Helgason er að |
gera skoðanakönn-
un á því hvort þjóð-
inni þyki skýringar forsætisráðherra
á gengisfallinu vera trúverðugar. Svo
er ekki samkvæmt könnuninni á
Strikinu. Innan við 10% kaupa skýr-
ingar Davíðs um klaufaskap í banka-
kerfinu og fleira. Ný kenning hefur
hins vegar litið dagsins ljós hjá dóm-
stóli götunnar. Hún er í fáum orðum
sú að Davíð hafi verið búinn að sjá að
fella yrði gengið töluvert en í anda
nýrra tíma hafi hann látið umhverfið
sjálft um það í stað þess að handstýra
gengisfellingum eins og íslendingar
máttu svo oft láta yfir sig ganga, fyrir
gósenskeið Davíðs...
Láta ekki deigan síga
Það kemur fæstum á óvart að Mý-
vetningar kæri mál. Nú siðast hafa
þrír bændur kært þá ákvörðun að
leyfa Kísiliðjunni
að fara í námagröft
! i Syðri-Flóa. Bænd-
! urnir vísa til fyrra
samkomulags um
að ekkert yrði farið
í suðurhluta vatns-
ins og er Kári í
Garði einn þeirra
sem kæra. í DV
mátti lesa að Kári er bjartsýnn á að
hafa sigur í þessu máli. Kári er líka
fæddur á þjóðhátíðardaginn og maður
með slíkan fæðingardag hlýtur að
vera bjartsýnn íslendingur. Kærugleði
Mývetninga hefur annars sennilega
slegið landsmet undanfarið miðað við
höfðatölu. Þannig hafa menn kært
hver annan fyrir ýmsar og ólíkar sak-
ir en ekki alltaf haft erindi sem erfiði.
Dæmi um slík mál eru girðingamál,
Hverfiallsmálið fræga, Kísiiiðjan og
margt, margt fleira. Gárungarnir
segja að þótt Mývetningar sigli nú inn
í nýtt árþúsund hafi baráttugleðin frá
víkingatímanum ekki enn runnið af
hluta heimamanna og sennilega verð-
ur það aldrei...
Óhjákvæmilegur leki
Eins og fram hefur komiö þykir
mörgum alldularfullt af hverju gríðar-
leg viðskipti áttu sér stað í deCODE
rétt áður en millj-.
arðasamningur var
gerður við Roche. I
Engar vísbendingar I
um innherjaviðskipti I
hafa komið fram en I
hitt þykir líklegt að [
njósn hafi borist um
samninginn góða.
Mikilvægar viðskiptaupplýsingar lekið
út. Þetta veltir upp gagnrýninni spurn-
ingu um smæð okkar ágæta þjóðfélags.
Sumir héldu því fram á sínum tíma að
það myndi standa frjálsu verðbréfaum-
hverfi fyrir þrifum að hér þekkja allir
alla. Það sé hreinlega óhjákvæmilegt
að svona upplýsingar fari á kreik. í
þessu tilviki er ójóst hvort orsökin er
þessi en hitt benda menn á að langt sé
síðan nánast var gengiö frá samningn-
um þótt fréttamenn hafi fyrst fengið
upplýsingar um hann fyrir nokkrum
dögum...
Þrifalegri garöar
Endanlega er nú búið að blása
Hailó Akureyri af en Ein með öllu
mun taka við. Akureyringar skiptast i
tvör hom í afstöðu til
málsins. Ekki er
bæði hægt að eiga
kökuna og éta hana
en slæm ungengni
var ekki síst í sviðs-
ljósinu fyrir nokkrum
árum. Þannig má rifia
upp samtal tveggja unglingsdrengja
sem vom að rabba saman um hvað
þeir ættu að gera á sunnudagsnótt um
verslunarmannahelgi á Akureyri árið
1996. „Ætli maður drulli ekki bara í
nokkra húsagarða," sagði annar...